Fréttablaðið - 22.08.2008, Side 60

Fréttablaðið - 22.08.2008, Side 60
40 22. ágúst 2008 FÖSTUDAGUR menning@frettabladid.is Í gær voru birtar niðurstöð- ur í samkeppni um hönnun húss fyrir Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Alls bárust 19 tillögur. Fyrstu verðlaun hlutu Hornsteinar arkitekt- ar ehf. Önnur verðlaun hlutu PK arkitekt- ar ehf., arkitektar Pálmar Krist- mundsson og Fernando de Mend- onca, og þriðju verðlaun fengu VA Arkitektar ehf., arkitektar þau Þórhallur Sigurðsson og Harpa Heimisdóttir. Auk þessara voru þrjár tillögur keyptar. Formaður dómnefndar, Sigríður Anna Þórðar- dóttir, kynnti niðurstöðurnar og menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Kristín Ing- ólfsdóttir, rektor HÍ, og Vésteinn Ólason, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, ávörpuðu gesti við athöfnina í gær. Forsendur Í forsendum keppninnar var sagt: „Byggingin skal vera vönduð og fögur og njóta sín vel í umhverf- inu. Húsið á að vera öruggur geymslustaður þjóðargersema um langa framtíð, handritanna sem geyma íslenskar fornbókmenntir, eddukvæði, sögur og fleira. Húsið á að mynda hagkvæma og örvandi umgjörð um þá fjölþættu starf- semi sem þar fer fram: kennslu, rannsóknir, fræðslu og þjónustu. Þar á að vera góð sýningaraðstaða þar sem vel er tekið á móti gest- um, ótignum sem tignum, og gefin skýr hugmynd um efnið sem kynna á og þá virðingu sem það nýtur. Mikilvægt er að nýjasta tækni sé notuð til að tryggja öryggi og árangursríkt starf.“ Vinningstillagan Í umsögn dómnefndar segir svo um vinningstillöguna: „Tillagan er sérstæð og frumleg með sínu sjálf- stæða og skýra sporöskjuformi, sem er hóflega brotið upp með útskotum og inndregnum svæð- um. Hún er falleg, fínleg, yfirveg- uð og myndar jafnframt sterkt kennileiti sem fellur vel að umhverfi. Byggingin stendur í grunnri spegiltjörn og er lokuð sem virki út á við en opin og ein- læg inn á við. Að utan er hún klædd málmhjúp með stílfærðum afritum texta úr handritum, sem í senn skreytir virkisveggina og vekur forvitni um það sem býr innan þeirra. Gönguleið á milli Háskóla Íslands og Þjóðarbókhlöðu er felld inn í bygginguna. Aðlaðandi aðal- aðkoma er um brú yfir litskrúð- uga tjörn, sem ásamt ljósasúlum með megingönguásnum umlykur húsið og styrkir tengsl við umhverfið. Innra fyrirkomulag er almennt mjög vel leyst. Bókasalur opnast frá fyrstu til þriðju hæðar í til- komumikla háa hvelfingu og teng- ist þannig vinnustofum fræði- manna, en utan hans blasir við tjörnin og myndar hér eins konar vík inn í húsið. Almenningsrými eru einnig tengd forrými á 1. hæð og kaffiterían, sem er andspænis bókasal, mætir einnig vík úr tjörn- inni. Kaffistofa á 3. hæð tengist skjólgóðri verönd. Á 2. og 3. hæð eru kennslu- og vinnurými tengd lokuðum inni/úti-görðum. Skil- greindar rýmisþarfir eru vel leystar og gefa kost á margvísleg- um sveigjanleika þrátt fyrir þétta skipan. Sýningarsal handrita og handritarannsóknum er hagan- lega komið fyrir á 1. hæð.“ Forsaga Frá árinu 1971 hafa íslensk hand- rit, sem skilað var frá Danmörku eftir langa vist þar í landi, verið varðveitt í Árnagarði af stofnun sem komið var á fót til að varð- veita þau og rannsaka. Í sama húsi hefur farið fram kennsla og rann- sóknir í íslenskum fræðum. Árna- garður var reistur í nokkurri skyndingu af þjóð sem bjó við óstöðugan og heldur bágborinn efnahag, en hugmyndin var að reisa síðar myndarlegri byggingu yfir þessar þjóðargersemar í tengslum við Þjóðarbókhlöðu eða í næsta nágrenni. Árið 2006 voru fimm stofnanir á sviði íslenskra fræða sameinaðar í eina sem fékk nafnið Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, en árið áður höfðu ríkisstjórn og Alþingi sam- þykkt að verja einum milljarði til að reisa hús á svæði Háskóla Íslands yfir þessa starfsemi. Nefnd sem menntamálaráðherra skipaði árið 2007 vann þarfagrein- ingu og samkeppnislýsingu um hönnun húss fyrir Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræð- um. Margar tillögur Ákveðið var að starfsemi íslensku- skorar Háskóla Íslands yrði einn- ig í húsinu sem risi á lóð A3 á háskólasvæðinu, norðan Guð- brandsgötu, vestan Suðurgötu. Menntamálaráðherra skipaði síðan dómnefnd í desember 2007 sem hafði það hlutverk að efna til opinnar samkeppni um hönnun húsnæðis Stofnunar Árna Magn- ússonar í íslenskum fræðum og íslenskuskorar Háskóla Íslands, í samvinnu við Arkitektafélag Íslands. Samkeppnislýsingin lá fyrir í mars 2008 og var samkeppnin aug- lýst á Evrópska efnahagssvæðinu í byrjun þess