Fréttablaðið - 22.08.2008, Side 28

Fréttablaðið - 22.08.2008, Side 28
28 22. ágúst 2008 FÖSTUDAGUR UMRÆÐAN Ingibjörg Helga Baldursdóttir skrifar um einelti Er nokkuð fallegra en litla barnið þitt á leið í skólann í fyrsta sinn með allt of stóra skólatösku og pínu kvíða í augnaráðinu. ,, Og svo leit barnið upp og brosti úr augum þess mátti greina virðingu og stolt ,, Er eitthvað sem fyllir hjarta manns meiri gleði, en hamingja þess sem við elskum mest af öllu í lífinu barnanna okkar. Inga Bald Að gefnu tilefni sem foreldri barns sem sætti miskunnarlausu einelti í grunn- skóla, þar sem níðst var kerfisbundið á til- finningum þess, sál og líkama þá er það mér mjög mikilvægt að deila með ykkur hug- leiðingum mínum um einelti. Við foreldrarnir berum ábyrgð á börnum okkar og kennum þeim muninn á réttu og röngu. Við kennum þeim hvernig koma á fram við náungann, sýna hvert öðru virð- ingu, ást og skilning. Við kennum þeim kurt- eisi, mannasiði, borðsiði og fara eftir regl- um samfélagsins. Börnum þarf að líða vel í skólanum til þess hreinlega að geta lært, til þess að ná árangri í því sem þau eru að ástunda. Börn- in þurfa að hafa trú á því að þau geti náð árangri og hafa sjálfstraustið í lagi. Það er samt, því miður, ekki sjálfgefið að barninu líði vel í skólanum. Barnið getur lent í því að vera hundsað. Skólinn getur orðið líkastur martröð fyrir það. Barnið getur kviðið fyrir að fara í skólann eða einhverja ákveðna tíma, eignast ekki vini í skólanum, finnst það ekki geta gert neitt rétt eða almennilega og finnst það ómögulegt. Þá þarf barnið hjálp. Ef þig grunar að barnið þitt sé lagt í einelti í skólanum, settu þig strax í samband við umsjónarkenn- ara barnsins og skólastjórnendur. Fáðu svör þannig að hægt sé að styrkja barnið eins og hægt er í vanmáttarkennd þess og vanlíðan. Í öllum skólum á að vera til eineltisáætlun og hana á að nota, það er ekki nóg að veifa henni bara framan í foreldra og lýsa því yfir að hér sé einelti ekki liðið. Það þarf að herða baráttuna við eineltið mikið. Það er ekki nóg að tala um það heldur þarf að ná til gerendanna og ekki síst foreldra þeirra til að stöðva þá. Að sama skapi er mikilvægt að foreldrar gerenda taki á vandanum og við- urkenni hann. Ekki hugsa: Mitt barn gerir ekki svona! Oft gera foreldrar sér enga grein fyrir því að börn þeirra taka þátt í ein- elti en það er á þeirra valdi að stöðva það. Ekki skella skollaeyrum við vandanum – til þess er alltof mikið í húfi. Í nágrannalandi okkar hefur það t.d.verið tekið til bragðs að láta barnaverndaryfir- völd fást við meintan geranda með góðum árangri. Þá er öll fjölskylda gerandans sett undir smásjá barnaverndaryfirvalda og félagsleg hegðun og atferlið skoðað ofaní kjölinn. Við foreldrar viljum börnum okkar allt það besta og leiðbeinum þeim eftir okkar bestu vitund og getu. Geta okkar er misjöfn og oft vitum við ekki betur. Barn sem legg- ur annað eða önnur börn í einelti, veit ekki betur, það er ekki betur upplýst. Gerandinn kemur oft frá heimili þar sem hann er sjálf- ur beittur andlegu og / eða líkamlegu ofbeldi og fær útrás fyrir skömm sína og reiði með því að niðurlægja aðra og meiða. Gerandinn þarf leiðsögn og hjálp og sama má segja um foreldra hans sem vita ekki betur, afneita ástandinu og neita að horfast í augu við raunveruleikann. Við foreldrar þolendanna getum lagt lóð á vogaskálar jafnréttisins með því að finna hvert annað inni í skólunum og standa saman sem hópur. Kallið hópinn saman og vinnið saman sem ein heild. Oftar en ekki er það svo að meintur ger- andi leggur