Fréttablaðið - 22.08.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 22.08.2008, Blaðsíða 2
2 22. ágúst 2008 FÖSTUDAGUR Geir Jón, varstu með leyfi? „Ja, ekki var ég með leyfi frá hús- bónda mínum að minnsta kosti.“ Geir Jón Þórisson lék á lírukassa fyrir gangandi vegfarendur á Laugavegi í fyrradag í tilefni af kynningu á dagskrá menningarnætur. Meðallestur á tölublað m.v. höfuðborgarsvæðið, 18–49 ára. Könnun Capacent í maí–júlí 2008. Fréttablaðið er með 46% meiri lestur en 24 stundir og 116% meiri lestur en Morgunblaðið Fréttablaðið stendur upp úr 33,47% 49,65% 72,34% Fréttablaðið er sem fyrr mest lesna dagblað landsins með glæsilegt forskot á samkeppnisaðila sína eins og síðasta könnun Capacent Gallup ótvírætt sýnir. Við erum auðvitað rífandi stolt af þessum góða árangri og bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið okkar þegar þeir velja auglýsingamiðil. Allt sem þú þarft... ...alla daga HELGIN „Við höfum sérstaklega boðið ættingjum að koma og spjalla saman því það er gaman að heyra sögur fólks af ólíkum kynslóð- um,“ segir Unnur María Bergsveinsdótt- ir, sagnfræðing- ur og verkefna- stjóri Miðstöðvar munnlegrar sögu, sem reisir upptökukofa í miðborginni á menningarnótt. Upptökukofinn er liður í þriggja ára verkefni á vegum Miðstöðvar munnlegrar sögu og Reykjavíkurborgar sem gengur út á að safna frásögnum borgarbarnanna um lífið í borginni. - mmf / sjá Allt Miðstöð munnlegrar sögu: Safnar sögum borgarbarna UNNUR MARÍA BERGSVEINSDÓTTIR MENNTUN Kennarar hafa verið áminntir fyrir hörku vegna tilrauna til að stöðva börn sem leggja skólafélaga sína í einelti. Jafnvel þótt um sé að ræða gerendur sem hafa valtað svo illa yfir önnur börn að það hafi þurft að flytja þau um skóla til að forða þeim undan eineltinu. Þetta segir Ingibjörg Helga Baldurs- dóttir, grunnskólakennari og móðir ungs manns sem svipti sig lífi í júní. Í aðsendri grein í Fréttablað- inu í dag ræðir hún alvarleika eineltis en það dró son hennar til dauða. Hún hvetur foreldra til þess að vera vakandi fyrir líðan barna sinna og því að þau níðist ekki á öðrum börnum. - kdk/ sjá síðu 28 Einelti dró soninn til dauða: Kennarar áminntir fyrir að verja börn SLYS Þrír þýskir ferðamenn kom- ust í hann krappann í gær. Þeir voru að veiðum við Skarfasker, undir Óshlíðinni Ísafjarðar megin, þegar skrúfan rakst í sker með þeim afleiðingum að hún varð óvirk. Vélarvana bátinn rak í land og þaðan fjaraði undan honum. Ekkert amaði að ferðamönnun- um þremur og gátu þeir gengið þurrum fótum í land. Fínasta veður var þegar óhappið varð, nánast blankalogn. Báturinn er í eigu ferðaþjónstunnar Sumar- byggðar á Súðavík. Vilborg Arnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Sumarbyggðar, segir atvikið hafa verið minni háttar. „Þeir voru einhverja 2-300 metra frá landinu og skrúfan fór í sker sem þeir sáu ekki á kortinu. Klettanefið stendur svo langt út hér þar sem þeir voru. Þeir gátu í raun ekkert gert þar sem skrúfan fór og hringdu eftir hjálp,“ segir Vilborg. Hún segir ekkert vera að bátn- um, en annar var sendur til að draga hann á flot. „Hann stendur hins vegar alveg á þurru núna þannig að við bíðum bara eftir næsta flóði og drögum hann þá í höfn. Það er bara skrúfan sem hefur farið.“ Þýsku ferðamennirnir voru heldur niðurlútir þegar þeir komu í land og ekki laust við að stoltið hefði beðið smá hnekki. - kóp Sjóstangveiðibát með þrjá ferðamenn rak upp í fjöru við Óshlíð: Skipbrotsmenn með sært stolt Á ÞURRU LANDI Það fjaraði undan bátnum og eigendur biðu eftir flóði til að draga hann til hafnar. MYND/HALLDÓR SVEINBJÖRNSSON MENNTUN Umboðsmaður barna hefur fengið ábendingar um að komið hafi fyrir að sumar busa- vígslur fari úr böndunum í fram- haldsskólum. Nemendur hafi orðið fyrir vanvirðandi meðferð við svo- kallaðar innvígsluathafnir og jafn- vel orðið fyrir líkamlegu og and- legu ofbeldi. Af þeim sökum hefur Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, sent erindi til allra skólastjórnenda og nemenda- félaga þar sem hún minnir á í skiln- ingi laga séu nemar börn til átján ára aldurs og eigi því rétt á þeirri vernd sem velferð þeirra krefst. Þorsteinn Þorsteinsson, skóla- meistari Fjölbrautaskólans í Garða- bæ, segir það gleðiefni að Margét María hafi bent