mánaðar. Skilafrest- ur tillagna var 12. júní 2008. Nítján tillögwur bárust og voru allar metnar. Innsendar tillögur voru mjög fjölbreyttar og augljóst að höfundar nálguðust viðfangs- efnið af miklum metnaði og frum- leika. Djarfar og skemmtilegar hugmyndir birtast í mörgum til- lögum þótt þær hafi ekki hlotið verðlaunasæti eða verið valdar til innkaupa. Á heildina litið telur dómnefnd að niðurstöður sam- keppninnar gefi góða mynd af mögulegri uppbyggingu á lóðinni og aðlögun að nærliggjandi bygg- ingum. pbb@frettabladid.is Nýtt hús fyrir Árnastofnun „Devised“-vinnuaðferðin hefur verið að ryðja sér til rúms hér- lendis og verður sífellt meira áberandi í íslensku leiklistarlífi. Það er þó ekki fyrir óvana að vita hvað liggur að baki orðinu. „Devised“ vísar til vinnuað- ferðar við gerð sviðslista þar sem ekki er unnið með ákveðinn texta og enginn eiginlegur höf- undur er að verkinu. Flestir leggja upp með grunnhugmynd og leita þá að efni sem tengist henni og skapa út frá því. Sem dæmi má nefna Mind Camp, sem sýnt var í Hafnarfjarðarleikhús- inu, en þar lá til grundvallar Beðið eftir Godot eftir Beckett. Í verki Hreyfiþróunarsam- steypunnar, Meyjarheftið, var fengist við raunveruleikasjón- varp, Opið út einbeitti sér að móðurhlutverkinu í Mamma- mamma og í Þú veist hvernig þetta er, eftir Stúdentaleikhúsið í stjórn Jóns Páls Eyjólfssonar var beint sjónum að Íslandi í dag. Yfirleitt myndast bútar eða atriði sem er svo raðað saman til að mynda heildarmynd. Þá er hlutverk leikstjórans, ef nokkur er, frekar að vera listrænn stjórnandi, að raða saman bútun- um, en að túlka verk og draga fram persónur í gegnum leikar- ana. Aðferðin hefur verið gagnrýnd fyrir að skila af sér brotakennd- um, sundurleitum verkum í stað sögu eða faglegrar heildar. Þá er textameðferð og leikur oft gagn- rýndur, en mörg „devised“-verk eru ekki leikin í hefðbundnum skilningi, heldur koma leikendur fram, „perform“. Aðferðin telst mjög póst-módernísk og hefur hún einkennt evrópskt leikhús um langt skeið. Meðal íslenskra leiklistar- manna sem vinna „devised“ má nefna Jón Pál Eyjólfsson, Ernu Ómarsdóttur og Sokkabandið. ArtFart hefur einnig einkennst af „devised“-verkum og er engin undantekning á því í ár. Ikea- ferðir, Vituð ér enn eða hvað ...?, DJ Hamingja og Augna-blik eru allar unnar á þennan máta, svo dæmi sé tekið. Þá er eitt verk nemendaleikhússins ár hvert „devised“, nú undir leiðsögn Kristínar Eysteinsdóttur. Búast má því við talsvert fleiri „devised“ verkum, næstu ár. - kbs Brotakennd sýn og illa leikið? PARTAR OG HLUTAR Erna Ómarsdóttir hefur mjög einkennandi stíl, en öll hennar verk eru unnin „devised“. Ríkisstjórn Íhaldsmanna í Kan- ada hefur gengið hart fram í nið- urskurði á fjárframlögum til lista og menningar í sumar. Í febrúar voru gerðar breytingar á fjárframlögum til land- sjóðs til styktar yfirfærslu á gögnum yfir í stafrænt form, gátt helgaðri menn- ingarmálefnum, rannsóknarstofn- un um menning- armálefni og sjóði til styrktar sjónvarpsefnis fyrir frum- byggja. Áfram haldið við niðurskurð í apríl og þá voru önnur prógrömm tekin fyrir, tvenn sem tengd- ust kvikmyndaiðnað- inum. Nú hefur ríkis- stjórnin lýst yfir vilja sínum til að skera niður styrki sem nemur nær 50 miljónum Kanada- dala fyrir apríl 2010. Borgarstjórar Toronto og Montreal hafa mótmælt niður- skurðinum með stórum auglýs- ingum í blöðum vestra. Menningarstarf í Kanada er ekki þekkt sökum ofríkis stórra menningarstofnana í hinum engilsaxneska heimi austan og vestan- hafs og sökum dálætis fjölmiðla á því sem ger- ist í Bretlandi eða Bandaríkjunum. Talsmaður ríkis- stjórnarinnar segir endurskoð- un á styrkjum til menningarstarfs vera eðlilega. Ef sjóðir standi illa undir nafni og þjóni ekki tilgangi sé eðlilegt að þeir séu lagð- ir af. - pbb Skorið í Kanada MENNING Celine Dion mun kunnasti kanadíski lista- maðurinn hér á landi ATH kl. 20 Nýtt frumsamið tón- og dansverk flutt í Gvendarbrunnum í kvöld; Draumar eftir Einar Braga Bragason og Irmu Gunnarsdóttur. Mæting er kl. 20.00 við hlið Gvendabrunna (við Rauðhóla), rétt við borgarmörkin. BYGGINGARLIST Starfsfólk Hornsteinar arkitektar ásamt menntamálaráðherra, rektor Háskóla Íslands, formanni dómnefndar og forstöðumanni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. MYND: HÁSKÓLI ‚ISLANDS/KRISTINN INGVARSSON BYGGINGARLIST Vinningstillaga um nýtt hús fyrir stofnun Árna Magnússonar eftir þau Ögmund og Ragnhildi Skarphéðinsbörn og Ólaf Hersisson.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.