Fréttablaðið - 19.08.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 19.08.2008, Blaðsíða 16
16 19. ágúst 2008 ÞRIÐJUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 296 4.398 +1,94% Velta: 3.513 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 6,79 +0,44% ... Atorka 5,45 +0,18% ... Bakkavör 29,70 -0,34% ... Eimskipafélagið 14,20 +0,35% ... Exista 9,26 +6,81% ... Glitnir 15,75 +1,61% ... Icelandair Group 17,70 +0,00% ... Kaupþing 729,00 +1,53% ... Landsbankinn 24,40 +2,09% ... Marel 88,40 +1,61% ... SPRON 3,95 +0,00% ... Straumur- Burðarás 9,75 +3,95% ... Össur 91,00 +1,56% MESTA HÆKKUN EXISTA +6,81% FØROYA BANKI +4,64% STRAUMUR-B.ÁS +3,95% MESTA LÆKKUN BAKKAVÖR -0,34% Forstjórar styðja McCain ... Forstjórar hundrað stærstu fyrirtækja Bandaríkj- anna eru mun hrifnari af John McCain en Barack Obama, í það minnsta ef eitthvað er að marka tölur um fjárframlög þeirra til forsetaframbjóð- endanna. Samkvæmt bandaríska dagblaðinu The Hill gáfu forstjórarnir tíu sinnum meira til McCain en Obama. Það er engan veginn sjálfgefið að forstjórar styðji frambjóðanda repúblikana: Fyrir fjórum árum gáfu forstjórar stærstu fyrirtækjanna til dæmis nærri jafn mikið til George Bush og Johns Kerry. Sumir telja að þessi munur skýrist af stefnu McCains í skattamálum, en hann hefur lofað stórum skattalækkunum til stórfyrirtækja og tekju- hærri skattgreiðenda. Obama hefur hins vegar sagst ætla að hækka skatta á hátekjufólk, en lækka skatta á millistétta- fólk og almennt launafólk. Talsmaður McCains hefur hins vegar staðhæft að þessar tölur sýndu að framámenn atvinnulífsins sæju að skattastefna McCains væri líklegri til að ýta undir hagvöxt. ... og fjármálamenn Obama. Þetta er hins vegar eitthvað málum blandið, því tölur sem Bloomberg fjallaði um í síðustu viku sýna að starfsmenn fjármálafyrirtækja gefa meira til Obama en McCain. Þetta vekur athygli, því fjármálamenn hafa yfirleitt stutt repúblikana. Bush hafði til dæmis mikið forskot á Kerry meðal starfsmanna Wall Street. Þá eru demókratar líklegri til að setja nýjar og strangari reglur um fjármálamarkaði. Peningaskápurinn ... „Við erum að skoða næstu skref. Það er nauðsynlegt að fá nýja stjórnendur að Woolworths og skerpa verulega á rekstrinum,“ segir Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs Group. Stjórn bresku verslun- ar keðjunnar Woolworths hafnaði í fyrradag yfir- tökutilboði Baugs og Mal- colms Walker, forstjóra bresku frystivörukeðjunnar Ice- land, í smásöluhluta hennar. Tilboðsferlið hefur staðið yfir í nokkra mánuði en lak í fjölmiðla í síðustu viku. Ekkert hefur verið gefið upp um verðið en Sunday Times taldi um helgina að það væri ekki yfir 50 millj- ónum punda, jafnvirði 7,6 milljarða íslenskra króna. Samkvæmt tilboðinu verða seljendur að taka til sín bæði skuldir og lífeyris- skuldbindingar. Baugur er næststærsti hluthafinn með um ellefu prósent og hefur frá upp- hafi mælt með uppstokkun á rekstrinum. Aðskilja þurfi smá- söluhluta frá dreifingu og útgáfu- starfsemi. Hlutarnir þrír eigi enga samleið, að sögn Gunnars sem úti- lokar ekki að nýtt tilboð verði lagt fram á næstunni. - jab GUNNAR SIGURÐSSON Bjóða kannski aftur í Woolworths „Við byrjum að leggja strenginn frá Danmörku í næstu viku,“ segir Guðmundur Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Farice, um nýjan fjarskiptasæstreng fyrirtækisins, Danice. Í næsta mánuði verður síðan byrjað að leggja strenginn héðan, frá Landeyjum. Hugmyndin er síðan að endarnir mætist norð- austur af Færeyjum í nóvember. Undanfarið