Fréttablaðið - 25.08.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 25.08.2008, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 25. ágúst 2008 11 EIN UN GISTVEIRBÍLAR EIN U NGIS TVEIR B ÍLA R 2 EI NU NGISFJÓRIRBÍLAR EIN U NGIS FJÓRIR B ÍLA R 4 EI NU NGISFJÓRIRBÍLAR EIN U NGIS FJÓRIR B ÍLA R 4 Ó ! · 1 1 8 7 2 Fréttablaðinu barst bréf frá neytanda: Ég var staddur í Lyfju á Smáratorgi og þurfti að fá mér einnota lestrargleraugu. Í þessari ágætu verslun kosta þau 1.457 krónur en í Rúmfata- lagernum og Bónus, við hliðina á Lyfju, kosta samskonar gleraugu 198 krónur. Þetta er auðvitað okur og beinlínis móðgun við kaupandann og skora ég á fólk að sniðganga þetta fyrirtæki eftir bestu getu. Á Íslandi er frjáls álagning sem þýðir að verslunum er frjálst að leggja það verð á vörur sem þeim sýnist og apótek haga sér nákvæmlega eins og aðrar verslanir. Þau eru ekki lyfsölur á vegum ríkisins, heldur frjálsar verslanir sem hika ekki við að leggja á sína viðskiptavini þá álagn- ingu sem þeim sýnist. Verið á verði. Verð á lesgleraugum: Frjáls álagning í apótekum VERSLUN „Það er ekki hægt að benda á það að bjórkælar í versl- unum ÁTVR hafi sérstök áhrif á drykkjuna,“ segir Geir Jón Þóris- son yfirlögregluþjónn. Frægt varð þegar þáverandi borgarstjóri, Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, fór fram á það við ÁTVR að kælir í Austurstræti yrði tekinn úr sambandi því hann ýtti undir drykkju óreglufólks. Geir Jón segir hins vegar að sala á bjór í stykkjavís hafi þessi áhrif. „Þegar byrjað var á því urðum við varir við að menn fóru að nurla saman í einn og einn. Það hefur ekki breyst síðan.“ Ástandið í miðborginni í þessum efnum hafi þó verið gott þetta sumarið. Kaldur bjór fæst nú í þremur útibúum ÁTVR á höfuðborgar- svæðinu: í Skeifunni, Borgartúni og á Dalvegi. Í næsta mánuði verð- ur svo fjórða búðin opnuð í Skútu- vogi. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir að kælar séu settir í nýjar búðir og þegar verslanir eru endurbættar. „En það eru engin áform í bili um að setja upp kæli í Austur- strætinu,“ segir hún. Það sé þó ekki útilokað í framtíðinni. Með kælunum sé veitt betri þjónusta og álag starfsfólks vegna áfyllingar minnki. Þá sé verslun- arplássið milli bjórs og annars áfengis aðgreint betur. - kóþ Kældur bjór verður til sölu í fjórum verslunum ÁTVR á höfuðborgarsvæðinu: Hefur ekki áhrif á drykkju Í VÍNBÚÐINNI Fjórar verslanir ÁTVR munu bjóða upp á kaldan bjór á höfuð- borgarsvæðinu í næsta mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HEILBRIGÐISMÁL Reyksíminn og Lýðheilsustöð stóðu nýlega að verðlaunasamkeppninni Reyklaus 2008 þar sem óskað var eftir sögu frá þeim sem tilbúnir væru að hætta að reykja eða væru þegar hættir. Var sögunum ætlað að vera hvatning fyrir aðra í barátt- unni gegn tóbaki. Rúmlega 450 reynslusögur bárust. Vinningshafi samkeppn- innar er Rut Sigurðardóttir og hlýtur hún ferð til Amsterdam ásamt 100 þúsund króna gjaldeyri í vinning. Rut verður jafnframt fulltrúi Íslands í „European Smoke Free Awards 2008“ í Amsterdam þar sem hún á möguleika á að vinna ferðaávísun að andvirði 15 þúsund evra. - ovd Reyklaus 2008: Reyklaus til Amsterdam RUT SIGURÐARDÓTTIR Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@frettabladid.is HELGA ÞÓREY neytendur@frettabladid.is HEILBRIGÐISSTOFNANIR Fjárhags- vandi Heilbrigðisstofnunar Austurlands, HSA, er enn sá sami. Fréttablaðið greindi frá því í sumar að halli stofnunarinnar fyrstu fimm mánuði ársins næmi rúmum 200 milljónum króna. Einar Rafn Haraldsson, forstjóri HSA, segir að stofnunin hafi lent í vanskilum við birgja en fengið lausafé upp í launahækk- anir sem hafi orðið til þess að stofnunin hafi getað grynnt á brýnustu skuldum og því hafi ekki verið lokað fyrir viðskipti. “Við erum ennþá á floti en þetta er þungur sjór. Skuldasúpan er sú sama,“ segir hann. - ghs Forstjóri HSA: Lausafé upp í brýnar skuldir NOREGUR Norski athafnamaðurinn Kjell Inge Røkke hefur tekið við forstjórastólnum í líftæknifyrir- tækinu Aker Biomarine enda stærsti hluthafinn. Hann verður fyrirtækinu engin fjárhagsleg byrði því að árslaunin hans eru aðeins ein norsk króna, að sögn norska ríkisútvarpsins NRK. Gengi bréfa í Aker Biomarine hefur fallið um 62 prósent á einu ári. „Með tilliti til félagsins og sjálfs mín er tímapunkturinn fyrir forstjóraskiptin rétt. Þegar maður hefur komist að þessari niðurstöðu er mikilvægt að ég hætti strax,“ segir Helge Midttun, fráfarandi forstjóri. - ghs Kjell Inge Røkke: Fær eina norska krónu í árslaun

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.