Fréttablaðið - 22.08.2008, Side 64

Fréttablaðið - 22.08.2008, Side 64
44 22. ágúst 2008 FÖSTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Steinþór Helgi Arnsteinsson Nú þegar „strákarnir okkar“ í handboltalandsliðinu sigra hjörtu lands- manna er ekki úr vegi að skoða aðeins hið frábæra fyrirbæri sem handboltarokk var og er, eða kannski er það ekkert lengur? Ég veit reyndar ekki alveg hvaðan þetta hugtak, handboltarokk, kemur. Þetta er einfaldlega tungutak sem útvarpsmenn byrjuðu að temja sér og múgurinn hermdi eftir. Allavega er deginum ljósara að tónlistarmennirnir sjálfir, sem skópu stefnuna, áttu lítinn þátt í að móta hugtakið, enda eru þeir væntanlega teljandi á fingrum annarrar handar Suðurríkjamennirnir sem skilja eðli þessa guðdómlega sports. Fyrir mér er handboltarokk einfaldlega rokk sem vel strípaðir strákar, með flottan kassa og á kraftmiklum bílum fíla. Sjálfur hef ég ekkert á móti þessum hópi enda tilheyrði ég honum sjálfur hér á árum áður. Það gerir að verkum að í hillunum mínum má finna nöfn listamanna, já listamanna, á borð við Creed, Staind, Lit, Machine Head og fjölmargra annarra sem má hæglega setja í frægðarhöll handboltamanna. Mér fannst til dæmis Linkin Park besta hljómsveit sem ég hafði heyrt upp úr síðustu aldamótum. Ég kenni handboltanum um. Hversu sterkar taugar eru milli Linkin Park og handboltans hefur líka verið sannað á núverandi Ólympíumóti. Þar má Park ekki eingöngu finna í s-kóreska landsliðinu heldur einnig í hátalarakerfi kappvallarins. Ég lagði reyndar aldrei í sveitir eins og 3 Doors Down, Nickelback eða Puddle of Mud en þær þóttu með sveittari og jafnframt flottari hljóm- sveitum meðal ekta handboltamanna. Mikið af drullu, smekklegar klippingar, flottar kúlukeðjur og boot cut-gallabuxur. Gott stöff. Nú er bara að styðja strákana í dag og úrslitaleiknum og syngja hástöfum línurnar sem Creed kyrjuðu svo ódauðlega hér um árið. Let me take you higher … Áfram Ísland! LINKIN PARK Park er ekki bara að finna í s-kóreska landsliðinu heldur einnig í hátalarakerfi keppnisvallarins í Peking. > Plata vikunnar Late of the Pier – Fantasy Black Channel ★★★★ „Þessi fyrsta plata Iceland Airwaves- sveitarinnar Late of the Pier er óvenju djörf blanda ólíkra tónlistartegunda. Glysrokk, fönk, nýbylgja, progg og rafpopp eru á meðal hráefna í súpu sem svínvirkar.“ - tj Ný plata frá hljómsveitinni Coldplay er væntanleg strax á næsta ári og mun hún fylgja eftir vinsældum Viva La Vida or Death and All His Friends sem kom út í júní síðastliðnum. Sveit- in hefur þegar tekið upp meirihluta plötunnar og vill koma henni í búðir sem allra fyrst. „Upptökurnar á Viva La Vida gengu ótrúlega vel. Samstarf þeirra við upptökustjórann Brian Eno gekk eins og í sögu og þeir tóku upp mun fleiri lög en þeir komu fyrir á einni plötu,“ sagði starfsmaður hjá EMI, útgáfufyrirtæki Cold- play. Stutt er síðan söngvarinn Chris Martin sagði að sveitin hefði nýverið starfað með Kylie Minogue og nýtt lag með þeim væri væntanlegt á næsta ári. „Það verður á plötu sem kemur út 2009. Platan mun loka áratugnum á snyrtilegan hátt og eftir það veit ég ekki hvað gerist,“ sagði hann. Coldplay á tvær plötur eftir af samningi sínum við EMI og fari svo að ný plata komi út á næsta ári og hugsanlega safnplata í kjölfarið verð- ur sveitin laus allra mála. Ný plata á næsta ári COLDPLAY Ný plata frá Coldplay er væntanleg strax á næsta ári. krónum lagið Frá Fyll'ann takk! Á Tónlist.is getur þú nálgast yfir 50.000 lög og fyllt spilarann þinn af topptónlist. Allt efni á Tónlist.is er ólæst (DRM laust) og kostar frá 79 krónum lagið. Þannig getur þú fært tónlistina hindrunarlaust á milli tölvunnar, spilarans og farsímans. Vertu tilbúinn í sumarfríið! Seattle-sveitin Fleet Foxes er á meðal heitustu ný- liðanna í poppheiminum á árinu 2008, en fyrsta platan hennar samnefnd sveitinni hefur verið að fá hástemmda lofdóma beggja vegna Atlantshafsins að undanförnu. Trausti Júlíus- son kynnti sér þetta korn- unga band. „Okkar markmið er að vera ævin- týragjarnir og trúir sjálfum okkur og hafa gaman af því sem við erum að gera saman,“ segir Robin Peck- nold söngvari, gítarleikari og aðallagasmiður Seattle-sveitarinn- ar Fleet Foxes, í nýlegu viðtali. Yfirlýsing