Fréttablaðið - 21.08.2008, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 21.08.2008, Blaðsíða 66
46 21. ágúst 2008 FIMMTUDAGUR maturogvin@frettabladid.is Berglind Richardsdóttir, hár- og förðunarmeistari, segist vera dugleg að baka bananabrauð og súkk- ulaðikökur, en að það sé eiginmaðurinn sem sjái um eldamennskuna á heimilinu. Berglind er hár- og förðunar- meistari en hún rekur einnig net- verslunina Netbud.is sem selur bæði skart ásamt ýmislegu öðru. Berglind segir verslunarrekstur- inn ganga vel og um mánaðamót- in næstkomandi mun hún færa út kvíarnar og opna hár- og snyrti- stofu. „Ég er að fara að opna nokkurskonar vinnustofu í Mos- fellsbæ þar sem ég get klippt og tekið á móti konum í snyrtingu og förðun,“ segir Berglind Að eigin sögn er það eiginmað- ur Berglindar sem sér yfirleitt um eldamennsku á heimilinu, „Ég sé um allan bakstur en eigin- maður minn sér yfirleitt um kvöldmatinn og alla flóknari matargerð.“ Hún segir hvers kyns kjúklingarétti vera í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni og eru þeir oft á matseðlinum. „Ég er mjög hrifin af kjúklingarétt- um, sérstaklega indverskum þar sem það er bæði fljótlegt og auð- velt að matreiða þá.“ Berglind segir að kjúklingur með fetaosti sé í sérstöku uppáhaldi hjá allri fjölskyldunni. „Eldra barnið borðar þetta með bestu lyst, það er reyndar alltaf vel borðað af þessum rétti þegar hann er á borðstólnum. Þetta er líka auð- veldur réttur og það er lítið upp- vask sem fylgir honum, sem er ávallt kostur,“ segir Berglind og hlær, „Við borðum þennan rétt yfirleitt með smábrauði og salati en hann er einnig góður með hrísgrjónum,“ segir Berlind að lokum. sara@frettabladid.is Hvaða matar gætirðu síst verið án? Segjum sem svo að heilbrigðisnasistar heimsins, myndu komast að því að það væri ekki aðeins óhollt að grilla mat, heldur myndu gufurnar frá grillunum, hugsanlega auka líkur á geirsveiki eða gin- og klaufaveiki og í kjölfarið yrði fólki bannað að grilla. Ef það myndi gerast, þá gæti ég þess vegna hætt að vakna á morgnana. Besta máltíð sem þú hefur fengið: Ég man eftir unaðslegu morgunarverðarhlaðborði í Lubeck, stórkostlega hrárri steik á framúr- stefnulegum veitingastað í París og svaðaleg- um humar á Seyðisfirði. Ætli ég muni þó ekki best eftir íslenskri kjötsúpu með nýbökuðu brauði, á Café Nielsen á Egilsstöðum. Er einhver matur sem þér finnst vondur? Já, saltkjötfars, lifur, svínakótilettur í raspi, flest sem kemur úr dós og hellingur af öðrum viðbjóði sem Íslendingar á vissum aldri kalla „heimilismat“. Leyndarmál úr eldhússkápnum Ég flyt stundum galdraþulur yfir ákveðnum réttum, til að töfra fram einstakt bragð. Enda kallaður kukl-kokkurinn. Annars er gott að eiga einhverja bandaríska „hot sauce“, chili og ost. Hvað borðar þú til að láta þér líða betur? Ef mér líður eins og aumingja, þá borða ég eitthvað sterkt. Ef ég er sorgmæddur þá fer ég á McDonalds, sem er eitthvert öruggasta geðlyf sem til er. Annars borða ég til að gleyma. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Hillu- pláss, sterka sósu, núðlur og svo auðvitað hið vikulega ógeð sem ég var harðákveðinn í að elda, en missti svo móðinn á miðri leið. Ef þú yrðir fastur á eyðieyju, hvað tækirðu með þér? Ég tæki með mér mannakjöt, helst ferskt. Þá myndi mér allavega ekki leiðast. Hvað er það skrítnasta sem þú hefur borðað? Matur á íslenskum skyndibitastöðum. Hugmyndin um skyndibita byggir á því að hann sé ódýr og afgreiddur hratt, það vegur upp á móti óhollustunni. Hér á Íslandi er hann rándýr, lengi á leiðinni og að sjálfsögðu óhollur. Verulega skrítið. MATGÆÐINGURINN HALLDÓR HALLDÓRSSON, DÓRI DNA, LEIKLISTARNEMI Flytur galdraþulur yfir ákveðnum réttum> Gulrætur geta hjálpað við náttblindu Gulrætur eru fullar af A-vít- amíni, sem á að vera styrkjandi gegn náttblindu. A-vítamín styrk- ir augun, beinin og er gott fyrir húðina. Þá eru uppi kenn- ingar um að vítamín- ið dragi úr líkum á krabbameini og hjartasjúkdómum. Sætar kartöflur og spínat eru einnig mjög A-vítamínrík. Kjúklingaréttir í uppáhaldi DUGLEG AÐ BAKA Berglind segir að eiginmaðurinn sjái um alla flóknari matargerð á heimilinu. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VA LLI 4 kjúklingabringur 1 krukka rautt pestó Fetaostur Pestóið sett í eldfast mót og bring- unum raðað ofan á. Því næst er fetaosturinn settur ofan á bringurn- ar. Sett inn í ofn þangað til bring- urnar eru tilbúnar. 180 gráður. Meðlæti Gott er að bera kjúklinginn fram með smábrauði og salati. Smá- brauð eru skorin í tvennt og smurð með hvítlauksolíu. Mozzarellaostur settur ofan á ásamt oregano og hvítlaukskryddi. Sett inn í ofninn með bringunum. Brauðin eru tilbúin þegar osturinn er farinn að brúnast. Kjúklingur með fetaosti Þórey Ploder Vigfúsdóttir sér um innkaup á kaffi, gæðaathugun, kynningarmál, kaffibarþjóna- þjálfun og fleira fyrir Estate Coff- ee í Danmörku. Hún snobbar þó ekki fyrir kaffivélum. „Ég er algjörlega með filtervél- um. Allar þessar fínu og flottu vélar gera ekkert endilega betra kaffi. Þá skiptir meiru að vera með gott kaffi. Ég mæli með kaffi frá Gvatemala eða Brasilíu í filt- ervélar, eitthvað með góðum botni eða fyllingu.“ Sjálf er hún með pressukönnu og vill hafa kaffið sitt svart. „En ef maður er á góðum kaffibar þá mæli ég með „espresso contana“. Með handþeyttum rjóma. Það er algjört himnaríki.“ Hún er ekki hrifin af ískaffi með sírópi. „Það er betra að nota vanilluís og ekki vera hrædd við að gera það með bara venjulegu kaffi. Það eina sem þarf er hrist- ari, smá ís, kaffi og mesta lagi tveir ísmolar. Það er rosafínn sum- ardrykkur og ekki of sætur.“ Varðandi geymslu segir hún enga leið betri en önnur. „Fólk á bara að kaupa lítið í einu. Þá getur maður bara geymt það inni í skáp og enn betra ef það er í lofttæmdu máli. Maður á bara að kaupa og drekka, það er mitt mottó.“ - kbs Ekkert að filter-kaffivélunum ÞJÁLFAR OG SMAKKAR Hér sést Þórey þjálfa keníska meistarann fyrir heimsmeistara- mótið í Danmörku í júní síðastliðnum. Bláber lita nú heiðar og móa bláa og tilvalið að nýta þá guðs gjöf. Skemmtileg nýjung er að baka úr þeim bláberja- og sítrónubrauð, sem slær örugglega í gegn bæði hjá börnum og saumaklúbbum. 6 matskeiðar mjúkt smjör 1 bolli sykur 2 egg 1½ bolli hveiti 1 matskeið lyftiduft ¼ teskeið salt ½ bolli mjólk 1½ bollar stór bláber 1 matskeið rifinn sítrónubörkur 2 teskeiðar sítrónusafi 1 matskeið Limoncello (má sleppa) Blandið saman sykrinum og smjörinu. Hrærið eggin saman- við. Blandið hveitinu, lyftiduftinu og salti saman í annarri skál eða poka. Blandið þurrefnunum hægt og rólega við eggin, sykurinn og smjörið og hellið mjólkinni rólega saman við. Hrærið öðrum inni- haldsefnum saman við og athugið að fara að öllu mjúklega. Smyrjið eldfast form, til dæmis álbakka og hellið deiginu í. Dreifið hrásykri yfir ef þið viljið hafa brauðið sætara. Bakið í 50-60 mín- útur við 180 gráður. Losið brauðið úr forminu og leyfið að kólna. Penslið svo með mjúku smjöri. Brauðið er einstak- lega gott með rjómaosti. - kbs Bláberin í brauðið Íslenskar kartöflur eru gæðamat- ur og um að gera að prófa nýjar leiðir í matreiðslu þeirra. Til dæmis má prófa þetta fína suð- ræna kartöflusalat. Kartöflusalat 10 til 12 kartöflur 3 sellerístilkar með laufum 1 laukur 1 græn paprika steinselja 4 harðsoðin egg 1 teskeið sykur franskt sinnep majónes cayenne-pipar Látið kartöflurnar sjóða. Skerið grænmetið mjög smátt. Þegar kartöflurnar hafa soðið, og eru enn heitar, flysjið þær og stappið, eina í einu í skál. Bætið við salti, pipar, sykri, steinselju og loks grænmetinu. Bætið við majónesi og teskeið af sinnepi. Blandið vel. Bætið við cayenne-pipar eins og þið treystið ykkur til. Salatið ætti að vera dálítið sterkt. Bætið loks við eggjunum, skornum í milli- stóra bita. Fínt með steikinni eða fisknum. - kbs Suðrænar kartöflur LOSTÆTI Bláber eru ekki bara góð með sykri og rjóma. KARTÖFLUSALAT SEM BRAGÐ ER AÐ Franskt sinnep og cayenne-pipar krydda tilveruna. NORDICPHOTOS/GETTY Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.