Fréttablaðið - 19.08.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 19.08.2008, Blaðsíða 6
6 19. ágúst 2008 ÞRIÐJUDAGUR NEYTENDUR „Tekjur ríkissjóðs af virðisaukaskatti á bókum og annarri smávöru er oft margfalt minni en kostnaðurinn við að reikna þessi gjöld út,“ segir Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, sem hefur lagt til við fjármála- ráðherra að fella niður opinber gjöld á ódýrustu pökkunum sem koma til landsins í pósti. „Ísland er eina landið á EES-svæðinu án smápakkareglu,“ segir Gísli. Tillaga Gísla kveður enda á um niðurfellingu þar sem virðisauk- inn nemur fimm hundruð krónum eða minna. „Markmiðið er að bæta hag neytenda og stuðla að aukinni skilvirkni póstverslunar og ekki síst að auka samkeppni í því skyni að lækka verð og breikka vöruúrval,“ segir Gísli. - ges/hþj SKOÐANAKÖNNUN Af þeim sem afstöðu tóku í nýrri skoðanakönn- un Fréttablaðsins telja 48,2 pró- sent skólamál vera meðal þriggja brýnustu mála borgarstjórnar nú. Næstflestir eða 47,3 prósent nefna fjármál borgarinnar. Þriðja brýnasta málefnið er svo velferð- armál, en 45,7 prósent nefna þann málaflokk. Af öðrum málaflokkum nefndu 39,1 prósent skipulagsmál, 36,8 prósent nefndu almenningssam- göngur, 19,2 prósent nefndu umferðarmannvirki, 17,1 prósent nefndu umhverfismál og 14,2 prósent nefndu virkjanamál. Konur eru mun áhugasamari um skólamál en karlar og nefna 54,4 prósent kvenna þann mála- flokk sem eitt af brýnustu málum borgarstjórnar. Næstflestar nefna velferðarmál, eða 51,6 pró- sent kvenna. Í þriðja sæti hjá konum eru svo fjármál borgar- innar, sem eru nefnd í 45,6 pró- sentum tilfella. Karlar nefna hins vegar oftast fjármál borgarinnar, eða 49,1 prósent þeirra. Næstflestir nefna skipulagsmál, 45,8 prósent. Skóla- mál eru svo í þriðja sæti hjá körl- um og nefna 41,8 prósent þeirra þann málaflokk. Ef litið er á brýn málefni eftir stuðningi við stjórnmálaflokka eru það einungis kjósendur Vinstri grænna og þeir sem ekki gefa upp hvaða flokk þeir myndu kjósa sem nefna oftast skólamál. Kjósendur Framsóknarflokksins nefna oftast tvo málaflokka; Fjár- mál borgarinnar og velferðar- mál. Þeir sem segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn nefna oftast skipulagsmál. Stuðnings- fólk Samfylkingar nefnir oftast fjármál borgarinnar. Þá nefna kjósendur Frjálslynda flokksins oftast skipulagsmál og umhverf- is mál. Kjósendur Samfylkingar, Vinstri grænna og þeir sem ekki gefa upp stuðning við stjórnmála- flokk nefna sjaldnast virkjana- mál. Kjósendur Sjálfstæðisflokks nefna sjaldnast umhverfismál. Frjálslyndir telja sjaldnast upp umferðarmannvirki og fram- sóknarfólk nefnir sjaldnast umhverfismál og umferðarmann- virki. Hringt var í 600 kjósendur í Reykjavík laugardaginn 16. ágúst. Spurt var: Hver af eftirtöldum telur þú að séu þrjú brýnustu mál borgarstjórnar. Svarmöguleikar voru: almenningssamgöngur, fjármál borgarinnar, skipulags- mál, skólamál, umferðarmann- virki, umhverfismál, velferðar- mál og virkjanamál. 93,7 prósent svarenda tóku afstöðu til spurn- ingarinnar. svanborg@frettabladid.is Áhersla á skólamál, velferð og fjármál Borgarbúar telja þrjú brýnustu mál nýs meirihluta borgarstjórnar vera skóla- mál, fjármál borgarinnar og velferðarmál, samkvæmt nýrri könnun Frétta- blaðsins. Fæstir nefna umferðarmannvirki, umhverfismál og virkjanamál. BRÝNUSTU MÁL BORGARSTJÓRNAR SKÓLAMÁL FJÁRMÁL BORGARINNAR VELFERÐARMÁL SKIPULAGSMÁL ALMENNINGSSAMGÖNGUR UMFERÐARMANNVIRKI UMHVERFISMÁL VIRKJANAMÁL 48,2% 47,3% 45,7% 39,1% 36,8% 19,2% 17,1% 14,2% SKV. KÖNNUN FRÉTTABLAÐSINS 16. ÁGÚST 2008 REYKJAVÍK Ólöf Guðný