tæpitungulaust á þau atriði sem varhugaverð geta verið í tengslum við busavígslur. „Hér hefur verið unnið að því að vinda ofan af þeirri vitleysu sem þessar athafnir geta endað í til að koma í veg fyrir að fólk sé meitt á líkama eða sál,“ segir hann og minnir á að vígslurnar eigi að vera skemmtun fyrir nýnema sem og eldri nemendur. „Dagurinn á að vera skemmti- legur og uppfullur af húmor. Þess verður að gæta að athafnir fari ekki í subbuskap og ofbeldi,“ segir hann. Í Menntaskólanum í Reykjavík (MR) setja busavígslur jafnan mik- inn svip á upphaf skólaársins. Gísli Baldur Gíslason, inspector scholae eða formaður nemendafélags skól- ans, segir vígslurnar þar í ár verða með hefðbundnu móti. Maðurinn með ljáinn mæti og formæli nýnemunum að vanda, á eftir honum fylgi elsti árgangurinn í tógum að hætti Grikkja en aðrir nemar séu svartklæddir og láti skammir dynja á busunum. Þá séu busar látnir gera einhverjar kúnst ir, svo sem jarma og fall- beygja sagnir á latínu um leið, eins og hann hafi sjálfur verið látinn gera, og því næst væru þeir toller- aðir. Tollering fari þannig fram að busum sé hent upp í loft og niður úr loftinu komi þeir sem nýmenar. Þá sé eiginlegri vígslu lokið og nýir nemar boðnir velkomnir með mjólk og kökum. Gísli Baldur segist vita til þess að einhverjir kvíði því sem busun- inni fylgir, það þekki hann sjálfur af eigin raun. Hann segist þó full- viss um að allir komist að því að sá ótti sé ástæðulaus og hafi gaman af. Umboðsmaður barna hvetur skólastjórnendur og nemendafélög framhaldsskóla til þess að taka til- lit til ábendinga um mikilvægi þess að bjóða nemendur velkomna á jákvæðan og uppbyggilegan hátt og tryggja að öryggis þeirra sé gætt í hvívetna við busavígslur. Busana má hvorki meiða á líkama né sál Umboðsmaður barna fær ábendingar á hverju hausti um að busavígslur fari úr böndum. Minnt er á að gæta þess að nýir nemar framhaldsskóla verði ekki fyrir vanvirðandi meðferð. Skólameistari segir að vinda þurfi ofan af vitleysunni. UPP SEM BUSI OG NIÐUR SEM NÝNEMI Tolleringar hafa jafnan verið liður í busun í Menntaskólanum í Reykjavík. Formaður nemendafélagsins segir einhverja kvíða busun en að það sé óþarfi. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR ÞORSTEINN ÞORSEINSSON MARGRÉT MARÍA SIGURÐARDÓTTIR SKÓLAMÁL Kennsla í grunnskólum í Reykjavík hefst í dag. Þúsundir barna flykkjast út á götur og eru gangbrautaverðir viðbúnir að hjálpa börnum í gegnum umferð- ina. Bílstjórar eru því hvattir til að aka varlega í skólahverfum og sýna aðgát og ekki síst þolinmæði í umferðinni. Nokkuð ber á manneklu á frí- stundaheimilum í borginni. Tæp- lega þrjú þúsund umsóknir hafa borist Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur en nú þegar hafa 159 starfsmenn verið ráðnir. Tvö hundruð starfsmenn til viðbótar vantar eigi öll börnin að komast í vistun. Soffía Pálsdóttir, skrifstofu- stjóri tómstundamála hjá Reykj- arvíkurborg, segist vona að ástandi batni á næstu dögum og vikum. „Við eigum von á því að fá fleiri starfsmenn inn um leið og gengið hefur verið frá stundatöflum háskóla- og framhaldsskólanema,“ segir Soffía. „Störfin á frístunda- heimilunum eru hlutastörf og því mikið um að nemar vinni hjá okkur á veturna.“ Framhaldsskólar hófu margir störf í vikunni og fer skólastarf Háskóla Íslands af stað í næstu viku. Háskólinn í Reykjavík hóf kennslu um miðjan ágúst. - hþj Frístundaheimilin vantar enn 200 leiðbeinendur: Kennsla hefst í grunnskólum BÖRN Á LEIÐ Í SKÓLANN Ökumenn eru hvattir til að sýna aðgát í umferðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR NEYTENDAMÁL Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir, í grein sem hann skrifar í Fréttablaðið í dag, rangt að ASÍ hafi færst undan samstarfi við dómskvadda matsmenn. Hann segir Finn Árnason, forstjóra Haga, og Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu, vísa í ummæli sem matsmaður hafi aldrei viðhaft. Það hafi hann fengið staðfest. Grétar svarar grein Finns í blaðinu í gær og segir Finn ekki átta sig á um hvað matsmálið snúist. Hillu- og listaverð sé ekki alltaf það sama. - kóp / sjá síðu 34 Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ: Segir ASÍ sýna fullt samstarf SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.