Fréttablaðið - 22.08.2008, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 22.08.2008, Blaðsíða 62
42 22. ágúst 2008 FÖSTUDAGUR Undirtitill bókarinnar er „vega- ljóð“ og er hún einskonar vega- handbók eða leiðalýsing og ávarp- ar skáldkonan lesandann sem væri hann ferðalangur á þeim slóðum sem bókin fetar hverju sinni. Hringferð um landið, frá austri til austurs á móti sólu og bera ljóðin ýmist heiti tiltekinna staða eða hlutlaus heiti sem tengjast ferða- laginu og þeirri iðju að ferðast (innanlands), bæði í raun og anda. Ferðin er hvorki í „réttri“ tímaröð né gerist öll á sama tíma (hvorki krónólógísk né synkrónísk), skáld- konan ein sem mælir í fyrstu per- sónu eintölu er alltaf til staðar (samsömun mælanda og skálds er algjör), aðrir koma og fara með tímanum sem stekkur hvarvetna út úr nútíð ferðalags- ins og breytir sér í minningu eða sögu. En reynslu bókarinnar réttir skáldið lesanda sínum á silfurfati með því að rjúfa bein tengsl milli höfundar og persón- unnar „ég“ og gefa lesandanum þannig andlega hlutdeild í upplif- un hennar, raunum, draumum og þrám. Gott dæmi er t.d. ljóðið „verslunarmannahelgi“ (27), mögnuð sviðsetning með „plotti“ sem opinberar að „ég“ er hver sem er eða „persóna í ljóðabók“ en ekki (bara) höfundurinn í raun- veruleika (þá myndi ljóðið ekki enda í spurn heldur raun). Þennan tón slær bókin raunar strax í upp- hafi og hrífur lesandann með í för af því að hún speglar myndir „úr sólargeislum“ (13) sem ekki eru bundnar stað og stund ljóðsins heldur kallast á við nærtæka (altæka) reynslu og brúa tímabilið milli atburða og upplifunar les- andans sem þá renna saman í eitt. Ljóðin eru morandi af skáld- skap, kankvís, brosmild, sólrík, hæðin, orðheppin, gáfuleg, ógn- andi, „ýttu mér æpti ég“ (48) en sáttfús, „aldir flæða um æðarnar“ (72) og birta þeirra ávallt „tveggja heima“, í öllum skilningi, brúa bæði tíma og rúm – í litlu ljóði á bls. 69 stígur skáldkonan t.d. með einu orði bókstaflega heiminn á enda. Náttúrumynd ljóðanna er fjölbreytt og afhjúpandi, þótt „landslagið“ sé mestanpart „minn- ing“ (83) og uppspretta hugmynda eða hugsýnar lofa ljóðin fegurðina eins og hún birtist í þöglu samspili höfuðskepna, algerlega óháð Sköp- unarsögunni eða öðrum guðlegum uppruna, og vísar til skáldlegrar uppsprettu ekki síður en þess sem augað nemur úti. Dæmi er t.d. undurfallegt ljóð á bls. 38; tær fegurð þar sem jörðin lifnar við í eigin tign sem þó er skilyrt því að skáldið manngeri mannlaust sköp- unarverkið og skapi þannig úr því (mannlegt) drama – á forsendu listarinnar. Ráðvönd og trúverðug mynd á nýrri öld. Umhverfispólitík ljóðanna er ekki síður ögrandi og falin af list- fengi í þversögnum skáldskapar- ins. Í háðsku „kárahnjúkaljóði“ á bls. 15 afvopnar skáldið t.d. „eigin“ rök með ísmeygilegum fordómum og tuggulegri landarembu, þvær rökin í tæru virkjuðu jökulvatni (8) og fleygir síðan framan í fjall- konuna (18), lævís flétta sem kemur aftan að lesandanum og lætur fjandann botna ritninguna, amen afturábak, varpar alveg nýju ljósi. Þessi háðska afhelgun nær síðan hámarki í „Þingvalla- mosa“ á bls. 60, eftirlætisljóðinu mínu, þar renna land og maður saman í eina mynd, þar er Íslands- sagan endurskrifuð í ævisögu skáldsins uns lesandinn sér bæði Snæfríði og Guðríði leggjast sjálf- viljugar með fagurlimuðum barb örum á barmi hylsins og kom- ast upp með það. En sannleikur skáldskaparins nær hámarki í næsta ljóði á undan (59), þar sem dreifbýlisbarnið (skáldkonan) læðist í skjóli nætur úr fyssandi gljúfri niðrí flatan miðbæ og sendir höfuðborginni sinni hyldjúpa, altæra og mjög einlæga ástarkveðju sem í senn ber sigurorð af orðlist ljóðsins (af því hamingja ljóðsins er í loftinu fyrir ofan ljóðið) og fegurð lands- ins hringinn um kring. Bók sem bætir og kætir, steypir ekki stömpum á við Guðlausa menn en sprelllifandi ljóðlist sem opnar hug og breytir sýn á land og list. Sigurður Hróarsson Vegahandbók Ingunnar BÓKMENNTIR Í fjarveru trjáa Ljóð eftir Ingunni Sædal Bjartur 2008 ★★★★ Bók sem bætir og kætir INGUNN SÆDAL „Þetta er bara alveg ótrúlega skemmtilegt og í rauninni alveg einstakt tækifæri, sérstaklega fyrir ung ljóðskáld. Að fá heiminn þarna heim á bæjarhlað til sín. Það getur verið erfitt að þurfa alltaf að bera