Fréttablaðið - 19.08.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 19.08.2008, Blaðsíða 2
2 19. ágúst 2008 ÞRIÐJUDAGUR „Björn, gerir þú ráð fyrir fisk- þurrkun í Skerjafirðinum? „Ekki sérstaklega, en það verður alla vega engin þurrð á möguleikum á svæðinu.“ Björn Kristinsson, fyrrverandi prófessor við verkfræðideild Háskóla Íslands, hefur lagt fram róttækar hugmyndir um bygg- ingu varnargarðs og með honum þurrka upp Skerjafjörðinn. 2.300 fermetrar lands yrðu til við framkvæmdina og gríðarlegir möguleikar til uppbyggingar. Meðallestur á tölublað m.v. höfuðborgarsvæðið, 18–49 ára. Könnun Capacent í maí–júlí 2008. Fréttablaðið er með 46% meiri lestur en 24 stundir og 116% meiri lestur en Morgunblaðið Fréttablaðið stendur upp úr 33,47% 49,65% 72,34% Fréttablaðið er sem fyrr mest lesna dagblað landsins með glæsilegt forskot á samkeppnisaðila sína eins og síðasta könnun Capacent Gallup ótvírætt sýnir. Við erum auðvitað rífandi stolt af þessum góða árangri og bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið okkar þegar þeir velja auglýsingamiðil. Allt sem þú þarft... ...alla daga REYKJAVÍK Marsibil Sæmundardótt- ir, varaborgarfulltrúi Framsóknar, hefur sagt skilið við flokk sinn. Hún segist hafa greint Óskari Bergssyni og skrifstofu flokksins frá þessu í gær. Hún muni áfram styðja góð mál og „ekki stunda tækifær- ismennsku og fella meirihlut- ann komi til þess að Óskar Bergsson forfallist“. Ákvörðunin hafi verið erfið, en úr því sem komið er sé þetta best fyrir sig og flokkinn. Marsibil verður óháður vara- borgarfulltrúi. Hún hafði áður sagt að hún gæti ekki starfað með Sjálf- stæðisflokknum. - kóþ Varaborgarfulltrúi Framsóknar: Marsibil skilur við flokk sinn SAMGÖNGUMÁL Siglingastofnun, Landspítali og Læknadeild Háskóla Íslands hafa í sumar staðið fyrir rannsókn á sjóveiki um borð í far- þegaferjunni Herjólfi. Vonast er til að í framtíðinni verði hægt að gefa út sjóveikispá til að létta undir með þeim sem þjást af þess- um vágesti. Hannes Petersen, yfirlæknir á háls-, nef- og eyrnadeild Landspít- alans, er umsjónarmaður rann- sóknarinnar. „Sjóveiki er lítið rannsakað vandamál og við erum að tengja saman í fyrsta sinn sjó- veikiupplifun hjá fólki við hreyf- ingarnar í sjónum. Bæði þá með upplýsingum frá öldudufli sem Siglingastofnun er með og hreyfi- skynjara í Herjólfi og spurninga- lista sem dreift er til farþega Herj- ólfs um líðan þeirra í tengslum við sjóferðir. Þannig getum við jafn- vel í framtíðinni gefið út sjóveiki- spá með því að segja fólki sem er næmt að það séu til dæmis 90 pró- sent líkur á að viðkomandi finni fyrir sjóveiki eins og sjólagið verð- ur á morgun.“ Hannes segir að í raun verði allir sjóveikir en menn sjóist mis- jafnlega vel. „Einkennin eru mis- jafnlega mikil og margir tala ekki um sjóveiki fyrr en þeir kasta upp. Það er þó langt frá því að vera rétt mat og margir verða mjög veikir án þeirra einkenna.“ - shá Unnið er að rannsókn á sjóveiki um borð í Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi: Ætla að spá fyrir um sjóveiki Í ÓLGUSJÓ Herjólfur heldur uppi siglingum til og frá Eyjum í alls konar aðstæðum. Veran um borð er því mörgum erfið. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR REYKJAVÍK Líklegt þykir að fram- sóknarmenn verði varaformenn í öllum helstu ráðum Reykjavíkur- borgar, en Óskar Bergsson, verð- andi formaður borgarráðs, fari með formennsku í skipulagsráði. Einungis borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar mega vera formenn fagráða og setur strik í reikninginn að Marsibil Sæmund- ardóttir, varaborgarfulltrúi Fram- sóknar, styður ekki nýjan meiri- hluta. Því þurfa framsóknarmenn að sætta sig við varaformennsk- una. Heimildir Fréttablaðisins segja einnig líklegt að framsóknarmaður setjist í stjórn Orkuveitunnar í stað Ástu Þorleifsdóttur og gæti það verið Óskar Bergsson, en ekki hafi komið til tals að Alfreð Þorsteins- son, fyrrum stjórnarformaður Orkuveitunnar, taki að sér trúnað- arstörf í fyrirtækinu. Það sé þó ekki útilokað frekar en annað. Gengið var út frá því í gær að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson yrði forseti borgarstjórnar, en hann er nú formaður borgarráðs. Almenna línan sé þó sú að breyta sem minnstu, eftir tíðar hræringar síð- ustu mánaða. - kóþ Gert er ráð fyrir því að Vilhjálmur Þ. verði forseti borgarstjórnar: Framsókn fær varaformenn ÓSKAR BERGSSON Gert er ráð fyrir að Óskar muni fara með formennsku í skipulagsráði í nýjum meirihluta. