Fréttablaðið - 21.08.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 21.08.2008, Blaðsíða 38
Í dansi felst tjáning, gleði, kapp og útrás. Það þekkir Auður Haraldsdóttir sem í áratugi hefur kennt Íslendingum að svífa um dansgólfin. „Á unglingsárunum vann ég á Hrafnistu með skólanum og fannst svo yndislega gefandi að vera innan um gamla fólkið að minn æðsti draumur var að verða hjúkr- unarkona. Hins vegar innritaði mamma okkur fjölskylduna í dans hjá Heiðari Ástvaldssyni þegar ég var sjö ára, og þar með höfðu örlögin gripið í taumana,“ segir Auður Haraldsdóttir, danskenn- ari og framkvæmdastjóri Dansí- þróttafélags Hafnarfjarðar, DÍH. „Þrettán ára var ég sett í sýn- ingarhóp Heiðars sem sýndi dans um allt land og sautján ára fékk ég tilboð um kennarastarf hjá Heið- ari. Þá var ekki aftur snúið,“ segir Auður sem nam danskennslufræð- in í þrjú ár og kenndi hjá Heið- ari í áratug, eða þar til hún stofn- aði Dansskóla Auðar Haraldsdótt- ur sem hún rak til ársins 2000. Þá bauðst henni staða framkvæmda- stjóra DÍH. „Þá lagði ég niður dansskólann minn og hef kennt dans hér síðan. Nemendur koma alls staðar að og nemendahópurinn spannar allt frá þriggja ára upp í fullorðin pör og einstaklinga. Ég hef lengi sérhæft mig í dönsum fyrir yngsta fólk- ið og kennt allt niður í tveggja ára börn á leikskólum. Þá erum við með barnadansa fyrir 4 til 6 ára, og samkvæmisdansa fyrir alla ald- urshópa. Salsa nýtur mikilla vin- sælda og hefur leyst línudans af hólmi fyrir þá sem ekki eru með dansfélaga, og unglingar hópast í freestyle, hipphopp og breik, enda uppteknir af So You Think You Can Dance,“ segir Auður og bætir við að danskennsla í grunnskólum hafi skilað sér í dansskólana líka. „Það er öruggt að danskennsla hefur uppeldislegt gildi og gefur börnum sjálfstraust. Í dansi er góð forvörn því samskipti kynj- anna verða frjálslegri og snert- ing eðlilegri. Því þurfa þau ekki að leita á náðir vímuefna til að safna í sig kjarki,“ segir Auður og bætir við að manneskjan verði aldrei of gömul til að dansa. „Ég held að öllum sé gefið að dansa, þótt tóneyrað sé mismun- andi stillt. Á öllum mínum starfs- ferli hef ég aldrei fengið nemanda inn á gólf sem hefur leiðst. Dans er fjölskylduvæn íþrótt og stundum er eins og maður sé komin á hress- ilegt ættarmót þar sem foreldrar taka við af börnum sínum í dans- salnum,“ segir Auður, sem nýtur hvers dags í dansinum. „Dansinn hefur bara fært mér ánægju og gleði. Það er ekki sjálf- gefið að hlakka til hvers vinnu- dags. Lífið er sannarlega dans á rósum, en á öllum rósum leynast einhverjir þyrnar. Lífið er fyrst og fremst skemmtilegt og ekki verra að fara í gegnum það dansandi.“ Danskennsla hefst hjá DÍH laugardaginn 6. september. Innrit- un er frá 25. ágúst til 5. september í síma 565 4027 og á heimasíðunni www.dih.is. - þlg 21. ÁGÚST 2008 FIMMTUDAGUR2 Íþróttakappinn og afreks- maðurinn Kári Steinn Karlsson tvinnar saman ástundun náms og íþrótta í háskóla í Banda- ríkjunum. „Ég er að læra nokkurs konar iðn- aðarverkfræði í University of California, Berkeley. Þetta er ansi stífur skóli og það er mikil sam- keppni um að komast inn,“ segir Kári Steinn sem í vor sló nokkur gömul Íslandsmet bæði í fimm og tíu kílómetra hlaupum. „Ég sótti um þennan skóla með hliðsjón af íþróttunum og hefði getað fengið fulla styrki í hina og þessa skóla út á íþróttirnar. Ég hafði frekar áhuga á að borga með náminu og komast inn í sterkari skóla sem gefa oft ekki jafn háa styrki,“ útskýrir Kári Steinn. Kári Steinn segir það alltaf hafa verið draum sinn að fara til náms í Bandaríkjunum. „Ég var í körfu- bolta sem gutti og það var allt- af draumurinn að fara út að spila en svo breyttist það þegar ég fór að æfa frjálsar. Eftir það hugs- aði ég ekki jafn mikið um banda- ríska skóla,“ upplýsir Kári Steinn. „Unglingalandsliðsþjálfarinn setti sig svo upp úr þurru í samband við einhverja skóla úti því hann vissi af þessum gamla draumi mínum. Þá kviknaði áhuginn aftur og ég fór á fullt að sækja um skóla.“ Kári var í Háskólanum í Reykja- vík eina önn áður en draumurinn var endurvakinn en seinni önnina notaði hann til að sækja um skóla vestanhafs. „Ég gaf mig allan í að sækja um, skrifa ritgerðir og taka próf til þess að koma mér inn í flottan skóla.“ Kári Steinn hefur nú verið í Berkeley í ár en auk námsins er hann í íþróttaliði skólans og æfir tíu til tólf sinnum í viku. Og þá virðist rökrétt að inna hann eftir því hvernig strangt nám og mikil íþróttaiðkun fari saman. „Mér finnst námið og íþróttirnar fara vel saman. Ég þarf stundum frí frá skólabókunum og þá fer ég út og æfi á fullu. Það gefur mér orku.“ - mmf Kári Steinn Karlsson hefur slegið nokkur gömul Íslandsmet í vor á sama tíma og hann stundar stíft nám í bandarískum háskóla. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Draumurinn endurvakinn ● fréttablaðið ● skólar og námskeið Hollt að dansa dátt á lífsins rósabeðum Auður Haraldsdóttir segir forréttindi að helga líf sitt dansi, en hér lítur hún af dans- elsku pari í dansskóla Dansíþróttafélags Hafnarfjarðar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Sjóðurinn styrkir starfsmenntun innan sveitarfélaga og stofnana þeirra á landsbyggðinni Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum stéttarfélaganna Sjóðurinn fjármagnar þau verkefni sem sjóðstjórn skipuleggur Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Sveitamenntar Sveitamennt er starfsmenntunarsjóður strarfsmanna sveitarfélaga á landsbyggðinni innan aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.