Fréttablaðið - 18.08.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 18.08.2008, Blaðsíða 46
30 18. ágúst 2008 MÁNUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÖGIN VIÐ VINNUNA LÁRÉTT 2. íþróttafélag, 6. tveir eins, 8. rá, 9. púka, 11. sjúkdómur, 12. baða, 14. sveigur, 16. stefna, 17. flík, 18. aur, 20. íþróttafélag, 21. fullnægja. LÓÐRÉTT 1. málmur, 3. í röð, 4. dagatal, 5. blástur, 7. landbúnaðar- tæki, 10. eyrir, 13. útdeildi, 15. sálda, 16. upphrópun, 19. kyrrð. LAUSN „Ég get yfirleitt ekki hlustað á það sama og venjulega. Ég hlusta mikið á klassík og djass af RÚV eða Rondó. Moby 18 fær stundum að fljóta með svo ég geti skrifað. Þetta er eitthvert einbeitingarvandamál, mér finnst best ef það er enginn söngur. Síðan ef ég er að springa úr orku og óreiðu en þarf að sitja kyrr nota ég Nick Cave.“ Anna Pála Sverrisdóttir, lögfræðingur hjá Persónuvernd. LÁRÉTT: 2. fram, 6. tt, 8. slá, 9. ára, 11. ms, 12. lauga, 14. krans, 16. út, 17. fat, 18. for, 20. kr, 21. fróa. LÓÐRÉTT: 1. stál, 3. rs, 4. almanak, 5. más, 7. traktor, 10. aur, 13. gaf, 15. strá, 16. úff, 19. ró. „Villi Vill syngur sjálfur tvö lög. Hann birtist á tjaldi. Þetta verður mixað með tækninni, hljóð og mynd,“ segir Ísleifur Þórhallsson sem nú er að skipuleggja stór- tónleika til minningar um einn ástsælasta söngvara Íslands – Vilhjálm Vil- hjálmsson. Í ár eru þrjátíu ár liðin frá því að Vilhjálmur lést í bílslysi í Lúxem- borg. Tónleikarnir verða föstudaginn 10. október í nýjum sal Laugardalshallar. Í tengslum við tónleikana verður stofnaður Minningar sjóður Vilhjálms Vilhjálmssonar en honum er ætlað að styrkja árlega söngvara sem þykja skara fram úr. Ísleifur segir að Vil- hjálmur syngi lag sem fannst nýverið. Áður óbirt lag sem Magnús Kjartansson hefur verið að vinna með. „Þetta verða frábærir tónleikar þar sem landsliðið syngur við undirleik strengja- sveitar, kóra og hljóm- sveitar sem Þórir Bald- ursson stjórnar.“ Þess má geta að sérlegir heiðurs- gestir verða Helena Eyjólfsdóttir og Þorvaldur Halldórsson sem sungu einmitt með hljómsveit Ingimars Eydal eins og Vilhjálm- ur gerði. Og Ísleifur er ekki að ýkja þegar hann talar um landslið söngvara: Björgvin Halldórsson, Bubbi Morthens, Diddú, Egill Ólafsson, Ellen Kristjánsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Helgi Björnsson, Jónsi, KK, Laddi, Lay Low, Páll Rósinkranz, Pálmi Gunn- arsson, Ragnheiður Gröndal og Stefán Hilmarsson. - jbg Villi Villl syngur sjálfur á tónleikum ÍSLEIFUR Lofar stórkost- legum tónleikum enda kemur landslið söngv- ara fram. VILHJÁLMUR VILHJÁLMSSON Hann mun birtast á tjaldi og syngja lag sem nýverið fannst. „Ég var boðaður í „casting“ hjá Eskimo og svo var hringt daginn eftir og mér boðið að koma,“ segir nýútskrifaði leikarinn Ant- oine Hrannar Fons um mynda- töku fyrir breska tímaritið i-D Magazine sem fram fór hér á landi síðastliðinn föstudag. „Við vorum nokkrar íslenskar fyrir- sætur uppi á Snæfellsjökli að sýna vetrartískuna fyrir ýmis merki, svo sem G-star og Car- hartt sem mun svo birtast í desemberútgáfu tímaritsins, en einnig voru gerðar myndbands- upptökur af okkur um hvernig er að vera ungur á Íslandi sem verða birtar á heimasíðu tímaritsins,“ segir Antoine sem lauk leiklistar- námi frá Rose Bruford á Eng- landi í vor. „Eftir að ég kláraði skólann fékk ég vinnu hjá TV France, franska ríkissjónvarpinu sem kom til landsins í sumar til að taka upp efni. Þá var ég frétta- maður og leiðsögumaður um landið, gaf ábendingar um fólk og staði og túlkaði ef þess þurfti,“ útskýrir Antoine sem á franskan föður og talar því reiprennandi frönsku. Síðustu vikur hefur hann unnið með leiklistahópi á vegum ÍTH og Vinnuskólans í Hafnarfirði, en í kvöld er síðasta sýning verksins „Þið eruð hérna“ sem unnið er í samstarfi við Leik- félag Hafnafjarðar. Leikritið fjallar á einlægan hátt um bar- áttu stúlku fyrir tilverurétti sínum í brengluðum heimi sem álítur hana geðveika. „Ég leik Alexander sem er eitt stærsta karlhlutverkið og er ástin í lífi aðalleikkonunnar,“ segir Anto- ine. Aðspurður segist Antoine vel geta hugsað sér að halda fyrir- sætustörfum áfram meðfram leiklistarferlinum. „Þegar það koma dauðir tímar í leiklistinni er mjög gott að hafa svona verk- efni. Útskriftin frá Rose Bruford er í september og þá mun ég taka ákvörðun um hvort ég verð áfram erlendis eða hérna heima, annars ætla ég bara að líta í kringum mig, prófa mig áfram og taka það sem býðst. New York-borg heillar mig líka mikið og ég get vel hugs- að mér að taka mastersgráðu í leiklist þar næsta haust.