Fréttablaðið - 23.08.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 23.08.2008, Blaðsíða 8
8 23. ágúst 2008 LAUGARDAGUR Handboltaáhrif er nýyrði í íslensku viðskiptalífi. Með áhrif- unum er vísað til þeirrar ládeyðu sem var á markaðnum þegar Íslendingar kepptu við Spánverja um sæti í úrslitaleiknum á Ólymp- íuleikunum. Nánast engin viðskipti áttu sér stað með krónuna. Einhver hreyf- ing var þó í hálfleik en svo hélst gengisvísitalan óbreytt út leikinn. „Það voru engin viðskipti á skuldabréfamarkaði meðan á leiknum stóð en það voru 48 við- skipti gerð á hlutabréfamarkaði,“ segir Kristín Jóhannsdóttir, sam- skiptastjóri Kauphallarinnar. Hún segir að heildarvelta dagsins hafi verið sæmileg, bæði fyrir hluta- bréfa- og skuldabréfamarkað en svo virðist sem fjárfestar hafi tekið sér tveggja klukkustunda hlé í dag. Ef rýnt er í fortíðina má sjá að íslenska handboltalandsliðið leik- ur yfirleitt vel í kreppu. Þegar landsliðið stóð á verðlaunapalli í B-keppninni í Frakklandi 1989 var efnahagsástand þjóðarinnar ekki upp á marga fiska. Árið 2002 var niðursveifla á Íslandi en þá lenti íslenska landsliðið í fjórða sæti á Evrópumótinu í Svíþjóð. Sérfræðingum á markaði kemur því tæpast á óvart nú mitt í allri bölsýninni og krepputali, að „strákarnir okkar“ standi undir nafni og tryggi sér verðlaunapen- ing á Ólympíuleikunum. - ghh „Handboltaáhrif“ er eitt nýyrða í íslensku viðskiptalífi: Ládeyða á markaði meðan á leik stóð VETRARGARÐURINN Það var hreint mögnuð stemning í Smáralindinni þar sem fólk var komið saman til að hvetja strákana okkar áfram. FRÉTTABLAÐIÐ/KJARTAN HANDKNATTLEIKSLIÐ ÍSLANDS Í ÚRSLIT Á ÓLYMPÍULEIKUNUM Tangarhöfða 1  110 Reykjavík  Sími: 551 5464  www.wendel.is TÆKI TIL VERKLEGRA FRAMKVÆMDA Ammann valtarar og jarðvegsþjöppur Geir H. Haarde forsætisráðherra horfði á síðari hálfleik Íslands og Spánar á Gaddstaðaflötum við Hellu þar sem hann var við setn- ingu viðamikillar landbúnaðar- sýningar. Þar fagnaði hann úrslit- unum í fjölmenni. Með fyrri hálfleik fylgdist Geir hins vegar í bílnum á leið austur. Og það var strax þá sem hann var viss um íslenskan sigur. „Ég var sannfærður um sigur þegar við vorum komnir í fimm núll,“ sagði Geir í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann telur árangurinn stór- kostlegan þó úrslitin í gær komi ekki alveg á óvart í ljósi þess hve vel liðið hafi staðið sig á mótinu fram til þessa. „Þetta er stærsti sigur í íslenskri íþróttasögu hingað til, og það er aldrei að vita hvað gerist á sunnudaginn,“ segir Geir, sem líkt og sjálfsagt þorri þjóðarinnar fer snemma á fætur í fyrramálið til að horfa á úrslitaleikinn. Geir segir Ísland eiga raun- hæfa möguleika á gullverðlaun- um; leikur liðsins til þessa beri þess merki. „Menn mega þó ekki vera vanþakklátir ef við fáum, í gæsalöppum, bara silfrið því það er auðvitað stórkostlegt að ná svo langt. Frakkarnir eru mjög sterk- ir en fyrst við gátum unnið Rússa og Þjóðverja, komist í gegnum riðilinn og unnið svo Pólverja og nú Spánverja getum við auðvitað unnið Frakka á góðum degi.