sig eftir hlutunum, þó maður geri það. Það er enginn stofnanabragur á þessu,“ segir Kristín Svava Tómasdóttir, ein þeirra ljóðskálda sem koma fram á fjórðu alþjóðlegu ljóðahátíð Nýhils. Hátíðin byrjar í kvöld og stendur til sunnudags. Sex ljóðskáld frá fimm löndum lesa í svotilgerðum ljóðapartýjum á Smíðaverkstæði Þjóðleikhúss- ins. „Það kemur náttúrlega fullt af erlendum skáld- um, til dæmis á bók- menntahátíð, en þetta er allt öðruvísi. Miklu frjálslegra. Við hlökkum mikið til að fá tyrkneska an ark- ista ljóðskáldið. Ég held ég fari ekki rangt með þegar ég segi að þetta sé fyrsti Tyrkinn sem kemur. Það verður mjög spennandi að sjá.“ Auk erlendra gesta og Kristínar Svövu koma Eiríkur Örn Norð- dahl, Kristín Eiríksdóttir, Linda Vilhjálmsdóttir, Jón Örn Loðm- fjörð, Örvar Þóreyjarson Smára- son, Ófeigur Sigurðsson, Una Björk Sigurðar- dóttir og fleiri fram. Ólöf Arn- alds spilar í kvöld, en nemendur í fræðum og framkvæmd koma fram á báðum kvöldum. Hátíðinni líkur með málþingi á sunnudegin- um. Kafnar lesturinn ekki í skark- ala menningarnætur? „Ef það er eitthvað sem ljóðaheimurinn þarf á að halda er það síst af öllu næði. Ég held að það sé þeim mun betra að vera á kafi í óreiðunni og látun- um og geta tekið þátt í að skapa óreiðu og læti. Það er leiður mis- skilningur að fólk þurfi að vera voða hljóðlátt og tillitssamt, fullt af einhverri heilagri lotningu þegar kemur að ljóðum. Það er bara frábært ef það er líf í þessu.“ -kbs Mun betra að vera á kafi í óreiðunni og látunum BÚIST VIÐ SPRENJGUM Eiríkur Örn Norðdahl les á ljóðahátíð FRÉTTABLAÐIÐ/HARI BÓKMENNTIR Kristín Svava Tómasdóttir leitar að einhverju gerðarlegu til að gera á sviðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MEÐ ÓREIÐUNA Í HÖND- UNUM Kristín Eiríksdóttir er listrænn stjórnandi ljóðahátíðar Nýhils. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 22. ágúst 2008 ➜ Leiklist Sviðslistahátíðin art- Fart sem haldin er af áhugafólki um svið- slistir, sýnir þrjú leikverk í kvöld. 20.00 DJ Happiness, höf. Íslenska hreyfiþró- unarsamsteypan. Flutt í Smiðjunni, Sölvhólsgötu 13. 22.00 Maddit, höf. Maddit Theater Company. Flutt í Smiðjunni Sölvhólsgötu 13. 20.00 Uppljómunin, höf. Snæbjörn Brynjarsson. Flutt á Kaffi Rót ➜ Tónleikar 21.00 Björk Jónsdóttir og hljóm- sveit Kjartans Valdemarssonar halda síðsumarstónleika með jass- og kaffihúsastemningu í Iðnó. ➜ Myndlist Í Gallery Turpentine, Ingólfsstræti 5, opnar sýning á verkum Karólínu Lárusdóttur þar sem sýnd verða 15 ný olíumálverk. Sýningin ber yfirskriftina „Í leit að himnaríki“. 18.00 Sigga Björg Sigurðardóttir opnar sýningu í 101 Gallery, Hverfisgötu 18a. Sýningin stendur til 5. október. ➜ Málverk og höggmyndir 20.00 Opnun sýningarinn- ar Sjóndeildarhringir þar sem sýnd eru málverk eftir Bjarna Sigurbjörnsson og höggmynd- ir eftir Svövu Björnsdóttur og Kristinn E, Hrafnsson. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn. Handan hugans – milli svefns og vöku er sýning sem stendur yfir í Skaftafelli, miðstöð myndlistar á austurlandi á Seyðisfirði. Sýningin er þess eðlis að hún er í stöðugri þróun út sýning- artímann. Sýningin stendur til 7. september. ➜ Viðburður 20.00 Viðbrögð við bylt- ingu - 1968 Rithöfundarnir Sigurður Pálsson og Þórarinn Eldjárn rifja upp tíðarandann frá árinu 1968 og hjómsveit- in Pops flytur vinsæl lög frá tímabilinu í Norræna hús- inu en þar er afmælisdagskrá í gangi vegna 40 ára afmælis Norræna húsins. ➜ Stuttmyndir Reykjavík Shots&Docs - Heimildar- og stuttmyndahátíð í Austurbæ, Snorrabraut 37. Miðasala opnar kl. 14. 18.00 Íslenskar stuttmyndir 20.30 Íslenskar heimildamyndir 23.00 Body of War ➜ Sýning Í húsi Orkuveitunnar að Bæjarhálsi 1 stendur yfir sýningin „Ljós í myrkri“. Sýningunni er ætlað að kynna fyrir fólki þá möguleika sem felast í gangvirkri lýsingu, hvaða þróun á sér stað í lýsingahönnum og gefa fólki tækifæri á að upplifa nýjungar í raflýsingu og hönnun. Sýningin stendur til 26. september og er opin 9-16 mánud.-föstud. ➜ Ljóð Ljóðahátíð Nýhils 2008 16.00 Setning ljóðahátíðar í Norræna húsinu 20.00 Ljóðapartí í Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins. Nánari upplýsingar á http://nyhil.blogspot.com. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.