Fréttablaðið - 21.08.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 21.08.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 Leikkonan Vala Ómarsdóttir hefur búið í London síðustu ár, stundað nám og komið „Maddid Theatre Company“ á fót. Fatasmekkurhennar hefur t ki björnsdóttur, vinkonu sína, sem hannar undir merkinu Garmur. „Ég keypti þær í fyrr „Kærasti minn prófaði han hjvini sí Kjólasjúk með hattadellu Vala Ómarsdóttir er kjólasjúk enda hefur hún aðgang að mörgum mismunandi verslunum í London þar sem hægt er að finna fína kjóla á nokkur pund. Hún á svo leggings sem tekið er eftir og allsérstakan hatt. HANDAVINNA er þægileg á kvöldin heima í stofu en það er líka gaman að nota hana til góðs eins og hægt verður að gera á menningarnótt í Hallargarðinum á milli 14 og 17. Fólk er hvatt til að koma með bleikt garn og fitja upp á einhverju til styrktar krabbameinsfé- laginu. Nánari upplýsingar á www.prjona.net. Hatturinn sem Vala ber er þannig gerður að fari hann einhverjum betur en eigandanum verður hann að gjöra svo vel að láta hann af hendi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Vilt þú öðlast heilbrigðan og hraustan líkama ? Kraft og aukna lífsorku ? Fallegt útlit og vellíðan ? Meiri skilning á lífi nu og aukna meðvitund ?Vertu með á mögnuðu 8 vikna námskeiði sem opnar fyrir þér nýjan heim, gleði og hamingju.Morgun-hádegis og síðdegistímar Skráning hafi hj Rope yoga Byrjendanámskeiðhefjast mánudagana25. ágúst og 1. sept. Skólabyrjun í Flash skólar og námskeið FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 2008 26. ágúst — 8. september 2008 Skráning á www.verslo.is Fjarnám farðu lengra Sími: 512 5000 FIMMTUDAGUR 21. ágúst 2008 — 226. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG Ertu búin(n) að skrá þig ? www.tsk.is Skemmtilegur ferðafélagi H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 0 7- 08 82 VALA ÓMARSDÓTTIR Kærastinn varð að láta hattinn sinn af hendi • tíska • heilsa • heimili Í MIÐJU BLAÐSINS LEIKHÚS „Ég tel mig vita svör við spurningum sem menn hafa spurt sig um aldir: Hver erum við, hvað erum við að gera hér og hvert liggur leið,“ segir Pétur Jóhann Sigfússon skemmtikraftur með meiru. Til stendur að setja upp einleikinn Sannleikurinn eftir Pétur og Sigurjón Kjartansson í leikstjórn Stefáns Jónsson- ar á sviði Borgarleikhússins á komandi leikári. Pétur mun standa einn á sviðinu og flytja verkið en þetta er frumraun hans í leikhúsi þótt hann hafi leikið bæði í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Nafn verksins segir sitt um verkið, þar verður sannleikurinn undir, þó um sé að ræða öðrum þræði uppistand brotið upp með frumsömdum söngatriðum Péturs. - jbg / sjá síðu 58 Einleikur í Borgarleikhúsinu: Pétur Jóhann á leikhúsfjalirnar SKÓLAR OG NÁMSKEIÐ Gat valið um háskóla- styrki út á íþróttirnar Sérblað um skóla og námskeið FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Opið hús í ráðuneyti á menningarnótt Utanríkisráðuneytið opnar dyr sínar fyrir almenningi fyrst ráðu- neyta. TÍMAMÓT 34 Selma Björns stýrir stórleikurum Selma Björnsdóttir leikstýrir Kardi- mommubænum en hún þreytti frum- raun sína á leiksviði í sama verki. FÓLK 58 Pönkaður skífuþeytir Óttarr Proppé hitar upp fyrir Seb- astien Tellier sem plötusnúður. FÓLK 58 VÆTUTÍÐ Í dag verða sunnan 5-10 m/s vestan til annars hægari. Rign- ing sunnan og vestan til um eða eftir hádegi og norðaustan til undir kvöld. Hiti 10-16 stig, hlýjast eystra. VEÐUR 4 12 13 14 1312 PÉTUR JÓHANN Spila um verðlaun Íslenska hand- boltalandsliðið er komið í undanúrslit á Ólympíu- leikunum í Peking. ÍÞRÓTTIR 52 SPÁNN „Það er ótrúlegt að einhver hafi lifað slysið af, þetta var svo svakalegt. Reykurinn stóð tugi metra upp í loftið,“ segir Rögnvaldur Hólmar Jónsson flugvirki, sem staddur var á