Fréttablaðið - 21.08.2008, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 21.08.2008, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 21. ágúst 2008 3 Börn hafa innbyggðan stærð- fræðihæfileika jafnvel þótt þau kunni ekki að tjá hann. Rannsókn sem framkvæmd var meðal fjörutíu og fimm frum- byggjabarna Ástralíu á aldrinum fjögurra til sjö ára sýndi að frum- byggjabörnin stóðu sig jafn vel og enskumælandi börn í tölulæsi þó að tungumál þeirra skorti töluorð. Niðurstaðan gengur í berhögg við fyrri rannsóknir sem sýndu að undirstaða tölulæsi væru töluorð- in í tungumálinu. Vísindamennirnir rannsökuðu frumbyggjabörn sem búa á afskekktum svæðum Ástralíu og báru þau saman við börn í Mel- bourne sem tala ensku. Rannsóknin fór þannig fram að fyrst sáu börnin nokkra hluti og áttu að setja jafn marga hluti á teppi fyrir framan sig. Eftir það var æfingin gerð erfiðari með því að láta hlutina undir teppið og áttu börnin að komast að því hversu margir voru þar. Í erfiðustu æfing- unni þurftu börnin að finna út hversu oft vísindamennirnir börðu tveimur prikum saman. Rannsóknin sýndi að enginn munur var á tölulæsi barna með töluorð í tungumálinu og hinna sem ekki höfðu þau. - mmf Tölulæsi og töluorð Tölulæsi barna með töluorð í tungumáli sínu virðist vera sú sama og þeirra sem ekki hafa þau. NORDICPHOTOS/GETTY Hugdjarfir háskólanemar með sterkan persónuleika stunda síður svindl á námsárunum. Þetta segja niðurstöður nýrrar bandarískrar rannsóknar sem birt- ar voru á ráðstefnu American Psy- chological Association. Úrtakið var 400 stúdentar við ríkisháskól- ann í Ohio. Í rannsókninni voru námsmenn- irnir spurðir hvort þeir hefðu svindlað í námi sínu undanfarin mánuð eða ár og hvort þeir teldu líklegt að þeir svindluðu í framtíð- inni. Að auki gengust þeir undir sálfræðipróf sem mældu hug- rekki, heiðarleika og hluttekn- ingu. Niðurstöður sýndu að „fræðileg- ar hetjur“ væru í minnihluta. Þær reyndust ekki hafa svindlað né hafa geð í sér til að svindla í fram- tíðinni. Þær sögðust þjást af sekt- arkennd við tilhugsunina um að svindla og gátu ekki réttlætt svindl með nokkru móti; auk þess sem þeim þótti erfitt að trúa slíkum óheilindum upp á samnemendur sína. Ekki kemur á óvart að þær fengu hæstar einkunnir þegar kom að hugrekki, hluttekningu og heið- arleika, en hafa einnig sterkari persónuleika og eru ólíklegri til að falla fyrir freistingum. Heiðar- legu stúdentarnir reyndust einnig hafa jákvæðari sýn á annað fólk. Nýja rannsóknin, ásamt eldri rannsóknum, sýnir að allt að 80 prósent háskólastúdenta svindla á námsárunum sínum. - þlg Hugrekki og svindl Allt að 80 prósent háskólastúdenta svindlar á námsárunum, segja bandarískar rann- sóknir, en hugrakkasta námsfólkið lætur svindl með öllu eiga sig. Kvæntir lifa lengur PIPARSVEINAR LIFA SKEMUR EN KVÆNTIR MENN Hjón hafa löngum lifað lengur en ógiftir en bilið á lífaldri þessara hópa er að styttast. Líf ungra og ókvæntra karla er að lengjast jafnt og þétt en ungir piparsveinar hafa það betra í dag en fyrir þrjátíu árum. Heilsufar þeirra er betra og þeir lifa lengur, meðan heilsa kvæntra karla hefur staðið í stað. Þetta kemur fram á fréttavef Berl- ingske Tidende en þar er vitnað í Hui Liu, prófessor við Michigan- háskóla. Hann hefur rannsakað heilsu fólks frá 1972 til 2003 og segir gift fólk enn þá lifa lengur en ógift fólk en lífsskilyrði piparsveina og -meyja hafa batnað síðustu 32 ár. Staða ekkna og ekkla hefur hins vegar versnað á sama tíma. Sjá www.berlingske. Útsölustaðir: Heilsuhúsið, Maður Lifandi, Yggdrasill, Fjarðakaup Lífsins lind í Hagkaup, Hagkaup Smáralind, Lyfja, Lyfjaval, Krónan, Blómaval, Nóatún Hafnarfirði og Heilsuhornið Akureyri. Vegna einstakra gæða nýtur SOLARAY sívaxandi virðingar og trausts um allan heim WWW.GAP.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.