Fréttablaðið - 18.08.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 18.08.2008, Blaðsíða 20
 18. ágúst 2008 MÁNUDAGUR4 „Þetta er villigarður að því leyti að við byrjuðum bara á bletti og svo bættum við öðrum við. Þannig að skipulagið er bara út í hött,“ segir Auður Sigurðardóttir, sem hlaut í vikunni sérstaka viður- kenningu umhverfisnefndar Sel- tjarnarness fyrir garðinn sem hún hefur sinnt í fjörutíu ár. Hún segir eiginmanninn Hafstein Einars son, sem nú er látinn, hafa átt sinn þátt í ræktuninni. „Við vorum samtaka í þessu hjónin en hér var ekki stingandi strá árið 1963 og heldur ekkert skjól, alveg sama hvaða átt var. Því þurfti að búa til hlíf ef sett var niður planta en nú vex allt, enda komin hús í kring og gróðurinn myndar gott skjól.“ Auður kveðst aldrei láta garð- inn plaga sig heldur aðeins hafa af honum ánægju. „Ef ég get ekki sinnt honum gerir það ekkert til. En þegar veðrið er eins og í sumar vil ég hvergi annars staðar vera.“ gun@frettabladid.is Hér var ekki stingandi strá Rósir og runnar, tjarnir, klappir og hleðslur. Allt þetta og margt fleira fallegt ber fyrir augu í garðinum við húsið Berg á Seltjarnarnesi sem hlaut sérstaka viðurkenningu umhverfisnefndar bæjarins. Nú felst helsta vinnan að sögn Auðar í því að halda gróðrinum í skefjum. Náttúrulegt landslag setur svip á garðinn. „Ég hef aldrei áhyggjur þó að ég geti ekki hreinsað þetta eða hitt beðið,“ segir Auður brosandi og hefur þó bæði um gróðurhús og garð að hugsa og gerir það vel. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.