Fréttablaðið - 25.08.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 25.08.2008, Blaðsíða 2
2 25. ágúst 2008 MÁNUDAGUR Sigþrúður, verður ekki brjálað stuð á laugardaginn? „Jeee, meeen!“ Glæsimarkaður til styrktar fátækum börnum og konum í Jemen verður haldinn í Perlunni á laugardaginn. Sigþrúður Ármann er framkvæmdastjóri markaðarins. STJÓRNMÁL Líklegt er að áfram- haldandi endurskoðun stjórnar- skrárinnar hefjist í ársbyrjun 2009. Málið bar á góma á fundi formanna stjórnmála- flokkanna á föstudag. Í stefnuyfir- lýsingu ríkisstjórnar- innar segir að endurskoðun stjórnarskrár- innar verði haldið áfram á kjörtímabilinu og áhersla lögð á að leiða til lykta ágreining um þjóðareign á náttúruauðlindum. Sérstök stjórnarskrárnefnd var að störfum á síðasta kjörtímabili. Segist Geir H. Haarde forsætis- ráðherra búast við að vinnan geti haldið áfram upp úr áramótum. Þó sé óákveðið með hvaða hætti það verði. „Um það þurfa flokkarnir að hafa samstarf,“ sagði Geir. - bþs Endurskoðun stjórnarskrár: Vinna hefst lík- lega á nýju ári GEORGÍA, AP Þykkan reyk lagði frá olíuflutningalest í Georgíu í gær eftir að sprenging varð í henni og eldur braust út. Ekki var ljóst hvað olli spreng- ingunni. Georgíumenn sögðust sumir telja hana hafa rekist á jarðsprengju og kenndu rúss- neska hernum um, en hann var nýfarinn af þessum slóðum. Aðrir sögðu þó skotfæri, sem skilin voru þarna eftir, gætu hafa sprungið þegar lestin ók hjá. Rússneski herinn fór frá stórum svæðum í Georgíu á föstudag, en er þó áfram í aðskilnaðarhéruðunum Abkasíu og Suður-Ossetíu og á umdeildu öryggissvæði við landamæri þeirra. - gb Eldsvoði í Georgíu: Kviknaði í olíu- flutningalest LESTIN LOGAR Óvíst var í gær hvað olli sprengingunni. NORDICPHOTOS/AFP ORKUMÁL Yfirborðsrannsóknir hefjast á Biliran á Filippseyjum á vegum Biliran Geothermal Inc. strax í næsta mánuði. Biliran er að 40 prósentum í eigu Envent Holding Inc., sem er í eigu Geysis Green Energy og Reykjavík Energy Invest. Þegar rannsókn- ar- og nytjaleyfi var veitt í júlí var óvissa um hvort REI myndi taka þátt í verkefninu eftir að yfirborðsrannsóknum lyki. Nú stefnir allt í að dótturfyrirtæki REI og GGE muni fjármagna framkvæmdir fyrir um tíu millj- arða króna á svæðinu. REI hefur fengið tilboð frá Alþjóðabankan- um um fjármögnun. REI og GGE stofnuðu dóttur- fyrirtækið Envent í fyrra til að annast jarðhitaverkefni á Filipps- eyjum. Stofnféð var 80 milljónir króna sem verður varið í yfir- borðsrannsóknirnar. Þær hefjast í næsta mánuði eins og kom fram á blaðamannafundi sem haldinn var á Filippseyjum í gær. Þar kynnti Guðmundur F. Sigurjóns- son, framkvæmdastjóri Envent og REI-verkefna í Eyjaálfu og Asíu, verkefnið fyrir blaðamönn- um ásamt Sigrúnu Elsu Smára- dóttur, borgarfulltrúa og stjórn- armanni í REI, og fulltrúa frá PNOC-EDC, sem er stærsta orku- fyrirtæki Filippseyja og GGE á 0,4 prósent hlut í. Guðmundur upplýsti að rann- sóknunum yrði lokið í maí árið 2009. Skili þær jákvæðum niður- stöðum munu tilraunaboranir hefjast sem munu kosta allt að einn og hálfan milljarð króna. Haft er eftir Guðmundi á þar- lendum fréttamiðlum að búist sé við að heildarfjárfesting REI og GGE á svæðinu verði rúmlega tíu milljarðar, ef allt gengur eftir. Óvissa ríkti um verkefni REI eftir að fulltrúar Sjálfstæðis- flokks í borgarstjórn lýstu yfir að eðlilegt væri að selja verkefni REI. Því hefur verið talið óvíst hvort REI myndi taka þátt í þessu verkefni eða hvort leitað yrði annarra fjármögnunarleiða. Kjartan Magnússon, stjórnar- formaður REI, segir ljóst að frek- ara fé verði ekki tekið frá Orku- veitu Reykjavíkur til þessa verkefnis eða féð komi beint frá REI. „Hins vegar höfum við feng- ið tilboð frá Alþjóðabankanum um fjármögnun þessa verkefnis eins og í Djíbúti.