Fréttablaðið - 25.08.2008, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 25.08.2008, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 25. ágúst 2008 15 UMRÆÐAN Hörður Gunnarsson skrifar um Æskulýðs- samband Íslands. Hinn 18. júní 1958 var Æskulýðssamband Íslands – ÆSÍ stofnað í húsakynnum Stúdenta- ráðs Háskóla Íslands. Voru þar komnir saman fulltrúar öflugra landssamtaka æskulýðs- félaga í landinu en þeir höfðu und- irbúið stofnun ÆSÍ. Verkefni ÆSÍ var að koma fram fyrir hönd landssamtaka æskulýðsfélaga á Íslandi gagnvart alþjóðasamtök- um og erlendum stofnunum, sem og fjalla um æskulýðsmál á heims- vísu. Undirbúningur að stofnun ÆSÍ hafði legið niðri frá komu Svíans David Wirmark á haust- dögum 1957 fram á vor 1958, að hann hristi upp í málinu að nýju. Fulltrúar nokkurra landssambanda hittust á fundum og síðan var ákveðið að stofna til heildarsamtaka íslenskr- ar æsku. Nauðsynlegt þótti, að allar ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna tækju þátt til að skapa meiri frið um samtök- in. Alls urðu níu samtök stofnaðil- ar ÆSÍ og voru það stjórnmála- hreyfingarnar fjórar, Samband ungra framsóknarmanna, Sam- band ungra jafnaðarmanna, Sam- band ungra sjálfstæðismanna og Æskulýðsfylkingin, einnig Sam- band bindindisfélaga í skólum, Ungmennafélag Íslands, Íslenskir ungtemplarar, Stúdentaráð Háskóla Íslands og Bandalag íslenskra skáta. Í fyrstu stjórn Æskulýðssam- bands Íslands voru kjörnir Júlíus Jón Daníelsson formaður, Bjarni Beinteinsson, Hörður Gunnars- son, Magnús Óskarsson, og sr. Árelíus Níelsson. Formenn Æsku- lýðssambands Íslands fyrstu árin voru Júlíus Jón Daníelsson, Bjarni Beinteinsson, Magnús Óskarsson, Ólafur Egilsson, Skúli Norðdahl, og Hörður Gunnarsson. Umsókn ÆSÍ var samþykkt á þingi alþjóðlegu æskulýðssamtak- anna World Assembly of Youth í Nýju-Delí á Indlandi 1958, sem Magnús Óskarsson sótti. ÆSÍ tók virkan þátt í starfi WAY. ÆSÍ var stofnaðili að Æskulýðs- ráði Evrópu, Council of European National Youth Councils, 1962. Í tilefni af því gaf Æskulýðssam- bandið forláta fundarhamar sér- smíðaðan af hinum rómaða lista- manni Jóni Gunnari. Í umsögn þáverandi formanns ÆSÍ, Ólafs Egilssonar, segir: „Hamarinn var af skemmtilegri hugmyndaauðgi listamannsins gerður úr járni, ýmist beinir teinar eða hringaðir líkt og gormar. Honum fylgdi klof- inn trjástofnsbiti með leðurhjör- um og var í stofninn greipt fyrir hamrinum þannig að luktist um hann þegar hann var ekki í notk- un. Trúlega er til ljósmynd af hamrinum sem gaman væri að birta við tækifæri, ekki síst þar sem frægð Jóns Gunnars hefur haldið áfram að vaxa af Sólfari hans við Sæbraut sem nær hver ferðamaður staldrar við til mynda- töku eða lætur mynda sig hjá.“ Það væri verðugt verkefni fyrir Landssamtök æskulýðsfélaga, sem tóku yfir að hluta til starf- semi Æskulýðssambands Íslands, að kanna, hvar hamarinn sá er nið- urkominn nú enda hefur hann ekki aðeins sögulegt gildi vegna tilefn- is og gefanda heldur eigi síður eykst mikilvægi gripsins í sam- ræmi við rísandi frægðarsól lista- mannsins af Sólfari sínu. Höfundur var stofnandi og stjórnarmaður Æskulýðssam- bands Íslands. Stofnun Æskulýðssambands Íslands fyrir 50 árum HÖRÐUR GUNNARSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.