flugvellinum í Madríd þegar slysið varð í gærkvöldi. Svo virðist sem eldur hafi komið upp í hreyfli flugvélar flugfélagsins Spanair og hún hrapað skömmu eftir flugtak. Alls 172 voru um borð í vél- inni og létust 153. Rögnvaldur segir að mikil óreiða hafi myndast við slysið. „Það fór allt í kaos utandyra. Fjöldi sjúkra- og slökkviliðsbíla dreif að og mikil ringul- reið skapaðist. Inni í flugstöðinni vissi hins vegar enginn neitt og ekki var tilkynnt um slysið fyrr en um klukkutíma eftir að það gerðist. Svæðið er svo stórt að ekki urðu allir strax varir við reykinn.“ Rögnvaldur var enn staddur á flugvellinum þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær, átta tímum eftir slysið. „Það eru enn bílar með blikkljós á ferðinni hér fyrir utan, en það er búið að opna aftur fyrir umferð.“ - kóp/Sjá síðu 4 Flugvél spænska flugfélagsins Spanair hrapaði skömmu eftir flugtak í Madríd: Yfir 150 fórust í flugslysi STJÓRNMÁL Nýr borgarstjórnar- meirihluti tekur við í dag. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins mun ekki verða skorið niður í velferðarmálum, dregið verður úr ráðningum og farið verður í ellefu milljarða stokk við Mýrargötu. Þá verður Bitruvirkj- un sett á oddinn. Júlíus Vífill Ingvarsson er nú álitinn næstvaldamestur hjá Sjálfstæðisflokknum og líklegt þykir að Framsókn fái for- mennsku í Orkuveitunni. Ungliðahreyfingar Samfylking- ar og Vinstri grænna boða til mótmæla klukkan hálftíu fyrir utan Ráðhúsið undir kjörorðinu: „Geymt en ekki gleymt - Okkar Reykjavík“. - kóþ/ovd Borgarstjórnarskipti í dag: Nýr meirihluti vill Bitruvirkjun LÖREGLUMÁL Tveir Rúmenar létust í gærkvöld við störf við Hellisheið- arvirkjun. Mennirnir voru að sinna viðhaldi vatnsrörs við virkjunina og virðast hafa kafnað. Oddur Árnason, yfirlögreglu- þjónn á Selfossi, sagði tilkynningu um slysið hafa borist þegar klukk- an var tólf mínútur gengin í átta. „Mennirnir höfðu verið dregnir út en lífgunartilraunir báru ekki árangur,“ sagði Oddur á vettvangi í gær. Mennirnir sem létust voru báðir starfsmenn Vélsmiðjunnar Altaks. Þeir höfðu farið inn um gat sem rofið var á vatnsrör sem hafði verið tæmt til að hægt væri að gera á því endurbætur. Gunnar Pétursson hjá Altaki vildi ekki segja nánari deili á mönnunum tveimur í gærkvöld en vísaði til þess að opinberir aðilar myndu gefa út um það tilkynningu. Rúmenarnir tveir voru hluti stærri hóps sem var við störf í Hell- isheiðarvirkjun og bjuggu þar í starfsmannabúðum. Eftir slysið var samlöndum þeirra safnað saman í stöðvarhús- inu þar sem þeir biðu áfallahjálpar frá Rauða krossinum á meðan lög- regla og tæknimenn rannsökuðu slysstaðinn og líkin voru flutt á brott. „Þetta er hörmulegt slys og Orku- veitan mun gera það sem hún getur til að aðstoða í þessu máli. Ef við getum eitthvað gert til að aðstoða félaga, vini og aðstandendur þá gerum við það,“ segir Hjörleifur Kvaran, forstjóri Orkuveitunnar. „Hugur okkar allra er hjá aðstand- endum og vinum.“ Að sögn Odds Árnasonar yfirlög- regluþjóns verður nú rannnsakað frekar hver tildrög slyssins voru og hvert var banamein starfs- mannanna tveggja. „Það er ekki ljóst hvort mennirn- ir létust úr súrefnisskorti eða hvort þeir hafa hugsanlega andað að sér einhverjum eiturgufum með brennisteini eða öðru,“ sagði yfir- lögregluþjónninn. - gar / - kóp Tveir köfnuðu í röri í Hellisheiðarvirkjun Tveir Rúmenar létust í vinnuslysi í Hellisheiðarvirkjun í gær. Mennirnir misstu meðvitund inni í röri. Hugur okkar er hjá aðstandendum, segir forstjóri OR. BANASLYS VIÐ HELLISHEIÐAVIRKJUN Ekki er ljóst hvort mennirnir létust úr súrefnisskorti eða hvort þeir hafi andað að sér eitur- gufum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN RÖRIÐ Mennirnir voru inni í rörinu þegar slysið varð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.