Fréttablaðið - 23.08.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 23.08.2008, Blaðsíða 12
12 23. ágúst 2008 LAUGARDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 196 4.280 +0,88% Velta: 1.970 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 6,70 -0,45% ... Atorka 5,42 -0,37% ... Bakkavör 27,45 -1,26% ... Eimskipafélagið 14,25 +0,35% ... Exista 8,20 +2,50% ... Glitnir 15,60 +1,30% ... Icelandair Group 19,70 +2,87% ... Kaupþing 714,00 +0,85% ... Landsbankinn 23,95 +1,06% ... Marel 86,60 +0,00% ... SPRON 3,46 +2,98% ... Straumur- Burðarás 9,48 +0,11% ... Össur 90,50 +0,00% MESTA HÆKKUN FØROYA BANKI 6,14% SPRON 2,98% ICELANDAIR 2,87% MESTA LÆKKUN ATLANTIC PETROL. -2,37% BAKKAVÖR -1,26% ALFESCA -0,45% Flöskuvatn á útleið? Að undanförnu hafa umhverfisverndarsamtök vestanhafs beint spjótum sínum að flöskuvatni, og svo virðist sem sú barátta sé farin að bera árangur. Á mánudag ákvað borgarráð London í Ontario, Kanada að banna sölu á flöskuvatni í öllum byggingum í eigu borgarinnar, þar á meðal íþróttamannvirkjum. London Ontario er að vísu ekki mjög stór á kanadískan mæli- kvarða, en þar býr þó nærri hálf milljón manns. Fjölmargar aðrar borgir í Kanada og Banda- ríkjunum undirbúa sams konar aðgerðir og margar stærstu borgir á vesturströnd Bandaríkj- anna, San Francisco, Seattle og Santa Barbara hafa þegar skorið upp herör gegn sölu á flöskuvatni. Borgaryfirvöld í háskólabænum Davis í Kaliforn- íu hafa einsett sér að útrýma notkun á einnota vatnsflöskum með öllu. Jafn illa séð og Hummer-jeppar Bent hefur verið á að árlega fari um 1,5 milljón tunnur af olíu í að framleiða plastflöskur fyrir flöskuvatn og að flutningur á flöskuvatni heims- horna á milli skapi enn meiri mengun. Einn helsti baráttumaðurinn gegn flöskuvatni í Kanada, David Suzuki, sagði reynd- ar í samtali við The Globe and Mail í Ontario að „flöskuvatn væri búið að vera“, og að „innan skamms yrði litið á fólk sem drekkur flöskuvatn sömu augum og þá sem keyra um á risajeppum“. Það er spurning hvernig þessi herferð umhverfisverndarsinna gegn flöskuvatni leggst í stærsta vatnsútflytjanda íslands, Jón Ólafsson. Peningaskápurinn … Íbúðalánasjóður býðst til að frysta lán þeirra sem hafa keypt sér nýtt hús- næði en ekki getað selt það eldra. Mikið er um þetta að sögn sjóðsins. Bankastjóri Landsbankans segir að hvert og eitt svona mál sé skoðað. Reynt sé að koma til móts við viðskiptavini. „Þetta er nokkuð algengt,“ segir Gylfi Örn Guðmundsson hjá Íbúðalánasjóði, um að fólk sem hafi keypt sé nýtt húsnæði, nái ekki að selja hið eldra. Sjóðurinn hefur ákveðið að heimila þeim sem eiga tvær hús- eignir og hafa ekki getað selt aðra, að fresta afborgunum af lánum sjóðsins. Sama á við um þá sem eru að byggja og eru með lán hjá sjóðnum á nýja húsinu eða því sem ekki hefur tekist að selja. Hingað til hefur sjóðurinn gefið fólki kost á að fresta afborgunum hafi það orðið fyrir áföllum, eins og atvinnumissi. Þeir sem sækja um þetta til sjóðsins þurfa að hafa keypt fast- eign eftir 1. júlí í fyrra, reynt hafi verið að selja aðra eignina og „fjárhæð láns/lána, að lokinni frystingu, fari ekki yfir 90% af kaupverði/söluverði“. Íbúðalána- sjóður heimilar einnig að lán á báðum eignum verði fryst. Gylfi Örn segir að sjóðurinn hafi ekki kannað umfang þessa, en mjög margir hafi