Fréttablaðið - 22.08.2008, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 22.08.2008, Blaðsíða 31
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 LANDBÚNAÐUR verður í brennidepli um helgina á landbúnaðar- sýningu á Hellu sem haldin er í tilefni af hundrað ára afmæli Búnaðar- sambands Suðurlands. Sýnd verða tæki og vélar, afurðir og búfé, og kynntar vörur og þjónusta sem tengist landbúnaðinum. Landbúnaðar- sýningin stendur frá föstudegi til sunnudags og er í senn fagsýning fyrir landbúnaðinn og neytendasýning fyrir almenning. „Ég er oft beðinn um að gera þess- ar pönnukökur, þetta er einfaldur og fljótlegur bakstur,“ segir Jökull Sólberg Auðunsson vefhönnuður um amerísku pönnukökurnar sem hann bakaði. „Uppskriftin er úr Happy days, bók Jamie Olivers. Byrjað er á því að salta örlítið þrjár eggjahvítur og stífþeyta þær. Þá er þremur eggjarauðum, 115 g af hveiti, einni kúfaðri teskeið af lyfti- dufti og 140 ml af nýmjólk blandað saman í skál og hvíturnar felldar inn í deigið. Panna er smurð og þremur hringjum af deigi hellt út á. Þegar loftbólur myndast er pönns- unum snúið við og þær steiktar þar til orðnar gylltar báðu megin. Best er að bera kökurnar fram með hlynsírópi úr glerflöskunum.“ Jökull er mikill áhugamaður um eldamennsku. „Ég hef mjög gaman af því að elda. Pabbi minn er meist- arakokkur og hefur smitað mig eitthvað,“ segir Jökull sem er nokk- uð duglegur að bjóða fjölskyldu og vinum í mat. „Maður á margar góðar stundir við að undirbúa mat- inn, mér finnst afslappandi að elda.“ Jökull kveðst horfa mikið á sjón- varpsstöðina BBC Food og hefur gaman af kokkum eins og Gordon Ramsey. „Mér finnst líka mjög gaman að skoða matreiðslubækur en ég er samt pínu þrjóskur gagn- vart uppskriftum; ég skoða margar þeirra og fer kannski eftir þeim til að byrja með en hætti því síðan.“ Jökull gerir þó fleira en að elda. Hann endurgerði heimasíðuna www.dv.is sem nú er komin í loftið og var einnig að ljúka við aðra heimasíðu í samstarfi við föður sinn, www.skrinukostur.is. „Þessi heimasíða er gerð til að halda utan um innkaup, matseðla og uppskrift- ir í mötuneytum. Þannig getur fólk borið saman útgjöld milli mánaða og séð hvað hver og einn réttur kostar á mann. Heimasíðan hjálpar þannig fólki við að taka meðvitaðar og hagstæðar ákvarðanir út frá rekstrinum.“ mariathora@frettabladid.is Afslappandi að elda Jökull Sólberg er mikill áhugamaður um eldamennsku og hefur gaman af því að skoða uppskriftabækur og horfa á matreiðsluþætti. Hann eldaði amerískar pönnukökur eftir uppskrift frá Jamie Oliver. Jökull Sólberg eldaði gómsætar amerískar pönnukökur. „Jamie Oliver mælir með bláberjum eða ferskum maís með. Þá skal með- lætinu stráð á ósteiktu hliðina rétt áður en pönnsunni er snúið við,“ segir Jökull. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is H rin g b ro t frábært fl ugeldaútsýni og næg bílastæði Perlan býður ykkur velkomin á menningarnótt. Hefjið menningarröltið á belgískum vöfflum á 4. hæð Perlunnar eða njótið flugeldanna frá höfninni yfir 4ra rétta kvöldverði á veitingastaðnum á 5. hæð. Hjá Perlunni eru næg bílastæði! Gjafabréf Pe rlunnar Góð tækifæ risgjöf! 4ra rétta tilboð Léttreyktur lax með granateplum og wasabi-sósu Rjómalöguð humarsúpa með grilluðum humarhölum Lambahryggur með lambaskanka og rósmarínsósu Banana- og súkkulaðifrauð með vanillusósu 6.490 kr. Með 4 glösum af víni 9.990 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.