Fréttablaðið - 25.08.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 25.08.2008, Blaðsíða 4
4 25. ágúst 2008 MÁNUDAGUR „Þetta er fyrst og fremst hugsað þannig að landsmenn fái tækifæri til að fagna landsliðinu þegar það kemur heim,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri um fyrirhugaða móttökuathöfn fyrir íslenska landsliðið í handknattleik sem á miðvikudaginn kemur heim af Ólympíuleikunum í Peking í Kína. Ríkisstjórnin stendur fyrir mót- tökuathöfninni. Hanna Birna seg- ist hafa rætt málið við mennta- málaráðherra og lýst áhuga borgarinnar á að taka þátt í mót- tökunum. Nú sé unnið að málinu í ráðuneytinu í samstarfi við Reykjavíkurborg. Hún á von á að það skýrist síðar í dag hvar hátíð- arhöldin verða. „Menn hafa haft sérstakan augastað á miðborginni en nákvæm staðsetning er eitt- hvað sem verið er að vinna með.“ Strákarnir voru dyggilega studdir af nokkrum fjölda Íslend- inga í lokaleiknum gegn Frökkum. þar á meðal voru forsetahjónin, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Björg- ólfur Thor Björgólfsson sem kom ásamt Kristínu Ólafsdóttur konu sinni. - ovd Auglýsendur athugið! Yfirburðir Fréttablaðsins umfram bæði Morgunblaðið og 24 stundir eru mjög miklir í nánast öllum aldurshópum. Hvar er þín auglýsing? Fréttablaðið tryggir þér aðgang að rúmlega 45 þúsund fleiri lesendum en Morgunblaðið og rúmlega 25 þúsund fleiri lesendum en 24 stundir í aldurshópnum 18-49 skv. nýjustu könnun Capacent. Fréttablaðið Morgunblaðið 24 stundir 0 2000 4000 6000 8000 10000 12000 14000 16000 12–14 ára 15–19 ára 20–24 ára 25–29 ára 30–34 ára 35–39 ára 40–44 ára 45–49 ára 50–54 ára 55–59 ára 60–64 ára 65–69 ára 70–74 ára 75–79 ára Allt sem þú þarft... ...alla daga Menntamálaráðherra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir brosti allan hringinn eftir leikinn gegn Frökkum í gær. Hún hélt á blóm- vendi sem Ólafur Stefánsson hafði fært henni að lokinni verð- launaafhendingu. „Hann kom hlaupandi hendi og kastaði þeim til mín. Ég náði að grípa vöndinn með augun full af tárum. Það er mikill heiður að fá þennan blómvönd frá landsliðs- fyrirliðanum,“ sagði Þorgerður Katrín sem er afar stolt af strákunum. „Þetta er stórkostlegt afrek hjá strákunum. Stolt er ekki nógu stórt orð til þess að lýsa þeim til- finningum sem maður ber í garð strákanna. Þeir eru búnir að vera einstakir. Þeir eru miklar fyrir- myndir, líkamlega og andlega. Þessi silfurpeningur sem við vorum að fá tel ég að sé verð- mætasti silfurpeningur sem við munum nokkurn tímann fá því skilaboðin eru: haldið áfram í íþróttum. Fyrirmyndirnar eru til staðar. Skemmri tíma áhrifin eru gleðin en lengri tíma áhrifin eru vonandi þau að við höldum börn- unum okkar lengur í íþróttum. Þetta er besta átak sem við gátum fengið varðandi íþróttir og heilsueflingu,“ sagði Þorgerður Katrín en verður ekki að setja meiri peninga í handboltann á Íslandi í kjölfar þessa árangurs? „Ég ætla ekki að lofa neinu núna en bæði þjóðin og ríkis- stjórnin verður að gera sér grein fyrir því að svona árangur næst ekki fyrirhafnarlaust. Það hefur kostað mikinn svita