Fréttablaðið - 22.08.2008, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 22.08.2008, Blaðsíða 45
Heilsuleikskólinn Kór – Kópavogi Skemmtileg störf í boði Eingreiðslur fyrir framtíðarstarfsmenn sem sækja um fyrir 1. sept. Ef þú ert leikskólakennari sem hefur áhuga á næringu, hreyfingu og listum, þá átt þú samleið með okkur. Við leitum að leikskólakennurum eða öðru uppeldismenntuðu starfsfólki. Við óskum eftir starfsfólki til framtíðarstarfa sem getur hafið störf nú þegar eða í haust. Hafðu samband og kynntu þér málið ef þú hefur áhuga á að vinna í leikskóla sem er staðsettur á skemmtilegum stað í Kópavogi þar sem skýr leikskólastefna er til staðar. Hægt er að sækja um á heimasíðu okkar www.skolar.is eða hafa samband við Bjarney leikskólastjóra í síma 570-4940. Einnig er hægt að senda tölvupóst á skolar@skolar.is MORGUNMATURINN: Í Harajuku-hverfi er staður sem heitir Fujimama’s, sem býður upp á Eggs Benedict og besta kaffi borgarinnar. Annars er lítið mál að hlaupa út í næstu sjoppu og kaupa innpakkaðar samlokur sem eru bragðbetri en þær ættu með réttu að vera. SKYNDIBITINN: Tan tan men er tiltekin tegund af ramennúðlum sem er gerð með sesamfræjum og hökkuðu svína- kjöti í þykkri dimmrauðri súpu og má finna víðs vegar um bæinn. Ef ég væri ekki kvæntur konunni minni myndi ég sennilega giftast tan tan men. RÓMÓ ÚT AÐ BORÐA: Mango Tree er veitingahús á 35. hæð í skýjakljúfa- hverfinu Marunouchi. Ljósadýrð fyrir utan stendur í mótsögn við dökka viðaráferð og hlýja lýsingu inni fyrir – og ekki skemmir maturinn fyrir heldur. LÍKAMSRÆKTIN: Við vorum svo heppin að búa í námunda við ný- lega opnaða stöð í keðju sem heitir Ichigeki. Spán- nýr búnaður og lóð af öllum gerðum ásamt einka- þjálfurum, heitum böðum og gufu. UPPÁHALDSVERSLUNIN: Keðjuverslunin Don Quixote leggur upp úr því að eiga nokkurn veginn allt sem fólk gæti mögulega vantað. Átta hæðir, þröngir gangar og hillur sem svigna undan breiðustu vöruflóru sem hægt er að ímynda sér. BEST GEYMDA LEYNDARMÁLIÐ: Við litla hliðargötu í Ebisu-hverfi má finna veitinga- staðinn Good Honest Grub. Hann er rekinn af frá- bærum kokki frá Nýfundnalandi sem leggur mikið upp úr hollustu og gæðum og er með nýja og frumlega rétti á boðstólum á hverjum degi. BEST VIÐ BORGINA: Tvímælalaust fjölbreytileikinn, hvernig öllu ægir saman. Það er eins og hafi verið tæmt úr dóta- kassa með leikföngum frá tíu mismunandi plánet- um og það kallað borg. HVERNIG ER BEST AÐ EYÐA DEGINUM: Byrja á smárölti um Shibuya-hverfið þar sem finna má fjölförnustu gatnamót í heimi auk ótal skemmtilegra verslana og bygginga. Þaðan má ganga áleiðis upp í tísku- og listahverfið Harajuku, þar sem allt morar í marglitum og margvísleg- um mannverum, og njóta síðan síðdegisins í Yoy- ogi Park. Það er stærsti, og að mínu mati falleg- asti, almenningsgarður borgarinnar. Þegar kvölda tekur er upplagt að hitta góða vini á einum af mý- mörgum izakaya-stöða í borginni, þar sem bjór og smáréttir eru bornir á borð án afláts þar til allir eru saddir. Borgin mín TÓKÝÓ GAUTI FRIÐRIKSSON starfsmaður CCP BÆTIST Í FLÓRUNA HJÁ NTC „Það vantaði fataverslun fyrir stráka á þessum aldri og meira úrval af fatnaði í þeirra stærðum,“ segir Henný Bjarnadóttir, mark- aðsstjóri NTC-verslunarkeðjunnar, en í gær var nýjasta búðin í keðj- unni opnuð. Hún ber heitið Urban og hana er að finna á þriðju hæð- inni í Kringlunni. „Þetta er búð fyrir stráka á aldr- inum tólf ára og allt upp í tvítugt,“ segir Bjarki Snædal, rekstrarstjóri Urban. „Við verðum með ný merki í bland við það sem við höfum verið með, svo sem G-Star, Diesel junior, Björkvin, Levi‘s, Kawasaki og WESC,“ bætir hann við. KVK-OPNUN Á MENNINGARNÓTT Stöllurnar í kvk fluttu nýverið verslun sína að Laugavegi 58 þar sem þær eru nú með vinnu- stofu sína, hanna og framleiða allan fatnað sjálfar. Á menningar- nótt ætla þær að vera með opið og munu Tíu dropar sjá um veit- ingasölu fyrir utan verslunina milli klukkan fjögur og tíu, þar sem hægt verður að kaupa girnilegar muffins og heitt kakó. „Þetta er alltaf mikið tilhlökkunar- efni hjá okkur, en við höfum verið með opið til klukkan tíu á menn- ingarnótt undanfarin ár og reynt að skapa kósí stemningu,“ segir Íris Eggertsdóttir hönnuður og annar af eigendum kvk. Klukkan hálf níu hefjast svo tónleikar fyrir utan verslunina með elektró popp- bandinu Sometime, sem mun spila fram eftir kvöldi. Bjarki Snædal rekstrarstjóri og Jón Davíð Davíðsson verslunarstjóri Urban. Íris Egg- ertsdóttir, hönnuður hjá kvk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.