haft samband við sjóðinn vegna greiðsluerfið- leika. Því hafi verið farið fram á þetta við félagsmálaráðuneytið. Hvíli lán frá Íbúðalánasjóði á annarri eigninni eingöngu er hægt að sækja um greiðslufrest á því láni, segir í tilkynningu á vef Íbúðalánasjóðs. „Það streyma inn umsóknir til okkar,“ segir Gylfi Örn. Ásta Sigrún Helgadóttir, hjá Ráðgjafarstofu heimilanna, segir aðgerðirnar jákvæðar. „Þetta ger- ist auðvitað þegar fasteignamark- aðurinn kólnar. Þeir sem keyptu nýtt húsnæði en náðu ekki að selja hafa kannski þurfti að fleyta sér áfram á yfirdráttarláni. Það segir sig sjálft að það verður ákaflega kostnaðarsamt.“ Hún segir erfitt að segja nokkuð um hvort bankarnir ættu að grípa til sambærilegra ráðstafana. „Íbúðalánasjóður hefur félagslegt hlutverk, en bankarnir hafa önnur markmið og engar skyldur verða lagðar á þá.“ Sigurjón Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir aðgerðir sjóðsins jákvæðar. „Ég held að ég geti fullyrt fyrir hönd allra banka að reynt sé að fara yfir hvert svona tilvik fyrir sig og gera það sem er skynsamlegast fyrir við- skiptavininn. Það verður þó að hafa í huga að þótt afborgunum sé frestað um stund þá halda vextirn- ir áfram að tikka, svo fólk verður að hugsa hlutina ekki bara til skemmri tíma heldur líka til lengri tíma. Í einhverjum tilvikum kann að vera skynsamlegast fyrir fólk að sætta sig við lægra verð og selja aðra íbúðina.“ ingimar@markadurinn.is Fjölmargir vilja frysta lán frá Íbúðalánasjóði FÓLK Í ÞRENGINGUM FÆR AÐ FRYSTA LÁN Íbúðalánasjóður býðst til þess að frysta lán þeirra sem keypt hafa húsnæði án þess að geta selt það eldra. Bankastjóri Landsbankans segir bankana líta á hvert tilvik fyrir sig og minnir á að skuldirnar haldi áfram að safna vöxtum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Markmiðið er að einfalda og draga úr hömlum á fjárfestingum erlendra aðila hér á landi,“ segir Jón Þór Sturluson, formaður nefndar viðskiptaráðherra um málið. Nefndin var skipuð í fyrrahaust og á að endurskoða lög um fjár- festingu erlendra aðila í atvinnu- rekstri. Töluverðar takmarkanir eru á fjárfestingu útlendinga í sjávarútvegi, en einnig eru höml- ur á fjárfestingu í orkuvinnslu og flugrekstri. Nefndin átti að ljúka störfum í byrjun sumars en er enn að. Eftir því sem Markaðurinn kemst næst er vinnan hins vegar á lokasprett- inum og útlit fyrir að vinna henn- ar verði nýtt til frumvarps sem viðskiptaráðherra leggi fram í vetur. Álfheiður Ingadóttir, fulltrúi Vinstri grænna í nefndinni, segir að í raun séu engar hömlur á erlendri fjárfestingu nema í sjáv- arútvegi. „Við teljum ástæðulaust að hreyfa við því.“ Hún segir að hömlur á fjárfestingum erlendra aðila séu ekki ástæða þess að útlendingar hafi lítið fjárfest hér- lendis. „Það þarf að finna aðrar skýringar á því.“ Fram kom í blaðinu í gær að Norðurál hefur sýnt áhuga á því að fjárfesta í orkuvinnslu hérlend- is og þreifað fyrir sér um hlut í Hitaveitu Suðurnesja. Hitaveitan mun sjá álveri í Helguvík fyrir rafmagni. - ikh Ætla að rýmka fjár- festingarheimildir ÁLVERSSTARFSMENN Stórnvöld stefna að því að rýmka fyrir fjárfestingar útlendinga hér. MYND/EIRÍKUR KRISTÓFESRSSON „Sjóðurinn á að reka sig sem næst núlli og stefnir því í ágæta afkomu,“ segir Guðmundur Bjarnason, fram- kvæmda stjóri Íbúðalánasjóðs. Samkvæmt nýbirtu