Fréttablaðið - 21.08.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 21.08.2008, Blaðsíða 18
18 21. ágúst 2008 FIMMTUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Saga Óskars Bergssonar FRÉTTASKÝRING KLEMENS ÓLAFUR ÞRASTARSON klemens@frettabladid.is Tilkynnt verður um verka- skiptingu og áherslur fjórða meirihlutans í borg- inni í dag. Óskar Bergsson, oddviti Framsóknar, er lyk- ilmaður í samstarfinu. Hér er stiklað á stóru á pólitísk- um ferli Óskars, einkum á þessu kjörtímabili. R-listinn Í R-listanum var Óskar vara- borgarfulltrúi og lagði áherslu á nægt framboð byggingarlóða og ytri leið Sundabrautar, þannig að þau byrji á gatnamótum Sunda- brautar og Kringlumýrarbrautar og komi upp við Gufunes. Þá vildi hann fá frístundanám, íþróttir og tónlist inn í grunn- skólann. Einnig að aldraðir fengju einkaherbergi á elliheim- ilum. Prófkjör Óskar var oft kenndur við gras- rót flokksins í prófkjörsslag Framsóknar árið 2006, fyrir borgarstjórnarkosningar. Hann keppti um fyrsta sætið við Björn Inga Hrafnsson og Önnu Kristinsdóttur og lenti í 3. sæti. Hann áætlaði kostnað sinn við framboðið á 2 milljónir, en þau Björn Ingi og Anna munu hafa eytt um 5 milljónum hvort. Anna hafnaði síðar 2. sætinu og féll það í hlut Óskars. Kosningar Í aðdraganda kosninganna 2006 var fjallað um hugmyndir Ólafs Hannibalssonar og Þjóðarhreyf- ingarinnar um að setja reglur um hámark ráðstöfunarfjár stjórn- málaflokka til að auglýsa. Þetta sagði Óskar vera „til þess eins að slá ryki í augu almennings“. For- skot stærri flokka, sem „ættu“ fjölmiðlana, væri mikið. Tak- mörkun auglýsinga væri til þess fallin að þeir nytu yfirburða sinna. Stjórnmálaflokkar væru „eins og hver önnur vara á mark- aði“ – í samkeppni um hylli neyt- enda. Í þeirri keppni væru aug- lýsingar ómissandi. Flugvöllurinn Flugvöllurinn á að vera á Löngu- skerjum, sagði Óskar í kosninga- baráttunni. Þau ætti að byggja upp með jarðvegi sem félli til við framkvæmdir verktaka. Land- fyllingin ætti að vera tilbúin á 10 til 15 árum. Hana mætti auðveld- lega fjármagna með gróða þeirra lóða sem sköpuðust í Vatnsmýri. „Þau sjónarmið Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks um að málið sé ekki á dagskrá og beðið sé eftir niðurstöðu sérfræðinga eru skýringar sem ekki er lengur hægt að bjóða fólki upp á,“ sagði Óskar þá. Flugvöllur á Hólms- heiði kæmi ekki til greina. Ef ekki á Lönguskerjum, þá áfram í Vatnsmýri. Beggja vegna borðs? Óskar var formaður fram- kvæmdaráðs Reykjavíkurborgar í fyrsta meirihlutanum, og vara- formaður skipulagsráðs. Í desember 2006 var hann ráð- inn verkefnisstjóri hjá Faxaflóa- höfnum í tengslum við ýmis verkefni tengd skipulagi og framkvæmdum við Mýrargötu. Varaborgarfulltrúinn tók þá að sér að gæta hagsmuna Faxaflóa- hafna gagnvart lóðareigendum, Reykjavíkurborg og öðrum, eins og sagði í samningi hans við fyr- irtækið. Óskar taldi að þetta skaraðist ekki við trúnaðarstörf sín fyrir borgina. Hann samdi um 390.000 krónur, utan virðis- aukaskatts, í verktakagreiðslur á mánuði, fyrir 15 stunda vinnu- viku. Staðan var ekki auglýst. Óskar deildi vegna þessa við Dag B. Eggertsson og sakaði hann um að hafa sent starfs- samninginn á fréttastofur. Hann minnti á að Dagur hefði starfað við stundakennslu fyrir Háskól- ann í Reykjavík, eftir að hann hefði úthlutað skólanum bygg- ingarlóð. Óskar sleit síðar samningnum við Faxaflóahafnir „til að skapa frið í kringum verkefnið“. Dagur hrósaði honum fyrir það. Kosningastjórinn Í mars 2007 var Óskar ráðinn kosningastjóri Framsóknar fyrir alþingiskosningar. Í Markaði Fréttablaðsins líkti hann þá Jóni Sigurðssyni, oddvita flokksins, við kasmír-ullarfrakka. „Ég sem sölumaður vörunnar