Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.08.2008, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 22.08.2008, Qupperneq 22
22 22. ágúst 2008 FÖSTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 145 4.243 -0,80% Velta: 1.733 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Hlutabréf í úrvalsvísitölu: Alfesca 6,73 -0,44% ... Atorka 5,44 0,00% ... Bakkavör 27,80 -3,47% ... Eimskipa- félagið 14,20 0,00% ... Exista 8,00 -5,99% ... Glitnir 15,40 -0,65% ... Icelandair Group 19,15 -0,26% ... Kaupþing 708,00 -0,14% ... Lands- bankinn 23,70 -0,63% ... Marel 86,60 -0,80% ... SPRON 3,36 +1,82% ... Straumur-Burðarás 9,47 -0,94% ... Össur 90,50 +1,23% MESTA HÆKKUN CENTURY ALU +2,08% SPRON +1,82% FÆREYJABANKI +1,38% MESTA LÆKKUN EXISTA -5,99% EIK BANKI -5,02% BAKKAVÖR -3,47% Harðnar á dalnum hjá Ungverjum Á síðasta áratug hefur kvikmyndaiðnaður blómstrað í Austur-Evrópu þangað sem banda- rísk kvikmyndaver flykktust, enda kostnaður mun lægri en vestanhafs. Ungverjar tóku nokkru síðar við sér en til dæmis nágrannar þeirra í Tékklandi, en síðan 2006 hafa þó verið byggð þrjú stór kvikmyndastúdíó í Búdapest. Nú hefur hins vegar harðnað á dalnum og mörg ungversk kvikmyndaver standa auð. Í fyrra eyddu erlend kvikmyndafyr- irtæki 120 milljónum dollura, en í ár nemur eyðsla þeirra ekki nema 5,6 milljónum. Ástæðan er meðal annars rakin til þróun- ar á gengi Bandaríkjadals. Fengu Hellboy ekki Tortímandann Þá benda forsvarsmenn Korda Studios, sem er eitt þeirra kvikmyndavera sem orðið hefur hart úti, á að í lok síðasta árs hafi runnið út 20 prósenta skattaeftirgjöf til erlendra kvikmynda- fyrirtækja í Ungverjalandi. Þess má geta að hér á landi geta erlend kvikmyndafyrirtæki sótt um endurgreiðslu 14 pró- senta af útlögðum kostnaði. Hjá Korda hefur hins vegar ekki verið gerð mynd síðan tökum á Hellboy II lauk í desem- ber í fyrra. Stjórnendur þar höfðu vonast til að krækja í fjórðu myndina um Tortímandann, Terminator Salvation, en hún verður tekin upp í Albaquerque, Nýju-Mexikó. Peningaskápurinn ... Engin merki eru um að botninn sé í sjónmáli á fasteignamarkaði vest- an hafs. Samkvæmt tölum sem samtök fasteignalánveitenda birtu á miðvikudag hefur umsóknum um fasteignalán enn fækkað, og hafa ekki verið færri síðan í desember árið 2000 og hefur fækkað um 61 prósent síðan í febrúar. Ástæðan er ekki síst strangari kröfur banka til lántaka. Athugun bandaríska Seðla- bankans sýnir að 75 prósent banka hafa hert lántökuskilyrði sín. Á sama tíma sækja færri um nýbyggingarleyfi, en samkvæmt tölum frá Hagstofu Bandaríkjanna, sem birtar voru á þriðjudag, hefur þeim fækkað um 30 prósent á síð- asta ári, og hafa ekki verið færri í 17 ár. Þá kemur fram að ekki hafi verið byrjað á byggingu færri ein- býlishúsa síðan 1982. Samdráttur í nýbyggingum eykur þó líkur á að botninn náist á húsnæðismörkuðum, því mikið offramboð hefur verið á íbúðar- húsnæði í Bandaríkjunum. Sér- fræðingar hjá Morgan Stanley telja þó að enn eigi eftir að draga úr nýbyggingum og botninum verði ekki náð fyrr en í byrjun næsta árs. - msh Enn kólnar fasteigna- markaður vestanhafs Bandaríska fjárfestingarfélagið Lone Star greindi frá því á blaða- mannafundi í Frankfurt í Þýska- landi í gær að samningar hefðu náðst um að kaup á 91 prósents hlut í þýska bankann Industrie- bank IKB. Kaupin eru þrautalending til að forða þeim þýska frá gjaldþroti en hann hefur farið afar illa út úr gengishruni á verðbréfum tengd- um undirmálslánum. Erlendir fjölmiðlar eru sam- mála um að bankinn sé fyrsta evrópska fórnarlamb undirmáls- lánakreppunnar. Samkvæmt upplýsingum Bloomberg-fréttaveitunnar nema afskriftir IKB til þessa um 10,3 milljörðum evra, jafnvirði 1.257 milljörðum íslenskra króna. Þýski bankinn KfW, sem hefur gefið út einna mest af íslenskum krónubréfum og er í eigu ríkis- ins, hefur dælt fé í IKB