ár hefur verið unnið að því að búa strenginn til. „Þetta er allt á áætlun hjá okkur,“ segir Guðmundur, en áætl- að er að gögn fari að streyma um strenginn í janúar. Nú liggja tveir sæstrengir milli Íslands og umheimsins, Farice 1 og Cantat 3, sem raunar er næst- um úr sér genginn. Grænlendingar hafa einnig hafið lagningu sæstrengs hingað, en skammt er frá því að strengja- skipið Kapitan Khlebnikov var við bryggju hér á landi. Þá hefur Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra viðrað hugmynd- ir um sæstreng héðan til Banda- ríkjanna. Hann hefur fullyrt að erlent fyrir tæki sé reiðubúið að reisa hér tíu gagnaver, verði strengurinn lagður. Verne Holding vinnur að slíku veri á Reykjanesskaga og Green- stone hefur undirritað viljayfir- lýsingu um orkukaup við Lands- virkjun og um lóð við sveitarfélagið Ölfus. Annað í þess- um dúr mun vera skemmra á veg komið. - ikh Danice í startholunum SÆSTRENGUR LAGÐUR Lagning Danice- strengsins hefst frá Danmörku í næstu viku. MYND/FARICE „Verð á fasteignamarkaðinum í Svíþjóð á eftir að falla um 10 til 20 prósent.“ Þetta sagði Cecilia Her- mansson, aðalhagfræðingur Swed- bank, í viðtali við Dagens Nyheter á mánudag. Hún segir ástæðuna fyrst og fremst hina alþjóðlegu fjármálakreppu sem átti upptök sín í Bandaríkjunum og að ástandið muni ekki lagast fyrr en botninum verði náð á húsnæðismörkuðum þar í landi. Hermansson segir enga ástæðu til að óttast að verðfallið verði meira og að verðhækkanir síðustu ára gangi með öllu til baka, en hús- næðisverð hækkaði um 80 til 90 prósent fyrr á áratugnum. - msh Verð lækkar í Svíþjóð Almar Örn Hilmarsson hefur verið ráðinn for- stjóri danska lággjalda- flugfélagsins Sterling eftir að Pálmi Haraldsson eign- aðist félagið að fullu síð- asta föstudag. Almar gegndi stöðu for- stjóra Sterling frá 2005 til mars á þessu ári. Banda- ríkjamaðurinn, Reza Taleg- hani, fékk því reisupass- ann en hann hefur stýrt fyrirtækinu síðustu fjóra mánuði við góðan orðstír þrátt fyrir hrinu uppsagna. „Almar var fyrsti maðurinn sem ég leitaði til. Það er ekki til neinn maður sem er betur til þess fallinn að leysa úr erfiðum verkefnum en Almar,“ segir Pálmi Haraldsson. Á vefsíðum Berlingske Tidende og Börsen kom fram í gær að Pálmi hyggist setja rúma 97 milljarða íslenskra króna inn í rekst- urinn. Til samanburðar hefur markaðsvirði SAS hrapað niður í tæpa 49 milljarða undanfarna mánuði. Pálmi gæti því keypt SAS tvisvar sinnum fyrir sömu fjárhæð. „Þeir segja svo mikla vitleysu í dönsku fjölmiðlunum. Þetta er algjörlega galið og algjört bull,“ segir Pálmi. Aðspurður hvort það sé von á að nýtt fjár- magn verði sett inn í reksturinn segir Pálmi: „Nú skoðum við sjúk- linginn. Það tekur einn til tvo mán- uði og svo fara menn að sjá ein- hverjar breytingar.“ - ghh Nýr forstjóri skoðar sjúklinginn „Galið bull,“ segir Pálmi Haraldsson, eigandi Sterling, um fréttir í Danmörku. ALMAR ÖRN HILMARSSON MANNABREYTINGAR HJÁ STERLING Almar Örn Hilmarsson hefur aftur verið ráðinn forstjóri Sterling. Hann gegndi áður starfinu frá 2005 til mars síðastlið- ins. NORDICPHOTOS/AFP Tólf mánaða markgengi hluta- bréfa Marel Food Systems er 121,2 krónur á hlut í nýrri greiningu Landsbankans. Það er 37 prósenta hækkun frá lokagengi gærdags- ins. Spá greiningardeildarinnar er staðfesting á fyrri spá sem birt var um miðjan maí. Gengi bréfa Marel Food Systems hækkaði um 1,61 prósent í gær, endaði í 88,4 krónum á hlut. Í greiningu bankans er mælt með kaupum í félaginu. Gert er ráð fyrir hækkandi hlutfalli