hef sannfæringu fyrir því að ég er að bjóða upp á vandaða vöru sem enginn verður svikinn af,“ sagði Óskar, og bætti við að fólk ætti að varast eftirlíkingar. Kjós- endur gleyptu víst ekki við þessu. Tjarnarkvartettinn Í 100 daga meirihlutanum missti Óskar formennsku í skipulags- ráði en varð stjórnarformaður Eignasjóðs Reykjavíkurborgar. Hann tók sæti Björns Inga í starfshóp um Orkuveituna og REI, en sjálfstæðismenn höfðu gagnrýnt veru Björns Inga þar. Í þessum mánuði upplýstu 24 stundir um að Óskar væri launa- hæstur varaborgarfulltrúa, með 390.000 krónur í laun á mánuði. Uppgjör við Sjálfstæðisflokk Óskar skrifaði grein í Fréttablað- ið í nóvember 2007 og fór nokkuð fögrum orðum um Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, en sagði hann hafa sýnt linkind sem borgarstjóri. Borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins hefðu hins vegar flest- ir sýnt Vilhjálmi „fullkomna lít- ilsvirðingu“. Framgöngu þeirra á þeim dögum mætti rekja til „blinds metnaðar“ sumra borg- arfulltrúa til að setjast í stól borgarstjóra. Sumt atferli þeirra, sérstaklega sáttafundur um REI, dæmdi Óskar sem „eitt mesta klúður sem ég hef upplifað í íslenskri pólitík“. Hann sagði þann gjörning sjálfstæðismanna að reka Hauk Leósson úr Orkuveitu og REI „miskunnarlausan og ósmekk- legan“. Lægra væri vart hægt að leggjast. Sjálfstæðismen hefðu sýnt samstarfsflokknum „hroka og virðingarleysi“ á eftirminnileg- um síðasta fundi fyrsta meiri- hlutans, sagði Óskar. „Og fullkomin veruleikafirr- ing [þeirra] fyrir alvöru málsins gerði mig agndofa,“ sagði hann. Óskar Bergsson lauk við pistil- inn með þessum varnaðarorðum til sjálfstæðismanna: „Upp á framtíðina vil ég segja við sjálfstæðismenn að ef þeir ætla að starfa með öðrum flokk- um þá verða þeir að tileinka sér þá lágmarkstillitssemi að gefa ekki út pólitískar sáttargjörðir og stefnubreytingar nema í sam- ráði við samstarfsflokk sinn.“ Framsóknarvandræði Í byrjun árs 2008 gaus upp hnífa- settamálið víðfræga. Kom í ljós að flokkurinn hafði greitt fatnað fyrir frambjóðendur sína, mest á Björn Inga, en einnig voru reikn- ingar stílaðir á Óskar og Rúnar Hreinsson kosningastjóra. Óskar sagði að ekkert óeðlilegt hefði verið á ferðinni. „Frambjóðendur eru fulltrúar flokksins úti um allan bæ í kosn- ingabaráttunni og það skiptir máli hvernig þeir koma fyrir,“ sagði hann. Þessu lauk með því að Björn Ingi sagði af sér og kvaðst lang- þreyttur á borgarpólitík og erjum meðal samherja. Þá hafði 100 daga meirihlutinn sprungið. Tjarnarkvartett í minnihluta Óskar Bergsson tók sæti Björns Inga á fyrsta borgarstjórnar- fundi 200 daga meirihlutans, 24. janúar 2008. Maðurinn sem lenti í þriðja sæti í prófkjöri flokksins árið 2006 settist nú í borgarráð sem oddviti hans. Óskar var fremur áberandi í stjórnarandstöðu og gagnrýndi harðlega nýjan meirihluta og sérstaklega kaup borgarinnar á Laugavegi 4 til 6. Hann deildi við Ólaf borgarstjóra, sem sagði að borgarstjórn „setti niður“ við nærveru Óskars. Borgarstjóri dró þetta síðar til baka. Í minnihluta minnti Óskar gjarnan á að þverpólitísk sátt væri um að selja ekki REI, þegar hreyft var við hugmyndum um annað. Hann gagnrýndi stjórn Orku- veitunnar í maí fyrir „flumbru- gang“ þegar hætt var við að virkja í Bitru. Eftir þetta segist Óskar hafa efast um samleið sína með minnihlutanum, sem fagn- aði niðurstöðunni. Óskar mótmælti þegar Guð- mundur Þóroddsson var rekinn frá Orkuveitunni og sagði upp- sögnina „tilhæfulausa“. Þegar tilkynnt var í júní að Hanna Birna yrði borgarstjóra- efni flokks síns, sagði Óskar það „gífurlega áhættu“ fyrir hana. Sjálfstæðisflokkurinn væri ósamstíga enn sem fyrr. Í ágúst var hann þó kominn í