“ Geir segir gengi íslenska liðs- ins hafa góð og jákvæð áhrif á þjóðarsálina. Gott sé fyrir þjóð- ina að fá jákvæðar fréttir um þessar mundir. „Þetta er glæsileg frammistaða og sýnir hverju menn fá áorkað ef þeir eru jákvæðir og liðsand- inn er góður,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráð- herra. Hún segir að starfsmenn utanríkisráðuneytisins hafi reynt að fylgjast með leiknum eftir því sem kostur var. „Hér var mikil stemning og gaman að fylgjast með hvað handboltamennirnir okkar eru í góðu formi og vel stemmdir.“ Hún ætlar að fylgjast spennt með leiknum á sunnudagsmorg- uninn. „Við krossum fingur og óskum þeim alls hins besta,“ segir Ingibjörg Sólrún. „Þetta er merkilegasti íþrótta- viðburður sem við höfum upplif- að,“ segir Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir, menntamála- og íþróttaráðherra, sem segir það töfrum líkast að horfa á liðið spila. „Mér finnst þeir vera svo einlægir og mannlegir. Og mér finnst þeir miðla svo miklu til allra kynslóða, ekki síst ungu kyn- slóðanna. Þetta skiptir okkur máli og auðveldar baráttuna við að hvetja fólk til að hreyfa sig meira og hugsa meira um heilsuna. Þetta hefur jákvæð áhrif þvert yfir samfélagið og við stöndum í mikilli þakkarskuld við þá alla.“ Þegar er hafinn undirbúningur fyrir heimkomu landsliðsins á miðvikudag. „Það verður tekið á móti liðinu með pomp og prakt, eins og svona hetjur eiga skilið,“ segir Þorgerður. Og auðvitað verði öllum Ólympíuförunum fagnað. bjorn@frettabladid.is thorunn@frettabladid.is Geir var viss um sigur þegar staðan var 5-0 Forsætisráðherra segir sigurinn gegn Spánverjum stærsta sigur íslenskrar íþróttasögu. Árangur landsliðsins hafi góð áhrif á þjóðarsálina. Menntamála- ráðherra segir liðið miðla miklu til unga fólksins og vera því góð fyrirmynd. ÚRSLITUNUM FAGNAÐ Geir H. Haarde fylgdist með síðari hálfleiknum í gær í hópi annarra ráðherra, þingmanna og fleira fólks við setningu landbúnaðarsýningarinnar á Gaddstaðaflötum. FRÉTTABLAÐIÐ/ÁSKELL ÞÓRISSON „Ég gat auðvitað ekki misst af leiknum. Það liggur við að maður hefði sleppt jarðarför fyrir þetta,“ segir Guðni Már Harðarson sóknarprestur í Lindarkirkju glaður í bragði eftir sigur íslenska lands- liðsins á Spán- verjum í gær. Guðni er ókrýndur prest- ur hand- boltalandsliðs- ins og hefur fylgt liðinu út til útlanda. „Ég hef reynt að fylgja landsliðinu á stór- mót. Ég fór meðal annars til Pól- lands í ár til að styðja þá.“ Margir af strákunum biðja fyrir leiki að sögn Guðna og hann segir það oft hjálpa þeim. Sjálfur biður hann fyrir þeim alltaf á kvöldin, daginn fyrir leik. „Ég geri það allt- af og ég hugsa að þó nokkuð marg- ir hafi munað eftir þeim í kvöld- bæninni í gærkvöldi,“ segir Guðni sem einnig biður meðan á leik stendur og biður þakkarbæn að leik loknum. „Ég hef haft ótrúlega góða til- finningu fyrir þessu móti og ég held að gott partý verði eftir þetta á sunnudaginn. Ég þori samt ekki að segja hvernig fer á sunnudag- inn. Sá getur allt sem trúir og ef maður gerir það þá uppsker maður vel,“ segir Guðni sem er á leið á ættarmót í Danmörku. „Áður en ég