Fréttablaðið - 23.08.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 23.08.2008, Blaðsíða 2
2 23. ágúst 2008 LAUGARDAGUR STJÓRNMÁL Evrópunefndin, nefnd um þróun Evrópumála, hefur hafið athugun á hvort mögulegt sé að Ísland taki upp eða tengi íslensku krónuna evru með vilja og í samvinnu við Evrópusam- bandið. Nefndin mun nálgast verkefnið út frá þremur þáttum: hagfræði- legum, lagalegum og stjórnmála- legum. Að líkindum mun nefndin kalla eftir sérstakri hagfræðilegri úttekt á viðfangsefninu og starfs- maður hennar kanna lagalegan þátt þess. Pólitíska afstaðan er svo í höndum stjórnmálamann- anna. Ágúst Ólafur Ágústsson, vara- formaður Samfylkingarinnar og annar tveggja formanna nefnd- arinnar, segir málið tekið upp eftir að forsætisráðherra fól henni að skoða það sérstaklega. Talsverðar umræður fóru fram miðsumars um möguleikann á upptöku evru í framhaldi af hug- leiðingum Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra þar um. Spurði hann á heimasíðu sinni hvernig væri að láta reyna á það á markvissan hátt, hvort unnt væri að taka upp evru í samstarfi við Evrópusambandið og renna þannig þriðju stoðinni undir sam- starf Íslands og ESB. Núverandi stoðir samstarfsins eru EES- samningurinn og Schengen-sam- komulagið. Í kjölfar umræðnanna fól Geir H. Haarde forsætisráðherra Evr- ópunefndinni að gaumgæfa þenn- an möguleika. Auk áðurnefndra athugana hyggst nefndin óska eftir að Björn Bjarnason mæti á fund hennar svo spyrja megi hann ítarlega og milliliðalaust út í hug- myndir hans um málið. Björn fór fyrir nefnd um Evrópumál sem starfaði í tæp þrjú ár og skilaði skýrslu í mars síðastliðnum. Þá mun nefndin fara til Brussel í september og ræða við forvígis- menn innan Evrópusambandsins, jafnt embættismenn sem stjórn- málamenn. Auk annarra verður rætt við Joaquin Almunia, efna- hagsmálastjóra ESB. Ágúst Ólafur segir nefndar- menn á einu máli um að rétt sé að skoða gjaldmiðilsmálin af alvöru. „Það er mikilvægt að leggja mat á hvort þetta sé annars vegar raunhæft og hins vegar skynsam- legt, ekki síst í ljósi þess að breitt bil er á milli skoðana. Sumir segja þetta óraunhæft en aðrir að þetta sé hægt.“ bjorn@frettabladid.is Kannað verði hvort evruaðild sé möguleg Evrópunefndin skoðar hvort aðild að Myntbandalagi Evrópu og/eða upptaka evru sé möguleg. Hagfræðilegar, lagalegar og pólitískar hliðar verða kannaðar. Nefndarmenn ræða við embættis- og stjórnmálamenn í Brussel í september. Á FUNDI EVRÓPUNEFNDARINNAR Ágúst Ólafur Ágústsson, annar formanna nefndarinnar, segir gjaldmiðilsmálin verða skoðuð af alvöru. Mikilvægt sé að meta hvort og þá hvaða möguleikar séu á upptöku evru eða tengingu krónunnar við hana. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FLÓTTAMENN Dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að mál Pauls Ram- ses verði tekið til efnislegrar með- ferðar á Íslandi. Þetta þýðir að Ramses samein- ast fjölskyldu sinni að nýju og verður fluttur til landsins á kostn- að Útlendingastofnunar. „Það er skýr afstaða okkar að hann komi til landsins sem fyrst,“ segir Haukur Guðmundsson, for- stjóri Útlendingastofnunar. Haft var samband við ítölsk yfirvöld í gær vegna þessa. Ráðuneytið fellst ekki á að nokkuð hafi verið athugavert við málsmeðferð og niðurstöðu stofn- unarinnar á sínum tíma. Hins vegar hafi ný gögn komið fram. „Það kom í ljós að kona hans var ekki með gilt dvalarleyfi í Sví- þjóð. Hennar hefði því beðið brott- vísun til Kenía. Það er vegna þessa sem ráðuneytið lítur til mannúðarsjónarmiða. Það vildi ekki vísa henni og barninu til Kenía, meðan hann er í hælisleit á Ítalíu,“ segir Haukur. