Fréttablaðið - 20.08.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 20.08.2008, Blaðsíða 8
0,3% 5,6% 2,6%Eignaverð lækkaði um 0,3% að nafnverði í júlí samkvæmt Eignaverðsvísitölu Kaupþings. Þetta er þriðji lækkunarmánuðurinn í röð. Tólf mánaða verðbólga í Bandaríkjunum mælist nú 5,6% og hefur ekki verið hærri í 17 ár. Búist er við 4,8% verðbólgu næstu tólf mán- uðina. Árshækkun fasteignaverðs í júlí er 2,6% en var rúmu hálfu prósentustigi hærra í júní. Raunverð íbúðaverðs á höfuðborgasvæðinu hefur lækkað um 9,6% frá áramótum. SÍMA NÚM ER MARKAÐARINS: 512 5000, fax: 512 5301, rit stjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Aug lýs ingadeild: auglys ing ar@markadurinn.is Veffang: visir.is B A N K A H Ó L F I Ð E.Coli gerlar eru best þekktir fyrir að valda matareitrunum, en nú er fyrirtæki í Bandaríkjunum, LS9, að hefja framleiðslu á dísil- olíu með hjálp erfðabreyttra E.Coli gerla. Fyrirtækið er eitt margra í Sílíkondalnum svokallaða í Kalíforníu sem eru að þróa aðferðir til að framleiða örver- ur sem nærast á landbúnaðar- úrgangi eða viðarspónum og skila af sér bensíni eða dísilolíu. Úrgangur E.Coli gerla er efna- fræðilega mjög líkur hráolíu, og því þarf ekki að gera mikl- ar breytingar á gerlunum til að þeir skili af sér olíu. E.Coli Dísel Reglur um útlit grænmetis og hversu sveigðar gúrkur (sem verða að vera beinar) eða ban- anar (sem ekki mega vera bein- ir) eiga að vera hafa oft verið nefndar sem dæmi um fáránleika reglugerðarverksins í Brussel. Nú hefur Evrópusambandið hins vegar ákveðið að afnema nánast allar reglugerðir um form, útlit og lit grænmetis og ávaxta. Reglurnar hafa orðið til þess að þúsundum tonna af grænmeti er fargað árlega, en á tímum hækkandi matvælaverðs þykir slíkt óforsvaranlegt. Frakkar, Spánverjar og Ítalir, sem eru helstu grænmetisframleiðendur Evrópu, vilja hins vegar halda í reglurnar, og staðhæfa að þær „verndi neytendur“. Til að ná samkomulagi hefur Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sam- þykkt málamiðlun sem felur í sér að áfram munu gilda Evróputilskipanir um útlit tíu ávaxta, berja og grænmetisteg- unda, meðal annars tóm- ata, epla, jarðarberja og kíví-ávaxta. Bognar gúrkur aftur leyfðar Á kynningarfundi vegna uppgjörs Icelandair Group fór Björgólfur Jóhannsson forstjóri meðal ann- ars yfir styrka lausafjárstöðu félagsins, um 6,3 milljarðar króna í júnílok, sem skýrist að nokkru af því að greitt hefur verið inn á ferðir í ágúst og september, en þá fellur til kostnaðurinn. „Þetta sýnir hins vegar að efna- hagsstaðan er sterk, sama hvað þeir segja á Útvarpi Sögu og er ekki af því við höfum verið að selja einhverja hreyfla,“ hnýtti hann við, greinilega langþreyttur á fjasi um félagið sem á sér litla stoð í raunveruleikanum. Annars var létt yfir Björgólfi og hann greinilega ánægður með viðsnúning í rekstri og árangur aðgerða sem gripið hefur verið til í rekstrinum. Hann er þó ekki alveg laus við sjómannalíking- arnar, segir stefnt á að „halda sjó í fluginu“. Halda sjó í fluginu Hvers vegna PwC? Þekkingarfyrirtæki í fremstu röð á Íslandi og leiðandi á alþjóðavettvangi.  Endurskoðun  Fyrirtækjaráðgjöf  Skatta- og lögfræðiráðgjöf Reykjavík - Akureyri - Húsavík - Selfoss - Reykjanesbær www.pwc.com/is *connectedthinking

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.