Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.08.2008, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 19.08.2008, Qupperneq 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 ÞRIÐJUDAGUR 19. ágúst 2008 — 224. tölublað — 8. árgangur Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 Kannar nýjar slóðirÁstbjörg Rut Jónsdóttir er þrítug námsmær sem e ðmun þar fara í skipti á Ástbjörg og Ronja eru mjög spenntar að flytja út og upplifa nýja hluti. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN VERÐBRÉF OG VERÐBRÉFAVIÐSKIPTI er nokkuð sem ágætt er að kunna skil á. Endur-menntun Háskóla Íslands byrjar í haust með nám í verðbréfaviðskiptum sem meðal annars hugsað er fyrir áhugafólk um þau. Nánari upplýsingar má finna á www.endurmenntun.hi.is. STAFGANG A ÁHRIFARÍK LEIÐ TIL LÍKAMS RÆKTAR Stafgöngunámskeið hefjast 26. ágúst n.k. stafgönguþjálfi, 616 85 95. stafgönguþjálfi, 694 35 71. Þriðjudaga & fimmtudaga, kl. 17:30. Þriðjudaga & fimmtudaga, kl. 17:30.SKRÁNING & NÁNARI UPPLÝSINGAR Á:                        Viltu sitja eða standa?Muvman fyrir breytilega hæð• Bakið beint • Dýpri öndun• Aukin vi k i ÁSTBJÖRG RUT JÓNSDÓTTIR Hlakkar til að fara í skiptinám til Skotlands • nám • heilsa Í MIÐJU BLAÐSINS Átak hjá UNIFEM Landsnefnd UNIFEM á Íslandi opnar íslenska heimasíðu tileinkaða átakinu „Say No to Violence against Women“. TÍMAMÓT 22 HÍBÝLI - STOFA Sérfræðingar í loftkæl- ingu og hreinu lofti Sérblað um híbýli FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG híbýli - stofa Betra loft Íshúsið sérhæfir sig í loftkælingu og bættu lofti BLS. 2 ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2008 PEKING 2008 Íslenska handbolta- landsliðið varð í þriðja sæti í sínum riðli á Ólympíuleikunum í Peking eftir 32-32 jafntefli á móti Egyptum í fyrrinótt. Íslendingar mæta því Pólverj- um í átta liða úrslitum og fer leikurinn fram klukkan 06.15 í fyrramálið. Sigurvegarinn mun mæta annaðhvort Kóreu eða Spáni í undanúrslitum á föstudag- inn. Ísland hefur tapað fjórum leikjum í röð á móti Pólverjum þar af með sex mörkum í for- keppni Ólympíuleikanna í maí en síðast vannst sigur á Pólverjum á stórmóti á HM í Portúgal 2003. - óój / sjá síðu 30 Íslenska handboltalandsliðið: Mætir Póllandi í 8 liða úrslitum SÁRT Róbert Gunnarsson fær harðar móttökur á línunni gegn Egyptum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Nýtt í Hagkaupum Viltu bæta hlaupatímann þinn án meira álags? Smart Motion hlaupastíllinn er kominn á DVD í Hagkaup! EFNAHAGSMÁL Sjálfstæður gjaldmiðill hefur ekki reynst þjóðinni vel í efnahagssveiflum undangenginna ára. Þetta er mat Erlends Hjaltasonar, formanns Viðskiptaráðs Íslands. „Þegar hagkerfið hefur siglt úr þeim öldudal sem nú gengur yfir er því full ástæða til að endurmeta tilvistarrétt sjálfstæðs gjaldmiðils á Íslandi,“ segir Erlendur í grein sem hann ritar í Fréttablaðið í dag. Hann varar við því ástandi sem ríkir að veik króna hamli því að stýrivextir séu lækkaðir. „Það er engum til góðs að keyra íslensk fyrirtæki í gjaldþrot með háum fjármagnskostnaði til þess eins að halda gengi krónunnar stöðugu.“ - óká / sjá síðu 20 Formaður Viðskiptaráðs Íslands: Kallar á endur- mat á krónunni Persónur og leikendur „Í nútíma þjóðfélagi sækist fólk eftir að komast í fjölmiðla,“ skrifar Jónína Michaelsdóttir. Í DAG 18 SKOÐANAKÖNNUN Borgarbúar telja að skólamál, fjármál borgarinnar og velferðarmál séu þrjú brýn- ustu mál borgarstjórnar, sam- kvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Rúm 45 prósent þeirra sem afstöðu tóku nefndu einn þessara valkosta. Fæstir nefna umferðarmann- virki, umhverfismál og virkjana- mál sem brýn málefni borgar- stjórnar. Rúm 19 prósent nefna umferðarmannvirki sem brýnt málefni. Nefndu 14 prósent virkj- anamál en Óskar Bergsson, borg- arfulltrúi