Fréttablaðið - 22.08.2008, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 22.08.2008, Blaðsíða 36
Á danska tískublogginu www.gade- mode.dk birtist nýverið ljósmynd af hönnun Örnu Sigrúnar Har- aldsdóttur. Nokkrar athugasemdir hafa verið gerðar á síðunni þar sem gestir hrósa flíkinni í hástert Arna Sigrún útskrifaðist af fatahönn- unarbraut Listaháskóla Ís- lands í vor og var ein þriggja útskriftarnema sem tóku þátt í nýyfirstaðinni tísku- viku í Kaupmannahöfn í formi keppni á milli nema af Norðurlöndunum. „Ég vissi ekki af þessari mynd fyrr en núna,“ segir Arna þegar blaðamaður spyr hana frétta. „Ég held að hún hafi verið tekin baksviðs, rétt fyrir sýninguna.“ Arna segir að hönnun sín hafi vakið athygli gesta en að línan sé hins vegar ekki mjög söluvæn og flík- urnar áberandi og öfga- kenndar. „Þetta var þess vegna kannski ekki beint rétti vettvangurinn fyrir mig,“ segir Arna, sem er með ýmsilegt á prjónunum. „Ég er búin að taka að mér hin og þessi verkefni í sumar og er einnig með stórt leyniverk- efni í bígerð,“ segir Arna. - sm FÖSTUDAGUR „Þetta er mín uppáhaldsvinna. Maður fær mikið frelsi og ég hef voðalega gaman af þessu,“ segir Helga Björnsson hátískuhönnuður um búninga- hönnun fyrir óperuna Cavalleria Rusticana sem verður frumsýnd 19. september næstkomandi með Kristján Jóhannsson í fararbroddi. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem Helga hannar fyrir Íslensku óperuna, en hún hefur verið búsett í París í rúm fjörutíu ár, eða frá því að hún lauk list- námi með áherslu á fatahönnun þar í borg. Helga vann um langt skeið fyrir tískuhúsið Louis Féraud, þar sem hún hannaði meðal annars föt og fylgihluti fyrir tískusýningar tvisvar á ári. Hún hefur einnig hannað búninga fyrir sýningar á borð við Silkitrommuna, Aurasálina og Hjálparkokkana, en það var Sveinn Einarsson, leikstjóri Silkitromm- unnar, sem bað Helgu um að hanna búninga fyrir Cavalleria Rusticana sem hann leikstýrir nú. „Þetta verk átti að snúast um fólkið í tískuheim- inum og þá datt Sveini í hug að hafa samband við mig. Ég byrjaði að teikna um miðjan júlí og sendi allt til Íslands á undan mér, svo það var búið að vinna úr teikningunum að mestu leyti þegar ég kom til landsins. Núna er ég að vinna við búning- ana á saumastofu og ég ætla að vera á staðnum og fylgjast með framvindunni alveg fram að frum- sýningu,“ segir Helga að lokum. HELGA BJÖRNSSON FATAHÖNNUÐUR Í PARÍS Hannar búninga fyrir Óperuna Helga Björnsson fatahönnuður hannar nú búninga fyrir Íslensku óperuna í fyrsta sinn, en hún starfaði meðal ann- ars um árabil fyrir franska tískuhúsið Louis Féraud í París. „Ég held innflutningspartí númer þrjú í nýju íbúðinni minni í kvöld og fagna góðri vinkonu minni, Tinnu Bergs. Ég get svo ekki beðið eftir því að vakna eftir fegrandi svefn á laugardagsmorgun og lesa blöðin frá a til ö undir ramm- sterkum kaffibolla. Dagurinn verður stór dagur í lífi mínu en þá ætlar Stúdentaráð að vera hluti af menningarnæturdagskrá á Háskólatorgi. Stúdentaráðsliðar verða með áskoranakeppni og hyggst ég til dæmis skora á fólk í æsilegum kleppara. Kvöldið verður eflaust ljúf flugeldasýning og hreinn menningarblómi. Á sunnudaginn er svo aldrei að vita nema ég gangi á Esjuna með Gjörningaklúbbnum mínum.“ HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA UM HELGINA? Björg Magnúsdóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Útgáfufélag 365 prentmiðlar Ritstjórn Sunna Dís Másdóttir sunna@frettabladid.is Alma Guðmundsdóttir alma@frettabladid.is Marta María Jónasdóttir martamaria@frettabladid.is Forsíðumynd Valgarður Gíslason Útlitshönnun Arnór Bogason og Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24 105 Reykjavík, sími 512 5000 Hönnunin birt á tískubloggi Kjóll Örnu Sigrúnar hefur vakið mikla athygli á erlendri tískusíðu. MYND/VALLI Margrét Una Kjartansdóttir, betur þekkt sem Malla, er vel þekkt fyrir fyrirsætustörf sín bæði hér á landi og erlendis. Síðastliðið ár hefur hún lagt stund á sálfræði og tölvunarfræði í Columbia Univers- ity í Bandaríkjunum meðfram fyrirsætuverkefnum, en Margrét er einnig framkvæmdastjóri nýs netsamfélags sem opnaðist nýver- ið og nefnist rate.is. „Þetta er ein af fáum netsíðum sinnar tegundar á Íslandi, en hing- að til hefur íslenskt netsamfélag að mestu notast við enskumælandi alþjóðlegar síður eins og Myspace og Facebook til þess að eiga í sam- skiptum við aðra notendur,“ út- skýrir Margrét, en rate.is hefur verið í undirbúningi í rúmt ár og er alfarið á íslensku. „Rate.is er sýndarsamfélag þar sem fólk getur sýnt sig og séð aðra á netinu, birt myndir sem aðrir geta skoðað, gefið myndum ann- arra notenda stig, fundið nýja vini með svipuð áhugamál, spjallað og spilað leiki svo eitthvað sé nefnt. Aðaláhersla okkar er lögð á mynd- ir notenda og stigagjafir fyrir myndir, en þaðan dregur síðan nafn sitt,“ bætir hún við. „Samfélög eins og Rate.is gera fólki mögulegt að kynnast öðrum og halda sambandi við vini, sama hvar á landinu þeir búa, hvaða skóla eða vinnustað þeir eru á. Við vonum að sem flestir skrái sig og fólk eigi eftir að hafa gaman af, en aðgangur er ókeypis svo allir geta stofnað sína eigin síðu,“ segir Margrét að lokum. Margrét Una fyrirsæta á nýjum vettvangi: Opnar netsamfélag Margrét Una er rekstrarstjóri íslenska netsamfélagsins rate.is sem er álíka og Facebook eða Myspace. Salon Reykjavík - hárgreiðsla Við á Salon Reykjavík óskum eftir nema til starfa sem lokið hefur 1. og 2. bekk í skóla, meistara eða svein. Áhugasamir hafi ð samband í s: 568-5305, e-mail salon@salon.is eða kíkja við að Grandagarði 5. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. 2 • FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.