Valdimars- dóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður Ólafs F. Magnússonar borgar- stjóra og stjórnarmaður í skipu- lagsráði, hefur ákveðið að fara ekki í mál við borgina, en henni var vikið úr skipulagsráði á dög- unum með umdeildum hætti. Dögg Pálsdóttir lögmaður hafði fært rök fyrir því að sveitarstjórn- arlög hefðu verið brotin á Ólöfu, en það gæti þýtt að hún fengi dæmdar skaða- og miskabætur. „Ég sagði á sínum tíma að mér þætti fróðlegt að láta skoða hvern- ig menn færu með vald, hvernig lýðræðislegar ákvarðanir eru teknar og hvernig farið er með tjáningarfrelsið,“ segir Ólöf. Nú sé hins vegar kominn nýr borgar- stjórnarmeirihluti og takmörk séu fyrir því sem leggja megi á Reyk- víkinga. „Ég hef ekki áhuga á því að auka við kostnað borgarbúa með mála- ferlum. Ég er ekki mikið fyrir það að horfa í baksýnisspegilinn, held- ur horfi ég til framtíðar,“ segir hún. Ólöf var á sínum tíma tekin úr skipulagsráði eftir að hún lét þau ummæli falla að hún vildi kynna sér tillögu að Listaháskólanum, áður en hún myndaði sér skoðun á henni. - kóþ Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður í skipulagsráði: Fer ekki í mál við Reykjavík ÓLÖF GUÐNÝ VALDIMARSDÓTTIR Segist hafa snúið sér að öðrum verkefnum og vill ekki velta sér upp úr fortíðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM REYKJAVÍK Ólafur F. Magnússon, fráfarandi borgarstjóri, segir sjálfstæðismenn hafa viljað víkja sviðsstjóra leikskólasviðs, Ragn- hildi Bjarnadóttur, frá. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, formaður leik- skólaráðs, hafi staðið fyrir því og haft borgarstjórnarflokk Sjálf- stæðisflokksins á bak við sig. Hann sjálfur hafi komið í veg fyrir það. Ólafur segir ástæðuna hafa verið reynsluleysi Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur sem pólitík- uss. Hún hafi staðið fyrir ýmsum ákvörðunum án samráðs við sviðs- stjóra, meðal annars dýrri auglýs- ingaherferð. „Þorbjörg stóð fyrir mikilli aug- lýsingaherferð og Ragnhildur leið- beindi henni aðeins þess vegna. Hún er mjög nákvæmur og góður sviðsstjóri og hefur þurft að leið- beina óreyndum og lítt kunnandi formanni fagráðs. Fyrir þær sakir að segja henni aðeins til vildi Þor- björg Helga láta reka einn af bestu starfsmönnum borgarinnar. Ég stóð gegn samhentum Sjálfstæðis- flokki í þessu máli.“ Þorbjörg Helga segir þetta vera ósatt. „Ég vísa því alfarið á bug að það hafi verið rætt að hún ætti að fara. Ég harma það að borgar- stjóri skuli draga embættismenn borgarinnar inn í þennan pólitíska hitaleik. Það samræmist hvorki hlutverki hans né virðingu.“ Þorbjörg segir starfsmenn borg- arinnar hafa staðið í ströngu í því pólitíska umróti sem verið hafi í borginni. „Þeir eiga frekar hrós skilið en að vera dregnir inn í póli- tískar deilur. Ekki ætti að draga svona mál úr daglegum rekstri í umræðuna. Ólafur má gagnrýna mig sem pólitískan fulltrúa, en mér þykir sárt að hann hafi dregið starfsmenn borgarinnar inn í málið.“ Ekki náðist í Ragnhildi við vinnslu fréttarinnar. Hún staðfesti þó í fréttum Ríkisútvarpsins sjón- varps í gærkvöldi að samskipta- leysi hafi verið á milli hennar og Þorbjargar Helgu um ákveðnar framkvæmdir í vor. - kóp Ólafur F. segir sjálfstæðismenn hafa viljað víkja sviðsstjóra frá: Þorbjörg segir Ólaf ljúga ÓLAFUR F. MAGNÚSSON ÞORBJÖRG HELGA VIGFÚSDÓTTIR Ráðherra fundar um Georgíu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkis- ráðherra fundar í dag með utanríkis- ráðherrum hinna NATO-ríkjanna, um stríðsátökin í Suður-Ossetíu í Georgíu. Fundurinn fer fram í höfuðstöðvum NATO í Brussell. UTANRÍKISMÁL GÍSLI TRYGGVASON Talsmaður