upp- gjöri hagnaðist sjóðurinn um 466 milljónir króna á fyrri helm ingi ársins. Samdráttur milli ára nemur 75 prósentum. Guðmundur segir erfiðar aðstæður á fjármála- og fasteigna- markaði skýra muninn á milli ára. Fyrri hluti síðasta árs hafi verið mjög góður en slakari á hinum helmingnum. Sérstaklega hafi verðbólguskot sett strik í reikning- inn. Eigið fé sjóðsins í lok júní nam rúmum 20,6 milljörðum króna, sem er svipað og á sama tíma í fyrra. Þá var eiginfjárhlutfall átta prósent en var sjö í fyrra. Guð- mundur segir margt benda til að draga muni úr verðbólgu á seinni hluta árs og muni þá staðan batna. - jab Mjög dregur úr afkomu ÍLS GUÐMUNDUR BJARNASON „Hægja mun á verðbólgu síðar á þessu ári og því næsta.“ Þetta sagði Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Ben Bernanke á fundi stjórnenda seðlabanka heimsins sem haldinn er árlega í Jackson Hole í Wyoming. Bernanke gaf til kynna að stýri- vextir í Bandaríkjunum yrðu óbreyttir. Ingimundur Friðriksson seðla- bankastjóri situr fundinn fyrir Íslands hönd. Í ræðu sinni benti Bernanke á að lægra orku- og hráefnaverð hefði slegið á verðbólguþrýsting, en mik- ilvægt væri þó að seðlabankar kæmu í veg fyrir að verðbólgu- væntingar ykjust að nýju. Þá myndi ókyrrð í fjármálaheiminum áfram ógna hagvexti. Þá ræddi Bernanke nauðsyn þess að reglur á fjármagns- mörkuðum yrðu teknar til gagn- gerrar endurskoðunar svo komast mætti hjá því að krísur líkt og sú sem nú gengur yfir endurtækju sig. Helstu umræðuefni fundarins, sem lýkur í dag, er hvernig seðla- bankar geta komið böndum á verð- bólgu og hvernig koma megi bönd- um á lánsfjárkrísuna. - msh Seðlabankastjórar funda í Wyoming BEN S. BERNANKE Talið er að dragi úr verðbólguþrýstingi á síðari hluta ársins. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP „Fyrsti fjórðungur var afleitur,“ segir Agnar Hansson, banka- stjóri Icebank. Bankinn hagnað- ist um 560 milljónir króna á öðrum ársfjórðungi samanborið við rúmlega 3,3 milljarða tap á fyrsta fjórðungi ársins. Tap á fyrri hluta árs nam 2,8 milljörð- um samanborið við tæpa 4,2 milljarða hagnað í fyrra. Viðsnúningur á milli fjórð- unga liggur að mestu í gengis- hagnaði og auknum þóknana- tekjum. Þá hafa vaxtatekjur aldrei verið hærri og standa undir rekstrarkostnaði bankans, að því er fram kemur í uppgjöri Icebank. - jab Icebank úr mínus í plús Nánar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 Real de Faula / Alicante Golf 11.–20. september Golf á Spáni í septemberFararstjóri: Björn Eysteinsson Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, frítt í flug fyrir golfsettið, gisting á 4* Hotel Villaitana og 5* Hotel Hesperia, 4 golfhringir á Real de Faula, 5 golfhringir á Alicante með golfbíl, akstur til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn. Alicante Golf Alicante Golf 11.–20. september Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, frítt í flug fyrir golfsettið, gisting með morgunverði á 5* Hotel Hesperia, 7 golfhringir með golfbíl, akstur til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn. 20.–27. september Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, frítt í flug fyrir golfsettið, gisting með morgunverði á 5* Hotel Hesperia, 5 golfhringir með golfbíl, akstur til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.