Fréttablaðið - 21.08.2008, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 21.08.2008, Blaðsíða 52
32 21. ágúst 2008 FIMMTUDAGUR GORBATSJOV Mikhaíl Gorbatsjov skrifar um stríðið í Georgíu og viðhorf Vesturlanda til Rússlands. Bráðastig þess hættuástands sem árás Georgíuhers á Tskhinvali, höfuðborg Suður-Ossetíu, framkallaði er nú að baki. En þó veldur það enn sársauka. Hvernig getur maður þurrkað úr minni sér þessar hryllilegu myndir af sprengju- árás að næturlagi á friðsama borg, þegar heilu borgarhlutarnir voru lagðir í rúst og fólk er leitaði skjóls í kjöllurum týndi líf- inu, þessari villimannslegu eyðileggingu fornra minja og grafreita? Rússar vildu ekki þessi ósköp. Leiðtogar Rússlands eru nógu sterkir heima fyrir; þeir þurftu ekki á „litlu sigurstríði“ að halda. Rússar voru dregnir inn í átökin vegna glannaskapar Mikheíls Saakashvili, for- seta Georgíu. Hann hefði ekki vogað sér að gera árás án utanaðkomandi stuðnings. Rússar höfðu ekki efni á að sitja aðgerðar- lausir hjá. Ákvörðun Dmitrís Medvedev Rúss- landsforseta um að hætta hernaðaraðgerð- um var réttur leikur hjá ábyrgum leiðtoga. Þeir sem bjuggust við ringulreið í Moskvu urðu fyrir vonbrigðum. Rússlandsforseti vann sitt verk af rósemi, öryggi og festu. Þeir sem skipulögðu þessa herferð vildu greinilega sjá til þess að Rússar yrðu sak- aðir um að gera ástandið verra í þessum heimshluta og í heiminum öllum, hver svo sem útkoman yrði. Með aðstoð þeirra efndu Vesturlönd til áróðursherferðar gegn Rússlandi, einkum í bandarískum fjölmiðlum. Í umfjöllun fjölmiðla hefur engan veg- inn verið gætt hófsemi og jafnvægis, síst þó á fyrstu dögum stríðsins. Tskhinvali var orðin að rjúkandi rústum og þúsundir manna voru á flótta frá borginni áður en nokkur rússneskur hermaður steig þangað fæti sínum - en strax var þó farið að saka Rússland um að hafa gert árás að fyrra bragði, og útbreiða lyg- arnar úr Georgíuleið- toga um leið og stappað var í hann stálinu. Enn er ekki ljóst hvort Vesturlönd vissu af áformum Saakas- hvilis, og þetta er graf- alvarlegt mál. Það sem þó er ljóst, er að aðstoð Vesturlanda við þjálf- un georgískra her- manna og miklar vopnasendingar hafa þokað þessum heims- hluta frekar í áttina að stríði en friði. Ef þetta óheppilega hernaðarbrölt kom erlendum velunnurum Georgíuforseta á óvart, þá væri það svo sem nógu slæmt: sígilt dæmi, að því er virðist, um söguna af því að skottið dilli hundinum. Saakashvili hafði verið ausinn lofi fyrir að vera dyggur bandamaður Bandaríkj- anna og sannur lýðræðissinni, og fyrir að hjálpa til í Írak. Nú þurfum við öll, Evr- ópumenn, og þó einkum saklausir íbúar á svæðinu, að tína saman brotin úr þeirri ringulreið sem besti vinur Bandaríkjanna hefur komið til leiðar. Þeir sem vilja flana að dómi um það sem er að gerast í Kákasushéruðunum eða vilja hafa þar áhrif ættu fyrst að gera sér í það minnsta einhverja mynd af þeirri flóknu stöðu sem uppi er í þessum heimshluta. Ossetíumenn búa bæði í Georgíu og Rúss- landi. Þannig er það á öllu þessu svæði: misleitur samsetningur af þjóðernishóp- um sem búa í miklu návígi. Þess vegna er best að gleyma öllu tali á borð við: „Þetta er okkar land“ og „við erum að frelsa okkar land“. Við verðum að hugsa um fólk- ið sem býr á landinu. Vandamál Kákasushéraðanna verða ekki leyst með valdi. Þetta hefur verið reynt oftar en einu sinni, og það hefur alltaf komið mönnum í koll aftur. Það sem vantar er lögbundið samkomu- lag um að beita ekki valdi. Saakashvili hefur ítrekað neitað að undirrita slíkt sam- komulag, af ástæðum sem nú eru orðnar deginum ljósari. Vesturlönd létu gott af sér leiða ef þau