sem gæti átt við aðra hverja nýstofnaða hljómsveit, en munurinn á Fleet Foxes og öllum hinum er að Fleet Foxes er nýja uppáhaldshljómsveit tónlistar- áhugamanna og gagnrýnenda úti um allan heim. Og Robin heldur áfram að lýsa sveitinni: „Það skemmtilegasta sem ég geri í heim- inum er að syngja í harmóníu með öðru fólki þannig að vð gerum fullt af því. Við elskum kassagítara, raf- magnsgítara, stórar tom-trommur, mandólín, sílófóna, bassagítara, bassapedala, orgel, píanó, kótó og mest af öllu harmóníur og melód- íur. Okkur hefur tekist ætlunar- verkið ef við náum að gera lag þar sem öll hljóðfærin eru að gera eitt- hvað áhugavert og melódískt.“ Æskuvinir Fleet Foxes er skipuð þeim Robin, Skye Skjelset gítarleikara, Casey Westcott hljómborðsleikara, Josh Tillman trommuleikara og Christi- an Wargo bassaleikara. Robin og Skye eru æskuvinir og byrjuðu að spila á gítar saman fyrir tíu árum eða svo og ákváðu að stofna hljóm- sveit. Þeir störfuðu saman undir ýmsum nöfnum, t.d. Lemon/Lime og Pineapple, en fyrir tveimur árum varð Fleet Foxes til. Þeir vöktu snemma athygli fyrir góða frammistöðu á tónleikum og náðu eyrum útsendara Seattle-plötu- fyrir tækisins Sub Pop sem gerði við þá samning í fyrra. Fyrsta útgáfan var EP-platan Sun Giant sem kom út í febrúar og fyrsta stóra platan, Fleet Foxes, kom svo út nú í sumar. Líkt við Beach Boys og CSN&Y Vegur Fleet Foxes upp á stjörnu- himininn hefur verið hraður síðustu vikur og mánuði. Þeir hafa spilað mikið og eru bókaðir út árið og platan hefur fengið dúndur- dóma, m.a. fullt hús í Mojo og Guardian og 9/10 hjá Pitchfork- media. Tónlistin er heillandi þjóð- lagaskotið indípopp borið uppi af fínum lagasmíðum og frábærum söng. Henni hefur m.a. verið líkt við Beach Boys; Crosby, Stills, Nash & Young; Band of Horses og annað amerískt nýstirni, Bon Iver. Áhrifin frá tónlist sjöunda áratug- arins eru augljós, en skýringuna má finna í því að Robin ólst upp við tónlist foreldra sinna, Bob Dylan, Beach Boys, Neil Young, Simon & Garfunkel og fleiri. Óbyggðir og ævintýri Í textum Fleet Foxes er mikið talað um óbyggðir, t.d. í Ragged Wood, White Winter Hymnal og Medow- lark, ekki beint umhverfið í stór- borginni Seattle. Að sögn Robins átti hann við ofnæmisvandamál að stríða þegar hann var unglingur og varð að vera meira og minna inni í þjú ár. Þá sökkti hann sér inn í ímyndaðan heim með því að lesa bækur eins og Lord of the Rings. Hann segir tónist Fleet Foxes vera á einhvern hátt eins og ævintýri sem maður getur flúið inn í til að gleyma stað og stund. Raddaður ævintýraheimur FLEET FOXES Söngvarinn Robin Pecknold líkir tónlist sveitarinnar við ævintýraheim sem maður getur flúið inn í til að gleyma stað og stund. Næsta plata hljómsveitarinnar GusGus, sem kemur út eftir ára- mót, verður tekin að mestu leyti upp „live“. Verður það í fyrsta sinn sem sveitin prófar slíkt. „Konseptið á næstu plötu eru búið að taka dálítið skýra mynd hjá okkur. Það er eiginlega forms- atriði að klára hana,“ segir Biggi Veira úr GusGus. „Það hefur verið nefnt við okkur að við höfum aldrei náð „live-fílingnum“ inn á plöturnar. Við höfum unnið plöt- urnar og útsett „live-settið“ út frá því og þaðan hafa lögin tekið öðru- vísi stefnu,“ segir hann. Daníel Ágúst mun koma meira við sögu á nýju plötunni en á undan- förnum plötum og eru það góð tíð- indi fyrir aðdáendur GusGus. Fyrir utan þátttöku hans verður platan að stórum hluta án söngs. „Forever-platan [síðasta plata GusGus] var eðlilegt framhald af Attention. Núna þurfum við pínu- lítið að finna okkur upp á nýtt,“ segir Biggi. Fram undan hjá GusGus eru tónleikar í Moskvu 30. ágúst og í Tókýó 11. október. Því næst er röðin komin að Iceland Airwaves og miðað við stemninguna sem var á tónleikum GusGus á Nasa um síðustu helgi mega aðdáendur sveitarinnar eiga von á góðu á þeirri tónlistarhátíð. - fb Næsta plata formsatriði DANÍEL ÁGÚST Hljómsveitin Gus Gus er að undirbúa glænýja plötu sem kemur út á næsta ári. Daníel Ágúst verður þar í stærra hlutverki en áður. > Í SPILARANUM Esja - Esja Wanker of the 1st Degree - Retrograde Sagan af Eyfa (bönnuð börnum) - Stórsveit Guðmundar Inga WANKER OF THE 1ST DEGREEESJA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.