til að rétta lausafjárstöðu hans við. Hann sat orðið á 45,5 prósentum hlutafjár hans og var stærsti hluthafinn þar til í gær. KfW hefur hins vegar vilja losa sig við hlutinn í tæpt ár. Leitað var eftir því að fá um 800 milljónir evra fyrir hlut- inn. Upphæðin sem Lone Star greiðir mun ekki vera nálægt því, að sögn Bloomberg. - jab Þýska fórnarlambið selt BJÖRGUNARAÐGERÐIR Forsvarsmenn Lone Star, KfW og IKB greindu frá bankasölunni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Frumkvöðlaverðlaun Guðfinnu S. Bjarnadóttur voru veitt í annað sinn fyrr í vikunni og var það verkefnið Mídas fjármálaskóli ehf. sem hlaut fyrstu verðlaun. Skólanum er ætlað að skipuleggja og halda fjármálanámskeið fyrir ungmenni á aldrinum 12 til 18 ára. Gert er ráð fyrir að skólinn þrói eigið kennsluefni ásamt netleik sem kennir ungu fólki að ráðstafa fjármunum á sem bestan hátt. „Hugmyndin að þessu verkefni kviknaði á námskeiðinu Nýsköp- un og stofnun fyrirtækja í Háskól- anum í Reykjavík. Um leið og við fórum að skoða hugmyndina þá sáum við betur og betur hversu mikil þörf er á einhvers konar fjármálaskóla fyrir ungt fólk. Þetta er ekki einfalt fyrir full- orðna og hvað þá fyrir ungmenni,“ segir Hrönn Arnardóttir sem er einn af höfundum verkefnisins. Bankar og önnur fjármála fyrir- tæki hafa verið með fjármála- fræðslu sem hefur sérstaklega verið beint til ungmenna. Höf- undarnir telja að óháður aðili sé betur til þess fallinn að veita slíka ráðgjöf en best af öllu væri ef slík fræðsla færi fram innan grunn- skólanna. Hópurinn fékk 500.000 krónur í verðlaun fyrir viðskipta- áætlunina. „Við erum að skoða hvað við gerum í framhaldinu, það er allt óráðið ennþá,“ segir Hrönn. - ghh Mídas fékk hálfa milljón VINNINGSHAFAR Dr. Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík, Margeir Ásgeirs- son, Sigurbjörn Ingimundarson, Árni Hermann Reynisson, Hrönn Arnardóttir, Dr. Guðfinna S. Bjarnadóttir alþingismaður, Rakel Dögg Guðmundsdóttir, Jóhann Níels Baldursson og Hildur Árnadóttir, stjórnarformaður Bakkavarar. SP-Fjármögnun hagnaðist um 416 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Það er 57 milljóna króna samdráttur frá sama tíma í fyrra. „Ný útlán hafa minnkað en útlánasafnið okkar hefur lítið verið að dragast saman. Það hefur lítil áhrif á raunstærð efnahagsreikn- ingsins til skamms tíma þó að ný útlán dragist saman í augnablik- inu,“ segir Pétur Gunnarsson fjár- málastjóri. Framlag í afskriftareikning nam 147 milljónum og er það aukning um rúm 70 prósent á milli ára. Heildarvanskil í lok júní nema rúmum milljarði sem er 0,6 prósenta aukning frá ársbyrjun. - ghh Minni hagnaður SP milli ára Norðurál hefur leitað hófanna um að eignast hlut í Hitaveitu Suðurnesja og hefur rætt þetta við eigend- ur hennar. Forstjóri Norð- uráls neitar því að nokkuð hafi verið rætt. „Ýmsir hafa nálgast okkur, þar á meðal Norðurál,“ segir Árni Sig- fússon, bæjarstjóri í Reykjanes- bæ og stjórnarformaður Hitaveitu Suðurnesja. Reykjanesbær er stærsti hlut- hafinn í Hitaveitunni, á tæplega 35 prósenta hlut. Áhugi Century á íslenskri orku- framleiðslu er ekki alveg nýtil- kominn, því nefna má að í fyrra- haust lýsti félagið áhuga á að eignast hluti í Reykjavik Energy Invest. Samkvæmt heimildum Markað- arins í fráfarandi stjórn Orkuveit- unnar hafa Norðurálsmenn einnig sýnt hlut Orkuveitunnar áhuga. Orkuveita Reykjavíkur má ekki eiga meira en 10 prósenta hlut í Hitaveitunni, af samkeppnis- ástæðum. Hún á hins vegar 16,58 prósent og hefur gert samning við Hafnarfjörð um kaup á 14,5 pró- senta hlut til viðbótar. Lúðvík Geirsson, bæjarstóri í Hafnarfirði, man ekki eftir því að Norðurál eða Century hafi sóst eftir hlut bæjarins. „Það hefur ekki verið rætt,“ segir Ragnar Guðmundsson, for- stjóri Norðuráls, spurður um hvort þreifingar hafi verið um að Norðurál kaupi einhvern hlut í