Fréttablaðið - 22.08.2008, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 22.08.2008, Blaðsíða 78
58 22. ágúst 2008 FÖSTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2. áfall, 6. í röð, 8. kúgun, 9. starfs- grein, 11. öfug röð, 12. ávöxtur, 14. miklu, 16. í röð, 17. drulla, 18. óhreinka, 20. íþróttafélag, 21. nudda. LÓÐRÉTT 1. hæfileiki, 3. tveir eins, 4. tegund af brauði, 5. málmur, 7. aftursæti, 10. hola, 13. röð, 15. murra, 16. spenna, 19. til. LAUSN LÁRÉTT: 2. lost, 6. áb, 8. oki, 9. fag, 11. on, 12. akarn, 14. stóru, 16. þæ, 17. for, 18. ata, 20. kr, 21. niða. LÓÐRÉTT: 1. gáfa, 3. oo, 4. skonrok, 5. tin, 7. baksæti, 10. gat, 13. róf, 15. urra, 16. þan, 19. að. „Dagskrárstjórinn vill greinilega halda í möguleik- ann á kynferðislegri spennu. Ég veit ekki hvort ég get komið til móts við hann þar,“ gantast sjónvarps- konan Eva María Jónsdóttir sem verður spyrill í Gettu betur – spurningakeppni framhaldsskólanna. Þórhallur Gunnarsson, dagskrárstjóri innlendrar dagskrárdeildar RÚV, hefur gengið frá ráðningu Evu Maríu sem verður önnur kvenna til að annast þetta vandasama hlutverk. Sögulegt er einnig að stigavörðurinn verður karlkyns. „Okkur þótti forvitnilegt að víxla þessu alveg með tilliti til kynja,“ segir Þórhallur. Áður hefur komið fram að dómari er Davíð Þór Jónsson og hann er að vonum ánægður með spyrilinn: „Hún er skýrmælt og skjávön.“ Evu Maríu hefur alltaf fundist keppnin skemmti- leg, eins og flest sem komið er til ára sinna og er hluti útvarpssögunnar. Gettu betur hefur lifað góðu lífi þótt tímarnir breytist. Og sé einmitt litið til sögunnar má segja að kynferðisleg spenna milli stigavarðar og spyrils hafi þar verið fyrir hendi án þess að farið sé nánar út í þá sálma. „Ég sló þessu fram í gríni í óformlegu spjalli við Þórhall. Að þá væri rétt að stigavörðurinn væri karlkyns. Ef ég fæ að velja hver stigavörðurinn er get ég lofað Þórhalli ákveðinni spennu. En það er varla í mínum höndum að ráða stigavörðinn,“ segir Eva María. Verkefnið leggst vel í Evu Maríu þótt hún segist í gegnum tíðina hafa verið hrædd við unglinga. „Þetta er fín ögrun. Kannski er ég það ekki lengur heldur er þetta einhver gömul bábilja í mér sem ég hef læknast af. Ég hlakka til að kynnast þeim og vita hvernig þeir eru.“ Eva María verður eftir sem áður með viðtalsþætti sína á sunnudagskvöldum fram í desember. Þá tekur Gettu betur við og verður þátturinn á laugardags- kvöldum til að gefa honum aukið vægi. Stefán Pálsson sagnfræðingur er öðrum mönnum fróðari um Gettu betur og hann mælti sérstaklega með því á sínu bloggi fyrir um tveimur mánuðum að Eva María veldist til starfans. „Steinunn Sigurðar- dóttir er eini kvenspyrillinn til þessa. Árið 1990. Það var sérkennileg keppni því hún var strípuð spurn- ingakeppni. Stefán Jón Hafstein tók við árið eftir og þá varð keppnin og umgjörðin miklu stærri.“ Eva María segir Gettu betur nýbreytni fyrir sig; nú sé fengist við beinharðar staðreyndir en ekki túlkanir. Hún hefur aldrei hneigst til að leggja staðreyndir á minnið. „Stórkostlegt að vera lélegur í einhverju en vera samt fundið hlutverk í því. Ég hef ágæta framsögn og get borið spurningarnar rétt fram.“ jakob@frettabladid.is ÞÓRHALLUR GUNNARSSON: EVA MARÍA SPYRILL Í GETTU BETUR Kynferðisleg spenna í Gettu betur hugsanleg EVA MARÍA JÓNSDÓTTIR OG DÓTTIR Sló því fram í gríni við Þórhall að ef hún tæki spyrilshlutverkið að sér væri réttast að stigavörðurinn yrði karlkyns. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8. 1 Pétur Jóhann Sigfússon. 2 Guðmundur Þóroddsson. 3 Hercules. „...fyrst á visir.is“ ...ég sá það á visir.is LÖGIN VIÐ VINNUNA „Ég er núna að hlusta á frábær- an nýjan disk með Múgsefjun, Hjaltalín og nýtt efni eftir KK. Þægilegast er að hlusta á KK og brainstorma. Múgsefjun kemur mér í stuð, sértaklega Þú ert svo lauslát. Svo er Hjaltalín er alltaf skemmtileg.