Fréttablaðið - 25.08.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 25.08.2008, Blaðsíða 12
12 25. ágúst 2008 MÁNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Auglýsendur athugið! Yfirburðir Fréttablaðsins umfram bæði Morgunblaðið og 24 stundir eru mjög miklir í nánast öllum aldurshópum. Hvar er þín auglýsing? Fréttablaðið tryggir þér aðgang að rúmlega 45 þúsund fleiri lesendum en Morgunblaðið og rúmlega 25 þúsund fleiri lesendum en 24 stundir í aldurshópnum 18-49 skv. nýjustu könnun Capacent. Fréttablaðið Morgunblaðið 24 stundir 0 2000 4000 6000 8000 10000 12000 14000 16000 12–14 ára 15–19 ára 20–24 ára 25–29 ára 30–34 ára 35–39 ára 40–44 ára 45–49 ára 50–54 ára 55–59 ára 60–64 ára 65–69 ára 70–74 ára 75–79 ára Allt sem þú þarft... ...alla daga Í slensku landsliðsmennirnir í handknattleik hafa ritað nöfn sín stórum stöfum í íslenska samtímasögu með frækilegri framgöngu á Ólympíuleikunum sem lauk í Peking í gær. Við töpuðum ekki gullverðlaunum í úrslitaleiknum gegn Frökk- um, heldur unnum silfurverðlaun og það er nokkuð sem engum íslenskum íþróttamanni hefur lánast að gera síðan 1956. Fjórtán glæsilegir fulltrúar þjóðarinnar snúa fyrir vikið heim á miðvikudag með slíkan silfurpening um hálsinn ásamt þjálfara sínum og öðrum úr liðsstjórninni og mega réttilega eiga von á höfðinglegum móttökum íslensku þjóðarinnar. Framganga íslenska landsliðsins á þessum Ólympíuleikum hefur vakið mikla athygli. Í raun hefur hún vakið heimsathygli. Ekki vegna þess að handbolti sé svo vinsæl íþrótt um víða veröld, heldur vegna þess að hún sýnir sigur mannsandans í hnotskurn og færir okkur enn og aftur heim sanninn um það að allt er hægt í íþróttum og ekkert er gefið fyrirfram. Þetta er nútímaútgáfan af dæmisögunni um Davíð og Golíat; nokkuð sem allir hlutlausir gleðjast yfir á tímum þegar efnahagslegur styrkur skiptir sífellt meira máli. Eðlilegt er að sú spurning vakni, hvernig svo fámenn þjóð geti teflt fram hópi manna sem kemst í úrslit í flokkaíþrótt á Ólymp- íuleikum og slær á þeirri leið út lið frá mörgum af fjölmennustu þjóðum Evrópu? Íslensku leikmennirnir og þjálfarar þeirra hafa svör við þeirri spurningu: Það eru sjö menn frá hvoru landi inni á vellinum í einu og þess vegna er keppt á jafnréttisgrundvelli. Þess vegna á Ísland möguleika á sigri í hverjum leik. Þess vegna hefur þessi ótrúlegi árangur náðst. Þessi árangur er þeim mun athyglisverðari þegar haft er í huga, að stutt er síðan enginn vildi taka að sér þjálfun íslenska landsliðsins. Eftir brotthvarf Alfreðs Gíslasonar var leitað til nokkurra nafnkunnra handboltamanna, en enginn sá sér fært að svara kallinu. Úr varð að Guðmundur Guðmundsson tók aftur við þjálfun liðsins og eftirleikinn þekkja allir: ævintýri sem seint líður úr minni og afrek sem íslenska þjóðin stendur í mikilli þakkarskuld fyrir. Fyrir Ólympíuleikana í Peking var nokkuð deilt um það hvort forseti Íslands ætti að sækja leikana þar sem mannréttindi væru fótum troðin þar í landi. Töldu ýmsir spekingar að réttast væri að mótmæla því með því að forsetinn sæti heima. Forsetinn tók afstöðu með íslenska íþróttafólkinu, sem