“ segir Antoine að lokum. alma@frettabladid.is ANTOINE HRANNAR FONS: NÝÚTSKRIFAÐUR MEÐ NÓG AÐ GERA Úr TV France í fyrirsætu- störf í i-D Magazine NÝÚTSKRIFAÐUR LEIKARI Antoine Hrannar Fons lauk leiklistarnámi frá Rose Bruford í vor og starfar einnig sem fyrirsæta í hinum ýmsu verkefnum. Löggildir rafverktakar Rafmagnsvandamál Talaðu þá við okkur Uppl. síma 8604507 / 8494007 islagnir@islagnir.is www.islagnir.is STÓR HUMAR, LÚÐA, LAX, TÚNFISKUR Úrval skrétta á grillið Útigangsfólki fer stöðugt fjölgandi í miðborginni. Því fékk listamaðurinn Snorri Ásmunds- son að kynnast á föstudaginn þar sem hann gekk yfir Pósthús- strætið. Snorri er afkastamikill maður og upptekinn. Útigangskona sem sá Snorra á gangi vatt sér að honum og spurði hvort hann gæti átt við hana orð. Snorri sagði henni kurteisislega að hann væri því miður á hraðferð. Svaraði drottning götunnar þá að bragði: „En ef ég kýli þig, hefurðu þá tíma?“ Fátt varð um svör hjá listamannin- um, sem hélt göngu sinni áfram. Og enn meira af útigangsfólki. DV fjallaði á dögunum um útigangskonu á Fógetatorgi sem raular dægrin löng um hina Röndóttu mær sem Jakob Frímann Magnús son samdi lag um. Jakob talaði þar um að hann hygðist vart beita sér fyrir greiðslu stefgjalda frá söngelsku útigangskonunni. Á Vísi var hins vegar fjallað um það í gær að Jakob hefði, sem verkefnastjóri miðborgarmála, í hyggju að koma upp búllu við Faxaflóahafnir til að beina útigangsfólki úr miðbænum. Velta menn fyrir sér hvort hann sé með því að ná sér niðri á söngfugl- inum á Fógetatorginu. Ákveðið hefur verið að hjóla í aðra þáttaröð af spurningakeppni bæj- arfélaganna, Útsvari á RÚV. Þannig hefur bæjarráð Álftaness samþykkt samhljóma þá tillögu að bæjarfé- lagið taki þátt í keppninni í vetur. Liðskipanin fór einnig fyrir bæjarráð og mun liðið samanstanda af þeim Guðmundi Andra Thorssyni rit- höfundi, Hilmari Erni Hilmarssyni tónskáldi og Önnu Ólafsdóttur Björnsson sagnfræðingi. - shs FRÉTTIR AF FÓLKI „Það má segja að þetta sé fyrsta stóra breikið. Maður áttar sig varla á þessu,“ segir trommuleik- arinn Gunnar Waage. Bandaríski hljómborðsleikar- inn Derek Sherinian, sem hefur spilað með þekktum flytjendum á borð við Alice Cooper, Billy Idol, Kiss og Dream Theater, verður upptökustjóri á þriðju sólóplötu Gunnars. Hann mun einnig spila með Gunnari á plöt- unni. Sherinian er jafnframt einn af stofnendum tríósins Planet X sem hefur á að skipa Virgil Don- ati, sem er annar af tveimur uppáhaldstrommurum Gunnars. Hinn er Dave Weckl. „Það er ekki hægt að komast mikið hærra í þessu. Það hverfur allt egó út um gluggann í einum grænum, maður fyllist bara auðmýkt,“ segir Gunnar. Sherinian er virtur upptöku- stjóri og hefur meðal annars tekið upp plötur með Simon Philips, trommara Toto. Gunnar komst í kynni við Sherinian eftir að hafa starfað með bassaleikurunum Percy Jones og Tony Franklin, en sá síðarnefndi spilaði með Gunn- ari á síðustu sólóplötu hans. Upptökur á nýju plötunni hefj- ast líklega næsta sumar í Los Angeles. Þangað til ætlar Gunnar að undirbúa sig rækilega hér heima og semja nóg af lögum svo hann mæti ferskur til samstarfs- ins með Sherinian. - fb Með þekktan upptökustjóra GUNNAR WAAGE Gunnar fær góða aðstoð frá Derek Sherinian við gerð þriðju sólóplötu sinnar. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 Stykkishólmi. 2 Egyptum. 3 Anna Hlín Lewis.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.