Hitaveitunni. „Það eru hans orð. Ég hef ekkert meira um það að segja,“ segir Ragnar, um ummæli Árna Sigfússonar. Norðurál er í eigu bandaríska fyrirtækisins Century Alumini- um. Það er skráð í kauphöllina hér á landi og á Nasdaq í Bandaríkjun- um. Um þriðjungur heildarfram- leiðslu Century verður til á Grund- artanga. Ætla má að hlutir í Hitaveitu Suðurnesja séu dýrir. Ríkið fékk 7,6 milljarða króna fyrir fimmtán prósenta hlut sinn í Hitaveitunni í fyrra. Orkuveitan bauð annað eins í álíka stóran hlut Hafnarfjarðar. Heimildarmenn hafa sagt Mark- aðnum að Norðurál hafi þreifað fyrir sér um að komast í hluthafa- hóp Geysis Green Energy, sem á 32 prósent í Hitaveitunni. Ólafur Jóhann Ólafsson, stjórnarformað- ur frá miðjum júlí, kannast ekki við að rætt hafi verið við hann um að Norðurál kæmi þangað inn. „Það hafa margir sýnt okkur áhuga en Century er ekki í þeirra hópi.“ Hömlur eru á fjárestingu erlendra aðila, utan evrópska efnahagssvæðisins (EES), í íslenskri orkuvinnslu, samkvæmt lögum. Fyrirtæki utan EES munu geta fjárfest hér í gegnum dóttur- fyrirtæki innan EES. Hins vegar virðist þetta ekki vera með öllu bannað, því Geysir Green Energy er til dæmis að hluta í eigu Banda- ríkjamanna. ingimar@markadurinn.is Álfyrirtæki vill kaupa í orkuframleiðslu á Íslandi ORKULINDIN Í SVARTSENGI Álframleiðandinn Norðurál hefur sýnt áhuga á að kaupa sig inn í Hitaveitu Suðurnesja. Því neitar hins vegar forstjóri Norðuráls. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Baugur hefur áhuga á að eignast Saks en fyrir á félagið tæplega níu prósenta hlut í fyrirtækinu. Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarfor- maður Baugs, hefur staðfest þenn- an þráláta orðróm í samtali við Markaðinn. Saks er án efa ein þekktasta glæsiverslun heims og er eitt af Fortune 500 fyrirtækjun- um. Hingað til hefur Baugur ekki einblínt á svokallaðar „high end“- verslanir, þ.e. verslanir með dýran varning. Jón Ásgeir segist hafa trú á þessari tegund verslana þrátt fyrir erfiða tíma, og hann stefni m.a. að því að gera House of Fras- er meira í líkingu við Saks. Hann segir að tiltölulega auðvelt sé að fara með verslun á borð við Saks í útrás, ólíkt mörgum öðrum keðj- um, vegna þess hversu þekkt vöru- merkið er um allan heim. Að undan- förnu hafa verslanir Saks verið opnaðar í Mexíkó og Mið-Austur- löndum en í Bandaríkjunum er einnig að finna 53 búðir í 25 fylkj- um. Jón Ásgeir gefur ekki upp hvernig kaupin yrðu fjármögnuð en bætir við að of snemmt sé að segja til um hvort af þessu verði. Saks tapaði tæpum 2,6 milljörð- um króna á öðrum ársfjórðungi. Gengi bréfa Saks hefur fallið um 50 prósent frá áramótum en hækk- aði þó skyndilega um tíu prósent við opnun markaða í gær. Gera má ráð fyrir að orðrómur um hugsan- leg kaup Baugs hafi valdið þeirri hækkun. - ghh Baugur vill kaupa glæsiverslunina Saks SAKS 5TH AVENUE Jón Ásgeir Jóhann- esson, stjórnarformaður Baugs, segist trúa á svokallaðar „high end“-verslanir. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Nú stefnir í metuppskeru maís- korns í Bandaríkjunum. Gert er ráð fyrir að aukin uppskera geti orðið til þess að eitthvað dragi úr verðbólguþrýstingi í heiminum. Þar hefur hátt verð matvæla þrýst á, sem og orkuverð. Þótt verð á maískorni hafi lækk- að í kjölfar fregnanna er það enn hátt í sögulegu ljósi. Í sumar fór verðið hæst í átta dali sekkurinn og óttast var að það færi í 10 dali. Sekkurinn kostar nú 5,54 dali. Sérfræðingar segja að lægra kornverð geti aukinheldur slegið á verðbólgu í Bandaríkjunum og þar með stuðlað að styrkingu Banda- ríkjadals, sem getur leitt til lægra olíuverðs. - msh Metuppskera af maís í Ameríku MAÍSRÆKT Lögum samkvæmt þarf að blanda allt bensín sem selt er í Banda- ríkjunum með etanóli, sem framleitt er úr maískorni. MARKAÐURINN/AFP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.