Fréttablaðið - 19.08.2008, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 19.08.2008, Blaðsíða 21
ÞRIÐJUDAGUR 19. ágúst 2008 3 Guðmundur Edgarsson, fram- kvæmdastjóri Demos, segist hafa fengið hugmyndina að fyrirtækinu fyrir rúmu ári þegar hann var að vinna sem aðjunkt við Háskóla Íslands. Hann kenndi áfanga í hag- nýtri ensku þegar ríkisstofnun leit- aði til hans og vildi fá hann til að þjálfa starfsfólk sitt í enskri mál- færni. „Ég fékk Huldu Kristínu Jónsdóttur, stundakennara við HÍ og doktorsnema í ensku til liðs við mig og þetta gekk mjög vel. Þá vaknaði sú hugmynd að fara með svona námskeið inn í fyrirtækin, því fólk á oft erfitt með að komast úr vinnu á svona námskeið,“ segir Guðmundur. Námið hjá Demos er einstakl- ingsmiðað og hver og einn fær greiningu á því hvar hann stendur í enskunni. „Við setjum fólk í orða- forða-, framburðar- og málfærnim- at til að sjá hvar það stendur. Við vinnum með framburð, aukum orðaforða, bætum málfar í við- skiptabréfum og virkjum þann orðaforða sem fólk þekkir en nýtir ekki í töluðu máli. Einnig leggjum við áherslu á að byggja upp sjálfs- traust hjá fólki þegar kemur að því að tala enskuna. Við tileinkum okkur nýjustu kenningar í orða- forðarannsóknum og hagnýtum málvísindum,“ útskýrir Guðmund- ur en hann vill meina að við lærum ekki tungumál heldur tileinkum við okkur það. Því gengur kennslan hjá Demos út á mál tileinkun frekar en beina kennslu. Guðmundur og Hulda Kristín búa til allt námsefni fyrirtækisins sjálf og halda úti vef sem þau nota mikið í kennslunni. „Við setjum allt námsefnið okkar á vefinn, bæði tengla, lesefni og ýmis konar stuðn- ingsefni, en þar sem námið okkar er einstaklingsmiðað þurfum við stundum að leita út fyrir vefinn,“ segir Guðmundur Bæði Guðmundur og Hulda Kristín hafa tengsl bæði við Háskóla Íslands, þar sem Hulda kennir, og við Háskólann í Reykja- vík, þar sem Guðmundur er stunda- kennari. Þar hafa þau stundað rann- sóknir og lesið sér til um allt það nýjasta í hagnýtum málvísindum og nota sérfræðiþekkingu sína til að styrkja fólk í enskri málfærni miðað við styrkleika og veikleika hvers og eins. Mikið er lagt upp úr því að starfs- fólk Demos hafi ensku að móður- máli, en jafnframt að það sé mennt- að sem kennarar. Hulda Kristín er sjálf tvítyngd og með fjölþættan menningarlegan bakgrunn. Þeim sem hafa áhuga á að kynna sér starfsemi fyrirtækisins er bent á heimasíðuna www.demos.is klara@frettabladid.is Einstaklingsmiðuð þjálfun Fyrirtækið Demos er tiltölulega nýtt af nálinni og gengur út á einstaklingsmiðaða enskuþjálfun fyrir sérfræðinga og stjórnendur í fyrirtækjum. Kennslan gengur út á að auka sjálfstraust og málfærni í ensku. SPÆNSKA getur verið spennandi tungumál að læra enda er hún mikið töluð um heim allan. Á heimasíð- unni spaensku.es má finna ýmis spennandi spænsku- námskeið sem hefjast í september. Guðmundur Edgardsson, framkvæmda- stjóri Demos, er sjálfur með margra ára kennslureynslu að baki. FRETTABLAÐIÐ/STEFAN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.