æðsti verndari íþrótta- hreyfingarinnar á Íslandi og það reyndist góð ákvörðun. Jákvæð framkoma forsetahjónanna og stuðningur þeirra við íslensku afreksmennina hefur vakið heimsathygli og endurómað þá sam- stöðu þjóðarinnar sem hefur orðið til í kringum handboltalandslið- ið síðustu daga. Ísland mátti vel við slíku, mitt í öllu krepputalinu og lítið hefur heyrst í fyrrnefndum spekingum síðustu daga. „Guð blessi móðurina sem þig ól,“ sagði þulur Ríkisútvarpsins í beinni útsendingu er hann var að lýsa stórkostlegri frammistöðu landsliðsfyrirliðans Ólafs Stefánssonar í leiknum gegn Spán- verjum í undanúrslitunum. Allar fjölskyldur íslensku handbolta- mannanna mega svo sannarlega vera stoltar af sínum mönnum eftir þennan frábæra árangur, sem undirstrikar svo rækilega stöðu handboltans sem þjóðaríþróttar. Fréttablaðið óskar hand- boltalandsliðinu og íslensku þjóðinni til hamingju með þetta ótrúlega afrek. Ólympíuævintýrið verður lengi í minnum haft. Ótrúlegt afrek BJÖRN INGI HRAFNSSON SKRIFAR Skrafskjóðurnar á internetinu voru að skrifa sumar hverjar um það í gær og fyrradag að handbolti væri ekkert frægur í útlöndum og var það einkum haft til marks að þetta þætti skrýtin íþrótt hjá einhverjum bandarísk- um bloggurum. Þeir sem höfðu komist að þessu voru svolítið hróðugir yfir því að vera slíkir heimsmenn að deila skoðunum með bandarískum bloggurum en líka örlítið skúffaðir yfir því að þjóðarsport Íslendinga skyldi svo lítilsvirt og smáð í guðseiginlandi. Það er fullgild afstaða – og jafnvel virðingarverð – að neita að taka þátt í hópeflinu og æsingnum sem grípur þjóðarkríli á slíkum stundum en ég er ekki viss um að það séu réttu forsend- urnar að handbolti komi banda- rískum bloggurum einkennilega fyrir sjónir. Spurning hvað á að taka mikið mark á þjóð sem kýs George W. Bush sem forseta – ekki einu sinni heldur tvisvar – og ekki geta þjóðaríþróttir Bandaríkjamanna talist annað en skrýtnar þegar maður hefur ekki tamið sér á að fylgjast með þeim. Þetta sem þeir kalla „football“ er mestanpart iðandi áflog ákaflega dúðaðra manna með skringilegum mörkum, spor- öskjulaga bolta og óskiljanlegri stigagjöf en „baseball“ er eftir því sem ég kemst næst sami leikur og hér heitir „Kýló“ hjá krökkunum og höktir áfram milli endalausra auglýsingahléa og söngatriða; er það ekki soldið barnalegt? Svolítið eins og að vera fram eftir öllum aldri í Brennó eða Bimmbamm- bimmbamm? Körfubolti er eina bandaríska íþróttin sem hefur náð til annarra þjóða enda líkastur evrópskum boltaíþróttum en þótt ágætur sé kemst hann ekki í hálfkvisti við handboltann hvað fjölbreytni varðar og stemmningu á góðum degi. „Skrípalæti í atplássum“ Allar íþróttir eru skrýtnar. Og þegar við neitum að gangast inn á forsendur þeirra verða þær eiginlega alveg fáránlegar. Þórbergur spurði Matthías Johannesen í samtalsbók þeirra hvers vegna menn kepptu ekki í sjöstökki eða nístökki frekar en þessu bjánalega þrístökki sem honum þótti sérlega auvirðileg íþrótt (þetta var þegar Vilhjálm- ur Einarsson var hin þrístökkv- andi þjóðhetja) – Þórbergur stakk líka upp á „hækkandi grindahlaupi“ og „gaddavírs- hlaupi“ sem óneitanlega væri gaman að sjá keppt í. Hann sagðist hafa stundað íþróttir í 44 ár „til að verða nýtari maður“ – það voru Müllers-æfingarnar – en honum fannst hann lítils metinn, enda ekki veirð að „trana sér fram í opinberum skrípa- látum í einhverjum atplássum sem eru í innsta eðli sínu skólar í mannhatri“. Þá voru rithöfundar enn afbrýðisamir út í íþróttamenn og þá athygli sem þeir nutu. Og svona upplifði nytsemdarkomm- inn keppnisíþróttir: hann skildi ekki til hvers þær væru. Sá ekki að þær þroskuðu nokkurn mann – hvað græðir maður á því að vera duglegur að hoppa á öðrum fæti? Íþrótt sem rúmar allt Kannski megi snúa þessu við og spyrja hvort gildi íþróttanna felist ekki einmitt í gagnsleysi þeirra: til hvers er handbolti? Í hvað notar maður hann? Ekki neitt. Hann er ekki til neins – eins og allar listir ber hann gildi sitt í sjálfum sér. Þetta er bara leikur; þetta er bara mennska. Það er einmitt algengasta mótbáran gegn íþróttum að þar sé fullorðið fólk að leika sér – en hvort skyldi maðurinn vera mennskari og nær sjálfum sér sér þar sem hann húkir við tölvu eða þar sem hann neytir krafta sinna í samafli með félögum sínum til þess að koma bolta í mark? Handboltinn hefur allt til að bera sem eina íþrótt getur prýtt. Hann er hárrétt blanda af einstaklingsframtaki og samtaki, frumleika og skipulagi; hann er stökk, hlaup, fimi, boltafærni. Hann er snerting en líka svif. Hann býður upp á snerpu og hraða og spennu, en líka hugvit og fegurð: hvað er tignarlegra en svífandi skytta í þann mund að láta vaða? Hann er frásögn: geymir röð hápunkta og koll- steypur, hetjur og hrappa, dáðir og ódáðir, tragedíur og kómedíur, sæmd og mannlega lesti. Í leiknum er undiralda og rökrétt framvinda en líka óvæntar og jafnvel fáránlegar uppákomur. Hann gengur fram og tilbaka en líka frá vinstri og til hægri og jafnvel upp og niður – hann er úti um allt, frjálslegur og villtur en ekki taumlaus því leikurinn lýtur ströngum reglum um smátt og stórt. Við horfum á aleflingu and- ans í handbolta: menn gráta og hlæja og þrá; menn gefa sig alla, fara út á ystu nöf, beita saman köldum huga og heitum tilfinn- ingum: með öðrum orðum: menn lifa. Spurningin: „Til hvers er handbolti?“ er þess vegna jafn marklaus og spurningin: „Til hvers er lífið?“ Morfeus og bræður GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Í DAG | UMRÆÐAN Finnur Árnason skrifar um matsmál Haga hf. gegn Alþýðusambandi Íslands. Í grein í Fréttablaðinu síðastliðinn föstudag sakar Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, mig um að hafa ekki áttað mig á því, um hvað matsmál Haga gegn ASÍ hafi snúist. Þó svo að ég hafi átt frumkvæði að málinu. Matsmálið var höfðað, þar sem Hagar hf. hafa talið að verðmælingar ASÍ endurspegluðu ekki raunverulegar verðbreytingar í verslunum Haga hf. Hagar leituðu því til Héraðsdóms Reykjavíkur og óskuðu eftir því að matsmenn yrðu dóm- kvaddir til að komast að réttri niðurstöðu. Niðurstaða dómskvaddra matsmanna var afdráttarlaus þess efnis að í tilviki verðmælinga í verslunum 10-11 um mánaðamótin febrúar/mars 2007 gaf verðmæling