Fréttablaðið - 21.08.2008, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 21.08.2008, Blaðsíða 78
58 21. ágúst 2008 FIMMTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 MORGUNMATURINN LÁRÉTT 2. fyrst fædd, 6. kusk, 8. stúlka, 9. heyskaparamboð, 11. ullarflóki, 12. skopleikrit, 14. starfsaðferð, 16. grískur bókstafur, 17. skörp brún, 18. kerald, 20. bor, 21. glufa. LÓÐRÉTT 1. skref, 3. 950, 4. töfraþulna, 5. traust, 7. eilífð, 10. frjó, 13. gerast, 15. liðormur, 16. krass, 19. frá. LAUSN „Ég fæ mér yfirleitt smoothie eða hafragraut. Svo fæ ég mér sterkan espresso. Í smoothie-inn set ég oftast skyr og frosin ber, kannski hálfan banana með. Annars er það mismunandi og fer eftir hvað ég á í ísskápnum. Hafragrauturinn er oftast með kanil.“ Hlín Reykdal fatahönnuður. LÁRÉTT: 2. elst, 6. ló, 8. mær, 9. orf, 11. rú, 12. farsi, 14. tækni, 16. pí, 17. egg, 18. áma, 20. al, 21. rifa. LÓÐRÉTT: 1. klof, 3. lm, 4. særinga, 5. trú, 7. óratími, 10. fræ, 13. ske, 15. igla, 16. pár, 19. af. „Jájá, handritið er langt komið. Og nafnið segir mikið um innihaldið,“ segir Pétur Jóhann Sigfússon, skemmtikraftur með meiru. Í vetur verður settur á svið Borgarleikhússins einleikur eftir Pétur og Sigurjón Kjartansson sem heitir Sannleikurinn. Fyrir- hugað er að Stefán Jónsson leik- stýri verkinu en þar stendur Pétur Jóhann einn á sviðinu. „Þarna kemur fólk til með að fá svör við öllu sem tengist því af hverju við erum hérna, hvað við erum að gera og hvert leiðin ligg- ur eftir dauðann. Menn hafa verið að spyrja sig þessara spurninga í gegnum aldirnar. Ég tel mig vita sannleikann. Og ákvað að fara frekar með þetta á leiksvið en í Ísland í bítið. Já, það er búið að leggja þann þátt niður, en … sem sagt, frekar en í einhvern maga- sínþátt þar sem verið er að búa til salat á sjö mínútum og svo er sagt: Og nú kemur Pétur hérna með sannleikann. Ég held á lyklinum, hann er vandmeðfarinn og ég ákvað að fara með hann á leik- svið,“ segir Pétur. Og bætir því við að þetta sé einhvers konar uppi- stand sem brotið er upp með söng atriðum frumsömdum af Pétri: „Sannleikur, söngleikur, ein- leikur.“ Sigurjón Kjartansson segir að Pétur hafi þurft hækju með til að skrifa handritið sem hefur nú verið í vinnslu með hléum í eitt ár. „Stefán Jónsson leikstjóri er eyrnamerktur þessari pródúsjón. Okkur datt hann í hug af því hann er mikill húmoristi og getur komið með nýtt yfirbragð á þetta. Við erum hvorugur einhverjir leik- húslistamenn. Ég er haldinn mikl- um fordómum gagnvart leikhúsi og tel mig fyrst og fremst vera þjón ljósvakamiðlanna. Hef oftar en ekki lent í ýmsu stríði við dag- skrá leikara sem er yfirleitt full- skipuð æfingum á einhverjum leikritum þegar þeir ættu að vera í tökum á stórmerkilegum sjón- varpsþáttum. Skrítin forgangsröð- un það,“ segir Sigurjón. Verkefnið leggst vel í Pétur þó þetta sé frumraun hans á leiksviði. Og kvíðir því ekki að þurfa að læra texta utanbókar: „Ég er kominn í góða æfingu. Þarf ekki nema rétt líta yfir atriðin og þá er ég með textann alveg á hreinu. Þú getur spurt alla sem ég hef unnið með í Nætur- og Dagvaktinni. Fólk hefur rekið í rogastans: „Djöfull er hann klár á textann.