Fréttablaðið - 23.08.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 23.08.2008, Blaðsíða 40
● heimili&hönnun Á grónum stað í Vesturbæ Reykja- víkur býr Nína E. Sandberg í fjög- urra herbergja íbúð. Íbúðin var þó aðeins tveggja herbergja þegar hún flutti þangað með fjölskyldu sinni fyrir sex árum. „Við byrjuðum á því að loka borðstofuna af og gera hana að hjónaherbergi svo að sonur okkar gæti fengið sérherbergi,“ útskýr- ir Nína, en hún starfar sem sölu- stjóri hjá Móður náttúru. Núna hefur annar sonur bæst við, en að sögn Nínu er aldursmunurinn á þeim of mikill til að þeir geti deilt herbergi. Þess vegna var ráðist í stórvægilegar breytingar í vor. „Við ákváðum að færa eldhúsið inn í stofu og græddum þannig heilt herbergi sem úr varð barna- herbergi. Við settum eldhúsinn- réttinguna á vegg sem snýr að baðherberginu og létum draga lagnirnar þaðan inn í eldhúsið,“ út- skýrir Nína. Að sögn hennar tóku þessar breytingar ekki eins langan tíma og gera hefði mátt ráð fyrir. Stærstu breytingarnar tóku aðeins tíu daga. Nína, sem er sænsk, flutti þó út með börnin til Svíþjóðar meðan á þessu stóð. Bróðir hennar og faðir komu til landsins og unnu með manninum hennar við fram- kvæmdirnar. Með þessum breytingum segir Nína að fjölskyldan hafi hætt við að flytja í stærra húsnæði, enda ekki þörf á því lengur þar sem allir eru nú komnir með sérherbergi. „Þetta var mjög hentug lausn fyrir okkur, sérstaklega þar sem mað- urinn minn gat unnið mikið af þessu sjálfur,“ segir Nína, en tekur fram að þau eigi enn eftir að klára nokkra litla hluti eins og til dæmis gólflistana. Eftir að bræðurnir fengu sér- herbergi átti sá eldri sér ósk um að eignast KR-herbergi, enda mikill stuðningsmaður félagsins. „Við máluðum einn vegginn svartan og ofninn svartan og hvítan. Gardín- urnar voru litaðar svartar og rúm- fötin hans eru svört og hvít. Bæði hann og vinir hans eru ákaflega lukkulegir með herbergið,“ segir Nína. klara@frettabladid.is Eldhús fært í stofu og herbergjum bætt við ● Í vor var ráðist í miklar breytingar á heimili Nínu E. Sandberg í Vesturbænum og komu breytingarnar í veg fyrir að fjölskyldan þyrfti að flytja og stækka við sig. Nína E. Sandberg segir breytingarnar hafa sameinað fjölskylduna á matmáls- tímum. Yngri sonurinn hefur nú fengið sérher- bergi. Eldhúsið snýr nú út í garð og fylgir því meira næði en áður þegar það sneri út að götunni. FRETTABLADID/ARNÞÓR Eldri sonurinn er mikill KR-ingur og herbergi hans ber merki þess. 35.764kr. kl. 16:00 % afsláttur50 Kr. 9.327 25 %afsláttur Auglýsingasími – Mest lesið 23. ÁGÚST 2008 LAUGARDAGUR4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.