Fréttablaðið - 22.08.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 22.08.2008, Blaðsíða 40
SKÓLINN BYRJAR Á NÝ Sá er reynt hefur vörur þessar, notar ekki aðrar 66°NORÐUR SJÓARA TÖLVUTASKA VATNSHELD Nú bjóðum við uppá vatnshelda tölvutösku undir verðmætin þín. Límdir saumar og vasi að framan með vatnsheldum rennilás. Handfang og ól yfi r öxlina sem hægt er að taka af. Renndur vasi að innanverðu. Fóðrað umslag fyrir tölvu sem hægt er að taka úr töskunni. Verð: 8.600 kr. 6 • FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 2008 rið 2005 hlaut Jóhanna Kristj- ónsdóttir verð- laun fyrir bók sína Arabíu- konur. Fyrir verðlaunaféð, sem var 350 þúsund krón- ur, stofnaði hún sjóðinn til styrktar jemenskum stúlkum. Jóhanna nefndi sjóðinn Fatímu- sjóðinn eftir unglingsstúlkunni Fatímu sem hún kynntist þegar hún vann að Arabíukonum en henni fannst átakanlegt að sjá hve staða fólks, einkum kvenna, var bágbor- in og hvað stjórnvöld gerðu fátt til að bæta þar úr. Í Jemen búa 22 milljónir manna og þar er atvinnuleysi ákaflega mikið vandamál. Fjölskyldur eru stórar og algengt að hjón eigi tíu til fjórtán börn og þótt skóla- skylda sé að nafninu til er henni ekki framfylgt af yfirvöldum að gagni svo talið er að um 60 prósent stúlkna og kvenna í land- inu séu ólæsar. Mikið vatn er runnið til sjávar frá því að Jó- hanna stofnaði Fatímu- sjóðinn og með hjálp konunnar Nouriu Nagi, sem rekur miðstöð fyrir börn í Sanaa, og fleira góðs fólks hefur verið komið á lagg- irnar stuðningskerfi fyrir börn svo þau geti notið skólagöngu. Með því að greiða upphæð sem svar- ar um 270 dollur- um á ári getur barn komist í skóla í miðstöðinni, feng- ið skóla búning, skólavörur, reglu- lega læknisskoðun, aðstoð við heima- nám tvisvar í viku auk kennslu í hand- mennt og tónlist sem er almennt ekki í boði í skólum í Jemen. Einnig fá börn- in flíkur fyrir hátíðir og fjölskyldur barnanna eru studdar með matargjöf- um þegar mjög illa stendur á, sem er oftar en ekki. Í miðstöðinni hefur einn- ig verið boðið upp á fullorðinsfræðslu- námskeið fyrir konur þar sem þær læra meðal annars að lesa, sauma, vinna á tölvur og fá fræðslu um hrein- læti og ungbarnavernd. Alls njóta nú um 250 börn stuðn- ings og 24 konur sækja námskeið, en 350 börn eru á biðlista og stöðin hefur sprengt húsnæðið utan af sér vegna þess hve aðsókn hefur aukist. Mark- miðið er að miðstöðin geti sinnt 400 börnum og 40 konum og því er orðið tímabært að kaupa stærra húsnæði. Áætlað er að ný miðstöð muni kosta um 30 milljónir með tækjum og bún- aði. Allur ágóði af SÚK-glæsimark- aðnum mun renna óskiptur til húsa- kaupanna og uppbyggingar skólans. Allir þeir sem geta lagt til vand- aðan fatnað eða muni sem hægt er að selja á markaðnum geta látið gott af sér leiða með því að koma þeim í Síðumúla 15, milli klukkan eitt og sex, fyrir 29. ágúst næstkomandi, en nú þegar hafa landsþekktir einstaklingar á borð við Þorgerði Katrínu Gunnars- dóttur, Björgúlf Guðmundsson, Sævar Karl og Svövu Johansen lagt sitt af mörkum með því að gefa hluti sem munu verða til sölu á glæsimarkaðn- um í Perlunni 30. ágúst milli klukkan tíu og sex. Föstudagur hitti nokkrar af þeim góðkunnu konum sem láta ekki sitt eftir liggja og forvitnaðist um þá muni sem þær leggja til. Brynja Nordquist flugfreyja „Ég var nýbúin að gefa helling af fötum þegar haft var samband við mig út af glæsimarkaðnum, en það var ein kápa sem ég hafði ekki tímt að láta af hendi þá sem ég ákvað að gefa við þetta tækifæri,“ segir Brynja Nordquist um Karen Millen-kápu sem hún gefur og mun verða til sölu á markaðnum. „Ég keypti kápuna fyrir nokkrum árum, en hún er svona koníaks lituð sparikápa með háum kraga og var frekar dýr á sínum tíma,“ segir Brynja, sem gefur einnig ónotaða gyllta sandala, skreytta steinum og silfurhring úr Kúltúr. „Ég á alltaf tækifærisgjafir og þar á meðal voru þessir litlu skór, en hringinn hef ég átt í þó nokkurn tíma og er svona stór og flottur kokteilhringur,“ bætir hún við. Aðspurð segir Brynja glæsimark- aðinn strax hafa vakið athygli sína eftir að hún fékk boð um að mæta á Arabísk stemning mun ráða ríkjum í Perlunni laugardaginn 30. ágúst þar sem SÚK-glæsimarkaður mun fara fram. Tilgangurinn er að styrkja konur og börn í Jemen sem búa við bág kjör, en Jemen er fátækasta ríki arabaheimsins. Margir landsþekktir aðilar hafa lagt sitt af mörkum með því að gefa fatnað, skó, skart og aðra vandaða hluti sem munu verða til sölu á markaðnum. Láta gott af sér leiða Á Brynja Nordquist flugfreyja gefur Karen Millen kápu, gyllta sandala og glæsilegan silfur- hring með steinum. Myndir Valgarður Gíslason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.