“ Þór Gíslason, stjórnarformaður Envent á vegum GGE, segir að samningur um rannsóknir sé í höndum Biliran Geothermal sem Envent á 40 prósenta hlut í á móti þarlendum fjárfestum. „Útlend- ingar mega ekki eiga meiri rétt- indi á auðlindinni. Framhaldið hefur ekki verið ákveðið en GGE hefur fullan hug á að halda áfram ef niðurstöður forrannsókna verða jákvæðar.“ svavar@frettabladid.is REI tekur fullan þátt í Filippseyjaverkefni Reykjavík Energy Invest mun taka fullan þátt í jarðhitaverkefni á Filippseyjum með Geysi Green Energy. Heildarfjárfesting mun verða rúmlega tíu milljarðar ef allt gengur eftir. Rannsóknir á jarðhitasvæði í landinu hefjast í september. ORKA REI og GGE eru að hefja forrannsóknir á Filippseyjum sem gæti skilað 100 megavatta virkjun innan fárra ára. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KIRGISISTAN, AP Farþegaflugvél fórst skömmu eftir flugtak í Kirgisistan í gær. Níutíu manns voru um borð í vélinni, en svo virtist í gær sem 25 manns hafi lifað af slysið. Vélin var af gerðinni Boeing 737 og var ferð hennar heitið til Írans. Meðal þeirra sem fórust var heilt handboltalið úr fram- haldsskóla í Kirgisistan. Vélin hrapaði eftir að hafa flogið aðeins 10 kílómetra frá flugvellinum í höfuðborginni Bishkek. Misvísandi fregnir bárust af því frá stjórnvöldum hver orsök slyssins gæti hafa verið. - gb Flugslys í Kirgisistan: Heilt hand- boltalið fórst GEIR H. HAARDE PAKISTAN, AP Fáeinum dögum eftir að Pervez Musharraf sagði af sér sem forseti Pakistans bendir margt til þess að slitna muni upp úr sam- starfi ríkis- stjórnarflokk- anna. Flokkarnir virðast ekki ætla að koma sér saman um hvort dómarar hæstaréttar, sem Musharraf rak úr embætti á síðasta ári, fái allir embætti sitt aftur. Asif Ali Zardari, leiðtogi Þjóðarflokks Pakistans, virðist óttast að þeir muni grafa upp gömul spillingar- mál á hendur honum. Einnig virðast flokkarnir eiga erfitt með að koma sér saman um hver verði arftaki Musharrafs. Zardari hefur gefið kost á sér. - gb Dómaradeilan í Pakistan: Stjórnarslit virðast líkleg ASIF ALI ZARDARI Bílvelta í Mývatnssveit Ung kona með tvö börn velti jeppa í Mývatnssveit. Þau sluppu öll án teljandi áverka, að sögn lögreglu, en voru flutt á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar. LÖGREGLUFRÉTTIR STJÓRNMÁL Guðni Ágústsson, for- maður Framsóknarflokksins, verður á hringferð um landið næstu dagana þar sem hann ræðir við fólk og fyrirtæki á opnum fundum. „Markmiðið er að hitta fólkið í landinu og ræða um hugsjónir og pólítík. Það er gott að byrja í Borgarnesi þar sem ég mun halda Borgarnesræðuna mína,“ segir Guðni. „Ég mun gera það að aðalefni að ræða ónýta ríkisstjórn sem hefur aðgerðarleysi að markmiði og leggja fram lausnir sem við í Framsóknarflokknum höfum gert hvað eftir annað.