og pening aða komast hingað og við verð- um að horfast í augu við það að við verðum að hjálpa þeim. Það er ljóst.” - hbg Þorgerður Katrín fékk blóm frá landsliðsfyrirliðanum: Greip vöndinn með augun full af tárum „Ég trúi ekki öðru en að áhuginn muni aukast mikið,“ segir Guðmundur Ingvarsson, formaður Handknattleikssambands Íslands, HSÍ, spurður um hvaða áhrif gengi íslenska handknattleiks- landsliðsins á Ólympíuleikunum hefur. „Við munum örugglega sjá mikið af ungu fólki byrja að æfa í haust því alltaf þegar við stöndum okkur vel á stórmótum þá eykst áhuginn á handboltanum í kjölfarið,“ segir Guðmundur og telur að áhrifin verði ekki aðeins í handboltanum heldur muni þetta auka áhuga ungs fólks á íþróttum almennt. - vsp Gengi landsliðsins hefur áhrif: Uppgangur í velgengni HANDKNATTLEIKSLANDSLIÐIÐ Móttöku athöfn verður fyrir landsliðið á miðvikudaginn þegar það kemur heim af Ólympíuleikunum í Peking. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM GUÐMUNDUR INGVARSSON MENNTAMÁLARÁÐHERRA OG ÞJÁLF- ARINN Þorgerður var yfir sig stolt yfir árangri strákanna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM LIÐIÐ FAGNAR SILFRI Íslenska landsliðið er meira en bara handknattleiksmennirnir sem fengu að taka á móti silfurpeningunum í Peking. Með hópnum fylgdi þjálfari og aðstoðarþjálfarar, læknir og sjúkraþjálfari, sem allir eiga sinn skerf í velgengninni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM STÓRKOSTLEGUR ÁRANGUR „Strákarnir okkar“ hlutu silfur í Peking sem er einstakur árangur. Þetta er í fjórða sinn sem Íslendingar hljóta verðlaun á Ólympíuleikum og í fyrsta sinn sem Ísland fær verðlaun í hópíþrótt. Vilhjálmur Einarsson varð fyrstur Íslendinga til þess að fá verðlaun á Ólympíuleikum er hann nældi í silfur í þrístökki í Melbourne árið 1956. Bjarni Friðriksson fékk brons í júdó árið 1984 og Vala Flosadóttir fékk einnig brons í stangarstökki í Sydney árið 2000. Þessi árangur strákanna hefur skráð þá rækilega á spjöld íslenskrar íþróttasögu en þetta eru þess utan fyrstu verðlaun Íslands á stórmóti í handbolta. Áður en silfuverðlaunin voru í höfn hafði íslenska landsliðið í handbolta tvisvar áður komist í undanúrslit á stórmóti – á ÓL í Barcelona árið 1992 og á EM í Sví- þjóð árið 2002 – en hafnaði í bæði skiptin í fjórða sæti. Móttökuathöfn fyrir strákana okkar á miðvikudag: Landsmenn fá að fagna liðinu HANDKNATTLEIKSLIÐ ÍSLANDS Á ÓLYMPÍULEIKUNUM VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 20° 19° 19° 19° 20° 21° 23° 22° 21° 21° 30° 31° 23° 21° 24° 29° 33° 19° Á MORGUN Suðaustan, víða 5-8 m/s. MIÐVIKUDAGUR Suðaustan, 3-8 m/s. 9 10 12 11 10 9 10 6 9 10 10 13 7 6 12 9 8 6 11 7 11 12 10 10 12 13 11 12 12 10 13 14 VONSKUVEÐUR Það er lægð sem mun fara yfi r landið næsta sólarhringinn ásamt myndarlegu úrkomusvæði og því mun rigna í fl estum landshlutum einhvern tímann í dag eða í kvöld. Lægðinni fylgir einn- ig talsverður vindur og er því ráðlegt að huga að dóti og húsgögnum sem eru utandyra. Elísabet Margeirsdóttir Veður- fréttamaður

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.