Framsóknarflokks, hefur lagt áherslu á mikilvægi þess að Bitruvirkjun verði að veruleika í umræðu um síðustu meirihlutaskipti í borginni. Nokkur munur er á hvernig málaflokkum er raðað eftir stjórnmálaskoðunum svarenda. Þannig nefna framsóknarmenn oftast fjármál borgarinnar og velferðarmál. Kjósendur Sjálf- stæðisflokks leggja mesta áherslu á skipulagsmál og fjár- mál borgarinnar. Frjálslyndir telja skipulagsmál og umhverfismál brýnustu málin. Samfylkingarfólk leggur mesta áherslu á fjármál borgarinnar og velferðarmál og vinstri græn nefna oftast skólamál og velferð- armál. Þeir sem ekki gefa upp stuðning við stjórnmálaflokk nefna oftast skólamál og velferð- armál. Þá er nokkur munur á afstöðu Reykvíkinga eftir kyni. Karlar nefna oftast skipulagsmál, þá fjármál borgarinnar og í þriðja sæti eru skólamál. Konur nefna hins vegar oftast skólamál, þá velferðarmál en í þriðja sæti hjá konum eru fjármál borgarinnar. - ss / sjá síðu 6 Skoðanakönnun um brýnustu mál borgarstjórnar: Menntun, fjármál og velferð SKIPULAGSMÁL Borgarráð Reykja- víkur samþykkti fyrir skemmstu samning við Knattspyrnufélagið Val og eignarhaldsfélagið Vals- menn hf. um uppbyggingu á Hlíðar endasvæðinu. Bein útgjöld borgarinnar vegna samningsins eru 155 milljónir króna, auk þess sem enn þarf að greiða tíu millj- ónir á mánuði í tafabætur, vegna seinkunar á deiliskipulagi. Slíkar bætur geta orðið allt að 280 millj- ónir. Brynjar Harðarson, formaður Valsmanna hf., segir félagið hafa borið töluverðan skaða af töfun- um. „Skuldbindingar okkar vegna þessa eru komnar yfir tvo millj- arða og við það vaxtastig sem við búum duga tafabæturnar ekki til afborgana af þeim. Þá höfum við ekki getað staðið við skuldbind- ingar okkar gagnvart knatt- spyrnufélaginu vegna tafanna.“ Samkvæmt samningnum er byggingarnefnd Hlíðarendasvæð- is lögð niður og verkefni hennar færð Val. Greiðsla til félagsins vegna tapaðra tekna og kostnaðar sem fallið hefur á félagið er 96 milljónir. Þá greiðir Reykjavíkur- borg 60 milljónir til Vals vegna þess að Valsmenn hf. hafa ekki getað uppfyllt ákvæði um greiðslur til Vals samkvæmt samningi félaganna. Samningurinn nú er sjöundi samningur borgarinnar við Val. Árið 2002 var samið um að félagið léti hluta af erfðafestulandi sínu af hendi og fengi tekjur af sölu byggingarréttar fyrir 22.500 fer- metra atvinnuhúsnæði í suðaust- urhorni Hlíðarendareits. Reykjavíkurborg tekur, sam- kvæmt samningnum, yfir fjárhags- skuldbindingar upp á 934,5 milljón- ir króna, sem félagið endurgreiðir á tveimur gjalddögum: sex og tólf mánuðum eftir útgáfu nýrra þing- lýstra lóðasamninga. - kóp Seinagangur kostar hundruð milljóna Reykjavíkurborg þarf að greiða hundruð milljóna vegna tafa á deiliskipulagi við Hlíðarenda. Ekki hefur tekist að ljúka framkvæmdum á svæði Knattspyrnu- félagsins Vals. Valsmenn hf. hafa beðið lengi eftir því að selja byggingarrétt. BRAD PITT Vill skreppa út með Sólveigu Anspach FÓLK 34 HÆGVIÐRI Í dag verður hæg breytileg átt. Bjart með köflum en hætt við smáskúrum norðaustan til. Hiti 8-17 stig, hlýjast til landsins suðaustan til. VEÐUR 4 8 12 14 16 12 Kostaði aleiguna Hans Kristján Árnason á opnunarmyndina á Reykjavík Shorts&docs sem fjallar um ævi Sveins Kristjáns Bjarnarsonar eða Holger Cahill. FÓLK 28 Klár í slaginn Eiður Smári er fullur tilhlökkunar að mæta Aserum á morgun. ÍÞRÓTTIR 30 VEÐRIÐ Í DAG GULL, ÞAÐ ER SKÍRAGULL Kínverskir íþróttaáhugamenn ráða sér ekki fyrir kæti þessa dagana, eins og sést á þessari mynd sem ljósmyndari Fréttablaðsins tók fyrir framan Ólympíusundhöllina í gær. Á fyrstu tíu dögum leikanna hafa Kínverjar unnið til 39 gullverðlauna. Þeir stefna á að slá met Bandaríkjamanna, sem unnu til 83 gullverðlauna á leikunum í Los Angeles árið 1984. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.