Fréttablaðið - 19.08.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 19.08.2008, Blaðsíða 18
18 19. ágúst 2008 ÞRIÐJUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS UMRÆÐAN Rósa Guðbjartsdóttir skrifar um ráðningarmál. Oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi hefur harðlega gagnrýnt mannaráðn- ingar meirihlutans í stjórnunarstöður að undanförnu. Sú gagnrýni gæti allt eins beinst að hennar eigin flokkssystkinum í Hafnarfirði. Samfylkingarfólki finnst ófag- lega staðið að ráðningu í stjórnunarstöður í Kópavogi því þær hafi ekki verið auglýstar heldur fallið í skaut eldri starfsmanna í bæjarfélaginu. Full- yrt er að slíkar aðferðir þekkist ekki í öðrum sveitar- félögum. Það er misskilningur. Meirihluti Samfylk- ingarinnar í Hafnarfirði hefur einmitt talsvert notað þessa aðferð þegar ráðið hefur verið í stjórnunarstöð- ur, á undanförnum árum og misserum. Þegar ráðinn var þjónustustjóri yfir þjónustuveri bæjarins var ein- staklingur með tiltölulega stuttan starfsaldur hjá bænum settur í það starf án auglýsingar. Töluverðrar óánægju gætti þá meðal reyndari starfsmanna með það að starfið skyldi ekki auglýst laust til umsóknar. Fyrir tæpum tveimur árum skipaði meirihluti Sam- fylkingarinnar innanbúðarfólk í Ráðhúsi Hafnarfjarð- ar í stöður starfsmannastjóra og mannauðsstjóra bæj- arins án auglýsingar. Á síðastliðnum vetri var einnig ráðið án auglýsingar í nýtt starf gæðastjóra á aðalskrifstofu. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins í bæjarráði gagnrýndu og spurðu hvers vegna umrædd störf hefðu ekki verið auglýst. Svör bæjarstjóra Hafnarfjarðar voru á þann veg að hann hefði fullan rétt á að skipa í þessi störf og um tilfærslur eða framgang í starfi væri að ræða. Við sjálfstæðismenn höfðum síður en svo eitthvað út á viðkomandi einstaklinga að setja heldur voru ráðningarnar spurning um aðferðafræði. Síðastliðið sumar þegar starf fjármála- stjóra bæjarins var laust lögðum við sjálfstæðismenn mjög mikla áherslu á að starfið yrði auglýst og það varð úr í það skiptið. Í ljósi þeirra miklu upphrópana sem fulltrúar Samfylkingarinnar í Kópavogi hafa viðhaft vegna ráðningarmála í bænum er nauðsynlegt fyrir þá að vita að félagar þeirra og nágrannar í Firðinum sem vilja ekki síður kenna sig við lýðræði og faglega stjórnsýslu, eru annarrar skoðunar um hvernig slíkum markmiðum er náð. Umræðustjórnmál Samfylkingarinnar virðast ekki virka sem skyldi í þessum nágrannasveitarfélögum. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Sjálfsgagnrýni Samfylkingar RÓSA GUÐBJARTSDÓTTIR Í síðustu viku var óvænt endur-sýning á leikriti sem tekið var öðru sinni af fjölunum í janúar í ár. Persónur og leikendur þyrptust inn á sviðið og fóru áreynslulaust, með textann sinn. Höfðu engu gleymt. Bættu kannski aðeins í til að vekja athygli á eigin hugkvæmni og blæbrigðum verksins. Þetta leikrit væri til dæmis bæði sirkus, farsi og skollaleikur um valdatafl, refskák og hrossakaup. Fjölmiðlarnir drógu hvergi af sér í kynningu á helstu leikurum og skoðunum þeirra á eigin frammi- stöðu og annarra. Leikarar í lykilhlutverkum fögnuðu nýju tækifæri til að heilla áhorfendur, en aðrir í leikhópnum vilja auðvitað sjálfir fá að standa fremst á sviðinu. Alls ekki vegna eigin frama. Þeirra leynifundir og löngun til að komast í aðalhlutverk eiga ekkert skylt við klæki. Bara hinna. Allir leikararnir vísa seint og snemma í viðhorf áhorfenda, hvað þeir vilji og hvað þeir eigi skilið. Segjast sjálfir hafa hag borgarbúa að leiðarljósi í einu og öllu. Er það ekki sjálfsagður hlutur? Er það eitthvað sem þarf að skreyta sig með í tíma og ótíma? Oft er engu líkara en leikararnir þurfi að sannfæra sjálfa sig um leið og aðra þegar þessu flaggi er veifað sem ákafast. Skoðanakannanir sýna að þetta leikrit fær naumast fullt hús hjá gagnrýnendum, en skoðanakannan- ir eru eins og hver annar hitamæl- ir. Þær mæla hita og kulda í viðhorfum til atburða líðandi stundar. Næsta mæling getur staðfest pólitískt heilsufar fyrri könnunar, en hún getur líka sýnt allt