Fréttablaðið - 23.08.2008, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 23.08.2008, Blaðsíða 64
44 23. ágúst 2008 LAUGARDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Laugardagur 23. ágúst 2008 ➜ Tónleikar 12.00 og 14.00 Einleiksfantasíur G. P. Telemann Elfa Rún Kristinsdóttir, fiðluleikari og Melkorka Ólafsdóttir, flautuleikari halda tónleika í völdum kirkjum víðsvegar um landið. Í dag verða þær í Skálholtskirkju. ➜ Leiklist Sviðslistahátíðin artFart sem haldin er af áhugafólki um sviðslistir, sýnir þrjú leikverk í kvöld. 17.00 DJ Hamingja, höf. Íslenska hreyfiþróunarsamsteypan. Flutt í Smiðjunni, Sölvhólsgötu 13. 19.00 Maddit, höf. Maddit Theater Company. Flutt í Smiðjunni Sölvhólsgötu 13. 20.00 20.00 Uppljómunin, höf. Snæbjörn Brynjarsson. Flutt á Kaffi Rót. ➜ Samkomur 14.00 Úr sveit í borg - söguganga Sigurlaug Þ. Ragnarsdóttir listfræð- ingur mun endurtaka sögugöngu sína um Rauðárholt. Mæting á horni Einholts og Háteigsvegar þar sem gamla Ofnasmiðjan/Rými er til húsa. Sigurlaug mun leiða göngufólk um söguslóðir Sunnuhvols, Háteigs, Englaborgar og Klambra. ➜ Síðustu Forvöð Bylgjulengdir - Creighton Michael Sýning á skúlptúrum og grafíkverk- um bandaríska myndlistarmannsins Creighton Michael í Hafnarborg. Síðasta sýningarhelgi. Hafnarborg, Strandgata 34, Hafnarfirði. Teikningar eftir Michael eru til sýnis hjá Start Art, Laugavegi 12b, Reykjavík og verður til 27. ágúst. Keramik frá Níkaragva Síðasta sýningahelgi á keramikgripum frá Níkaragva. Hafnarborg, Strandgata 34, Hafnarfirði Straumar - verk í eigu Listasafns ASÍ Sýning á völdum verkum úr safneigninni eftir myndlistamenn af frumhefjakynslóðinni s.s. J.S. Kjarval og Jón Stefánsson í bland við verk listamanna samtímans s.s. Svövu Björnsdóttur og Birgi Andrésson. Síðasta sýningarhelgi. Listasafn ASÍ, Freyjugötu 41, Reykjavík. Flökt - samsýning Ingunnar Fjólu Ingþórsdóttur og Þórdísar Jóhannesdóttur. Síðasta sýningar- helgi. Start Art, Laugavegi 12b. ➜ Ljóð Ljóðahátíð Nýhils 2008 13.00 Ljóðlistin í ríki sjopp- unnar Málþing um samtímaljóð- lis. Umræðum stjórnar Ármann Jakobsson og Birna Bjarnadóttir. Norræna Húsið. 18.00 Ljóðalestur - skandinavískir gestir hátíðarinnar lesa upp. Norræna Húsið. 20.00 20.00 Ljóðapartí. Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins Nánari upplýsingar á http://nyhil. blogspot.com. ➜ Stuttmyndir Reykjavík Shots&Docs Heimildar- og stuttmyndahátíð í Austurbæ, Snorrabraut 37. 15.00 Pétur og úlfurinn (Óskarsverðlaun) 15.45 Skoskar heimildarmyndir 17.00 Cannes-stuttmyndir 19.00 Óskarsverðlaunamyndir 21.00 Úrvals heimildarmyndir Miðasala opnar kl. 14.00. Nánari upp- lýsingar á http://www.shortdocs.info ➜ Myndlist 13.00 Gallerí Fold Opnun á þremur sýningum. Verk eftir Karl Kvaran, Línu Rut Wilberg og frönsku listakonunn- ar Anne Pesce. Sýningum lýkur 31. ágúst. Gallerí Fold, Rauðarárstíg 14. „Handan hugans – milli svefns og vöku” er sýning sem stendur yfir í Skaftafelli, miðstöð myndlistar á austurlandi á Seyðisfirði. Í dag mun Ingibjörg Magnadóttir bæta inn verkum en sýningin er þess eðlis að hún er í stöðugri þróun út sýn- ingartímann. Sýningin stendur til 7. september. Þórunn Bára sýnir í Kirsuberjatrénu við Vesturgötu. Sýningunni lýkur á mánudag 25. ágúst. Opið laugardag kl. 11.00-15.00. Lokað á sunnudaginn. 14.00 Bergljót Svanhildur Sveinsdóttir opnar sýningu á vatnslitamyndum í sýningarsal Saltfisksetursins í Grindavík. Sýningin verður opin alla daga frá kl. 11-18 og stendur yfir til 8. september. 16.00 Þór Sigmundsson og Pjetur Stefánsson opna sýningu í Grafíksafni Íslands, Tryggvagötu 17. Sýningin stendur til 6. september. Opið sunnu- dag frá 14.00-18.00. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is „Stundum yrki ég ekki, býð ekki heimsflækjunni byrginn,“ segir skáldið í ljóðinu Slökkt á bls 33, en lesandinn veit þá þegar að „flækja“ skáldsins er tilvistarleg og spurn þess hefur ekkert með „heiminn“ að gera, ekki heim fjöl- miðlanna, ekki samfélagið. Skáld- ið sjálft er mælandi bókarinnar og viðfangið er fyrsta persóna eintölu – spurningin ekki hver er ég, heldur hvað er ég. Að vera, eða. Vera, vera enginn, eða ekki. Ég er þannig allt í senn höfundur- inn og sérhvert egó; tilviljunin ég, ég sem á hvorki tilkall til stundar né staðar (báðar eru til án mín), ég í fallvöltu núi, tímabundna ástandið ég (sem kápumynd bók- arinnar oftúlkar á vísvitandi grót- eskan hátt). Ég er líka skáld og penninn er hækja (40), stoð þess í framandi veruleika. Bókin skiptist í þrjá hluta, í þeim fyrsta og síðasta er skáldið í táknrænu útlandi, en fetar heima- slóð og götu minninganna í milli- spilinu. Og þótt stefið sé alltaf hið sama (tímabundna ástandið ég) og margendurtekið svo liggur við klifun (eða þráhyggju), er bókin hvorki einhæf né langdregin af því tilbrigðin eru auðug af vekjandi hugmyndum og ferskum heiðarlegum skáldskap sem sér- kennist fyrst og fremst af sjálfum sér. Hugmyndirnar ýmist styðja hver aðra eða fella í spennandi víxlverkan eða hringrás þar sem bæði skáldið og dauðinn eru hverfulir þátttakendur og hvor- ugur hefur síðasta orðið, báðum er spurn. Í fyrsta hlutanum skil- greinir skáldið „ástandið ég“ (7) og býður lesandanum hlut. Í öðrum hlutanum leitar skáldið róta, slítur þær upp og „æfir sig“ (33) í þeirri þversögn eða fjar- stæðu að vera ekki til – mátar tím- ann eins og flík sem ekki passar. Þriðji þátturinn er síðan svar í spurnarformi við sömu spurning- um og endar táknrænt á bjarg- brún (61, sbr 7) án punkts(.) Og sökum þess að „ég“ á hvorki sök á stað né stund, „það þarf bara ein- hvern“ (56), er opin smuga fyrir lesandann að skella sér með – og frammaf ef vill. Maðurinn er ekki í heiminn bor- inn til að leysa vanda heimsins heldur til að grafast fyrir um rætur vandans og halda sig síðan innan marka þess skiljanlega, sagði Goethe í bréfi til vinar síns fyrir tæpum 200 árum. Skáldið okkar heldur sig innan þeirra marka með því fráviki að það skil- ur ekki hvað „ég“ er og efast því um að „maðurinn“ sé í heiminn borinn, hvað þá í stakk búinn til að skilja rætur eigin vanda, efast um rómantískt hlutverk einstaklings- ins. En vandinn er hvorki yfirskil- vitlegur né skáldskapur (blekk- ing), þar er skáldið sammála gullkolli Goethes, vandi bókarinn- ar varðar sjálfið og einstaklings- eðlið, leitina að tilgangi í því von- leysi að tíminn leikur „mig“ grátt áður en „ég“ fæðist og eftir að „ég“ dey og þess vegna er „ég“ bara til fyrir tilstilli tímans og gæti verið hver sem er – en ekki enginn (það er yfirskilvitlegt eða skáldskapur). Hugrenningum sínum kemur skáldið á framfæri í ljóðformi sem lesandinn trúir að byggi sig sjálft með sérhverri nýrri endur- tekningu hugrenningarinnar. Áreynslulaus ljóð, spör á fagur- fræði; andrómantísk með vísvit- andi hökti en alveg tilgerðarlaus, án stæla og engin öpun, frábiðja sér miskunnar. Ekki skáldskapur sem rekur lesandann áfram með „fallegum“ takti og tóni heldur reynir að reka hann í vörðu, „formið“ ekki síður en „efnið“, ljóð sem reka í lesandann hornið. En bókin er ekki dirfskan ein, tröllvaxinn tilvistarvandinn pass- ar ekki illa í galla „kúluvarpar- ans“ (34); sá síðarnefndi óhraust- ur í núinu og heilbrigði þess fyrrnefnda liggur undir söguleg- um grun. Trúverðug samloka. Þetta er bók sem spyr einnar einfaldrar spurningar sem ekkert svar er við – sjálfur er ég til dæmis búinn að þrautlesa bókina þrem sinnum og skil ekki ennþá hver ég er, hvað þá hvað? Fín þraut. Sigurður Hróarsson Að vera, eða hvað? BÓKMENNTIR Tímabundið ástand Ljóð eftir Jónas Þorbjarnarson Forlagið 2008 ★★★★ JÓNAS ÞORBJARNARSON Um miðja síðustu öld þegar hinn mikli jazzskríbent og fræðimaður Leonard Feather spurði nokkra kunnáttumenn um framtíð jazzins þótti þeim flestum fráleitt að spá fyrir um stöðuna aldarfjórðung fram í tímann. Nú þegar enn annar aldarfjórðungur hefur bæst við er athyglisvert að skoða svörin. Útvarpsmaðurinn Willis Conover hafði þetta að segja: „Jazzinn verður það sem fólk býst við af honum. Einhver hluti hans verður óbreyttur og annar gjörbreyttur, rétt eins og þeir sem búa hann til. Með öðrum orðum „lifandi“. Hann verður ekki frekar en önnur músík slitinn úr samhengi við þann sem býr hann til.