Fréttablaðið - 21.08.2008, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 21.08.2008, Blaðsíða 43
FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 2008 Margrét Gunnarsdóttir býður upp á kennslu og námskeið í upplýsingaleit á netinu fyrir háskólanema og starfsfólk á heilbrigðisvísindasviði. „Ég mun bjóða upp á námskeið, einkakennslu og símaþjónustu fyrir starfsfólk í heilbrigðisþjón- ustu, nemendur á heilbrigðisvís- indasviði, fyrirtæki, stofnanir og almenning,“ segir Margrét Gunn- arsdóttir, bókasafns- og upplýs- ingafræðingur, sem hefur í mörg ár unnið við kennslu í upplýsinga- leit á netinu innan Landspítala en hyggst nú starfa sjálfstætt. Hún segir heilbrigðisgeirann mjög framarlega þegar kemur að möguleikum á upplýsingaleit í gegnum rafræn gagnasöfn, raf- ræn fagtímarit og jafnvel rafræn- ar handbækur og segir heilbrigð- isstéttir til að mynda hafa aðgang að nægtabrunni fagefnis á netinu í gegnum bókasafn Landspítala. Eins bendir hún á landsaðgang Ís- lands að hvar.is. „Fólk er þó misduglegt við að nýta sér þessi söfn og er það oft ekki fyrr en að kemur að diploma- masters- og jafnvel doktorsnámi sem það fer að finna verulega fyrir því að eitthvað skorti á tölvu- og upplýsingalæsi. Þá eru ritgerð- irnar orðnar mjög stórar og á fólk oft í erfiðleikum með að leita upp- lýsinga og meðhöndla þær.“ Margrét kennir fólki að leita í gagnasöfnum eins og PubMed sem hún segir helsta rafræna gagnasafnið á sviði heilbrigðis- vísinda. Eins kennir hún hvern- ig meðhöndla eigi heimildir með heimildarskráningarforritinu Refworks svo eitthvað sé nefnt. „Það getur sparað óhemju tíma ef fólk kann vel til verka og net- forritin hjálpa til við að halda utan um stórar ritgerðir og annað efni. Ég nota gjarnan orðalagið vefinn í verklagið en með því að kunna á vefinn er bæði hægt að spara tíma og vanda verklagið hvort sem er í námi eða starfi.“ Margrét segir hægt að stilla tæki og tól á vefnum þannig að upplýsingunum sé ýtt að fólki frekar en að það þurfi að leita þær uppi og þannig sparar það tíma um leið og það heldur sér við í faginu. Námskeið Margrétar hefjast í september en allar nánari upplýs- ingar má finna á infopro.is. - ve Upplýsingaleit sem bætir verklag og sparar tíma Margrét Gunnarsdóttir segir það geta sparað óhemju tíma að kunna vel til verka á netinu og að netforrit geti hjálpað til við að halda utan um stórar ritgerðir og annað efni. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Skráning í fjarnám við FNV er hafin og lýkur 22. ágúst nk. Umsóknareyðublað er á heimasíðu skólans http://www.fnv.is undir heitinu umsókn fyrir fjarnema. Einnig er hægt að skrá sig með því að senda póst á netfangið sirry@fnv.is Kennslan fer fram í kennsluumhverfi á netinu. Kennsla hefst 1. september 2008 Gjaldskrá og aðrar upplýsingar er að finna á heimasíðu skólans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.