neytenda: Vill fella niður bókamúrinn SJÁVARÚTVEGUR Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 39,2 milljörð- um króna á fyrstu fimm mánuð- um ársins 2008 samanborið við 40,5 milljarða á sama tímabili árið 2007. Aflaverðmæti hefur dregist saman um 1,3 milljarða eða 3,1 prósent á milli ára. Aflaverðmæti maímánaðar nam 7,6 milljörðum miðað við 7,7 milljarða í maí 2007. Aflaverðmæti botnfisks frá janúar til maí 2008 nam 30,5 milljörðum sem er svipaður afli og á sama tímabili árið 2007. Verðmæti þorskafla var 16,2 milljarðar og dróst saman um 2,7 prósent frá fyrra ári. Aflaverð- mæti uppsjávarafla nam sex milljörðum sem er 24,7 prósent samdráttur miðað við sama tímabil árið 2007. - shá Verðmæti sjávarafla: Samdráttur frá janúar til maí LÖNDUN Aflaverðmæti er nokkru minna á fyrstu mánuðum ársins 2008. FRÉTTABLAÐIÐ/SV.Þ Átta umsækjendur Alls sóttu átta um eina stöðu flugrekstrarstjóra og flugmanns hjá Landhelgisgæslunni. Meðal þeirra er Geirþrúður Alfreðsdóttir, núverandi flugrekstrarstjóri. Aðrir umsækjendur eru Ásdís Ólöf Gestsdóttir, Benedikt Lárus Ólason, Bergur Axelsson, Bjarni Ágúst Sigurðsson, Björn Brekkan Björnsson, Guðmundur Kristján Unn- steinsson og Jakob Ólafsson. LANDHELGISGÆSLAN Steinahlíð fallegasta gatan Gatan Steinahlíð var valin stjörnugata ársins 2008 í Hafnarfirði en Fegr- unar nefnd Hafnarfjarðar heiðraði fyrir helgi eigendur fallegra garða í bænum. Fyrirtækið Actavis hlaut sérstaka viðurkenningu fyrir snyrti- mennsku. HAFNARFJÖRÐUR Gæsluvarðhald framlengt Héraðsdómur hefur framlengt um fjórar vikur gæsluvarðhald yfir rúm- lega tvítugum litháískum karlmanni sem handtekinn var á Keflavíkur- flugvelli 6. september með fíkniefni innvortis. Efnin reyndust vera á sjötta hundrað grömm af amfetamíni. DÓMSTÓLAR Sviptur í þrjá mánuði Rúmlega tvítugur maður hefur verið dæmdur til að greiða sjötíu þúsund króna sekt í ríkissjóð, en hann ók bíl undir áhrifum kannabisefna í febrúar. Maðurinn neitaði sök. Hann var jafn- framt sviptur ökurétti í þrjá mánuði. KJÖRKASSINN HEILBRIGÐISMÁL „Það ætti að leyfa öllum heyrnarskertum börnum að verða tvítyngd með íslensku og táknmál sem sín móðurmál,“ segir Margrét Gígja Þórðardóttir, kennslustjóri hjá Samskiptamið- stöð heyrnarlausra og heyrnar- skertra. Hún segir nauðsynlegt að greina heyrnarlaus börn fyrr. „Það er þó ekki nóg að börnin fái heyrnartæki eða kuðungsígræðslu. Við verðum að muna að börnin heyra samt ekki allt. Því getur táknmálið hjálpað þeim, sér í lagi ef heyrnin versnar með aldrinum.“ Hún segir getu í táknmáli auk þess bæta kunnáttu þeirra í íslensku. - ges Úrræði fyrir heyrnarskert börn: Táknmálið má ekki gleymast UMHVERFISMÁL Tvöföldun Reykja- nesbrautar um Hafnarfjörð er ásættanleg að mati Skipulags- stofnunar sem hefur gefið álit sitt um mat á umhverfisáhrifum. Stofnunin hvetur til að aðgerðir til að draga úr rykmengun verði gerðar að skilyrði á fram- kvæmdatímanum. Þá er hætta á aukinni umferð við Hvaleyrar- skóla. Stofnunin telur að aðgerðir til að halda umferðarhraða við skólann niðri séu afar brýnar til að slysahætta aukist ekki. Gangi aðgerðir eftir býst Skipulagsstofnun við því að framkvæmdir í heild hafi jákvæð áhrif á umferðaröryggi. - ht Tvöföldun Reykjanesbrautar: Brýnt að halda hraðanum niðri REYKJANESBRAUTIN BREIKKUÐ Skipu- lagsstofnun telur mikilvægt að þess sé gætt að hvorki hraun né fornminjar raskist við framkvæmdirnar. Lifir nýr meirihluti í borgar- stjórn út kjörtímabilið? Já 40% Nei 60% SPURNING DAGSINS Í DAG Væri rétt að þurrka upp Skerja- fjörðinn? Segðu þína skoðun á visir.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.