Fréttablaðið - 20.08.2008, Síða 6

Fréttablaðið - 20.08.2008, Síða 6
MARKAÐURINN 20. ÁGÚST 2008 MIÐVIKUDAGUR26 S K O Ð U N Sögurnar... tölurnar... fólkið... Titill þessi er fenginn að láni úr nýútkomnu stórskemmti- legu smásagnasafni eftir Dr. Ara Kr. Sæmundsen stórkaup- mann, ég bætti fyrir aftan jöklabréf. Fyrir íslenskt fjármálalíf og segja má landsmenn alla þá eru jöklabréfin eins og að hafa stein í skónum, það getur verið óþægilegt, stundum erfitt að losna við steininn, hægt er að hagræða honum um stund svo hann trufli mann ekki, en loka- úrræðið er að fara úr skónum og henda steininum. JÖKLABRÉF HVERFA MEÐ LÆKKANDI STÝRIVÖXTUM Jöklabréfin eru nokkuð sem við verðum að lifa með, senni- lega næstu tvö til þrjú árin, það er óþægilegt að vita af því að erlend fjármálafyrir- tæki geti á nokkrum tíma selt íslensk skuldabréf fyrir um 340 milljarða. Þetta er stór upphæð og getur haft þó nokk- ur áhrif á gengi íslensku krón- unnar. Jöklabréfin svokölluðu, sem erlend fjármálafyrirtæki gefa út til að nýta sér hið háa vaxta- stig sem er hér á landi, komu fyrst fram fyrir þremur árum þegar stýrivextir Seðlabank- ans fóru hækkandi og ekkert hefur slegið á þá hækkunar- hrinu. Þegar mest var af þess- um jöklabréfum þá voru þau yfir 600 milljarðar og höfðu þau oft og tíðum töluverð áhrif á gengissveiflur á gjaldeyr- ismarkaðnum. Í síðastliðinni viku voru á gjalddaga um 20 milljarðar og af þeirri upp- hæð var framlengt um fjórum milljörðum. Leiða má að því líkur að þessi jöklabréf muni verða í umferð allt þar til almennt vaxtastig í landinu er komið í um 10 prósent. Og hvenær má vænta þess að þessir ofurvextir fari að síga til baka? Svarið er að það hlýtur að hefjast á haustmán- uðum. Seðlabankinn hlýtur að hefja lækkun stýrivaxta fljót- lega og almennir vextir munu fylgja á eftir. TÍMI ER KOMINN Á AÐ HEFJA LÆKKUNARFERLIÐ Nú þegar sjást þess merki að verðtryggðir vextir fara lækk- andi, Íbúðalánasjóður hefur fengið betri kjör í nýjustu út- boðum sínum, sem hefur gert honum kleift að lækka vexti um 10 til 15 punkta. Þetta er mjög jákvætt. Stöðugt gengi og samkeppnis- færir vextir er það sem almenn- ingur og fyrirtæki eru að biðja um. Nú stendur mönnum nán- ast eingöngu til boða lán í ís- lenskum krónum á ofurvöxtum, í kringum 20 prósent. Það eru ekki margar atvinnugreinar eða einstaklingar sem geta borið slík lánakjör til langs tíma. Það er kominn tími til að að hefja vaxtalækkunarferlið, það mun taka langan tíma, senni- lega út árið 2009, þannig að fyrst munu jöklabréfin hverfa út smá saman þegar stýrivext- ir hér eru komnir niður fyrir 10 prósent. Þangað til sitjum við uppi með stein í skónum. Með stein í skónum - jöklabréf 6 Jafet Ólafsson framkvæmdastjóri Veigs ehf fjárfestingafélags. O R Ð Í B E L G Íbúafundur í Borgarnesi í síðustu viku vegna málefna Sparisjóðs Mýr- arsýslu er ágæt vísbending um þau tíðindi sem vafalaust eru í vænd- um næstu vikur og mánuði hvað varðar samruna og yfirtökur á fjár- málamarkaði. Hafi verið þörf á hagræðingu og samrunum hér áður fyrr á okkar litla markaði hefur sú þörf þróast yfir í brýna nauðsyn með hækkandi skuldatryggingaálagi og heftu aðgengi Íslendinga að er- lendu lánsfjármagni. Er nú svo komið að ekkert annað blasir við fjöl- mörgum íslenskum fjármálastofnunum en að renna inn í aðrar stærri, en bíða skipbrot ella. Þetta hljómar harkalegt, en er engu að síður satt. Auðvitað er auðvelt að skilja gremju stofnfjáreigenda og síðar hluthafa í SPRON með gengi félagsins og hrun á markðsvirði þess. En jafnframt blasir við að ekk- ert annað var í spilunum fyrir SPRON en að renna inn í stærri og öfl- ugri fjármálastofnun. Það er harla tilgangslaust að halda því fram að reksturinn hafi gengið vel og skýra um leið út ástæður þess að fyrir fá- einum mánuðum þurfti bankinn að fá fimm milljarða að láni til rekstr- arins frá Kaupþingi. Staðan var einfaldlega sú að SPRON, eins og svo mörg önnur fjármálafyrirtæki, sá ekki fram á að geta tryggt sér frek- ara fjármagn á