viðræður um meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Úr grasrótinni í forystu ÓSKAR BERGSSON Óskar verður í dag lýstur formaður borgarráðs í fjórða meiri- hluta þessa kjörtímabils. Síðast í júní sagði hann Sjálfstæðisflokkinn ósamstíga og að gífurleg áhætta væri fyrir Hönnu Birnu að stýra því skipi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Póllands undirrituðu í Varsjá á miðviku- dag samkomulag um að Bandaríkjamenn kæmu upp í Póllandi skotstöð fyrir gagneldflaugar, en stöðin verður liður í hnattrænu eldflaugavarnakerfi Bandaríkjanna. Auk gagneldflauganna í Póllandi hafa Bandaríkjamenn samið við tékknesk stjórnvöld um að koma upp ratsjárstöð fyrir kerfið í Tékklandi. Út á hvað gengur kerfið? Bandaríska eldflaugavarnakerfið, sem nú er í uppbyggingu, er óbeint framhald af eldflaugavarnaáætlun Ronalds Reagan frá níunda áratugnum, sem gjarnan var kennt við stjörnustríð. Sú áætlun miðaði að því að koma upp getu til að skjóta niður kjarnorkueldflaugar sem skotið yrði frá Sovétríkjunum í átt að Bandaríkjunum. Þess vegna hafði Thule-herstöðin á Grænlandi mikla þýðingu fyrir kerfið eins og það var hugsað í upphafi en mjög hefur dregið úr þýðingu hennar í kerfinu eins og það er hugsað nú. Með breyttum ógnum eftir lok kalda stríðsins og örri tækniþróun hafa eld- flaugavarnaáætlanir Bandaríkjamanna gengið í gegnum mörg þróunarstig á þeim áratugum sem unnið hefur verið að þeim. George W. Bush forseti fyrir- skipaði síðla árs 2001, eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september, að stóraukinn kraftur skyldi lagður í að byggja upp það kerfi sem búnaðurinn í Póllandi og Tékklandi á nú að verða liður í. Hvernig verkar kerfið? Kerfið á að virka þannig, að sívöktunarratsjár komi auga á langdræga eldflaug sem fyrst eftir að henni er skotið á loft. Á grundvelli upplýsinga frá ratsjárstöðvum, gervihnöttum og öðrum upplýsingalindum kerfisins er ákveð- ið hvort senda skuli upp gagneldflaugar. Þær fara til móts við óvinaflaugina á meðan hún er á flugi í jaðri gufuhvolfsins og eiga þar að eyða henni og sprengjuoddum hennar. Hvað skýrir reiði Rússa? Rússar hafa brugðist ókvæða við. Rússneski varnarmálaráðherrann Sergei Ívanov segist ekki taka trúan- legar fullyrðingar Bandaríkjamanna um að kerfinu sé ætlað að verjast hættu á að langdrægum eldflaugum yrði skotið í átt að Bandaríkjunum eða bandarískum herstöðvum frá „skúrkaríkjum“ eins og Íran eða Norður-Kóreu. Þegar málið er skoð- að er hins vegar vandséð að gagn- eldflaugastöð í Póllandi „gjaldfelli“ kjarnorkueldflaugabúr Rússa eins og þeir hafa haldið fram. Helsta skýring- in á reiði Rússa virðist því liggja í því að þeim finnst á sér troðið með því að þessi bandaríski vígbúnaður sé settur upp í fyrrverandi leppríkjum Moskvuvaldsins. FBL-GREINING: ELDFLAUGAVARNAKERFI BANDARÍKJANNA Eldflaugavarnir gegn „skúrkaríkjum“ Súpersól til Salou 5. og 12. sept. frá kr. 44.990 Allra síðustu sætin! Terra Nova býður frábært súpersól tilboð í vikuferð til Salou á Spáni 5. og 12. september. Salou er einn allra fallegasti bær Costa Dorada strandarinnar, sunnan Barcelona sem hefur notið mikilla vinsæla vegna mikils fjölbreytileika svæðisins. Þar er Port Aventura, stærsti og glæsilegasti skemmtigarður Spánar. Stórkostlegar strendur, hótelgisting sem hentar jafnt fjölskyldufólki sem öðrum, úrval veiting- astaða og afþreyingar, blómstrandi menning og frábært skemmtanalíf. Gríptu þetta frábæra tækifæri og njóttu sumarfrísins á Costa Dorada. Þú bókar sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Verð kr. 44.990 Netverð á mann, m.v. 2 - 4 í herbergi / stúdíó / íbúð í viku, 5. eða 12. september.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.