hjálpuðu til við að ná fram slíku samkomu- lagi nú. En ef þau kjósa þess í stað að ásaka Rússa og endurvígvæða Georgíu, eins og bandarískir embættismenn hafa lagt til, þá er óhjákvæmilegt að ástandið versni á ný. Ef sú er raunin, þá skulu menn búa sig undir hið versta. Á síðustu dögum hafa Condoleezza Rice og George Bush forseti gefið fyrirheit um að einangra skuli Rússland. Sumir banda- rískir stjórnmálamenn hafa hótað að reka Rússland úr G8-hópi helstu iðnríkja, að leggja niður NATO-Rússlandsráðið eða koma í veg fyrir aðild Rússlands að heims- viðskiptastofnuninni WTO. Þetta eru merkingarlausar hótanir. Rússar hafa um nokkra hríð velt því fyrir sér hvers vegna við ættum að þurfa á þess- um alþjóðastofnunum að halda, úr því skoðanir okkar skipta þar engu. Til þess eins að sitja við notalegt kvöldverðarborð og hlusta á fyrirlestra? Satt að segja hefur Rússum lengi verið sagt að sætta sig bara við orðinn hlut. Hérna hafið þið sjálfstæði Kosovo. Hér kemur niðurfelling ABM-samningsins um takmörkun eldflaugavarna og ákvörðun okkar um að setja upp eldflaugavarnir í nágrannaríkjum. Hér er endalaus útþensla NATO. Allt þetta var framkvæmt á meðan fagurgalinn um samstarf hljómaði undir. Hvers vegna ætti nokkur að kæra sig um slíkt sjónarspil? Mikið er nú rætt í Bandaríkjunum um að „endurskoða“ tengslin við Rússland. Mín tillaga er sú að eitt þurfi tvímælalaust að endurskoða: þann ávana að tala til Rússa af yfirlæti, án alls tillits til stöðu Rúss- lands og hagsmuna. Þessi tvö lönd gætu þróað með sér raun- verulegt samstarf frekar en sýndarsam- starf. Ég tel að margir Bandaríkjamenn, og Rússar einnig, skilji þörfina á slíku, en hvað með stjórnmálaleiðtogana? Nýlega var stofnuð í Bandaríkjunum tveggja flokka nefnd, undir formennsku öldungadeildarþingmannanna Garys Hart og Chucks Hagel, sem hefur það hlutverk að rannsaka samskipti Bandaríkjanna og Rússlands. Í þessari nefnd eiga sæti menn sem starfa af fullri alvöru, og af fyrstu til- kynningu nefndarinnar má ráða að þeir átti sig á mikilvægi Rússlands og mikil- vægi þess að eiga uppbyggilegt samstarf með Rússlandi. Í starfslýsingu nefndarinnar segir hins vegar að hún muni leggja fram „tillögur að stefnumótun fyrir nýja ríkisstjórn um að styrkja hagsmuni Bandaríkjanna í sam- skiptum við Rússland“. Ef þetta er eina markmið nefndarinnar, þá efast ég um að hún láti mikið gott af sér leiða. Ef þeir eru hins vegar reiðubúnir til að skoða bæði hagsmuni hins aðilans og sameiginlega öryggishagsmuni, þá gæti opnast leið til að endurvekja trúnaðar- traust og hefja gagnlegt samstarf. Stríðsástand sem Rússland óskaði ekki eftir Fasteignasala • Íbúðarhúsnæði • Lágmúli 7 • 108 Rvk Þorlákur Ó. Einarsson lögg. fasteignasali stakfell.is Þórhildur Sandholt lögfr. og lögg. fast.sali Fax 535 1009 :: 535_1000 MIKHAIL GORBATSJOV Þetta er tíunda greinin um alþjóðastjórnmál eftir Mikhaíl Gorbatsjov, fyrrverandi leiðtoga Sovétríkjanna og friðarverðlaunahafa Nóbels, sem birtist í Fréttablaðinu í samvinnu við The New York Times Syndicate. Gorbatsjov hefur vegna reynslu sinnar óvenju góða yfirsýn yfir þá atburði sem móta heimsmálin. Gorbat- sjov stýrir nú alþjóðlegum rannsóknarsjóði á sviði félags- og efnahagsmála og stjórnmála, The Gorbachev Foundation. ---- Lesendur Fréttablaðsins hafa tækifæri til að senda spurningar til Gorbatsjovs sem hann mun svara í síðari greinum sínum hér í blaðinu. Spurningarnar sendist með tölvu- pósti á netfangið gorbatsjov@frettabladid. is merktar nafni sendanda og heimilisfangi. Spurningarnar mega vera hvort heldur sem er á ensku eða íslensku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.