viðunandi kjörum og því varð að grípa til viðeigandi ráðstafana. Þær geta aftur orðið til þess að SPRON mun lengi enn verða vinsæll banki meðal viðskiptamanna á höfuðborgarsvæðinu og eflast og dafna. Sömu sögu er vitaskuld að segja af Sparisjóði Mýrarsýslu, þessu djásni Borgarfjarðar. Auðvitað er þyngra en tárum taki fyrir sveitar- félag að horfa upp á að svona sé komið fyrir banka sem fyrir tveimur árum hefði kannski verið metinn á 20-30 milljarða. En sá á kvölina sem á völina og spurningin sem vaknar nú hlýtur að vera hvort ef til vill hefði verið betra fyrir sveitarfélagið að taka þeim tilboðum sem bár- ust í Sparisjóðinn á sínum tíma, t.d. frá Íslandsbanka. Ef það hefði verið gert, stæði sveitarsjóðurinn í Borgarbyggð nú eftir sem einn sá sterk- asti á landinu og gæti rekið sveitarfélagið nánast af vaxtatekjum einum saman. Í staðinn var ákveðið að láta sveitarfélagið bera alla áhættuna áfram og af því súpa menn nú seyðið nú þegar Kaupþing hefur sinnt neyðarkalli fjármálakerfisins og bjargað Sparisjóðnum frá hreinu og beinu gjaldþroti, þar sem allt eigið fé var í reynd uppurið. Spurningin sem hlýtur að vakna er þessi: Hvaða bankar eða spari- sjóðir eru næstir? Því ef íslenska ríkinu og viðskiptabönkunum þrem- ur stóru gengur erfiðlega að fjármagna sig erlendis, hvar halda menn þá að litlir sparisjóðir séu í röðinni? Staðreyndin er sú að í mörgum smærri fjármálafyrirtækjum, eink- anlega þó sparisjóðunum, hefur um langt árabil verið óviðunandi af- koma af hefðbundnum rekstri. Jafnvel tap á mesta góðærisskeiði Ís- landssögunnar. Hagnaðurinn hefur allur komið af stöðutökum og hluta- bréfaeign í öðrum fyrirtækjum og hann hefur villt mönnum sýn, talið þeim trú um að allt væri í himnalagi. Annað hefur nú komið á daginn. Niðurstaðan er sú að miklu fleiri tíðindi verði af samrunum á banka- markaði hér á landi á næstunni. Sömuleiðis hagræðingaraðgerðum, sem víða munu reynast afskaplega sársaukafullar. En þetta eru nauð- synlegar aðgerðir sem ráðast verður í og opinberar eftirlitsstofnanir verða að leggja sitt af mörkum til að vel takist til. Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn vita auðvitað hver staðan er og nauðsyn þess að ráðast í samruna og styrkja þær einingar sem er ætlað að starfa áfram og blómstra til framtíðar. Samkeppniseftirlitið þarf auðvitað að huga að sínum eftirlitsskyldum, en má þó ekki gleyma því að samkeppnin nú er fyrst og fremst við útlönd og að nauðsynleg tiltekt með fækkun útibúa og minnkandi yfirbyggingu þarf ekki endilega að leiða til verri þjónustu við viðskiptavinina eða fákeppni á markaði. Áður en haustið er úti mun án efa enn hafa dregið til tíðinda í þess- um efnum. Áður en árið er úti er allt eins víst að landslagið verði orðið gjörbreytt. Verkefni næstu vikna og mánaða í íslensku fjármálalífi: Hvað munu margir bankar standa eftir? Björn Ingi Hrafnsson ÚT GÁFU FÉ LAG: 365 – prentmiðlar RIT STJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson RITSTJÓRN: Guðný Helga Herbertsdóttir, Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Ingimar Karl Helgason, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, Sindri Sindrason AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal RIT STJÓRN OG AUGLÝSING AR: Skaftahlíð 24, 105 Reykja vík AÐ AL SÍMI: 512 5000 SÍMBRÉF: 512 5301 NETFÖNG: rit stjorn@markadurinn.is og aug lys ing ar@markadurinn.is VEFFANG: visir.is UM BROT: 365 – prentmiðlar PRENT VINNSLA: Ísa fold arprent smiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeyp is með Fréttablaðinu á heim ili á höf uðborg ar svæð inu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands byggðinni. Markaðurinn áskil ur sér rétt til að birta allt efni blaðs ins í staf rænu formi og í gagna bönk um án end ur gjalds. bjorn.ingi@markadurinn.is l gudny@markadurinn.is l holmfridur@markadurinn.is l ingimar@ markadurinn.is l jonab@markadurinn.is l olikr@markadurinn.is l sindri@markadurinn.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.