fleiri en einn og fleiri en tvo í einelti. Fáið styrk frá hvert öðru, þá eruð þið ekki lengur ein. Með því að vinna saman sem hópur við að ná til gerendanna og til for- eldra þeirra, þrengir að gerendum, fylgj- endunum fækkar, þeir skammast sín flest- ir og fara, ásamt þöglu áhorfendunum sem þora ekki að segja frá. Gerandinn einangr- ast í atferli sínu, færri vilja taka þátt í þessum ljóta leik og fleiri vilja vera á vakt- inni. Ég veit hversu mikill léttir það er að losna undan einelti og út úr eineltisumhverfinu. Því miður. Að barn losni undan einelti, að barn losni undan gerendanum er dásamleg tilhugsun sem allir starfsmenn skólanna myndu fagna. Ég veit til þess að kennarar hafa verið áminntir fyrir hörku, gagnvart vinnu sinni með meinta gerendur. Gerendur sem hafa valtað yfir allt og alla og eru búnir að reyna á þolrif allra starfsmanna skólanna. Sjálf spyr ég af hverju gerandinn er ekki rekinn úr skólanum eða sendur í annan skóla eins og gert er með þolendurna. Kannski af því að það myndi enginn skóla- stjórnandi vilja taka við gerandanum með hans ferilskrá? Nei, ég bara spyr. Af hverju að verðlauna gerendurna endalaust með því að flytja þolendur á milli skóla, bæja eða landshluta. Einn enn farinn, hvað eru marg- ir eftir? Það er engin skömm að því að eiga barn sem er lagt í einelti. Hins vegar er það sár- ara en orð fá lýst. Börn sem eru lögð í ein- elti hafa ekkert til þess unnið og allir geta orðið fórnarlömb þess. Ef þú lesandi góður ert í þeirri stöðu sem ég er að lýsa á einn eða annan hátt þá mátt þú ekki gefast upp. Það er bannað. Ef við stöndum ekki með börnunum okkar og berj- umst gerir enginn það fyrir okkur, því það gerist ekkert sjálfkrafa. Höfum í huga að afneitun hjálpar engum. Afneitun gerir ekkert fyrir lítið, hrætt einmana barn með kramið hjarta sem skilur ekki hvað það er að gera rangt. Ráðleggingar 1. Skrifaðu dagbók og færðu inn allt sem kemur uppá jafnt inni í skólanum sem utan hans. Skrifaðu fullt nafn viðmælanda þíns. 2. Skráðu allar þínar símhringingar í skól- ann, viðtöl þín við umsjónarkennarann eða skólastjórnendur. 3. Skráðu hjá þér allar ferðir til sérfræð- inga. Fáðu uppáskrifað mat þeirra og/eða álit. 4. Ef þér er boðið í viðtal við sérfræðing á vegum skólans eða skólaskrifstofunnar fáðu þá undirritað af viðkomandi sérfræð- ingi hvað hann ráðlagði. 5. Fylltu alltaf alla pappíra þar sem þú ert að sækja þjónustu eða hjálp, samviskusam- lega og nákvæmlega út lið fyrir lið. 6. Taktu engu sem sjálfgefnu eða sjálf- sögðu þegar þú þarft á hjálp eða stuðningi að halda, þá verður þú ekki fyrir eins mikl- um vonbrigðum og sársauka. Einelti hefur skelfilegar afleiðingar fyrir börn og oft vinna þau sig aldrei almennilega frá því – jafna sig jafnvel aldrei. Í tilfelli sonar míns urðu afleiðingarnar þær að hann hafði á endanum ekki lengur bolmagn til að takast á við lífið – svo brotinn var hann eftir áralangar misþyrmingar. Þetta bréf er skrifað í þeirri von að bæði foreldrar og skólayfirvöld opni augu sín og takist á við þá miklu vá sem eineltið er. Það er í okkar valdi að stöðva eineltið. Því mundu … næsta fórnarlamb gæti orðið barnið þitt! Höfundur er grunnskólakennari. Ekkert barn á að þurfa að lifa í ótta vegna eineltis INGIBJÖRG HELGA BALDURSDÓTTIR Til varnar umhverfisráðherra, Íslandi og íbúum þess UMRÆÐAN Björgvin Hilmarsson skrifar um umhverfismál. Á dögunum var á Húsavík hald-inn fundur þar sem Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfis ráð- herra gerði grein fyrir úrskurði sínum um að framkvæmdir tengd- ar álveri á