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir að auki að upplýsingar um aðra ættingja Pauls á landinu hafi spilað inn í ákvörðunina. Ekki náðist í Ramses í gær, en kona hans, Rosemary, er yfir sig hamingjusöm. „Ég fékk þessa sænsku kenni- tölu og mér var sagt að ég mætti vera eins lengi og hún gildir, sem er til ársins 2012,“ segir Rosemary. - kóþ Mannúðarsjónarmið réðu för þegar dómsmálaráðuneyti tók ákvörðun: Paul Ramses kemur til Íslands ROSEMARY ATIENO OG FÍDEL SMÁRI Rosemary og manni hennar varð til happs að sænsk kennitala hennar jafn- gildir ekki dvalarleyfi, eins og hún segist hafa haldið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON PAKISTAN, AP Stærsti flokkurinn í ríkisstjórn Pakistans lagði í gær til að ekkill hinnar myrtu Benazir Bhutto, Asif Ali Zardari, yrði eftirmaður Pervez Musharrafs á forsetastóli landsins. Samstarf stjórnarflokkanna tveggja stendur tæpt og tilefning Zardaris eykur líklega á ágreining- inn. Kjörstjórn tilkynnti í gær að þingmenn myndu kjósa eftirmann Musharrafs 6. september. Sjálfsvígssprengjuárásir við stóra vopnaverksmiðju nærri Islamabad urðu minnst 59 manns að bana á fimmtudag. Tilræðið gerði út um vonir manna um að takast mætti að lægja öldurnar í kjölfar afsagnar Musharrafs. - aa Stjórnmál í Pakistan: Zardari í for- setaframboð UPPNÁM Lögregla á vettvangi sjálfsvígs- tilræðanna á fimmtudag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VIÐSKIPTI „Þetta er hluti af okkar heimildum til aðstoðar fólks í greiðsluerfiðleikum. Sú staða hefur komið upp í vaxandi mæli á fyrri hluta árs að fólk situr uppi með tvær eignir eftir að hafa fjárfest í nýrri,“ segir Guðmund- ur Bjarnason, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs. Sjóðurinn hefur ákveðið að fólk sem keypt hefur húseign en situr uppi með aðra sem ekki hefur tekist að selja, geti fryst lán. Guðmundur segir að þetta hafi verið ákveðið fyrir tveimur mánuðum en ekki var greint formlega frá þessu fyrr en í gær. Þegar það varð ljóst fór fyrir- spurnum að rigna yfir sjóðinn. - ikh / sjá síðu 12 Íbúðalánasjóður frystir lán: Fyrirspurnum rignir inn Námskeið við ofþyngd • Hefurðu ítrekað reynt að grenna þig án árangurs? • Gætu aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar komið þér að gagni? Tíu vikna námskeið er að hefjast á vegum Kvíðameðferðarstöðvarinnar undir stjórn Sóleyjar D. Davíðsdóttur, Sigurbjargar J. Ludvigsdóttur og Brynjars Halldórssonar sálfræðinga. Kenndar verða leiðir til breyta hugarfari og atferli sem grefur undan árangri á þessu sviði. Skráning fer fram á kms@kms.is eða í síma 822-0043 og lýkur 25. ágúst n.k. Nánari upplýsingar má fi nna á: www.kms.is. VEÐUR Búist er við nokkurri úrkomu á höfuðborgarsvæðinu í dag þegar borgarbúar halda menningarnótt. „Það verður blautt meginpart dags,“ segir Kristín Hermanns- dóttir, veðurfræðingur á Veður- stofu Íslands. Mesta úrkoman verði þó um hádegið. Kristín segir þokkalegt útlit með veður í kvöld. „Það gæti orðið þurrt og rólegur vindur í kvöld,“ segir Kristín. Réttast sé fyrir fólk að klæðast skjólgóðum og regnheld- um fatnaði á menningarnótt. - ovd Blautt meginpart dagsins: Vætusamt á menningarnótt Anna Pála, stólið þið á nýjan meirihluta? „Nei, ég held að það myndi koma okkur í koll.