Fréttablaðið - 18.08.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 18.08.2008, Blaðsíða 18
Líklega kannast flestir við að hafa búið til sandkastala í æsku. Fæstir áttu hins vegar von á því að einn daginn ættu þeir kost á að ganga inn í slíka byggingu og biðja þar um gistingu. Það er engu að síður í boði núna, að minnsta kosti fyrir þá sem eiga leið um strönd bæjarins Weymouth í Dorset-sýslu á Eng- landi, því þar er nú risið fyrsta sandkastalahótel heims. Í bygginguna fóru þúsund tonn af sandi og fjórir sandkastala- byggingameistarar unnu að verk- inu í fjórtán stundir á dag í heila viku. Þar má nú bóka gistingu í einu herbergi sem er búið tveim- ur rúmum, einu einbreiðu og öðru tvíbreiðu. Allir innanstokks- munir eru úr sandi, meira að segja rúmin. Að sögn kunnugra er það sérstök upplifun að gista á hótelinu, sem er þaklaust svo hægt er að horfa á stjörnurnar þegar maður leggst til svefns og að sjálfsögðu hlusta á sjávar- niðinn. Nótt á hótelinu kostar ekki nema tíu pund, rúmar 1.500 krón- ur, svo það er um að gera að skella sér, svona á meðan hótelið stendur uppi, en búast má við að því skoli burt í næstu rigninga- tíð. thorgunnur@frettabladid.is Sofið í sandinum Fyrsta sandkastalahótel heims er risið í Dorset á Englandi. Þar geta ævintýragjarnir ferðalangar pantað gistingu, að minnsta kosti þar til sjór og regn skola byggingunni á brott. Rúmin eru úr sandi og eflaust ekki mjög þægileg. Útsýni upp í stjörnubjartan himinn bætir upp þakleysið. Hótelið er ekki stórt og í raun bara eitt herbergi en engu að síður fóru 1.000 tonn af sandi í bygginguna. Sandkastali í fullri stærð. Hæsti turn hótelsins er fjórir metrar. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES HEITIR POTTAR eru góð viðbót við pallinn hvort sem er heima eða í sumarbústaðnum. Fátt er skemmtilegra en að taka því rólega í góðum potti. Hvaða árafæri er nú þetta, hugsa eflaust margir. Jú, þetta er hatta- standur sem auðvitað er alveg bráð- nauðsynlegur á hverju heimili. Eins og sjá má er standurinn stækkan- legur þannig að hann fyllir út í hatt- inn, hverrar stærðar sem hann er, og tryggir lögun hans og form. Standurinn er einn margra kostu- legra muna á minjasafninu að Mánár- bakka á Tjörnesi. Vilhelm ljósmyndari stóðst ekki mátið að smella af honum mynd. - gun Stækkanlegur standur Fyrir þá sem gengu daglega með hatta hlýtur að hafa verið nauð- synlegt að eiga góðan stað til að geyma þá á.            Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.