“ Jón Gunnar Þórðarson, leikstjóri og fyrirtækjaeigandi. Tónlistarhátíðin Iceland Music Festival 2008 verður haldin í fyrsta sinn á Tunglinu um miðjan sept- ember. Á meðal þeirra sem koma fram eru Ultra Mega Technobandið Stefán, Sometime, Sesar A, Kicks!, Dabbi T, The Nellies og Dag- straumur. Maðurinn á bak við hátíðina er hinn sextán ára Steinar Jónsson, framkvæmdastjóri hins nýstofnaða útgáfufyrir- tækis MediStream Rec- ords. „Mig langaði að halda eitthvað skemmti- legt festival,“ segir Steinar um hátíðina. „Þeir sem voru í kring- um mig vildu geta farið á Iceland Airwaves en þar er átján ára aldurstak- mark. Þannig að ég vildi halda þessa hátíð svo krakkar yfir þrettán ára gætu fengið þessa Air- waves-upplifun,“ segir hann. Undirbúningur fyrir hátíðina er í fullum gangi og sér Steinar alfarið um hann sjálfur. Vonast hann til að fimmt- án hljómsveitir komi fram á hátíðinni og er helmingurinn þegar búinn að staðfesta komu sína. Leit stendur einnig yfir að fersku elektró- bandi sem fær þann heiður að opna hátíð- ina og geta áhuga- samir sent umsókn á netfangið contact@ mediastreamrecords. com. Hvað varðar Media- Stream Records þá er Steinar þegar búinn að semja við Haffa Haff, Sesar A, Daniel Alvin og Dabba T og vonast til að bæta fleiri skjólstæð- ingum í sarpinn. „Þetta er mjög gaman. Maður er kominn með svo- lítið aukavald. Ég er búinn að gera hitt og þetta áður og gaf til dæmis út Dabba T-plötuna. Maður er far- inn að þekkja allt þetta fólk,“ segir hann. - fb Tónlistarhátíð fyrir unglinga STEINAR JÓNSSON Steinar undir býr þessa dagana tónlistar- hátíðina Iceland Music Festival sem verður haldin í september. ULTRA MEGA TECHNOBANDIÐ STEFÁN Technobandið verður á meðal þeirra sem troða upp á tónlistarhátíðinni. Veiðifélagið Oddhvassir tindar var form- lega stofnað árið 2002 af ekki ómerkari veiðimönnum en Ragnari Páli Steinssyni og Heiðari Erni Kristjánssyni, báðir kenndir við Botnleðju, Sindra Kjartans- syni kvikmyndagerðarmanni, Unnari Jónssyni og plötusnúðnum Kristni Gunn- ari Blöndal. Félagið dregur heiti sitt af oddhvössum tindum sem blasa við mönn- um hjá Hítarvatni á Mýrum. „Við höfum farið árlega í veiði eftir stofnun félagsins og þá oftast að Hítar- vatni. Þetta eru alvöru harðkjarna-veiði- túrar sem við förum í, hér eru engir Range Roverar með í ferð heldur bara karlmenn með derhúfur á pikköpp og mikil læti,“ segir Raggi. Tveir meðlimir hafa bæst við hópinn síðan hann var stofnaður, þeir Jón Atli úr Hairdoctor og Friðrik Ásmundsson, kvik- myndagerðarmaður. „Veiðin sjálf er í raun í aukahlutverki í þessum veiðiferðum. Þetta er meira spurning um ljúfar sam- verustundir og söng og gleði,“ segir Raggi en bætir við að stundum hafi komið til slagsmála á milli manna, „En það gerir ferðina bara eftirminnilegri,“ bætir hann við. Ragnar segir að það ríki mikil valdaskipting innan félagsins, „Sindri er æðstitindur og forseti, næstur er ég og minnsti tindurinn er Jón Atli, einfaldlega vegna þess að hann er nýjasti meðlimurinn. Nýir meðlimir þurfa að ganga í gegnum margt til þess að fá inn- göngu í hópinn. Þeir mega til dæmis ekki syngja með okkur, ekki veiða og ekki drekka í fyrstu ferðinni sinni,“ segir Raggi. - sm Þekktir tindar saman í veiðifélagi RAGGI LEÐJA Segir hópinn fara í harðkjarna veiðiferðir. NÝJASTI MEÐLIM- URINN Jón Atli þurfti að þreyta inntökupróf til þess að fá inngöngu. ÆÐSTITINDUR Sindri er ótvíræður foringi hópsins Leikhúshaustin eru nú óðum að taka á sig mynd og í Hafnarfjarð- arleikhúsinu hefjast sýningar á verkinu Mamma mamma aftur 31. ágúst, en leikritið hlaut frábærar viðtökur í vor. Einhverjar breytingar verða á leikhópnum því Birgitta Birgis- dóttir er nú sjálf að verða mamma. Fyrsta barn hennar og eiginmanns- ins Örvars Smárasonar í múm er væntanlegt í september og í stað Birgittu mun Laufey Elíasdóttir því kasta sér um gólfin í Hafnarfjarðar- leikhúsinu í haust. Tónleikarnir á Klambratúni á Menn- ingarnótt verða með glæsilegasta móti. Hljómsveitirnar sem koma fram að þessu sinni eru Ný Dönsk, Jet Black Joe, Magn- ús og Jóhann, Bloodgroup, Fjallabræður og Hjaltalín. Þar með mun dagskráin þó ekki vera upptalin því Páll Óskar Hjálmtýsson mun koma fram ásamt síðastnefndnu hljómsveitinni og syngja lag sitt Þú komst við hjartað í mér, sem Hjaltalín hefur einmitt breitt yfir með glæsibrag á öldum ljósvakans. Eftir gott og ærlegt sumarfrí snýr sjónvarpsstjarnan Jón Ársæll Þórðarsson til baka. Hann, og hans hægri hönd Steini, eru nú að hefja vetrarstarfið og leggja drög að næstu seríu Sjálfstæðs fólks þar sem garnirnar eru raktar úr athyglisverð- um Íslendingum. Þeir skima nú eftir slíkum og þiggja allar ábend- ingar með þökkum. - sun/- shs/- jbg FRÉTTIR AF FÓLKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.