“ Ungir jafnaðarmenn og ung vinstri græn stóðu fyrir stólaleik á fyrsta borgarstjórn- arfundi nýs meirihluta. Anna Pála Sverris- dóttir er formaður ungra jafnaðarmanna. ÍÞRÓTTIR Alþjóðlega Ólympíu- nefndin hefur farið þess á leit við forráðamenn Ólympíska fimleika- sambandsins að kannað verði hvort kínversku fimleikastúlkurn- ar uppfylli aldursskilyrði leikanna. Reglur segja til um að fimleika- stúlkur megi ekki vera yngri en sextán ára en sumar eru taldar mun yngri, eða fjórtán ára. „Barnatennurnar eru ekki enn dottnar úr sumum. Eina þeirra vantar enn þá eina framtönn,“ sagði Martha Karoliy, þjálfari bandaríska fimleikaliðsins, í samtali við CNN. - kg Kínversku fimleikastúlkurnar: Sumar með barnatennur IÐNAÐUR Suðurlandsskjálftinn í maí sparaði Reykvíkingum líklega umtalsverðar fjárhæðir. Hann reið yfir þegar Orkuveit- an var með útboð á tryggingum fyrir virkjanir sínar og veitur. Flest mannvirki fyrirtækisins eru á hættusvæði, vegna jarðhrær- inga og eldvirkni. „Og hann kom nánast eftir pöntun. Vátryggingafélögin erlendu sáu þá að öll okkar mannvirki stóðust skjálftann og að það væri ekki glapræði að tryggja okkur,“ segir Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri Orkuveitunn- ar. Iðgjaldið nemur um 130 milljónum á ári. - kóþ Orkuveita Reykjavíkur: Jarðskjálftinn lækkaði iðgjald STJÓRNMÁL Óvíst er hvort þverpól- itísk samstaða næst um breyting- ar á lögum um eftirlaun ráðherra og þingmanna. Málið var eitt dagskrármála fundar formanna stjórnmála- flokkanna í gær. Geir H. Haarde forsætisráðherra segir málið hafa verið rætt vítt og breitt en kveðst aðspurður ekki hafa lagt fram tillögur að breytingum. „Nei, ég gerði það ekki. Við þurf- um að vega og meta hvernig við stöndum að því og eins hvort um það næst samstaða. Það er ekkert víst.“ Í vor boðaði Geir að reynt yrði að finna viðunandi lausn á eftir- launamálinu í sumar og kvaðst um leið gera ráð fyrir að formenn allra flokka ynnu sameiginlega að þingmáli sem lagt yrði fram í haust. Þó Geir segi nú að óvíst sé um samstöðu býst hann engu að síður við að frumvarp komi fram í haust. „Ég reikna nú með því en veit ekki hvort það verður frum- varp allra flokka eða eitthvað annað.“ Áfram verði rætt um málið á vettvangi flokksformanna enda standi vilji til þess. „Ég held að allir hafi áhuga á að finna lausn, en við verðum að sjá hvað gerist. Hins vegar er mikill mis- skilningur í gangi varðandi lög- gjöfina. Fyrir þingmenn flesta er hún síður en svo betri en gömlu lögin þannig að það þarf að velta ýmsu fyrir sér í þessu.“ - bþs Formenn stjórnmálaflokkanna funduðu um breytingar á eftirlaunum í gær: Óvíst um samstöðu um eftirlaunin GEIR H. HAARDE Segir óvíst hvort samstaða náist meðal flokksfor- manna um eftirlauna- málið. Bruni í sumarbústað Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu var í gærkvöldi kallað að sumarbústað í Ásgarðslandi í Grímsnesi. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en bústaður- inn, sem er í byggingu, var mann- laus. Eldsupptök eru ekki kunn en bústaðurinn er nokkuð skemmdur af völdum elds og reyks. LÖGREGLUFRÉTTIR SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.