Fréttablaðið - 19.08.2008, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 19.08.2008, Blaðsíða 32
20 19. ágúst 2008 ÞRIÐJUDAGUR UMRÆÐAN Erlendur Hjaltason skrifar um fjármál. Það er öllum ljóst að árferði í íslensku við- skiptalífi hefur versnað til muna á undanförnum mánuðum. Þar kemur margt til en stærsti áhrifaþátturinn er þau vandamál sem hafa skap- ast á alþjóðlegum fjár- málamörkuðum. Vandinn er þó af tvennum toga hérlendis þar sem íslenska hagkerfið stendur einn- ig á tímamótum. Eftir mikinn vöxt síðustu ára þar sem fram- leiðslugeta hagkerfisins var þanin til hins ítrasta hefur aðlög- unartími hafist þar sem hagkerf- ið leitar í jafnvægi á nýjan leik. Það er óheppilegt að hagvaxtar- skeiði skuli ljúka á sama tíma og alþjóðlegur lánsfjárskortur er til staðar enda er aðgengi að erlendu lánsfé ein af grunnforsendum þess að efnhagslegt jafnvægi náist á sársaukalítinn hátt. Aðlögunin hefur því verið mun skarpari en ella og henni fylgt ýmsar óæskilegar aukaverkanir. Þar ber helst að nefna skarpa veikingu krónunnar sem hefur samhliða leitt til umtals- verðrar aukningar verð- bólgu. Þessu hefur Seðla- bankinn þurft að mæta með mikilli hækkun stýrivaxta, sem voru þegar í hæstu hæðum eftir þenslu síðustu ára. Mikil verðbólga og háir vextir koma hart niður á kjörum almennings og samkeppnishæfni hag- kerfisins. Að sama skapi leiða háir stýrivextir til fjölþættra vandræða í rekstri fyrirtækja, sér í lagi þegar aðgengi að erlendu lánsfé hefur versnað til muna. Þetta á jafnt við um stærri sem smærri fyrir- tæki þó vandinn lýsi sér að ein- hverju leyti á mismunandi hátt. Þau vandamál sem hár fjár- magnskostnaður skapar fyrir- tækjum eru af margvíslegum toga. Það er flestum ljóst að fyrir- tæki fjármagna sig annars vegar með lánsfé og hins vegar eigin fé en háir vextir skapa vanda við hvort tveggja. Það getur reynst þrautin þyngri fyrir fyrirtæki að finna þau fjárfestingartækifæri sem skila hærri ávöxtun en 15,5%, að viðbættu vaxtaálagi, sem eru þau lánskjör sem bjóðast í íslenskri mynt. Að sama skapi er lítill hvati fyrir fjárfesta að setja fjármagn sitt í hlutafé enda er áhættulaus ávöxtun með hæsta móti. Þetta er ein orsök þeirrar miklu lækkunar sem hefur átt sér stað á hlutabréfamarkaði undanfarna mánuði. Háum stýrivöxtum er ætlað að sporna við þenslu og umfram- eftirspurn í hagkerfinu. Hvort tveggja er á augljósu undanhaldi og því ættu að hafa skapast aðstæður til að lækka vexti. Helstu hagvísar benda til að einkaneysla hafi dregist ört saman, fjárfesting atvinnuvega hefur minnkað hratt, þróun á fasteignamarkaði hefur snúist við, spenna á vinnumarkaði er í rénun og vöruskipti nálgast jafn- vægi. Það sem hins vegar kemur í veg fyrir vaxtalækkun er veik staða krónunnar og skortur á trú- verðugleika íslenska hagkerfis- ins. Það er engum til góðs að keyra íslensk fyrirtæki í gjald- þrot með háum fjármagnskostn- aði til þess eins að halda gengi krónunnar stöðugu. Í því sam- hengi ætti fremur að horfa til annarra þátta, s.s. eflingar gjald- eyrisforðans, fleiri gjaldmiðla- skiptasamninga við erlenda seðlabanka og samhæfðra aðgerða stjórnvalda og fulltrúa vinnumarkaðarins til að koma í veg fyrir víxlverkun launahækk- ana og gengisveikingar. Hug- myndir um nýja þjóðarsátt til að takast á við aðsteðjandi vanda ber því að kanna frekar. Megintilgangur sjálfstæðrar peningastefnu er að draga úr hagsveiflum. Þannig er vaxta- hækkunum ætlað að slá á eftir- spurn í góðæri en samdrætti er mætt með vaxtalækkunum sem leiða til aukinnar eftirspurnar. Ef seðlabanki er nauðbeygður til að hækka vexti (eða halda þeim óbreyttum) þegar hagkerfi siglir inn í samdráttarskeið hefur sjálf- stæð peningastefna snúist upp í andhverfu sína. Þannig má telja víst að sjálfstæður gjaldmiðill hafi ekki reynst Íslendingum vel í þeim efnahagssveiflum sem hagkerfið hefur gengið í gegnum á undanförnum árum. Þegar hag- kerfið hefur siglt úr þeim öldudal sem nú gengur yfir er því full ástæða til að endurmeta tilvistar- rétt sjálfstæðs gjaldmiðils á Íslandi. Hvernig sem á málin er litið er staðan erfið. Íslendingar þekkja vel þau vandamál sem fylgja við- varandi og mikilli verðbólgu og því mega háar verðbólguvænt- ingar ekki festa sig í sessi. Að sama skapi getur reynst mjög afdrifaríkt að halda vöxtum háum til lengri tíma, sér í lagi á sam- dráttarskeiði. Það er því nauð- synlegt að skapa aðstæður til að hægt