fór var ég búinn að kanna það hvort þetta væri ekki alveg örugglega sýnt og þetta er sýnt á TV2. Annars hefði maður ekki farið,“ segir Guðni kátur að lokum. - vsp Ókrýndur prestur handboltalandsliðsins: Hefði sleppt ættar- móti fyrir leikinn GUÐNI MÁR HARÐARSON „Það er mikið undur að finna bræðralagið með þessum köpp- um, sem eru óstöðvandi vegna þess að þeir standa saman,“ segir Thor Vil- hjálmsson rit- höfundur um íslenska lands- liðið í hand- bolta. Thor segist hafa horft á leikinn í gær, eins og þjóðin öll, og skemmt sér óskaplega vel. „Kjarval sagði eitt sinn: Fólk sem aldrei lyftir neinu í samtaki, verður aldrei þjóð. Vonandi verða þessir rösku drengir innblástur þjóðinni í heild, að standa saman, halda öllu sínu óspilltu og hrinda af sér allri óværu. Þeir leggja sig alla fram, hver og einn með sitt ágæti og allt í þágu heildarinnar og þjóð- arinnar þar með,“ segir Thor. - kg Thor Vilhjálmsson: Innblástur þjóðinni í heild THOR VILHJÁLMSSON Danmörk: „Sensasjón!“ Fréttinni af undanúrslitaleiknum var gerð góð skil á forsíðu frétta- vefjar Politiken. „Sensasjón: Ísland í handboltaúrslitunum“, sagði þar í fyrirsögn. Þar muni „leikmennirnir frá einu minnsta landi Evrópu reyna að vinna fyrstu Ólympíugullverðlaun þjóðarinnar nokkru sinni“. AFP: Ísland malar Spán „Ísland, sem ekki hafði verið talið sigurstranglegra fyrir leikinn, malaði Spán 36-30 í undanúrslitum hand- bolta karla og ná með því í fyrsta sinn í gullverðlauna-úrslitaleik,“ skrifar AFP-fréttastofan. Spánverjar hafi verið „teknir í bólinu“ af baráttuglöðum Íslendingum og þeir hafi aldrei náð sér á strik gegn „mótherja sem hefur sett mótið á annan endann með því að taka hvern risann af öðrum af lífi“, segir þar. Þýskaland: „Þýskur“ úrslitaleikur Fréttavefur þýska blaðsins Rhein-Zei- tung gerir það að aðalumfjöllunarefni að í báðum liðunum sem leika til úrslita, því franska og því íslenska, sé fjöldi leikmanna sem leika eða hafa leikið með þýskum félagsliðum. Að Guðmundi Guðmundssyni landsliðs- þjálfara meðtöldum bendir blaðið á að sex af fjórtán manna heildarliði Íslendinga leiki með þýskum liðum. Foxsports: Ísland malar Spán Bandaríska fréttastofan Fox segir Íslendinga hafa bætt einu höfuðleðri í beltið með því að sigra Spán eftir að hafa sigrað stórþjóðir eins og Rússa, Þýskaland og Pólland. ERLEND VIÐBRÖGÐ „Þetta var stórkostlegt,“ segir Jóhannes Jónsson oft kenndur við Bónus aðspurður um hvað honum fannst um leik íslenska landsliðs- ins og Spánverja í gær. „Engin viðskipti voru hjá okkur á meðan á leiknum stóð en fólk gerði síðan vel við sig í mat og drykk þegar sig- urvíman hrísl- aðist um þjóðina eftir leikinn,“ segir Jóhannes. Franska liðið er gríðarlega sterkt að mati Jóhannesar en íslenska liðið virðist skipað ofurmennum og því hefur hann fulla trú á þeim á sunnudaginn. „Ég verð nú samt í laxveiði á sunnudeginum en það verður væntanlega ekki byrjað að veiða fyrr en eftir leik,“ segir Jóhannes. - vsp Jóhannes Jónsson í Bónus: Engin viðskipti á meðan á leiknum stóð JÓHANNES JÓNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.