Fréttablaðið - 21.08.2008, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 21.08.2008, Blaðsíða 51
FIMMTUDAGUR 21. ágúst 2008 31 UMRÆÐAN Karin Erna Elmarsdóttir skrifar um umferðaröryggi barna. Nú líður að því að grunnskólar um allt land verði settir og því fylgir tilheyrandi umferð barna og foreldra, gangandi sem akandi. Í ár eru rúmlega 4.100 börn að hefja sína skólagöngu og því að fara í fyrsta skipti út í umferðina á leið til skóla. Umferðarstofa hefur sent út bækling til foreldra/forráðamanna allra 6 ára barna. Í bæklingnum er að finna ýmsar góðar leiðbeiningar varðandi hvernig best er að undir- búa barnið undir það að ganga sjálft í skólann. Við mælum með að foreldrar/for- ráðamenn kynni vel fyrir barninu hvaða leið er best að ganga og við leggjum áherslu á að stysta leiðin er ekki alltaf sú örugg- asta. Því miður eru aðstæður víða þannig að ekki er óhætt að láta börn ganga ein í skóla fyrstu árin. Í sumum eldri hverfum eru götur með 50 km hámarkshraða sem liggja í miðjum skólahverfum. Víð- ast er þó búið að koma upp gang- brautarljósum við þessar götur. Við megum samt ekki ofmeta getu barnsins. Þegar börn eru keyrð í skóla er mjög mikilvægt að þau fari út úr bílnum þar sem þau eru örugg. Við stofnum lífi okkar barna og ann- arra í hættu með því að sleppa þeim út við gangstéttarbrún. Notum frekar sérstök stæði eða útskot sem er að finna við flesta skóla. Það er líka mikilvægt að muna að barn sem er að hefja skólagöngu er ekki orðið nógu hávaxið til að sitja eingöngu með bílbelti og því er nauðsynlegt að nota bílpúða eða bílpúða með baki. 10 örugg ráð: 1. Æfum leiðina í og úr skóla með barninu. 2. Veljum öruggustu leiðina í skól- ann – ekki stystu. 3. Leggjum tímanlega af stað, flýt- um okkur ekki. 4. Setjum einfaldar og fáar reglur sem barnið á að fara eftir. 5. Kennum barninu að fara yfir götu, með og án ljósastýringar. 6. Verum sýnileg, notum endur- skinsmerki. 7. Notum hjólreiðahjálm, bæði börn og fullorðnir. 8. Notum viðeigandi öryggisbúnað í bifreið, bæði börn og fullorðnir. 9. Tökum tillit til annarra vegfar- enda, sérstaklega í nánd við skóla. 10. Förum eftir leiðbeiningum skól- ans um umferð á skólasvæðinu. Höfum í huga að við erum fyrir- myndir barnsins. Hvernig hegðum við okkur í umferðinni? Barnið lærir meira af því sem við gerum en því sem við segjum. Munum því að ganga aldrei á móti rauðu ljósi og nota alltaf viðeigandi öryggis- búnað, til dæmis öryggisbelti, hjól- reiðahjálma og endurskinsmerki. Höfundur er fræðslufulltrúi hjá Umferðarstofu. Umferðaröryggi skólabarna við upphaf skólaárs KARIN ERNA ELM- ARSDÓTTIR UMRÆÐAN Lúðvík Gizurarson skrifar um virkjanir. Nú á ekki lengur að reisa risaál-ver á Bakka við Húsavík eða það er í vafa, þá höfum við betri kost og það er að reisa á Bakka verksmiðju, sem framleiddi olíu á bíla og skip. Þannig gætum við bjargað okkur sjálfir ef olía verður of dýr eða fæst ekki keypt vegna styrjaldar í olíu- löndunum við Persaflóa. Einn kastar bombu, jafnvel óvart, og þá er allt komið í gang. Hinir verja sig og bomba á móti. Styrjöld er komin á og engin eða lítil olía framleidd. Þá þurfum við að geta framleitt okkar olíu sjálfir eða efni, sem má nota í stað olíu. Hér var lengi áburðarverk- smiðja í Gufunesi. Hún var seld eða gefin í einkavæðingu. Betra hefði verið að flytja hana út á land og halda áfram. Gamla áburðar- verksmiðjan framleiddi fyrst og fremst vetni, sem svo var breytt í áburð fyrir okkar landbúnað. Ef menn vildu ekki framleiða áburð, þá mátti nota vetnið á bíla. Gera tilraunir sem væru tengdar vetni, t.d. með vetni blönduðu saman við önnur efni. Þá hefðu komið tækni- framfarir, aukin þekking og jafn- vel nýjar uppfinningar. Eitt leiðir af öðru. Bara byrja og halda svo alltaf áfram. Láta ekkert stoppa sig. Á endanum kemur hagstæð lausn. Fyrir svona 20 árum skrifaði þessi greinarhöfundur í Dagblaðið DV grein sem hann kallaði „Lýs- is trillan“. Þá benti hann á að nota mætti lýsi til að reka trillu ásamt olíu eða bara lýsi tómt. Þetta var skrifað til að benda á nýja mögu- leika þegar olían væri búin, of dýr eða fengist ekki. 20 ár síðan. Nú er höfundur með nýja hug- mynd með trillur. Það er „Vind- myllutrillan“. Hún gengi fyrir raf- magni og hefði rafgeyma. En hún hefði líka mastur með spaða sem snerist og framleiddi rafmagn. Svona vindmyllu-rafstöð mætti setja á öll skip og spara rafmagn. Setja margar vindmyllur á stærri skip og spara olíu. LÍÚ ætlar e.t.v. að nota segl sbr. blaðafregnir, vindmyllan er betri. Svo passa seglin ekki í dag. Hættum við álver á Bakka við Húsavík. Setjum þar upp verk- smiðju til að framleiða vetni, met- hanol og svo hreina dísilolíu. Það er hægt tæknilega. Látum t.d. Alþjóðabankann eða Kínverja lána okkur. Vera hugsanlega í sam- vinnu við þá báða. Þeir eru vinir okkar. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Búum til olíu á Bakka LÚÐVÍK GIZURAR- SON www.myspace.com/esja & Tonlist.is Útgáfutónleikar á NASA í kvöld Húsið opnað kl. 21.00 - Frítt inn! Esja er hugarfóstur þeirra Krumma úr Mínus og Daníels Ágústs úr GusGus og Nýdönsk. Þetta er rafmagns- og kassagítarblúsrokk með skírskotanir í fenjamúsík suðurríkja Bandaríkjanna. Frumsamin, einföld lög með alvöru textum sem ættu að falla í kramið hjá þeim sem kunna að meta lagasmíðar í hráum og einlægum búningi. ESJA ER KOMIN Í VERSLANIR Hit It // Drinking And Driving // Sound On Sound // Till The End // Slithering // Chase ( Till Kingdom Come) Wind Machine // Rider Of The Meadows // Don’t Know Anything // Slow Ride // Find My Way Esja4x30.ai 20/8/08 16:45:02
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.