sé að lækka vexti verulega á skömmum tíma án þess að verð- bólga fari úr böndunum. Í því samhengi er brýnt að stjórnvöld og atvinnulíf endurreisi trúverð- ugleika hagkerfisins á markviss- an og skipulagðan hátt. Til þess þarf styrka, samstillta forystu af beggja hálfu og þor til að taka umdeildar ákvarðanir. Það er ekki líklegt til árangurs að bíða átekta í storminum og vonast til að fleyið reki á réttan áfanga- stað. Höfundur er formaður Viðskiptaráðs Íslands Hvenær lækka vextir? ERLENDUR HJALTA- SON UMRÆÐAN Magnús Magnús- son skrifar um álversframkvæmdir á Íslandi. Mikið hefur farið fyrir skrifum um virkjanir og álver og sýn- ist sitt hverjum. Nokkuð hefur borið á andúð við álver og jafnvel virkjanir yfir höfuð. Undirrituðum hefur fundist málflutningurinn öfgakenndur á köflum. Varla er hægt að deila um það að virkjanir eiga þátt í þeirri velmegun sem Íslendingum hlotn- aðist á einum mannsaldri. Þær hafa gert okkur kleift að hætta bruna mós, kola og olíu og lækkað kostnað okkar við að lýsa og hita heimili landsmanna án mengunar. Vatns- afls- og jarðhitavirkjanir hafa spar- að okkur mikinn erlendan gjaldeyri og gefa okkur mikil tækifæri í framtíðinni. Það að stöðva núna öll áform um nýjar virkjanir er óraun- hæft og barnalegt enda nóg af virkjanakostum sem nýta má með skynsemi. Matsferlið og aðrir fyrir- varar sem í gildi eru eiga að duga vel til að tryggja lýðræðislega og skynsamlega niðustöðu. Álverin á Íslandi hafa verið frumkvöðlar á mörgum sviðum. Þau hafa innleitt nýja tækni- og verkþekkingu og kennt landsmönn- um nýjar aðferðir í öryggis- og umhverfismálum. Þau hafa reynst góðir vinnustaðir starfsmanna. Það er eftirtektarvert hversu vel þau hafa sinnt öryggismálum starfs- manna og mættu margir taka þau sér til fyrirmyndar í allri umgengni. Þau eru kærkomin viðbót við gjaldeyrisskapandi starf- semi. Sama má segja um virkjanir og orkuver, ekki síst gamlar vatnsaflsvirkj- anir og umhverfi þeirra. Ál er ennþá framtíðar- málmur og notkun þess eykst ár frá ári. Notkun áls hefur sparað verulegt elds- neyti í samgöngum heimsins og spornað þannig við útblæstri gróðurhúsaloft- tegunda. Álverin á Íslandi skapa verk- og tæknimönnum mikil verk- efni og gefa færi á að þróa hátækni- þjónustu við álver innan lands og utan. Þannig hafa virkjanir og álver verið hryggjarstykkið í verkefnum verkfræðistofa sem hyggja nú á frekari útrás á þessum vettvangi. Allt tal um sóðalega frumvinnslu áls breytir þessu ekki en benda má á nauðsyn þess að þau lönd sem stunda frumvinnslu áls, súráls- vinnsluna á óásættanlegan hátt lagi ferlana og m.a. taki upp verkferla Íslendinga í umhverfisvöktun og umhverfisvernd. Sú krappa lægð sem nú fer yfir landið í efnahagsmálum er bæði af erlendum og innlendum toga. Leið- in út úr henni er aukin verðmæta- sköpun m.a. hagkvæm útflutnings- starfssemi og hátt atvinnustig. Virkjanir og álver sem búið er að skipuleggja geta vegið þungt í að rétta slagsíðuna sem komin er á þjóðarskútuna. Það er huggun að ábyrgir ráðherrar og aðrir ráða- menn vita hvað gera þarf. Höfundur er vélvirki og verkfræð- ingur og framkvæmdastjóri VM - Félags vélstjóra og málmtækni- manna Ekki blása á kertið UMRÆÐAN Eiður Guðnason skrifar um íslenskt mál Sá sem þetta skrifar verður að játa að honum er alveg fyrir- munað að skilja hvers- vegna Toyotaumboðið telur sér sæma að sletta ensku framan í þjóðina í hverri auglýsingunni á fætur ann- arri. „Nú smælum við framan í allan heiminn“, segir í nýjum auglýs- ingum frá Toyota. Slettan að „smæla“ á ekkert erindi inn í íslenskan málheim. Það er þessu ágæta fyrirtæki til minnkunar að gefa íslenskri tungu og þeim sem unna móðurmálinu langt nef með þessum hætti. Til þessa höfum við komist prýðilega af með hið fallega orð bros. Með þessum auglýs- ingum er Toyota ekki að brosa til okkar. Þvert á móti. Fyrirtæki sem eru vönd að virð- ingu sinni eiga að sjá sóma sinn í að vanda málfar í auglýsingum. Höfundur er sendiherra í Færeyjum. Slett á okkur EIÐUR GUÐNASON, SENDIHERRA Háum stýrivöxtum er ætlað að sporna við þenslu og umfram- eftirspurn í hagkerfinu. Hvort tveggja er á augljósu undan- haldi og því ættu að hafa skapast aðstæður til að lækka vexti. MAGNÚS MAGN- ÚSSON GE kæliskáparnir eru öflugir, endingargóðir og glæsilega innréttaðir Amerískir GE kæliskápar Verð frá kr.: 229.600* AFSLÁTTUR 30%

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.