Fréttablaðið - 19.08.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 19.08.2008, Blaðsíða 38
26 19. ágúst 2008 ÞRIÐJUDAGUR folk@frettabladid.is Björg Snjólfsdóttir, forstöðu- maður Ásvallalaugar, nýrrar og glæsilegrar sundmiðstöðvar á Völlunum í Hafnarfirði, segir að miðstöðin sé sú flottasta á land- inu. „Það er ekki spurning. Þetta er náttúrlega gríðarstórt mann- virki og stórglæsilegt í alla staði.“ Laugin opnar fyrstu helgina í september. Þar verður boðið upp á fimmtíu metra innilaug, áhorf- endastúku, tvær barnalaugar, fimm heita potta, eimbað, renni- braut og leiktæki. Sjúkraþjálfun verður í húsinu og kaffihús, auk þess sem Sundfélag Hafnarfjarð- ar og Íþróttafélagið Fjörður verða þar með sína félagsstarfsemi. Sérstakir VIP-sturtuklefar verða jafnframt í boði fyrir afreksfólk í sundi. Á annarri hæð verður síðan líkamsræktarstöðin Hress með starfsemi sína, Björg er sérlega stolt af nýju rennibrautinni. „Hún byrjar inni en rennur út úr húsi og kemur svo aftur inn,“ segir hún. „Síðan eru rendur í henni sem virka eins og börnin séu að fara hraðar.“ Hún segir að Ásvallalaug eigi eftir að efla sundíþróttina í Hafn- arfirði og hvetja krakka til dáða. „Hafnfirðingar, og sérstaklega þá börnin, bíða spenntir eftir að þessi laug verði opnuð. Ég fæ símtöl nær daglega þar sem er spurt hvenær hún opni.“ Einungis fyrsti áfanginn verður opnaður í september. Annar áfanginn, sem verður allur utan- dyra, býður upp á enn meiri þjón- ustu, eða 25 metra laug, þrjá heita potta, eimböð, útiskýli, sána, rennibrautir og sólbaðsaðstöðu fyrir allt að 150 manns. Ekki er enn ljóst hvenær hann verður til- búinn. - fb Flottasta sund- laug landsins FRAMKVÆMDUM AÐ LJÚKA Björg Snjólfsdóttir er vitaskuld afar stolt af Ásvallalaug í Hafnarfirði sem verður opnuð á næstunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Ég er bara veik heima. Það er gott að taka það út núna áður en veturinn byrjar,“ segir söngkonan Regína Ósk, sem liggur heima með flensu eftir langa og stranga törn með Eurobandinu að undanförnu. „Við vorum að fara í frí í tvær vikur, það var búið að ákveða það fyrir löngu. Svo kemur í ljós hvað við gerum, maður veit aldrei hvað gerist í vetur.“ Tvö og hálft ár er liðið síðan Eurobandið var stofnað og hefur það spilað sleitulaust síðan þá, þar á meðal í lokakeppni Eurovision í vor. Því má segja að tími hafi verið kominn á pásu fyrir löngu síðan. „Ég er búin að gefa út fjórar plötur á fjórum árum,“ segir Regína og viðurkennir að álagið hafi verið mikið. Síðast söng hún með Eurobandinu á Players í Kópavogi um síðustu helgi en rétt fyrir verslunarmannahelgina söng hún í Stokkhólmi á Europride-hátíð ásamt Friðriki Ómari. „Við vorum beðin sérstaklega um að koma. Þetta voru rosaflottir útitónleikar með alls konar sænskum „artistum“ sem eru búnir að vera viðloðandi Eurovision.“ Regína segist ekki vera vön veikind- um sem þessum en prísar sig sæla að þau hafi komið á þessum tímapunkti, einmitt þegar Eurobandið tók sér frí. „Ég verð aldrei veik, eða allavega mjög sjaldan,“ segir hún og vonast til að hrista af sér slenið sem allra fyrst. - fb Veik eftir erfiða tónleikatörn REGÍNA ÓSK Söngkonan Regína Ósk hvílir sig þessa dagana eftir stranga törn með Eurobandinu. Fatahönnuðurinn Mundi sýndi vorlínu sína við góðar undirtektir á Nasa síðastlið- inn föstudag. Sýningin var með heldur óhefðbundnu sniði, en Mundi hefur vakið mikla athylgi fyrir óvenju- legar og skemmtilegar tískusýningar. Vorlína Munda Bresk tímarit greindu frá því um helgina að söngkonan Amy Winehouse hafi farið út á öldurhús í London með tólf ára guðdóttur sína með í för. Sjónarvottur sagði að Amy hefði skilið stúlkuna eina eftir á meðan hún fór á barinn og sturtaði í sig nokkrum skotum. Söngkonan varð víst svo drukkin að hún missti nokkrum sinnum jafnvægið og datt og var það guðdóttirin sem þá hjálpaði Amy aftur á fætur. „Það endaði með því að litla stúlkan þurfti að passa upp á Amy, það ætti auðvitað að vera öfugt. Það var sorglegt að horfa upp á þetta,“ sagði einn sjónar- vottanna. Tók barn með á fyllirí GÓÐ BARNAPÍA Amy tók tólf ára guð- dóttur sína með á barinn um helgina. Mundi hannar ekki einungis fyrir konur heldur einnig fyrir karla. Fötin frá Munda eru þægileg og klæði- leg.Áhorfendur fylgjast grannt með. Mundi sést hér fagna sýningunni með því að opna kampavínsflösku. „Ég held að fólk muni taka mig alvarlega sem leikara eftir það, ég verð að sanna mig“ LEIKARINN SHIA LABEOUF vill fá tækifæri til að leika á sviði.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.