Fréttablaðið - 22.08.2008, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 22.08.2008, Blaðsíða 41
VÍK Flíspeysa Einstaklega fl jót að þorna Verð: 12.500 kr. Ullarblanda KALDI Ver háls, kinnar og enni Hlýtt og mjúkt Verð: Vettlingar 4.200 kr. Húfa 6.100 kr. VATNAJÖKULL Primaloft Hlýr, léttur og notalegur Verð: 32.500 kr. 22. ÁGÚST 2008 FÖSTUDAGUR • 7 Facebook. „Ég hafði þá lesið viðtal við Jóhönnu þar sem hún sagði frá markaðnum og það vakti áhuga minn að lesa um það starf sem hún hefur unnið í Jemen. Ég ber mikla virðingu fyrir Jóhönnu og hennar starfi og ef ég get látið gott af mér leiða geri ég það,“ segir Brynja að lokum. Ragnhildur Gísladóttir tónlistarkona „Ég gef hálsmen sem ég bjó til sjálf. Ég byrjaði að búa til svona hálsmen í fyrra og í framhaldi af því hefur Bryndís dótt- ir mín einnig verið iðin við hálsmena- gerð. Þau eru öll mis- munandi og hvert þeirra hefur eitt- hvað sérstakt við sig. Ég hef aldrei látið þau af hendi þar til nú, en það eru aðeins ég og Bryndís sem höfum gengið með þau hing- að til. Hálsmenin eru búin til úr tré-, plast- eða glerkúlum sem eru svo handmálaðar,“ segir Ragnhildur Gísladóttir sem er önnum kafin við að semja tónlist fyrir hin og þessi tækifæri. „Mér finnst glæsimarkaður- inn mjög skemmtileg aðferð til að safna pening fyrir góðan málstað. Fólk gefur mjög vandaða hluti, svo maður getur keypt eitthvað spenn- andi í staðinn fyrir það sem maður gefur,“ segir Ragnhildur sem ætlar að vera viðstödd markaðinn í Perl- unni 30. ágúst. Sóley Kristjánsdóttir, vöru- merkjastjóri Ölgerðarinnar „Ég ætla að gefa þrjár flíkur, einn pallíettutopp, en honum hefur ávallt fylgt mikil gleði og ég er viss um að skemmtunin mun fylgja honum áfram. Þetta er bolur sem ég hef notað mikið og hefur farið víða. Ég gef líka mjög fallegan og klassískan kjól og æðislegt dress frá ömmu minni, en hún var mjög mikil galaskvísa í gamla daga og ég á mikið af fötum af henni,“ segir Sóley. Aðspurð segist hún að sjálf- sögðu ætla að mæta á glæsimark- aðinn. „Ég var búin að sjá þetta í fréttunum þegar það var hringt í mig og ég beðin um að taka þátt. Ég vildi að sjálfsögðu vera með því þetta er frábært framtak og það er ótrúlegt að sjá hversu stórir hlut- ir geta gerst þegar svona sterkar og framtakssamar konur taka sig saman. Konur láta hlutina gerast,“ segir Sóley að lokum. Elma Lísa Gunnarsdóttir leikkona „Ég ætla að gefa útskriftarskóna mína sem ég var í þegar ég út- skrifaðist úr LHÍ. Þeir kostuðu alveg helling, en þar sem ég er svo léleg í að ganga á hælum not- aði ég þá aðeins í þetta eina skipti. Ég gef líka útskriftarkápuna mína sem er úr Karen Millen. Upphaf- lega hafði ég hugsað mér að gefa líka útskriftarkjólinn minn og gefa þannig allt dressið, en ég fann því miður ekki kjólinn,“ segir Elma Lísa sem er nýkomin frá Finnlandi þar sem hún var að sýna leikritið Hér og nú. „Ég hef lesið Arabíukonur eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur, en ég vissi ekki af Fatímusjóðnum þegar ég var beðin um að taka þátt í markaðnum. Mér finnst þetta gott málefni sem ég vil endilega styrkja og ég vona að sem flestir mæti á glæsimarkaðinn og leggi málefn- inu lið,“ segir Elma Lísa að lokum. Elma Lísa Gunnars- dóttir leik- kona gefur útskriftar- skóna og kápuna sína. Ragnhildur Gísladóttir tónlistarkona gefur hand- gert hálsmen sem hún hannaði og bjó til sjálf. Sóley Kristjáns- dóttir vöru- merkja- stjóri gefur pallíettu- topp og tvo kjóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.