Fréttablaðið - 23.08.2008, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 23.08.2008, Blaðsíða 33
„Þetta er sannkölluð landkönnun með átökum og ævintýrum við hæfi og getu allra fullfrískra,“ segir Halla Frímannsdóttir. Hún verður fararstjóri í hinni væntanlegu hjól- reiðaferð um Kambódíu í haust sem hefst 26. október og stendur til 8. nóvember. Leiðin er alls um 550 km löng og liggur um grösugar sveitir, afskekkt þorp og fornar og nýjar borgir. Í upphafi ferðar gefst kostur á að kynnast leyndardómum og spennu Bangkokborgar að sögn Höllu, bæði að nóttu og degi. Frá Taílandi er svo haldið til Kambódíu, fyrst til Pailin- bæjar og áfram til Battambang. Þaðan er siglt eftir Tonle Sap-fljót- inu til Siem Reap. „Á siglingunni er mikla fegurð að sjá, fljótaþorpin, fólk að baða sig í ánni, þvo þvotta og veiða fisk og hrísgrjónaakra við árbakkann báðum megin,“ segir Halla og lýsir líka næsta viðkomu- stað. „Siem Reap er skrautlegur staður sem minnir helst á bæ í kúrekamynd. Súpa af sveitalífi og túrisma með næturgaldra á börum, framandi markaði og fleira.“ Einnig bíða rústir hinnar týndu borgar Angkor hjólreiðagarpanna. „Musterin þar eru mögnuð mann- virki,“ lofar Halla. Eftir fjóra daga við Angkor er siglt eftir Tonle Sap- vatni sem er hið fiskisælasta í heimi og á leiðinni eru fljótandi fiskiþorp og fjölbreytt dýralíf. Næsti viðkomustaður er höfuðborg Kambódíu, Phnom Penh. „Skringi- leg og spennandi borg,“ segir Halla um hana. „Þar verður stansað í tvo daga. Höll núverandi konungsfjöl- skyldu heimsótt og fleira skoðað sem tengist sögu landsins. Það er til dæmis ekki hægt að fara í gegn- um Kambódíu án þess að gera sér grein fyrir sögu Rauðu Khmeranna sem hrökkluðust frá völdum fyrir um 30 árum eftir stuttan en blóðugan valdatíma.“ Halla segir vegina í Kambódíu líka þeim sem hér voru fyrir um þrjátíu árum. „Það er virkilega gaman að þeysa um þessar vegleys- ur á fjallafáki,“ segir hún og bætir við að lokum. „En svo verður líka oft stoppað til að njóta þess að vera á ferðalagi í austrinu.“ Frekari upp- lýsingar eru á www.oriental.is gun@frettabladid.is Á hjólafáki og fljótabát Þrettán daga ævintýraferð á fjallahjólum um Kambódíu er fyrirhuguð í haust á vegum ferða- skrifstofunnar Óríental. Ef fólk vill halda áfram til Saigon í Víetnam bætast fimm dagar við ferðina. Víða má sjá heimili fólks á fljótunum þegar siglt er um á þeim. „Það er virkilega gaman að þeysa um þessar vegleysur á fjallafáki,“ segir Halla hjólandi í Kambódíu. Gengið verður frá Grindarskörð- um að Hlíðarvatni í Selvogi í menningar- og sögutengdri gönguferð sunnudaginn 24. ágúst. Gangan hefst við slysavarnaskýli á Bláfjallaleið, neðan Grindar- skarða og lagt verður af stað þaðan klukkan ellefu. Þeir þátt- takendur sem koma af Reykja- víkursvæðinu fara Krýsuvíkur- leið þangað til komið er að stóru skilti sem á stendur Bláfjöll. Þar er beygt til vinstri og keyrt í um 10 mínútur að slysavarnaskýli. Selvogsgatan er gömul þjóð- leið milli Hafnarfjarðar og Sel- vogs. Þessi hluti leiðarinnar er um 18 km og tekur gangan um 6- 7 tíma. Svæðið býr yfir minjum, mögnuðum sögum og fróðleik sem Sigrún Jónsdóttir Franklín mun miðla á leiðinni. Gott er að vera með nesti og í góðum skóm. Allir eru á eigin ábyrgð. Rúta flytur fólk til baka frá Hlíðar- vatni og er þátttöku- og rútugjald 2.500 krónur. - gun Selvogsgata gengin Gott er að vera með nesti og í góðum skóm í göngunni. MYND/SIGRÚN FRANKLÍN. AFRÍKA heillar marga og á heimasíðunni www. afrika.is má finna ferðir sem hægt er að fara í til álfunnar, bæði einkaferðir og skipulagðar ferðir. Matargerðarlist í Indlandi einkennist af bragðmiklum mat sem hefur verið velt upp úr kryddi. Í norður- hluta Indlands er mild kryddhefð en í suðurhlutan- um er áherslan á kryddstyrk. visindavefurinn.is BÍLALEIGUBÍLAR SUMARHÚS Í DANMÖRKU Sumarhús Útvegum sumarhús í Danmörku af öllum stærðum Fjölbreyttar upplýsingar á www.fylkir.is LALANDIA - Rødby Lágmarksleiga 2 dagar. LALANDIA - Billund Nýtt frábært orlofshúsahverfi rétt við Legoland. Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga. Bílar frá dkr. 1.975.- pr. viku. Innifalið í verði; ótakmarkaður akstur, allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð. ( Afgr.gjöld á flugvöllum). Höfum allar stærðir bíla, 5 – 7 manna og minibus 9 manna og rútur með eða án bílstjóra. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 Akureyri • sími 461 1099 • www.heimsferdir.is Hafdís Vigfúsdóttir flautuleikari heldur tónleika í Viðeyjarkirkju í dag kl 14:30. Hvalaskoðun Reykjvavík www.elding.is Sími: 555 3565 Ævintýri á sjó Hvalaskoðun 2,5 - 3,5 klst Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Sjostangaveiði 3 - 3,5 klst Alla daga kl 11:00. Allur búnaður til veiðanna innifalinn. Viðey - Saga, náttúra og list Siglingar á klst fresti. Viðeyjarstofa opin frá 11:30 til 17:00. Puffin season Oct 13:00 9:00 Sept 13:00 9:00 July 13:00 17:00 9:00 June 13:00 17:00 9:00 May 13:00 9:00 Aug 13:00 17:00 9:00 April 13:00 íl í úní úlí Águ pt kt Lunda tímabil
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.