Fréttablaðið - 21.08.2008, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 21.08.2008, Blaðsíða 62
42 21. ágúst 2008 FIMMTUDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 21. ágúst 2008 ➜ Samkoma 20.00 Torg í borg Borgarbókasafn Reykjavíkur stendur fyrir kvöldgöngu í Kvosinni þar sem skoðuð verður hönnun og saga torga sem setja svip á miðborgina. Lagt af stað úr Grófinni milli Tryggvagötu 15 og 17. Þátttaka ókeypis. ➜ Leiklist Á sviðslistahátíðinni artFart sem haldin er af áhugafólki um sviðslistir, verða sýnd þrjú leikverk í kvöld í Smiðjunni, Sölvhólsgötu 13. 18.00 DJ Hamingja, höf. Íslenska hreyfiþróunarsamsteypan. 20.00 Vinir, höf. Símon Birgisson. 22.00 Maddit, höf. Maddit Theater Company ➜ Myndlist Flökt – samsýning Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir og Þórdís Jóhannesdóttir eru með samsýningu í austur- og vestursal jarðhæðar hjá Start Art. Start Art, listamannahús , Laugavegi 12b. Sýningu lýkur 27. ágúst. Bylgjulengdir – Creighton Michael Sýning á skúlptúrum og grafíkverk- um bandaríska myndlistarmannsins Creighton Michael í Hafnarborg. Strandgata 34, Hafnarfirði. Sýningu lýkur 25. ágúst. Keramik frá Níkaragva Síðasta sýningahelgi á keramikgripum frá Níkaragva. Sýningu lýkur 25. ágúst. Hafnarborg, Strandgata 34, Hafnarfirði. Straumar – verk í eigu Listasafns ASÍ Sýning á völdum verkum úr safneigninni m.a. eftir J.S. Kjarval. Sýningu lýkur 25. ágúst. Listasafn ASÍ, Freyjugötu 41, Reykjavík. Safnið er opið frá klukkan 13-17, alla daga nema mánudaga. Bjarni Bernharður sýnir 20 akrýl- myndir í 12 Tónum, Skólavörðustíg 15. Þórunn Bára sýnir í Kirsuberjatrénu við Vesturgötu. Sýningunni lýkur á mánudag 25. ágúst. Opið laugardag kl. 11.00 – 15.00. Lokað á sunnu- daginn. Katrín Elvarsdóttir sýnir í Gallerí Ágúst. Katrín hefur nýtt sér ljósmynda- tæknina sem aðal miðil. Sýningin ber yfirskriftina Margsaga/Equivocal og stendur til 27. september. Gallerí Ágúst, Baldursgötu 12. Opið miðviku- daga til laugardaga kl. 12-17. Yfirlitssýning á verkum Guðmundar Ármanns Sigurjónssonar stendur yfir á Listasafninu á Akureyri. Sýningu lýkur 24. ágúst. Listasafnið á Akureyri, Kaupvangsstræti 12. Hlynur Hallsson er með yfirlits- sýningu sem samanstendur af eldri og nýrri verkum í Nýlistasafninu, Laugavegi 26. Sýningin stendur til 28. september. ➜ Ljósmyndir Ragnheiður Arngrímsdóttir er með ljósmyndasýninguna „Hvað ætlar þú að verða“ á Ráðhústorgi á Akureyri. Sýningin verður til 31. ágúst. ➜ Sýning Í húsi Orkuveitunnar að Bæjarhálsi 1 stendur yfir sýningin „Ljós í myrkri“. Þar eru sýndar nýjungar í raflýsingu og hönnun. Sýningin stendur til 26. september og er opin 9-16 mánud.- föstud. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Það er útlit fyrir annasama daga hjá kvikmyndaunnendum næstu vikur. Reykjavik Shorts and Docs- hátíðin er yfirvofandi og verður með aðsetur sitt í Austurbæjar- bíói. Miðasala og sýningar hefjast þar í dag kl. 14. Miðaverðið er 600 krónur og aðgöngupassi á allar myndir hátíðarinnar er 4.000 krón- ur. Dagskráin er óhemju fjölbreytt og er ánægjulegt að Austurbæjar- bíó skuli aftur orðið virkt sem kvikmyndahús. Þá er Græna ljósið að hefja sýn- ingarhald á nýju en þessi listakvik- myndaklúbbur hefur sýningarhald á nýjum stað í lok september og sest að í Háskólabíói. Loks er að styttast í Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina sem verður líka í lok september. Dagskrá Shorts&Docs er tilbúin og aðgengileg á vefnum www. shortdocs.info. Um eitt hundrað myndir bárust Reykjavik Short&Docs þetta árið, sem marg- ar hverjar verða frumsýndar á hátíðinni sem hefst í dag. Mikil gróska virðist vera að færast í íslenska stuttmyndagerð og spenn- andi að opna hátíðina á nýjum og metnaðarfullum verkum: þar verða sýndar fjórar lengri heim- ildarmyndir eftir Hans Kristján Árnason, Kára Schram, Tómas Lemarquis og Joseph Marzolla, og þær Helgu Rakel Rafnsdóttur og Huldu Rós Guðnadóttur. Tíu mynda úrval frá norrænu kvik- myndahátíðinni Nordisk Panor- ama er á dagskránni og einnig úrval stuttmynda frá kvikmynda- hátíðinni í Cannes. Hátíðin hefur opna skrifstofu á Laugavegi og geta áhugasamir snúið sér þangað til að fá prentaða dagskrá. Nokkrar nýjar íslenskar stutt- myndir eru einnig á dagskránni eftir höfunda á borð við Dögg Mós- esdóttur, Jón Egil Bergþórsson, Baldvin Kára Sveinbjörnsson, Börk Sigþórsson og fleiri. Græna ljósið hefur aftur störf 26. september með frumsýningu Where in the World is Osama Bin Laden, nýjustu myndar Morgans Spurlock. - pbb Reykjavík Shorts&Docs hefst í dag HEIMILDA- OG STUTTMYNDIR Hans Kristján Árnason frumsýnir mynd sína um Holger Gohill á Reykjavik Shorts and Docs sem hefst í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.