Fréttablaðið - 23.08.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 23.08.2008, Blaðsíða 24
24 23. ágúst 2008 LAUGARDAGUR Hafið þið hist áður? Hvað vitið þið um hvort annað? Geir Jón: Nei, aldrei. Sigríður er ekki góðkunningi lögreglunnar. Sigríður: Nei, ég er það ekki. Geir Jón: Ertu héðan úr Reykja- vík? Sigríður: Já, úr Laugardalnum og ég er ekki með bílpróf þannig að ég er ekki ökuníðingur eða neitt svoleiðis. Geir Jón: Svo að þú ert enginn við- skiptavinur lögreglunnar? Sigríður: Neibb. En, já, hvað veit ég um þig. Ég veit að þú ert lögga, það fer ekkert á milli mála, og ég veit meira að segja að þú ert yfir- lögregluþjónn í Reykjavík. Og ég vissi það áður en ég kom hingað að þú værir mjög hávaxinn maður. Svo veit ég eitt í viðbót. Ég veit að þú syngur. Geir Jón: Það er alveg rétt. Ég hef meira að segja lært heilmikið í söng. Sigríður: Ég held ég hafi séð þig syngja einhvern tíma. Getur það ekki verið? Í sjónvarpinu. Geir Jón: Það passar. Þetta er það sem tengir okkur – söngurinn. Ég veit ekkert um þig samt. Ég man eftir að hafa séð myndir af þér og veit að þú ert að syngja í hljóm- sveit, svona popphljómsveit. En ekkert annað. Sigríður: Það er ágætt. Geir Jón: Það getur verið mjög jákvætt þegar lögreglan veit ekki of mikið um mann. Söngur og barnapössun Nú er menningarnótt haldin í þrettánda sinn. Hvað finnst ykkur um þessa hátíð? Ef þið ættuð að skipta um hlutverk á menningar- nótt hvernig myndir þú Sigríður verja deginum sem yfirlögreglu- þjónn og Geir Jón hvað myndir þú syngja á tónleikunum á Mikla- túni? Geir Jón: Mér finnst menningar- nótt stórkostleg, stórbrotin og merkileg. ég þekki hana frá fyrstu tíð þegar þetta varð til úr nánast engu. Þarna finna allir eitthvað við sitt hæfi. Það er svo margt í boði og mörgum gefið tækifæri og það er mjög jákvætt. Sigríður: Mér finnst menningar- nótt frábær. Þetta verður alltaf stærra og stærra og það er alltaf erfiðara og erfiðara að velja hvað maður ætlar að sjá svo ég er eigin- lega hætt því. Ég fer bara niðrí bæ og læt loftið bera mig eitthvert. Geir Jón: Ég hef alltaf verið að vinna á menningarnótt nema einu sinni þegar ég fór á danska daga í Stykkishólmi og þá varð hin fræga umferðarteppa á menningarnótt og allt vitlaust í fjölmiðlum. Ég var skammaður fyrir að hafa ekki verið í vinnu, tók það auðvitað mjög alvarlega og hef verið í vinnu síðan á þessum degi. Oftast frá því um miðjan daginn og fram til sjö átta um morguninn þegar allt er komið í ró. En ef við Sigríður ættum að skipta um hlutverk og ég þyrfti að syngja á sviðinu á Miklatúni þá myndi ég syngja músík sem ég heyri voða sjaldan. Það er Theodorakis. Þetta er skemmtileg grísk músík. Síðan tæki ég líka eitthvað gott íslenskt en ekkert popp, ég er voða lítill poppari. Sigríður: Þetta er náttúrulega dálítið ósanngjarnt því að hann er söngvari en ég er ekki lögga. Ég veit alla vega að ég myndi koma á Miklatún og hlusta á Geir Jón syngja. Geir Jón: Og sjá til þess að enginn myndi ráðast á mig. Sigríður: Já, ég myndi gera það. Svo myndi ég hugsanlega þurfa að vera bara á hjólinu mínu með lögguhúfu, út af bílprófsleysinu. Geir Jón: Það er flott. Hjólandi lögga kemst hratt yfir. Sigríður: Já, það er ekki mikið um þær. Ég hugsa að ég myndi ekki treysta mér í að stjórna miklu en ég gæti kannski haft svona umsjón með týndum börnum. Þarf ekki alltaf einhvern í það? Geir Jón: Jú, jú, við þurfum ein- mitt fólk sem getur talað og rætt við börnin. Ég hugsa að þú værir fín í það. Ég sé það bara á þér. Sigríður: Ef þig vantar einhvern tíma aðstoð í barnadeildinni þá talarðu við mig. Svo er aldrei að vita nema við reynum að fá þig upp á svið með okkur einn daginn. Alltaf vinsælt að vera með svona leynigest. Syngja ekki í sturtu Þið eruð bæði mikið söngfólk, hafið þið lært söng og syngið þið í sturtu? Ef þið ættuð að syngja saman dúett hvað mynduð þið þá syngja? Geir Jón: Ég hef lært söng bæði í einkatímum og síðan í Söngskól- anum. Ég bjó lengi í Vestmanna- eyjum en kom hingað 1984, fór í Söngskólann og tók tvö stig á einni önn. Mér var boðið að gera stærri hluti en vildi frekar halda áfram í lögreglunni. Sigríður: Tvö stig á einni önn? Það er nú meira en margur söngvari getur sagt. Ég var í söngskólanum í Reykjavík í fjögur ár meðan ég var í menntaskóla. Var að fara að taka sjötta stig þar þegar ég hætti. Fór svo í FÍH nokkrum árum seinna og kláraði það í vor. Svo hef ég reyndar alltaf