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON RÚSSLAND, AP Dmitri Medvedev Rússlandsforseti fór að landa- mærum Georgíu í gær og hitti þar rússneska hermenn. Hann þakkaði þeim vel unnin störf og útdeildi heiðursmerkjum. Hann endurtók ásakanir á hendur Georgíuher um að hafa stundað þjóðarmorð í Suður- Ossetíu. Rússar sögðust í gær byrjaðir að flytja her sinn frá Georgíu. - gb Medvedev Rússlandsforseti: Heiðraði rúss- neska hermenn ÚTHLUTAR HEIÐURSMERKJUM Med- vedev segir hernað Rússa í Georgíu réttlætanlegan. FRÉTTABLAÐIÐ/AP MARSIBIL SÆMUNDSDÓTTIR STJÓRNSÝSLA „Ég hef búið hér alla ævi og hef aldrei séð hér eins mikið drasl í nokkrum garði,“ segir Sigmar Magnússon, íbúi í Garðinum á Suðurnesjum. Sigmar segir að á næstu lóð við hús móður hans sé nú mikið af gömlum bílum og alls kyns járn- og dekkjarusli að viðbættum tjaldvagni sem farinn sé að skjóta rótum. „Fyrir utan að þetta er hrikalega ljótt er oft verið að vinna langt fram á kvöld í garðinum með tilheyrandi skarkala. Þetta er náttúrlega ólíðandi starfsemi í íbúðahverfi,“ segir hann. Sjálfur segist Sigmar hafa verið með nokkra númerslausa bíla við hús móður sinnar þegar krafa barst frá heilbrigðiseftirlitinu um að þeir yrðu fjarlægðir. „Við tókum bílana burt innan þriggja vikna. Hins vegar er nánast enn allt við það sama á lóð nágrannans. Ég hringi reglulega í heilbrigðiseft- irlitið til að spyrjast fyrir um hvers vegna ekkert sé aðhafst og fæ alltaf það svar að nágranna okkar hafi verið gefið enn eitt tækifærið. Þetta er með ólíkind- um,“ segir hann. Sigmar kveðst hafa vera svo undrandi á fram- göngu Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja að hann hafi borið málið óformlega undir Heilbrigðiseftirlit Suðurlands. „Þeir sögðu mér að væri þetta á starfssvæði þeirra á Suðurlandi yrði gengið í málið strax næsta dag enda hefði heilbrigðiseftirlitið enga heimild til að láta þetta viðgangast,“ segir hann. Ríkharður Friðriksson, heilbrigðis- og umhverfis- fulltrúi Suðurnesja, segir rétt að nágranna Sigmars hafi verið gefinn frestur til að koma skikki á lóð sína. „Hann gat lítið gert í þessu í vetur vegna veðurs. Eftir að mál hans kom fyrir heilbrigðisnefnd í vor hefur hann hins vegar gert góðan skurk og þetta lítur allt saman miklu betur út. Við munum skoða þetta betur á næstu dögum og ákveða næstu skref,“ segir Ríkharður sem vísar því á bug að heilbrigðiseftirlitið hafi ekki heimild til að gefa fólki frest til að uppfylla kröfur. „Það er einfaldlega réttur hvers einstaklings að fá svigrúm til að vinna úr sínum málum.“ gar@frettabladid.is Bílhræ valda gremju í íbúðahverfi í Garði Íbúi í Garðinum gagnrýnir Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja fyrir linkind gegn ná- granna hans sem er með gamla bíla og járnarusl á lóð sinni. Heilbrigðisfulltrúi segir nágrannann hafa komið til móts við kröfur. Málið sé þó enn til skoðunar. ÓREIÐA Í GARÐINUM Sigmari Magnússyni ofbýður draslið á lóð nágrannans og undrast hversu langan tíma það tekur heilbrigðiseftirlitið að knýja fram úrbætur. MYND/VÍKURFRÉTTIR REYKJAVÍK Rætt er um það innan stjórnkerfis Reykjavíkurborgar að tímabært sé að borgin, helsti eigandi Strætós, skipi stjórnarfor- mann fyrirtækisins. Ármann Kr. Ólafsson, fulltrúi Kópavogs og núverandi stjórnar- formaður Strætós, myndi því víkja fyrir nýjum manni úr borginni. Þetta herma heimildir blaðsins hjá borginni, en Ármann hefur starfað sem formaður stjórnarinnar lengur en hann gerði ráð fyrir að sitja. Enn fremur sé lag að koma nýjum manni inn, því staða losnaði í stjórninni, þegar Gísli Marteinn Baldursson fór út í nám. - kóþ Líklegar breytingar á Strætó: Ármann hætti sem formaður SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.