“ Ferðina segir Guðni skyldu- ferð fyrir sig sem formann til að takast á við það stóra verkefni að ná styrkleika Framsóknar á ný. „Ég vona að það verði vel mætt á fundina og svo hitti ég líklega einhverja á förnum vegi því ég verð mikið á ferðalagi.“ Fundirnir bera yfirskriftina „Tími aðgerða í efnahagsmálum er runninn upp“ og hefjast í dag kl. 20.30 í Félagsbæ við Borgar- braut í Borgarnesi. Einnig er ferðinni heitið í Skagafjörð, á Húsavík og Egilsstaði. Ferðinni lýkur síðan með fundi 1. september í Þingborg í Flóa- hreppi. - vsp Guðni Ágústsson mun ferðast kringum landið og halda opna fundi: Heldur Borgarnesræðu sína GUÐNI ÁGÚSTSSON Vill ræða lausnir við efnahagsvandanum. LÖGREGLUMÁL „Það eina sem mig langar að segja er að krakkar ættu að læra sjálfsvarnaríþróttir,“ segir Ólafur Ásgrímsson. Ólafur og eiginkona hans urðu fyrir fólskulegri árás á leið heim úr bænum á menningarnótt. „Við hjónin vorum að labba í Austurstræti þegar skyndilega var sparkað í bakið á mér og ég datt niður. Svo stóð ég bara upp og tók til minna ráða,“ segir Ólafur, sem er fertugur að aldri. Hópur ungra manna reyndi að taka veskið af konu Ólafs. „Þeir voru fimm saman og tveir þeirra þurftu að fara á slysavarðstofu eftir þetta. Svo hljóp ég þann sem var með veskið uppi, alveg brjál- aður.“ Fjöldi fólks var í Austurstræti þegar árásin átti sér stað. „Það skipti sér enginn af þessu,“ segir Ólafur. Hann segir að verr hefði farið, hefði hann ekki lært Taek- wondo-sjálfsvarnartækni þegar hann var yngri. Mennirnir voru illa farnir eftir viðskiptin við Ólaf. Lögreglumenn fylgdu þeim upp í sjúkrabíl og á slysavarðstofuna. „Ég náði að nef- brjóta tvo og marði svo lærið á einum,“ segir Ólafur. Mennirnir hafa ekki kært Ólaf til lögreglu. - sgj Beitti Taekwondo til að verjast líkamsárás á menningarnótt: Nefbraut tvo af árásarmönnunum HAFÐI FIMM MENN Ólafur brýnir fyrir fólki að læra sjálfsvarnaríþróttir. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL ÍTALÍA, AP Kaþólski presturinn og guðfræðingurinn Antonio Rungi ætlar í næsta mánuði að efna til fegurðarsamkeppni fyrir nunnur. Keppnin verður þó eingöngu á Netinu og vettvangurinn verður bloggsíða prestsins. „Nunnur eru dálítið einangrað- ar, þær eru svolítið utanveltu í kirkjulífinu,“ sagði Rungi eftir að ítalskir fjölmiðlar birtu fréttir af framtaki hans. „Þetta verður tækifæri til að gera framlag þeirra sýnilegra.“ Kaþólskum Ítölum sýnist sitthvað um þetta uppátæki. Bandalag kaþólskra kennara segir prestinn gera lítið úr hlutverki nunna. - gb Kaþólskur prestur: Fegurðarsam- keppni nunna SKIPULAGSMÁL Íbúasamtök 3. hverfis - Hlíða, Holta og Norður- mýrar vilja að byggð verði útisundlaug sunnan við Sundhöll- ina í Reykjavík. Á vef samtak- anna, hlidar.com, er að hafin undirskriftasöfnun með hvatn- ingu til borgaryfirvalda þessa efnis. Stjórnir Íbúasamtaka 3. hverfis og Íbúasamtaka miðbæjarins hafa báðar ályktað um þessi mál og sent áskorun til borgaryfir- valda. Í grein formanna samtak- anna á vef 3. hverfis segir að hugmynd um útisundlaug hafi verið rædd í 65 ár. Borgaryfir- völd hafi ætíð verið jákvæð gagnvart slíkum hugmyndum þó að hvergi sé að finna samþykkt um að hefjast handa við verkið. - ovd Íbúasamtök vilja útisundlaug: Útisundlaug við Sundhöllina SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.