Bakka þyrftu í sameig- inlegt umhverfismat. Allmargir hafa hallmælt Þórunni og sjá nú svart yfir því að hugsanlega verði einhver seinkun á því að enn ein mengandi álbræðslan verði að veruleika og æfir yfir því að nátt- úran fái að njóta vafans. Heyrst hafa þau rök að þessi ákvörðun kveði á um aðgerð sem eigi sér ekki hliðstæðu á Íslandi, eins og það sé nánast guðlast að slíta sig úr viðjum vanans. Það er erfitt að sjá hvernig tímamóta- ákvörðun sem þessi geti verið annað en af hinu góða og ætti að lofa Þórunni fyrir þor hennar frekar en hitt. Ég vil kalla þetta framför í umhverfismálum á Íslandi, eitthvað sem við þurfum sárlega á að halda enda erum við, þvert á það sem margir halda, langt á eftir mörgum okkar nágrannaþjóðum þegar kemur að virðingu fyrir náttúrunni, endur- vinnslu, sjálfbærri þróun og öðru slíku. Hverjum sem ferðast út fyrir hina íslensku landssteina verður þetta ljóst á skömmum tíma. Eins og Þórunn bendir á er það beinlínis í starfslýsingu um hverfisráð herra að framfylgja lögum um náttúruvernd og aug- ljóslega er það hlutverk um hverfisráðherra að bera hag náttúrunnar fyrir brjósti. Þórunn segist með úrskurði sínum vera að framfylgja lögum en einhverj- ir hafa þó bent á að úrskurðurinn geti hugsanlega verið ólögmætur. Ekki er ég nógu fróður um þau lög sem gilda í þessu sambandi og get því ekki dæmt um lögmætið. En ég tel hik- laust að ef úrskurður hennar í þessu tilfelli reynist brjóta í bága við lög sé rétt að breyta þeim sömu lögum hið snarasta. Auð- vitað á að meta stórar framkvæmdir heildstætt og þannig gera það mögulegt að meta heildaráhrif þeirra. Hvað sem úr verður þá mun þessi úrskuður koma af stað umræðu um lög sem að þessu snúa og hvernig þau beri að túlka og er það hið besta mál. Komið hefur fram að búið er að eyða um fimm milljörðum nú þegar vegna álvers á Bakka. Hvernig dettur mönnum í hug að henda svona gríðarlegum fjár- munum í framkvæmd sem ekki er víst að verði nokkurn tímann af? Það er ekki einu sinni ljóst hvort næg orka finnst á svæðinu til að knýja álverið. Eitt er að leggja fé í að rannsaka svæði sem þarf hugsanlega að raska, gera for- athuganir og kanna hitt og þetta sem er jú nauðsynlegt til að meta umhverfisáhrif af einhverju viti. En fimm milljarðar eru eitthvað meira en það, ekkert klink til að leika sér með. Undir venjulegum kringumstæðum ætti þetta að koma manni verulega á óvart en gerir það því miður ekki í þessu tilfelli. Undanfarið hafa fram- kvæmdir verið keyrðar svo mikið áfram og í þær dælt svo miklum fjármunum að það virðist nánast ómögulegt að stoppa þær af vegna skriðþungans, hvað sem tautar og raular. Nú veit ég að á Húsavík eru ekki allir sáttir við hugmyndir um álver á Bakka. En lítið sem ekkert heyrist í því fólki. Getur verið að á Húsavík ríki sami andinn og á Reyðarfirði og nágrenni í aðdrag- anda og meðan á framkvæmdum við álverið þar stóð, að menn séu nánast útskúfaðir fyrir það eitt að andmæla ríkjandi skoðunum eða voga sér að efast um eitthvað sem hinir mál(m)glöðu verksmiðju- vinir predika um? Eins sorglegt og það nú er, virð- ist umhverfismat einungis vera formsatriði, því jafnvel þótt það reynist neikvætt virðist það ekki skipta miklu máli eins og dæmin sanna svo glöggt hér á landi. Eins hafa friðlýsingar landsvæða lítið að segja, virðast nánast orðin tóm. Nú lítur út fyrir að Bitruvirkjun sé komin aftur á kortið þrátt fyrir neikvæðan úrskurð Skipulags- stofnunar sem sýnir að lítil virð- ing er borin fyrir úrskurði hennar svo ekki sé talað um metfjölda athugasemda frá almenningi í þessu tilviki. Ekki