annað hitastig. Sumt er fyrirsjáanlegt, annað ekki. Það er það skemmtilega við tilveruna. Jón sterki Fjölmiðlar ráða að verulegu leyti veðri og vindum í pólitík hér á landi eins og annars staðar Fjölmiðlamenn tala gjarnan um að þeir séu óhlutdrægir af því að þeir eru ekki flokksbundnir. Þeir trúa þessu sjálfir, en það þarf enga skyggnigáfu til að lesa í pólitískar skoðanir flestra fréttamanna, og það er eiginlega bara viðkunnan- legt. Þeir gegna æ stærra hlutverki í umræðu dagsins og framvindu mála. Sá sem situr fyrir framan skjáinn og horfir á viðtal frétta- manns og viðmælanda í sjónvarps- al, skynjar undir eins hver er stjarnan í viðtalinu. Það er yfirleitt ekki viðmæland- inn. Við ber að samtalið er eins og yfirheyrsla yfir sakamanni. Auðséð er að fréttamanninum líður vel í hlutverkinu og maður fær á tilfinninguna að hann fái klapp á bakið hjá samstarfsmönnum fyrir að láta viðkomandi ekki komast upp með neitt múður. Orð Jóns sterka í Skugga Sveini, æskuleik- riti Matthíasar Jochumssonar, koma ósjálfrátt upp í hugann: „Sáuð þið hvernig ég tók hann, piltar?“ Þessi samtalstækni þykir sjálfsögð hjá sjónvarpsstjörnum milljónaþjóða en er eiginlega dálítið úr takti hér á landi. Í nútíma þjóðfélagi sækist fólk eftir að komast í fjölmiðla, sumir vegna hagsmuna í viðskiptum eða stjórnmálum, aðrir til að láta ljós sitt skína eða koma áhugaverðu efni á framfæri. Þeir sem hefja störf við fjölmiðla skynja fljótt að margir líta á þá sem tækifæri til að koma eigin málum á framfæri. Þetta er ákveðið vald. Ef frétta- menn fara að baða sig í þessu valdi og villast á sjálfum sér og starfinu, frakkanum sem þeir eru í um stundarsakir, geta þeir misst sjónar á því sem þeim er trúað fyrir, ekkert síður en stjórnmála- menn. Engin stétt er viðkvæmari fyrir ávirðingum en blaðamanna- stéttin. Uppnámið sem verður í fjölmiðl- um ef slíkt kemur upp yfirskyggir allt annað. Atlaga að starfsheiðri blaðamanns er meðhöndluð eins og stórglæpur. Minnt er á með alvöruþunga að þessi stétt eigi allt undir því að njóta trausts. Sem er alveg rétt. En Það á líka við um stjórnmálamenn. Þeir þurfa þess utan að fá staðfestingu á því trausti hjá almenningi á fjögurra ára fresti. Álitamál er hvort blaðamenn hafi sama skilning á starfsheiðri stjórnmálamanna og eigin heiðri. Höfundarnir Sá sem rekur eigið fyrirtæki og munar um hvern starfsmann, vandar sig þegar hann velur starfsfólk. Hann veit að hann á allt undir því. Hann sækist eftir fólki með þekkingu á starfsemi fyrirtækisins og skilning á því sem máli skiptir. Einnig þeim sem eiga auðvelt með að vinna með öðrum og skapa góðan starfsanda. Gagnrýni síðustu missera á einstaklinga í borgarstjórn Reykjavíkur, bæði í meiri- og minnihluta hefur aldrei beinst að þeim sem völdu þetta fólk umfram annað til að stjórna Reykjavík. Ef þeir eru óánægðir ættu þeir að líta í eigin barm. Hvað réði vali á lista í prófkjörum og framboði? Flottar auglýsingar? Hringingar frá stuðn- ingsmönnum? Hressar stelpur og sætir strákar? Greiði við vini? Eða var það kannski óbilandi traust á þessu fólki? Sé svo, ber þeim að standa með því út kjörtímabilið. Þeir eru höfundar ráðningarsamn- ingsins. Persónur og leikendur JÓNÍNA MICHAELSDÓTTIR Í DAG | Borgarmál Misboðið Það vantar ekki að menn hafi skoðanir á pólitíkinni í Reykjavík. Menn hafa ekki aðeins skoðanir á málinu heldur leggja fram það sem ætla mætti að væru staðreyndir, máli sínu til stuðn- ings. Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík segjast til dæmis hafna meirihlutanum og segja lýðræðinu misboðið! Vísa þeir til þess að í síðustu kosningum fengu Sjálfstæðisflokkur og Framsókn- arflokkur aðeins um 48% atkvæða. Þar er rangt farið með því flokkarnir fengu samtals 49,2%. Vissu- lega er það innan við 50% en engu að síður hafa flokkarnir samtals 8 borgarfulltrúa. Sem er meirihluti. Gleymnin Guðmundur Andri Thorsson segir í Fréttablaðinu í gær að Sjálfstæðis- menn hafi tapað síðustu kosningum. „Það er eins og það vilji stundum gleymast,“ segir hann. Nú verða menn að passa sig á að