Fréttablaðið - 22.08.2008, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 22.08.2008, Blaðsíða 74
54 22. ágúst 2008 FÖSTUDAGUR V ið ey e hf . OPIÐ FRÁ 11 - 01 VIRKA DAGA OG 11-05:30 UM HELGAR HEIMSKLASSASTAÐUR Á FRÓNI OPNUM 22.08.08 Grensásvegi 5-7 - Sími 553 4030 steakandplay.is - steakandplay@steakandplay.is SPORT CLUB GOLF HERMIR STEIKHÚS PLAYSTATION ALLAR AÐAL SPORTRÁSIR HEIMS FÓTBOLTI Íslandsmeistarar Vals heimsækja Stjörnuna á Stjörnuvöll í undanúrslitum VISA-bikars kvenna í kvöld kl. 18.00. Freyr Alexanders- son, annar þjálfara Valsliðsins, er bjart- sýnn fyrir leikinn gegn Stjörnunni en Valsstúlkur töpuðu á dögunum sínum fyrsta deildarleik í rúm tvö ár þegar liðið beið lægri hlut, 2-3, gegn VISA-bikarmeisturum KR á KR-vell- inum í Frostaskjóli. „Ég er sannfærður um að stelpurnar mæti með blóð á tönnunum í þennan leik og verði klárar í slaginn, sér í lagi í ljósi þess að við misstigum okkur á sunnudaginn. Við höfum tæklað þessa viku mjög vel og and- inn í hópnum er góður þannig að ég er bara bjartsýnn,“ segir Freyr. Valsliðið varð sem kunnugt er Íslands- meistari á síðustu leiktíð en féll þá út úr átta liða úrslitum í bikarnum gegn Breiða- bliki. „Það má lítið út af bregða í bikarnum eins og allir vita en hungrið er til staðar og við ætlum okkur að fara alla leið og vinna báða titlana sem í boði eru,“ segir Freyr. Þorkell Máni Pétursson, þjálfari Stjörn- unnar, telur að möguleikinn á að komast í úrslitaleikinn sé vissulega fyrir hendi en ansi margt þurfi að falla með Garðarbæjar- liðinu til þess að svo verði. „Við erum klárlega litla liðið í þessu og höfum nákvæmlega engu að tapa. Það þarf allt að ganga upp hjá okkur til þess að við náum að vinna þetta Valslið og það er ekki gott að þurfa að mæta því þegar það er nýbúið að tapa leik. En við munum að sjálf- sögðu berjast og selja okkur dýrt og láta hafa vel fyrir okkur,“ segir Þorkell Máni. Stjörnuliðið á í nokkrum meiðslavand- ræðum fyrir leikinn en Þorkell Máni vill ekki einblína á það. „Því er ekki að neita að við eigum við tals- verða manneklu að etja vegna meiðsla en það kemur bara maður í manns stað,“ segir Þorkell Máni. Báðir þjálfarar hvetja fólk vitanlega til þess að fjölmenna á Stjörnuvöllinn og skapa alvöru bikar- stemningu í kvöld. - óþ Þjálfararnir Freyr Alexandersson og Þorkell Máni Pétursson verða í eldlínunni með lið sín í undanúrslitum VISA-bikarsins í kvöld: Það má lítið út af bregða í bikarkeppninni ERFITT VERKEFNI Þor- kell Máni er hóflega bjartsýnn fyrir leikinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI BJARTSÝNN Freyr telur að Valsliðið komi sterkt til baka eftir tap gegn KR á sunnudag. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR FÓTBOLTI Það fer tvennum sögum af því í ítölskum fjölmiðlum hvort að framherjinn Andriy Shev- chenko sé á leiðinni aftur til AC Milan frá Chelsea. Ítalska dagblaðið Corriere dello Sport fullyrðir að Shevchenko muni ganga aftur í raðir AC Milan í dag eða í síðasta lagi um helgina á eins árs lánssamningi. Dagblaðið La Gazzetta dello Sport er á öðru máli og segir að Chelsea vilji ekki lána leikmanninn heldur selja hann á litlar 15 milljónir punda. Hinn 31 árs gamli Úkraínumað- ur hefur ekki beint slegið í gegn hjá Chelsea síðan hann kom til félagsins fyrir tímabilið 2006- 2007 á 30 milljónir punda. En hann er lifandi goðsögn í Mílanó- borg þar sem hann skoraði 127 mörk í 208 leikjum á ferli sínum með AC Milan. - óþ Ítalskir fjölmiðlar: Shevchenko á fornar slóðir? VERÐFALL Kaupverð Shevchenko hefur lækkað um helming á tveimur árum ef marka má ítalska dagblaðið La Gazzetta dello Sport. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Knattspyrnustjórinn Roy Keane hjá Sunderland hefur verið duglegur á leikmannamarkaðnum í sumar en hann virðist hvergi nærri hættur. Framherjinn Djibril Cisse er kominn til Sunderland á láni frá Marseille og þá hefur félagið einnig fengið norðurírska landsliðsmanninn David Healy frá Fulham en kaupverðið er óuppgefið. Hinn 29 ára gamli Healy vann sér það helst til frægðar að ná að skora 13 mörk með norðurírska landsliðinu í undankeppni EM 2008 en það er met. Króatinn Davor Suker átti metið áður en hann skoraði 12 mörk fyrir Króatíu í undankeppni EM 1996. - óþ Enska úrvalsdeildin: Sunderland að styrkja sig MARKAHRÓKUR Hinn norðurírski Healy á markametið, 13 mörk, yfir flest mörk skoruð í undankeppni Evrópumótsins. NORDIC PHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.