rekstrarhagnaðar (EBIT-fram- legð) sem talið er verða 8,7 pró- sent í ár, eða rétt undir 9,0 pró- senta yfirlýstu markmiði félagsins. - óká Spá 37 prósenta hækkun Marels Gagnrýni á ríkisstjórnina fyrir að bíða með erlenda lántöku vegna bankanna er ósanngjörn. Vafamál hvort skattgreiðendur eigi að bera kostnaðinn af þrautarvörn erlendrar starfsemi þeirra. „Það er mjög langt í að allt sé að fara til fjandans á Íslandi,“ sagði Jón Steinsson, dósent í hagfræði við Columbia-háskóla, í fyrirlestri í Háskóla Íslands í gær. Jón sagði þó að það væru alvarleg vandamál sem krefðust aðgerða: Koma yrði böndum á verðbólguna og eyða áhyggjum af lausafjárstöðu bank- anna. „Þeim mun lengur sem við bíðum með að koma böndum á verðbólguna, þeim mun dýrara og sársaukafyllra verður að ná stöð- ugleika á ný.“ Óumflýjanlegt sé því að halda vöxtum áfram háum. Jón sagði enn fremur að verð- bólgumarkmið Seðlabankans mætti alls ekki veikja. Til langs tíma litið væri besta lausnin þó að taka upp evruna, því tíðar gengis- sveiflur skytu upp verðlagi sem gerði að verkum að erfitt væri að hafa hemil á verðbólguvænting- um. Jón taldi að íslenskt efnahagslíf myndi koma vel út úr yfirstand- andi þrengingum, en helsta áhyggjuefnið væri að bankarnir rötuðu í alvarleg vandræði. Ríkið og Seðlabankinn yrðu því að eyða áhyggjum af lausafjárstöðu þeirra á erlendum mörkuðum. Til skamms tíma litið gæti ríkið þurft að gefa út skuldabréf í erlendri mynt, sem bankarnir gætu fengið í skiptum fyrir innlend skulda- bréf. Ríkissjóður væri með því að taka á sig gengisáhættu, „en eins og staðan er í dag væri ríkið lík- lega að græða á því, enda gengið mjög lágt.“ Vafamál væri hins vegar hvort ríkið ætti að taka 500 milljarða lán til að styrkja gjald- eyrisvaraforðann, enda yrði vaxta- kostnaður af slíku láni um 15 millj- arðar á ári og í raun dulbúinn ríkisstyrkur. Til langs tíma litið væri eðlilegt að bankarnir bæru sjálfir kostnað af þrautarvörn á þeim hluta starf- seminnar sem væri erlendis. Jón sagði afleiðingarnar verða þær að það yrði ekki eins hagstætt fyrir bankana að vera á Íslandi og þeir kynnu að flytja erlenda starfsemi sína úr landi. „Samkeppnishæfni Íslands byggist þar með á fólkinu í landinu, skattaumhverfi og því að stjórnkerfið sé gott og skil- virkt, en ekki á einhvers konar niðurgreiðslu.“ magnus@markadurinn.is Í HÁSKÓLA ÍSLANDS Jón Steinsson, dósent í hagfræði, segir vöxt bankanna síðustu ár skrifast að hluta á að erlend matsfyrirtæki hafi litið svo á að þeir hefðu ríkisábyrgð. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Mjög langt er í að allt fari til fjandans Icelandair Group hagnað- ist um 395 milljónir króna á öðrum fjórðungi ársins. Þetta er 190 milljónum meira en á sama tíma í fyrra. Tap félagsins á fyrstu sex mánuðum ársins nam hins vegar 1,3 millj- örðum króna samanborið við tap upp á milljarð króna á sama tíma í fyrra. Rekstrarhagnaður félagsins á öðrum fjórðungi nam 1,9 milljörð- um króna sem er sex hundruð milljónum meira en í fyrra. EBITDAR (hagnaðar fyrir afskriftir, skatta og rekstr- ar leigu flugvéla) nam 5,3 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi samanborið við 2,6 milljarða í fyrra. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri, segir afkomuna framar vonum. Viðbrögð við erfiðum ytri rekstrar- skilyrðum hafi skilað árangri og sé áfram unnið sam- kvæmt aðgerðaáætlun til að aðlaga reksturinn að erfiðum aðstæðum. - jab BJÖRGÓLFUR JÓHANNSSON 395 milljónir í hagnað

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.