“ Hljóm- sveitarstjórinn Duke Ellington, sem þegar var orðinn goðsagnavera í lifanda lífi, benti á: „...að í fyrsta lagi mun enginn spekúlera lengur í því hvort um sé að ræða jazz, sinfónísk verk, búgí vúgí eða þjóðlaga- tónlist.“ Trompetleikarinn og söngvarinn Louis Armstrong hafði talsvert jarðbundnari sýn á framtíð jazzins: „Ef gaurarnir passa ekki upp á heilsuna verða þeir allir dauðir eftir 25 ár. Til að spila eins og við spilum þarf maður að vera heilsuhraustur.“ Allir voru þessir merku menn sammála um að gæði tónlistarinnar myndu aukast jafnt og þétt í réttu hlutfalli við aukinn fjölda flytjenda um allan heim. Það er reyndar athyglisvert að það virðist sama hvar og hvenær er borið niður í tónlistarsöguna, alls staðar og alltaf sækja listamenn út fyrir eigin landsteina viðurkenningu á list sinni. Bandarískir jazzlistamenn fundu banda- menn í Evrópu þegar kom að því að tefla fram jazzinum á tónleikasviðinu frekar en til undirleiks í svallveislum. Þeir höfðu sóst eftir því að finna sér áheyrendur sem hlustuðu ekki aðeins með fótunum heldur líka með höfðinu eins og þeir gerðu austan Atlants- hafsins. Ótal dæmi sýna fram á að þessi óræða blanda sviðsins og svallsins hefur kallað fram skemmtilega tvíræðni í tónleikahaldi og því hvernig listamenn koma sér á framfæri. Kannski er það einmitt þessi ófyrirsjáanlegi þáttur sem gerir það að verkum að jazzinn heldur velli hvað sem líður heilsufari flytjendanna. Jazzhátíðir dagsins í dag eru sjaldnast athvarf einhverrar varð- veislustefnu og sanna þannig spá Ellingtons um óljósari landamæri í músík. Það er líka vaxandi tilhneiging að músík á jazzhátíðum þurfi ekki endilega að vera vottuð af þar til gerðri eftirlitsstofnun eða jazzlögreglu. Það hafa sem sagt ræst orð Willis Conovers sem hann þrumaði með barítónrödd sinni yfir heimsbyggðina um miðja öldina sem leið (með hjálp „Voice of America“ útvarpsstöðvarinnar): „Lifandi listform!” Íslandsjazzinn hefur á síðustu áratugum tekið stórstígum framför- um og smýgur nú um allar glufur tónlistarinnar í landinu. Eins og helstu boðberar alþjóðajazzins sáu fyrir hafa nú risið um allan heim skólar sem leggja til grundvallar spunalistina. Hérna heima er liðinn aldarfjórðungur síðan slík stofnun var sett á laggirnar og áhrifanna farið að gæta svo um munar. Jazzhátíð Reykjavíkur hefur í þau nítján ár sem hún hefur starfað verið ábyrgur unglingur og ætlar sér að verða til mikillar fyrirmyndar sem fullorðin tónlistarhátíð. Hún hefur að markmiði aukinn sýnileika frambærilegra listamanna hér heima og erlendis og tekur alvarlega þær áskoranir sem felast í að fylla stór tónlistarhús af merkilegri músík. Í því ljósi hefur Jazzhátíð Reykja- víkur kynnt fyrir borgaryfirvöldum í Reykjavík og Menntamálaráð- herra tillögur að áætlun til þrigga ára sóknar svo að efla megi enn frekar þann kraft sem býr í hátíðinni og listafólki hennar. Vonandi verður unnt að kynna það samstarf við upphaf hátíðarinnar í lok ágúst nk. Við stöndum á athyglisverðum krossgötum í spunakenndri leit krónunnar að skynsamlegum grunntóni. Á meðan fyrirtækin í landinu hreinsa sykurinn úr vélum sínum fella þau menningarseglin um stund og listafólkið setur í framhaldinu út árarnar og rær lífróður til að ná landi með stórhuga verkefni sín. Og þar sem við sitjum og róum okkur niður tökum við stöðuna upp á nýtt og komumst að því að kúrsinn er óbreyttur þó að farkosturinn hafi tekið dálítinn sjó. Ein stór músík PÉTUR GRÉTARSSON Með á nótunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.