er hægt að sleppa því að nefna fyrirhugaða framleiðsluaukningu í álverinu í Straumsvík, þrátt fyrir að stækk- un hafi verið slegin út af borðinu í atkvæðagreiðslu íbúa Hafnar- fjarðar. Nú eru blikur á lofti í orku- málum heimsins. Þegar hátækni- fyrirtæki sem stunda lítt meng- andi iðnað, til dæmis netþjónabú, sem ef marka má ráðamenn bíða í röðum eftir að fá áheyrn okkar og ekki síst þegar útlit er fyrir að orkuverð almennt fari ört hækk- andi, er aldrei meiri ástæða en nú til að hinkra við og hugsa málin vandlega. Að ana út í hlutina með þvílíku offorsi eins og við Íslend- ingar höfum gert á síðustu árum er nánast glæpsamlegt gagnvart komandi kynslóðum sem og okkur sjálfum. Það er því rík ástæða til að fagna tímamótaúrskurði umhverfisráðherra og líta á hann sem stórt skref fram á við. Höfundur er líffræðingur. Bankarnir stunda fjársvik* UMRÆÐAN Jón Daníelsson skrif- ar um banka. Á þessari miklu upp-lýsingaöld, þegar hægt er að fá hvers kyns upplýsingar beint í símann og fylgjast jafnharðan með allra nýjustu fréttum á net- inu, er að sjálfsögðu ekkert einfaldara en að fylgjast líka með gengi gjald- miðla og reyna að sæta að lagi að kaupa ferðagjaldeyrinn sinn þann daginn sem krónuræfill- inn okkar sveiflast upp um fáeina aura. Skyldi maður ætla. Bankarnir birta samvisku- samlega gengi helstu gjald- miðla á forsíðunni og uppfæra það jafn samviskusamlega á nokkurra mínútna fresti. Þarna má sem sagt auðveldlega sjá til dæmis hve margar krónur þarf að borga fyrir svo sem 805 bresk pund ef maður ætlar að skella sér til Bretlands. Skyldi maður ætla. En málið er bara ekki svona einfalt. Ég varð óneitanlega nokkuð hissa þegar kona mín og sonur komu úr gjaldeyris- kaupaferð í hádeginu þann 11. ágúst. Konan keypti 620 pund í Landsbankanum, sonurinn 185 pund í SPRON. Bæði þurftu að borga talsvert fleiri krónur en reiknivélarnar á forsíðum þessara banka á netinu gefa upp. Á heimasíðu Landsbankans mátti sjá að sölugengi punds- ins væri kr. 157,45 en SPRON var til í láta hvert pund á kr. 156,64. (Skylt er taka fram að tölurnar gátu rokkað til um nokkra aura í takt við vísana á klukkunni). En þegar pundin voru keypt heimtaði Lands- bankinn kr. 160,75 fyrir stykkið. SPRON lét sér nægja kr. 159,10. Þannig beinlínis stálu* þessir bankar samtals rétt ríflega 2.500 krónum í tveim- ur litlum gjaldeyris- færslum. Þeir aug- lýsa lægra verð en þeir taka á kassanum. Safnast þegar saman kemur, gæti ég trúað. Hjá Neytendasamtökunum fékkst upplýst að þjófnaður- inn* teldist líklega lögmætur. Með því að smella á þar til gerða hnappa á heimasíðunum, má nefnilega finna svokallað „seðlagengi“ sem líklega yrði kallað „kassaverð” í matvöru- búðum, ef þær tækju upp svip- aða viðskiptahætti. Og þar er munurinn á kaup- og sölugengi ekki í kringum 0,5% eins og auglýst er á forsíðunni, heldur nálægt 4%. Þetta er um áttfald- ur munur. Og skyldi verða afgangur af gjaldeyrinum þegar heim er komið, geta bankarnir svo stolið* aftur af þessum sömu peningum. Til að halda mér innan ramma meiðyrðalaga, þótti mér tryggara að stjörnumerkja nokkur orð í þessum greinar- stúf. Ég bið Fréttablaðið að halda þessum merkingum og birta neðanmáls eftirfarandi skýringu: „*Stjörnumerkt orð eru hér ekki notuð í skilningi laga.“ Til að gæta samræmis við starfshætti bankanna fer ég líka fram á að neðanmálsskýr- ingin verði prentuð með mjög smáu letri - og jafnvel á ein- hverri allt annarri síðu. Höfundur hefur aldrei unnið í banka. JÓN DANÍELSSONBJÖRGVIN HILMARSSON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.