verið í Hamra- hlíðarkórnum. Geir Jón: Svo þú hefur breiðan bakgrunn. Sigríður: Já, ég hef verið að syngja djass til dæmis og svo langar mig að fara að syngja meiri klassík. Geir Jón: Mér líst vel á það. Það er gott að söngvarar hafi mikla breidd. Mig vantar poppið, það gafst aldrei tækifæri til þess. Ég hef mjög klassískan tónlistar- smekk, svo hlusta ég mikið á kristilega músík og svolítið á „gospel“. Ég er hrifinn af fjór- rödduðum sálmum og hef sungið í kirkjukór í 40 ár. Annars er ég bara hrifnastur af íslenskum fal- legum lögum sem kannski er erf- itt að heimfæra upp á einhvern ákveðinn stíl. Ég verð að geta skil- ið textann og melódíuna. Og að það næri mig en pirri mig ekki mikið. Þannig að teknó músík og svoleiðis. Oh.. það fer alveg með mig. Sigríður: Ég held við getum bara verið nokkuð sammála. Ég er rosa gamaldags. Ég elska til dæmis gömul íslensk dægurlög. Geir Jón: Við gætum örugglega gert góðan dúett. Sigríður: Myndum við ekki bara syngja Draumalandið og eitthvað svoleiðis. Geir Jón: Jú, það er fallegt og myndi örugglega passa vel við raddirnar okkar. Sigríður: Svo gætum við líka tekið Ellý og Villa. Geir Jón: Það hljómar vel. En með sturtuna, ég syng aldrei í sturtu. Sigríður: Ekki ég heldur. Ég söngla mjög mikið til dæmis við uppvask- ið og þegar ég er að brasa eitthvað en ekki í sturtu. Geir Jón: Það er alveg vonlaus staður að syngja á. Ég held að þeir sem syngja í sturtu syngi helst ekki annars staðar. Auðvitað er hægt að syngja við ýmis tækifæri en þegar ég er að syngja þá er það eitthvað sem mig langar að lifa mig inn í og í sturtu er bara nógu mikil vinna að reyna að þvo þenn- an 204 cm og 100 kílóa líkama. Fólkið skiptir mestu Snúum okkur að málum vikunnar. Nýr borgarstjóri er tekinn við í Ráðhúsinu. Hvað finnst ykkur um þessi meirihlutaskipti? Hverju mynduð þið beita ykkur fyrir í borginni ef þið fengjuð nokkra mánuði í borgarstjórastól? Geir Jón: Ég má nú ekki blanda mér neitt í pólitík, starfsins vegna og vænti bara mikils af þessu fólki. Ef ég stjórnaði þá myndi ég, númer eitt, tvö og þrjú, snúa mér að fólkinu: Börnum, unglingum og gamalmennum. Það eru of margir sem hafa ánetjast fíkniefnum eða lent í afbrotum og í svona litlu og fámennu landi getum við með samstilltu átaki náð höndum um þetta fólk. Þetta eru verðmæti til framtíðar og ég vil fjárfesta í þessum verðmætum. Steinsteypan má bíða, malbikið má bíða en ekki þessi verðmæti. Sigríður: Mér finnst öll þessi meirihlutaskipti dálítið skrítin. Þetta er ekki bara óþægilegt og erfitt heldur líka mjög fyndið. Svolítið svona skrípó. En ef ég væri borgarstjóri þá hugsa ég að ég myndi líka einbeita mér að fólkinu. Mér er alveg sama um öll þessi mislægu gatnamót, þau koma mér ekki við. Ég myndi vilja skapa meira borgarlíf í miðbæn- um og meiri stemningu. Ég fer aldrei í Smáralind eða Kringluna og mér er annt um að það sé gott og skemmtilegt að vera í bænum. Þá er ég ekki að tala um gömul hús og svoleiðis heldur bara mannlífið. Geir Jón: Já, samfélag fólks verð- ur að vera þannig að það geti feng- ið tækifæri til að gera það sem það langar til. Mannlífið breytist ekki með því að byggja hús, ef fólki líður vel og er hamingjusamt þá kemur allt hitt á eftir. Sigríður: Já, mér finnst það. Við værum bara mjög góður meiri- hluti. LITLI OG STÓRI Sigríður trúir á yfirnáttúrulega hluti eins og álfa en Geir Jón er eina tröllið sem hún hefur séð. Bæði eru þau sann- færð um að ýmislegt geti gerst á fullu tungli, en telja slíkt þó ekki yfirnáttúrulegt heldur þvert á móti náttúrulegt. „Þetta eru engin trúarbrögð, reynsla mín í lögreglunni sýnir að það er meira að gera á fullu tungli,“ segir Geir Jón. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Tækju Draumalandið í dúett Hann ætlar að halda uppi lögum og reglum í borginni á menningarnótt meðan hún tryllir lýðinn á Miklatorgi. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn og Sigríður Thorlacius, söngkona hljómsveitarinnar Hjaltalín, settust á rökstóla og ræddu meirihlutaskiptin í borginni, Ólympíuleikana og dúettinn sem þau stofna kannski við tækifæri. Þórgunnur Oddsdóttir blaðamaður var fluga á vegg. Á RÖKSTÓLUM Auðvitað er hægt að syngja við ýmis tækifæri en þegar ég er að syngja þá er það eitthvað sem mig langar að lifa mig inn í og í sturtu er bara nógu mikil vinna að reyna að þvo þennan 204 cm og 100 kílóa líkama.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.