“ Og oft minnst á Rainman í sömu andrá.“ jakob@frettabladid.is SIGURJÓN KJARTANSSON: EINLEIKURINN FER UPP Í VETUR Sannleikur Péturs Jóhanns fer á leiksvið í vetur SANNLEIKURINN Pétur Jóhann og Sigurjón Kjartansson eru með einleikinn Sannleikann í smíðum. Þeir hafa áður náð saman í Stóra planinu, eins og sjá má á þessari mynd. Plötusnúðurinn DJ SexBomb, betur þekktur sem Óttarr Proppé úr Dr. Spock, mun hita upp fyrir franska tónlistarmanninn Seba- stien Tellier á Rúbín 28. ágúst. Þetta er í annað sinn sem DJ Sex- Bomb þeytir skífum opinberlega, en hann hitaði upp fyrir hljóm- sveitina Apparat fyrir nokkrum árum og því mætti tala um eins konar endurkomu. „DJ SexBomb er andi sem kemur yfir mig og þegar það ger- ist get ég ekki annað en hlýtt honum. Hann er það sterkur að maður verður viljalaust verkfæri í höndunum á honum og maður fyllist kynþokka og grúvi,“ segir Óttarr um hinn kynþokkafulla plötusnúð. Spurður um nafnið, DJ SexBomb, segir Óttarr að erlend- ar strípimeyjar hafi gefið honum nafnið fyrir mörgum árum. „Þær voru fljótar að sjá SexBomb í mér þó að ég hefði þá aldrei fundið fyrir honum áður.“ Óttarr segir að plötusnúðurinn spili einungis kynþokkafulla tónlist og leggi mikla áherslu á tónlist áttunda áratugarins, en samkvæmt Óttari var upptökutæknin þá upp á sitt kynþokkafyllsta og söngvarar voru almennt í kynþokkafullum klæðnaði. Óttarr verður uppáklæddur að vanda í tilefni kvöldsins og verð- ur kynþokkinn að sjálfsögðu alls- ráðandi þegar kemur að fataval- inu. En eiga DJ SexBomb og hinn franski Tellier eitthvað sameigin- legt? „Þeir eru báðir mjög kynþokka- fullir og eru sammála því að öll tónlist eigi rætur sínar í mjaðma- grindinni. Ég er nokkuð öruggur um að þeir eigi eftir að verða góðir félagar og að Sebastien eigi eftir að fíla íslenska kynþokk- ann,“ segir Óttarr að lokum. - sm Kynþokkafyllsti plötusnúður landsins TELLIER TIL ÍSLANDS Sebastien Tellier spilar á Rúbín 28. ágúst næstkomandi. Tómas Hermannsson hjá Sögum útgáfu er að leggja lokahönd á bókina Fánýtur fróðleikur IV bindi og leitar eftir misgáfu- legum tilvitnunum sem eiga að vera uppistaða eins kafla bókarinnar. Eftir því sem Frétta- blaðið kemst næst eru íþróttamenn og þeir í bankageiranum höfundar ýmissa ummæla sem komast á blað. Svo sem: „Við erum svolítið eins og síðasta óspjallaða meyjan á útihátíð og þriðji dagur útihátíðarinnar er runninn upp, þannig að margir vilja inn í tjaldið. Það fara að verða fáir uppistandandi sem vert er að fá í svefnpokann en við erum hins vegar í þeirri stöðu að geta valið vel hverjum við myndum opna tjaldið, ef við gerum það yfir höfuð,“ sem er líkingamál haft eftir Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni hjá Saga Capital um sameiningar í bankageiranum. Annars er mikil hreyfing á útgáfu- bransanum og ljóst að þeir