Fréttablaðið - 19.08.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 19.08.2008, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 19. ágúst 2008 11 Áður 134.990 kr., nú 124.990 kr. Verslanir Apple, Kringlunni og Laugavegi 182. Apple IMC/Humac er umboðsaðili Apple á Íslandi. Þú sérð framtíðina í stjörnunum 9.490 kr. Office: Mac 2008 Word, Excel og Power Point. Allt sem þú þarft með þér í skólann. VMWare Fusion Keyrðu Windows samhliða MacOS án vandræða. ATH: Windows leyfi selt sér. WD Passport flakkari Litlir og nettir, allt að 320 GB. Tilvaldir í öryggisafritun. 18.990 kr.Frá 14.990 kr. Þunn, þægileg og örugg. MacBook er ein af þeim öflugustu. Hún er með 2,1 eða 2,4 GHz Intel Core 2 Duo örgjörva og 1 GB vinnsluminni og vinnur jafn ljúflega með Mac OS X og Windows. Með skínandi björtum 13,3” hágljáa breiðtjaldsskjá er hún fullkomin fyrir þá sem vilja almennilegan kraft í fallegri, einnar tommu þykkri skólatölvu. VEIÐI Gæsaveiðitímabilið á grágæs og heiðargæs hefst á morgun og vill Náttúrufræði- stofnun minna á að eftir sem áður verður blesgæs alfriðuð og í Skaftafellssýslum má ekki byrja að veiða helsingja fyrr en 25. september. Annars staðar á landinu er leyfilegt að veiða helsingja frá 1. september. Tilgangur friðunar á helsingja í Skaftafellssýslum er að vernda þann varpstofn sem hefur verið að ná fótfestu á undanförnum árum. Helsingi verpir ekki á Íslandi nema í Skaftafellssýslum svo vitað sé og þykir því sérstök ástæða til þess að veiðimenn sýni aðgát á þessu svæði. Veiðimenn eru minntir á að endurnýja veiðikort sín enda er einungis heimilt að stunda skotveiðar á fuglum sé veiðikort meðferðis. - shá Gæsaveiðin að hefast: Minnt á friðun Blesgæsar BLESGÆS Þessi fugl er sjónarmun minni en grágæs og heiðargæs. Hún er alfriðuð. LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Akranesi stöðvaði ökumann í síðustu viku sem grunaður var um akstur undir áhrifum fíkniefna. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að þetta var síður en svo í fyrsta sinn sem maðurinn hafði verið gripinn við þá iðju. Hann hafði ellefu sinnum áður verið stöðvaður fyrir fíkniefnaakstur, og þar af biðu níu málanna afgreiðslu hjá dómstólum. Til að bæta gráu ofan á svart var maðurinn á óskráðum bíl. Ákveðið var að svipta hann ökuréttindum á staðnum til bráðabirgða. - sh Lætur sér ekki segjast: Tekinn á lyfjum ellefu sinnum FÉLAGSMÁL „Innheimtan hérna hefur gengið ótrúlega vel og hefur ekkert dalað,“ segir Hilm- ar Björgvinsson, forstjóri Inn- heimtustofnunar sveitarfélaga. Þrátt fyrir kul á fasteigna- markaði og margumtalaða meinta kreppu hefur ekki harðnað í ári hjá Innheimtustofnun sveitar- félaga. Það sem af er ári hefur stofnunin innheimt einn og hálf- an milljarð, en það er fimmtíu milljónum meira en árið á undan. „Þegar harðnar á dalnum fara menn að borga, það fylgir svona tímum. Kæruleysið minnkar og alvarleikinn blasir við. Menn hætta jafnvel við utanlandsferðir og bílakaup og borga skuldir í staðinn. Við búumst samt við áföllum eins og aðrir. Menn í fjár- málaheiminum segja að blikur séu á lofti og því gæti innheimtan orðið erfiðari með haustinu vegna samdráttar og atvinnuleysis,“ segir Hilmar. Hlutverk Innheimtustofnunar sveitarfélaga er að innheimta meðlög hjá meðlagsskyldum for- eldrum. „Starfsfólkið hér er dug- legt og samviskusamt og vinnur með skuldurunum því það skiptir miklu að ná sambandi við þá og vinna með þeim,“ segir Hilmar. - vsp Innheimta hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga jókst um 50 milljónir milli ára: Meðlagið borgað í kreppunni INNHEIMTUSTOFNUN SVEITARFÉLAGA Íslendingar eru duglegir að borga með- lagið sitt þótt á móti blási í efnahagslíf- inu. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR SJÁVARÚTVEGUR Bátasmíðafyrir- tækið Seigla ehf. hlaut nýsköpunar- verðlaun á norsku sjávarútvegs- sýningunni Norfishing í síðustu viku. Þetta kemur fram á dagur.is. Sýningin fór fram í Þrándheimi. Seigla hlaut fyrstu verðlaun fyrir þá nýjung að útbúa hraðfiskibáta með fellikili. Verðlaunin voru veitt af sjávarútvegsráðherra Noregs, Helgu Pedersen, við hátíðlega athöfn um borð í hafrannsóknar- skipinu G.O. Sars. Fellikjölurinn hefur verið í þróun hjá Seiglu ehf. í nokkur ár. Hann hefur verið settur í alla stærri báta hjá fyrirtækinu nánast frá upphafi. - kg Norsk sjávarútvegssýning: Seigla hlaut fyrstu verðlaun HELGA ÞÓREY neytendur@frettabladid.is Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@frettabladid.is Varahlutir dýrir hjá Brimborg: Síur reyndust- fjórfalt dýrari Lárus hafði samband við Fréttablaðið og vildi vara við háu verði á varahlutum hjá Brimborg. „Mig vantaði olíusíur og fór í Brimborg til þess að kaupa þær. Þar kostaði forsía 5.594 krónur og eftirsía 3.127 krónur. Samanlagt með virðisauka- skatti kostaði þetta 10.859 krónur.“ Lárusi þótti verðið hátt og ákvað að fara í Reka á Fiskislóð vestur á Granda. „Þar fengust síur frá viðurkenndum aðila sem gera sama gagn á mun betra verði.“ Síurnar sem Lárus keypti á hjá Reka kostuðu samtals 5.260 krónur en þar fékk hann tvo umganga - eða fjórar síur. Að auki fékk hann tíu prósent afslátt hjá Reka. Lárus segir það ekki einleikið hvernig umboðin okra á viðskiptavin- um sínum. „Ég gaf mér því miður ekki tíma til þess að athuga verðmuninn strax en nú veit ég betur.“ Sem sagt, tvær olíusíur á 10.859 krónur hjá Brimborg. Fjórar olíusíur á 5.260 krónur hjá Reka.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.