segja ekki obbobobb of snemma og benda Guðmundi á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi nú fengið sjö borgarfulltrúa og heilum þremur fleiri en það framboð sem kom næst - því hann á ekki við það. Hann er dýpri. „Meirihluti kjósenda hafnaði því með öðrum orðum að þeir (Sjálstæð- ismenn) ættu að stjórna borginni en dreifði sér milli þeirra flokka sem áður störfuðu saman í Reykjavíkurlistanum,“ segir Guðmundur. Er það svo? Í kosningunum í maílok 2006 fengu Framsóknarflokkur, Samfylking og VG - gömlu R-listaflokkarnir - samanlagt 30.545 atkvæði. Sjálfstæðisflokkur og Frjálslyndir og óháðir, sem voru í minnihluta á síðasta kjörtímabili, fengu samtals 34.380 atkvæði. Af hverju skrifar Guðmundur ekki að kjósendur hafi hafnað flokkunum sem störfuðu saman í R-listanum? Það er svo önnur saga að ákveðið var að bjóða ekki fram undir merkjum R-listans. Og enn önnur saga er að meiri- hlutasamstarf ræðst ekki af atkvæðafjöld- anum einum saman heldur samkomu- lagi um hvað gera skuli. bjorn@frettabladid.is Auglýsingasími – Mest lesið S kiptar skoðanir eru á því hvort rétt sé hjá Matthíasi Johannessen, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, að opna aðgang að dagbókum sínum á netsíðu sinni matthias.is. Sérstaklega hafa verið settir fyrirvar- ar við allra nýjustu dagbókarfærslur hans, frá 1997 og 1998, sem bættust við eldri árganga á dögunum. Þar þykir Matthías meðal annars ganga fulldjarflega fram í frásögnum af því sem nafngreindir menn létu falla í einkasamtölum við hann. Þetta eru óþarfa áhyggjur. Það er jákvætt og þarft verk hjá Matthíasi að opinbera þau trúnaðarsamtöl sem hann átti við dagbók sína þegar hann var ritstjóri Morgunblaðsins. Færslur ritstjórans fyrrverandi eru merkileg söguleg heim- ild. Þeir sem lesa dagbækurnar þurfa þó að gæta sín á því að taka þær ekki of bókstaflega, því þær eru ekki endilega rétt heimild um samtímann eins og hann var í raun og veru. Dagbækur Matthíasar eru hins vegar örugglega mjög nákvæm heimild um það hvernig höfundurinn upplifði sam- tíma sinn. Og jafnvel hvernig hann vill að hans sé minnst. Eða svo notuð séu orð Bjarna Benediktssonar, fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins, sem Matthías segir frá í einni færslu sinni: „Við eigum að skrifa söguna sjálfir, hinum er ekki treystandi til þess(!)“ Það er ekki síst að þessu leyti sem dagbækur Matthíasar eru stórfróðlegur lestur fyrir alla þá sem hafa áhuga á stjórnmál- um, viðskiptalífi og fjölmiðlum. Og það í þessari röð. Dagbækurnar gefa ómetanlega innsýn í hvernig ritstjórn Morgunblaðsins var flækt inn í ýmis mál á stjórnmálasviðinu og í viðskiptalífinu. Hlutverk ritstjóranna var gjarnan að ráð- leggja við lausn mála, bera boð á milli manna, koma á sam- böndum og lægja öldur. Að afla frétta og flytja þær lesendum blaðsins virðist hins vegar ekki hafa verið ofarlega í forgangs- röðinni. Skemmtilegasti hluti dagbókanna eru einmitt upplýsingar um mál sem Mogginn vissi af, en sagði ekki frá, og eru jafnvel að líta núna fyrst dagsins ljós. Fyrir áhugamenn um fjölmiðla eru dagbækurnar því fyrst og fremst kennslubók um hvernig á ekki að standa að verki. Af þeim má til dæmis draga þann lærdóm að blaðamenn mega ekki vera í of nánu vinfengi við valdamenn. Og alls ekki líta á sjálfa sig sem slíka. Þeirra vinna er að segja fréttir, ekki búa þær til. Í dagbókum sínum segir Matthías meðal annars frá því hvernig hann og kollegi hans, Styrmir Gunnarsson, komu að stóratburðum á borð við myndun á ríkisstjórnum landsins. Í því samhengi má rifja upp að fyrr á árinu var fréttakona á Stöð 2 gripin við að spyrja upptökustjórann sinn í bríarí hvort hún ætti að fá mótmælanda til að kasta eggi þegar útsending hæfist. Hún taldi sig nauðbeygða til að segja upp þar sem trún- aður hennar sem fréttamanns hefði beðið hnekki. Reyndi hún þó að hanna eggjakast, en ekki ríkisstjórn. Svona hafa tímarnir breyst. Dagbækur Matthíasar eru merkileg heimild: Að skrifa söguna sjálfur JÓN KALDAL SKRIFAR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.