JPV-feðgar, Jóhann Páll Valdimarsson og Egill Örn, sem nú eru hæstráðendur á Forlaginu, eru að taka til og stilla upp á nýtt skálda- og rithöfundaliði sínu. Enda viðbúið að hreyfing kæmi á mannskapinn eftir samruna JPV og Eddu fyrir um ári. Þannig heyrist að Sigmundur Ernir Rúnarsson, sem hefur gefið út ljóð sín og bækur um árabil hjá JPV, sé hættur hjá JPV og sé að svipast um eftir nýjum útgefanda. Marsibil Sæmundardóttir, fyrr- verandi framsóknarkona, sat fyrir svörum í DV í gær. Þar var hún meðal annars spurð hvers vegna hún hafi gengið til liðs við Framsóknarflokkinn í upphafi. Sagði Marsibil það vera vegna stefnu flokksins í forvarna- og fíkniefna- málum, en Framsókn boðaði á sínum tíma fíkniefnalaust Ísland árið 2000. Það hefur augljóslega ekki gengið eftir. - jbg/shs FRÉTTIR AF FÓLKI Leikkonan og leikstjórinn Selma Björnsdóttir hefur í nægu að snúast þessa dagana, en ásamt því að leika í söngleiknum Ástin er diskó, lífið er pönk, leikstýrir hún einnig tveimur barna- leikritum á komandi leikhúsvertíð. „Við erum að fara að æfa Gosa upp aftur núna í haust í Borgarleikhúsinu og í desember hefj- ast síðan æfingar á Kardimommubænum í Þjóðleikhúsinu,“ útskýrir Selma, sem sest þá í leikstjórastólinn. Að vissu leyti snýr hún þá aftur á heimaslóðir, því Selma steig einmitt sín fyrstu skref á leiklistarbrautinni sem Kamilla í Kardimommubænum árið 1984. „Ég var þá tíu ára gömul og í sömu upp- færslu lék Örn Árnason ræningjann Jónatan. Mér finnst mjög skemmtilegt að hafa fengið tækifæri til þess að leikstýra þessu sama verki núna, tuttugu og fimm árum seinna,“ segir Selma. Örn Árnason verður ekki heldur fjarri í þetta skiptið, því í komandi uppsetn- ingu á Kardimommubænum fer hann með hlutverk ræn- ingjans Kaspers. Áður hefur Örn leikið bæði Jónatan og Jesper, og lokar því hringn- um í ár. Rúnar Freyr Gísla- son, eiginmaður Selmu, fer með hlutverk Jespers, en Kjartan Guðjónsson bregður sér í gervi þriðja ræningjans, Jónatans. Aðspurð hvort hún kvíði því að leikstýra eiginmanni sínum segir Selma svo ekki vera, „Ég hef enga trú á því að hann eigi eftir að verða til vandræða,“ segir hún og hlær við. Selma var á dögunum valin sem einn af tíu sérlegum sendiherrum ABC barnahjálpar í nýju verkefni sem vekja á athygli á hjálpar- starfi samtakanna. „Verkefnið er á algjöru byrjunarstigi og það á eftir að þróa það áfram. Ég verð sendiherra Senegal og ég hef verið að styrkja barn þaðan í nokkurn tíma. Það sem það kostar að veita barni læknishjálp og menntun í heilan mánuð samsvarar því að leigja eina vídeóspólu og nammi með,“ segir þessi atorkusama kona að lokum. - sm Selma snýr aftur í Kardimommubæinn VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8. 1 Jón Magnússon. 2 Air. 3 Edinborgar. SNÝR AFTUR Selma steig sín fyrstu skref á sviði sem Kamilla en snýr nú aftur sem leikstjóri verksins. KYNÞOKKAFULLUR DJ SexBomb segist vera undir miklum áhrifum frá áttunda áratugnum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.