Fréttablaðið - 18.08.2008, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 18.08.2008, Blaðsíða 17
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Ég ólst upp að hluta til hjá afa mínum og ömmu sem alltaf var að matbúa eitthvað ómótstæðilegt í stóru eldhúsi sem sló lífsins takt sem hjarta heimilisins. Sú minning hefur ætíð fylgt mér síðan og loks tókst mér að endurskapa viðlíka eldhús á eigin heimili fyrir sex árum síðan,“ segir María Björk þar sem hún sýpur á ilmandi kaffibolla við eldhúsborðið heima. „Allt í þessu eldhúsi er eftir mínu höfði; ég hannaði hvern krók og kima, skápaplássið er endalaust, vinnurýmið mikið og andinn góður. Eldhúsið er því uppáhaldsstaður heimilisins þar sem öllum finnst gott að njóta matar og vinna að sínum verkefnum,“ segir María Björk og bætir við að eldhúsið sé hálfgildings vinnustaður líka. „Hingað koma þær Sigga (Bein- teins) og Regína til skrafs, vinnu og ráðagerða, en við syngjum aldrei mikið í eldhúsinu. Það er misskilningur að þeir sem vinna við söng sé sísönglandi heima. Hér finnst okkur bara heimilislegt að vinna saman, enda stutt í ísskáp og ljúfa bita,“ segir María Björk og skellir upp úr. „Stíll minn er rómantískur, með þungum, hlýlegum húsmunum. Ég bjó um tíma í Bandaríkjunum og keypti þá flest í búið, sem ég er enn ósköp ánægð með. Ég hleyp ekki eftir tískusveiflum híbýla, en kaupi reglulega eitthvað smávegis í búið og blanda þá saman við það sem fyrir er,“ segir María Björk sem síðast keypti sér forláta Global-stálhnífasett í vel búið eld- hús sitt. „Þeir eru æðislegir við elda- mennskuna, segir minn heitt- elskaði, sem hefur yndi af því að elda ofan í okkur dýrindis mat.“ thordis@frettabladid.is Lifað í hjarta heimilisins Kaffi. Dagsbirta. Stálhnífar. Rómantík. Munnbitar og andrými. Allt býr þetta í garðbæsku eldhúsi Maríu Bjarkar Sverrisdóttur söngkonu, þar sem helstu söngdívur lýðveldins njóta gnægtabúrs og andagiftar. Söngkonan María Björk bæði lifir og leikur sér í eldhúsinu, sem í senn er hennar sköpunarverk og eftirlætisstaður heima. . FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HANNYRÐIR eru notalegar þegar dimma tekur á kvöldin og þá er oft skemmtilegt að sitja fyrir framan sjón- varpið í rólegheitum og prjóna, hekla eða sauma. Á heima- síðu garnverslunarinnar storksins www.storkurinn.is má finna upplýsingar um lengri og styttri námskeið. Útsala 20 - 70 % afsl. Baðdeild Álfaborgar Skútuvogi 4 - sími: 525 0800 Sturtuklefar Baðinnréttingar Hreinlætistæki Blöndunartæki Baðker ofl. Skútuvogur 1h - Barkarvogsmegin sími: 5858900 - egill@jarngler.is trönur málning penslar spaðar íblöndunarefni og margt fleira strigarúllur, blindrammar og ástrekktir blindrammar galleríbrautir krónum lagið Frá Fyll'ann takk! Á Tónlist.is getur þú nálgast yfir 50.000 lög og fyllt spilarann þinn af topptónlist. Allt efni á Tónlist.is er ólæst (DRM laust) og kostar frá 79 krónum lagið. Þannig getur þú fært tónlistina hindrunarlaust á milli tölvunnar, spilarans og farsímans. Vertu tilbúinn í sumarfríið!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.