ASÍ ranga niðurstöðu. Niðurstaða matsmannanna sýnir að verðlags- mælingar ASÍ ná ekki því markmiði sínu að meta raunverðbreytingar. Skýringuna er sennilega að finna í leyndaraðferðafræði ASÍ við gerð mælinganna, en ASÍ hefur neitað að upplýsa um hver hún er. Augljóst er hins vegar að sú aðferðafræði er langt frá því að vera nógu nákvæm. Einnig hefur Alþýðusamband Íslands reynt að gera lítið úr vinnu matsmanna þar sem þeir hafi skoðað „eigin gögn“ Haga, það er gögn frá 10-11. ASÍ byggir verðkannanir sínar á gögnum fengnum í 10-11. Markmiðið er að upplýsa neytendur um verðlag þar. Ég veit ekki hvar annars staðar ætti að leita að gögnum, né hvar annars staðar hina einu réttu niðurstöðu er að finna. Um þetta snýst matsmálið og ekkert annað. Það er merkilegt að í stað þess að taka til í eigin ranni, breyta aðferðafræði sinni við verðmælingar þannig að þær endurspegli raunverulegar verðbreytingar í verslunum á matvörumarkaði, bregst forysta ASÍ við með rangfærslum og útúrsnúningum. Það ætti að vekja ráðamenn, sem hafa veitt opinberu fé til verðlagseftirlitsins, til umhugsunar um trúverðugleika þess. Höfundur er forstjóri Haga hf. Kjarni málsins gegn ASÍ FINNUR ÁRNASON Þorgerður vs. Dorrit Össur Skarphéðinsson iðnaðarráð- herra bloggar um það sem hann kallar „fjölmiðlastríð“ milli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur mennta- málaráðherra og Dorrit Moussiaeff forsetafrúar í tengslum við velgengni íslenska handknattleiksliðsins á Ólympíuleikunum í Peking. Össur fjallar um að Þorgerður Katrín hafi setið heima ásamt nokkrum öðrum ráðherrum Sjálfstæðisflokksins þegar Ólafur Ragnar Grímsson var settur í embætti í fjórða sinn á dögunum. Þetta megi túlka sem „diss“ á forsetann, eins og Össur orðar það. Þorgerður Katrín hafi svo farið til Kína á ný þegar ljóst væri að Íslendingar léku til úrslita. Össur segir að það hafi verið til að keppa við Dorrit og Ólaf um pólitíska athygli. Ísland í 3. sæti Þó að Íslendingar hafi náð silfrinu í handbolta á Ólympíuleikunum þá hrepptum við aðeins bronsið í annarri keppni, keppninni um flestar medalíur miðað við höfðatölu. Bah- amaeyjar hrepptu þar fyrsta sætið, en Bahamaeyingar hlutu tvær medalíur á mótinu. Það gerir eina medalíu á hverja 153.725 íbúa. Jamaíkar koma næstir með medalíu á hverja 254.939 íbúa. Næstir í röðinni voru Íslendingar. En þar sem allir fimmtán leikmenn handboltaliðsins fengu medalíu getum við alveg sagst hafa fengið flestar á haus. Borgarstjóri í heimsókn Hanna Birna Kristjánsdóttir, nýr borgarstjóri í Reykjavík, fór ásamt Óskari Bergssyni, formanni borgar- ráðs, í heimssókn á nokkur starfssvið borgarinnar á föstudag. Lögðu þau leið sína um menntasvið og skipu- lags- og byggingasvið. Borgarstjórinn þekkir vel til í því síðara því að hún var áður formaður skipulagsráðs. Nú er gott að kjörnir fulltrúar séu í nánum tengslum við starfs- menn borgarinnar. En ef svona heimsóknir eru venj- an, þá hafa borgarstarfs- mennirnir varla haft við að taka á móti nýjum borgar- stjórum seinasta árið. steindor@frettabladid.is Handbolti

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.